Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
27
ÁstsL G. Karlsdótt-
ir — Minning
Fædd 6. október 1926
Dáin 12. janúar 1992
í dag er kvödd hinstu kveðju
Asta G. Karlsdóttir, fyrrum fulltrúi
á Skattstofunni í Reykjavík. Hetju-
legri baráttu við illvígan sjúkdóm
er lokið, baráttu sem stóð á annað
ár. Ásta vissi ailan þann tíma að
hveiju stefndi. Hún bauð þó örlög-
unum hnarreist byrginn eins og svo
oft áður í lífinu. Tæpri viku áður
en hún lést sótti ég hann suður á
Keflavíkurflugvöli. Hún var að
koma, raunar fyrr en hún hafði
ætlað sér, úr síðustu heimsókninni
til eldri dóttur sinnar og fjölskyldu
sem búsett er í Wales. í þetta skipt-
ið fékk hún fylgd dóttur sinnar
heim. Viku síðar var hún öll.
Ásta var fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún var elst níu barna
hjónanna Margrétar Tómasdóttur
og Karls Guðmundssonar, kvik-
myndasýningar- og rafvélaviðgerð-
armanns. Margrét var dóttir Tóm-
asar Guðmundssonar og konu hans,
Ástrósar Sumarliðadóttur á Eini-
felli í Stafholtstungum en Karl var
sonur Guðmundar Sigfreðssonar og
konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur
Thoroddsen, Króki á Rauðasandi.
Ekki buðu aðstæður í foreldrahús-
um upp á það að Ásta gengi
menntaveginn þótt svo að hvorki
skorti hana til þess námsvilja né
námshæfileika.
Ung að árum byrjaði hún að
vinna. Nítján ára gömul hóf hún
störf á Skattstofunni á Akureyri.
Eftir að hún fluttist frá Akureyri
árið 1947 með barnunga dóttur
sína, Ragnheiði Ólafsdóttur, fór hún
að vinna í Skattstofunni í Reykja-
vík. Þar vann hún sleitulaust, oft
allt of langan vinnudag, fram á
afmælisdag sinn haustið 1989, alls
um 42 ára skeið.
Skömmu eftir að Ásta fluttist
aftur til Reykjavíkur fór hún að
leggja drög að því að komast í eig-
ið húsnæði. Með sparsemi og út-
sjónarsemi byggði hún sé bjarta og
fallega íbúð í Hamrahlíð 1, sem hún
leigði að hluta út meðan hún var
að yfirstíga erfiðustu íjármálahjall-
ana. Þá kleif húh þó einn af öðrum
af festu og öryggi enda kunni hún
flestum mönnum betur að fara með
fé. _
Á árum áður tók Ásta virkan
þátt í ýmsu félagsmálavafstri. Hún
var varaborgafulltrúi Framsóknar-
flokksins í Reykjavík eitt kjörtíma-
bil, hún sat um árabil í stjóm Starfs-
mannafélags ríkisins (SFR) og var
um skeið trúnaðarmaður starfs-
mannafélags Skattstofunnar.
Ásta eignaði tvær dætur. Árið
1955 fæddist hin dóttir hennar,
Ástrós Arnardóttir. Það var Ástrós
sem leiddi götur okkar Ástu saman
haustið 1977 í Hamrahlíðinni. Mér
var vel tekið. Við nánari kynni
komst ég fljótt að því hvern mann
tilvonandi tengdamóðir mín hafði
að geyma. Ásta hafði nefnilega sín-
ar skoðanir á hlutunum og lá sjaldn-
ast á þeim. Því kynntust víst flest-
ir, sem hana þekktu. Á siglingunni
í lífsins ólgusjó sigldi hún ávallt af
festu á vit þess sem hún keppti að.
Sjaldan rifaði hún seglin og sjaldn-
ast leit hún um öxl, ef hún hafði
hreppt ágjöf. Mér er þó kunnugt
um að stundum sá hún eftir að
hafa ekki hvikað örlítið af þeirri
leið sem hún fylgdi svo einarðlega.
Lífsskoðanir sínar byggði Ásta á
þekkingu og reynslu sem hún hafði
aflað sér bæði í leik og starfi á við-
burðaríkri ævi. Hún var hafsjór af
fróðleik og ættfróð með afbrigðum.
Efst verður mér þó í huga sjálf-
stæði hennar og metnaður bæði
fyrir sína hönd og dætranna tveggja
sem hún ól ein upp og gekk í raun
báðum í föðurstað.
Báðar gengu þær menntaveginn.
Ragnheiður lærði læknisfræði og
starfar sem sérfræðingur í meina-
fræði í Bretlandi en Astrós er líf-
fræðingur á Rannsóknarstofu Há-
skólans við Barónsstíg. Ragnheiður
fluttist til Bretlands fyrir 15 árum
og giftist þar breskum lækni, Paul
M. Smith. Við Ástrós dvöldum um
fímm ára skeið í Þýskalandi. Þetta
notfærði Ásta sér óspart og heim-
sótti hún dætur sínar á víxl til Bret-
lