Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
13
um að draga úr hlut hins opinbera
— bæði ríkis og sveitarfélaga. Með
einkavæðingu er stofnunum breytt
í fyrirtæki og fyrirtæki seld, fram-
kvæmdir og þjónusta boðin út og
lögmál samkeppni þannig látin ná
niður kostnaði. Með þeim hætti
vinna sveitarstjórnarmenn samfé-
laginu gagn — ekki með því að
miklast af fjölda starfsmanna
sinna og auknum umsvifum í at-
vinnurekstri.
Lækkun kostnaðar er
forsenda framfara
Vinnuveitendasambandið telur
það mikilvægasta hlutverk sitt um
þessar mundir að vinna að lækkun
framleiðslukostnaðar alls staðar í
atvinnulífí okkar þannig að kostn-
aðarhækkanir, þ.e. verðbólga, hér
á landi verði til muna minni en í
nágrannalöndunum. Það er for-
senda uppbyggingar í atvinnulífí,
aukinnar framleiðslu, atvinnu og
tryggari kjara að þetta takist.
Álögur ríkis og sveitarfélaga á
atvinnurekstur geta hér skipt
sköpum. Sveitarfélög hafa sannar-
lega nýtt sér færi samhliða lækk-
andi verðbólgu til að hækka skatta
á atvinnulíf og einstaklinga. Þau
verja sig nú með því, að fyrr á tíð
hafi verðbólgan leikið þau grátt.
Sumir forsvarsmanna sveitarfé-
laga sýnast þannig telja sveitarfé-
lög hlutlausa aukaleikara í efna-
hagslífínu, þolendur efnahagslífs-
ins, en ekki gerendur. Því sé ómak-
legt að vekja á því athygli, að fram-
lag þeirra til bætts efnahags-
ástands og lækkaðrar verðbólgu
hafí verið skattahækkun á annan
milljarð. Sá, sem þetta ritar efast
ekki um að í sveitarstjómum hafi
verið uppi hugmyndir um marg-
háttaðar umbætur í velferðarmál-
um og nýmæli í framkvæmdum,
sem kallað hafí á þessar tekjur og
meira til. Hitt er ljóst, að ef allir
aðilar hefðu tekið sömu afstöðu
og kemur fram í viðbrögðum sveit-
arfélaga við ábendingum um eðli-
lega lækkun eftirágreiddra skatta
til samræmis við lækkun verð-
bólgu, þá hefði aldrei orðið nein
lækkun verðbólgu. Þetta er kjami
málsins.
Höfundur er frtunkvæmdasljóri
Vinnuveitendasambands íslands.
að skapa allt of stóra rekstrarein-
ingu fyrir íslenskt samfélag.
Rekstrareiningu sem öðlaðist sjálf-
stætt líf og gleypti í sig allt til-
tækt fjármagn. Ekki leikur nokkur
vafi á því að þeir sem halda um
fjárveitingavaldið á hveijum tíma
munu veita nauðsynlegt aðhald og
stofnun sem yrði til við slíkan
samruna hefði burði til að bera
saman kostnað við meðferð á hin-
um ýmsu deiidum og gera saman-
burð við kostnað erlendis. Stofnun-
in hefði einnig möguleika á að
auka enn frekar kennslu á rann-
sóknarstarfsemi en það er nauð-
synlegt ef við ætlum að geta hald-
ið áfram að bera okkur saman við
það besta erlendis. Traust tengsl
við Háskóla íslands em nauðsynleg
til þess að stofnunin geti staðið
undir nafni.
Aðrir segja að ein stór stofnun
auki miðstýringuna. Miklu nær er
að benda á þá staðreynd að verði
tvær stórar stofnanir, þá liggi
ákvörðunarvaldið alltaf hjá heil-
brigðismálaráðuneytinu. Skiljan-
legt er að ráðuneytið vilji ekki
gefa upp slíkt vald.
Ef Landspítali og Borgarspítali
sameinast verður auðvelt að nýta
kosti Landakots, möguleikarnir
eru óþijótandi, ef vilji er fyrir hendi
til að skoða þá.
Hugsanlegt er að núverandi
spamaðaraðgerðir ríkisstjórnar
verði svo árangursríkar að við höf-
um efni á að velja ekki hagkvæm-
ustu lausnina. Væri ekki vit í því
að heilbrigðisyfirvöld skoðuðu
þessi mál með opnum hug og láti
fara betur ofan í saumana á þeim
möguleikum sem fyrir hendi eru?
Höfundur eryfiriæknir við
geðdeild Landspítala.
Opið bréf til Sunnlendinga
eftir Garðar
Eiríksson
Tilefni þessa opna bréfs er birt-
ing fréttar á baksíðu DV laugar-
daginn 18. janúar sl., þar sem lát-
ið er að því liggja að mér hafí
verið sagt upp störfum sem útibú-
stjóra Búnaðarbanka íslands á
Selfossi vegna þess að ég á að
sögn að hafa brotið reglur Búnað-
arbanka íslands með alvarlega
ógætilegri lánastarfsemi.
Þar sem ég tel að formaður
bankaráðs Búnaðarbanka íslands,
Guðni Ágústsson, hafi vegið
ódrengilega að mannorði mínu í
téðri grein, sé ég mig knúinn til
þes að gera stutta grein fyrir mál-
inu af minni hálfu.
Hinn 1. september 1990 var ég
ráðinn útibússtjóri Búnaðarbanka
íslands á Selfossi, í eitt ár til
reynslu, að ósk og áeggjan Guðna
Ágústssonar, alþingismanns Sunn-
lendinga og fonnanns bankaráðs
Búnaðarbanka íslands. Var lögð á
það áhersla af hálfu bankaráðsfor-
mannsins að markaðsstaða Búnað-
arbanka íslands á Selfossi, svo og
útibúanna á Laugarvatni og Flúð-
um, sem heyrðu undir mig, skyldi
efld og var mér jafnframt uppálagt
að breyta ímynd bankans í lifandi
fyrirtæki sem Sunnlendingar vildu
eiga viðskipti við.
í upphafí voru mér ekki settar
neinar reglur um hámark útlána
af hálfu bankastjómar og fór ég
því eftir eigin sannfæringu og
„Vissulega fór ég í
nokkrum tilvikum fram
úr þeim þröngu heim-
ildum sem mér voru
settar, en ég andmæli
því sem rógi, að um
ógætilega útlánastarf-
semi hafi verið að ræða
af minni hálfu.“
bijóstviti í hveiju tilviki, allt þar
til formlegar reglur voru settar í
febrúar 1991.
Kom þá í ljós að heimildir mínar
til útlána voru verulega þrengri en
samkeppnisaðilanna á svæðinu,
sem höfðu allt að þrefalda heimild
til útlána miðað við þær reglur sem
mér voru settar.
Mér var með öðrum orðum ætlað
að laða einstaklinga og rekstrarað-
ila til viðskipta við bankann, en
hafði ekki heimild til þess að þjóna
þeim. Menn geta því spurt sig
hvort mér hafí ekki í raun verið
uppálagt að blekkja fólk til við-
skipta, þar sem ég gat með engu
móti þjónað því á sömu forsendum
og samkeppnisaðilamir.
Þrátt fyrir þann þrönga stakk
sem mér var skorinn í starfi mínu
sem útibússtjóri Búnaðarbanka ís-
lands á Selfossi, tel ég að ég hafi
áorkað nokkru til að uppfylla þau
markmið sem mér voru sett í upp-
Garðar Eiríksson
hafí og vil ég nefna nokkrar tölur
máli mínu til stuðnings:
í upphafí starfs míns við Búnað-
arbankann á Selfossi hinn 31. ág-
úst 1990 námu innlán í útibúinu á
Selfossi kr. 391 m., í árslok 1990
kr. 839 m., en þá höfðu bæst við
innlán útibúanna á Flúðum og
Laugarvatni u.þ.b. kr. 250 m. og
í árslok 1991 námu heildarinnlán
kr. 1.044 m. Nemur innlánsaukn-
ingin á síðasta ári 23,7%, þegar
meðalinnlánsaukning í bankakerf-
inu var 14-16%.
Á sama tíma fjölgaði banka-
reikningum úr 2.500 í 6.500, þar
af fluttust u.þ.b. 2.000 reikningar
úr útibúinu á Flúðum og Laugar-
vatni. Útlán voru í upphafi 25 m.,
en um síðustu áramót námu þau
478 m.
Hagnaður síðasta árs er um 20
m. og heildarinneign útibúanna í
lausu fé og bundnu í aðalbanka
er um 500 m.
Vissulega fór ég í nokkrum til-
vikum fram úr þeim þröngu heim-
ildum sem mér voru settar, en ég
andmæli því sem rógi að um ógæti-
lega útlánastarfsemi hafí verið að
ræða af minni hálfu. Töpuð útlán,
á þeim tíma sem ég starfaði hjá
Búnaðarbanka íslands, eru óveru-
leg og vel innan ásættanlegra
marka. Menn verða að hafa í huga
að bankastarfsemi er í eðli sínu
áhættustarfsemi.
Um samskipti okkar Stefáns
Pálssonar, bankastjóra Búnaðar-
banka íslands, má almennt segja
að óánægja hans í minn garð hafi
aukist í réttu hlutfalli við vaxandi
viðskiptavild og velgengni útibúa
bankans undir minni stjóm. Ég var
of velviljaður Sunnlendingum.
Um leið og ég þakka þeim fíöl-
mörgu sem sýndu mér traust og
trúnað þann tíma sem ég starfaði
hjá Búnaðarbanka Islands, legg
ég það í dóm ykkar Sunnlendingar
góðir að meta sök í framangreindu
máli.
Höfundur er fyrrverandi
útibússtjóri Búnaðarbankans á
Selfossi.
SOLUHÆSTIBILLINNIEVROPU
VOLKSWAGEN
NÚ Á FRÁBÆRU VERÐIÁ ÍSLANDI
FRÁ KR. 982.080
5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRGÐ
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI695500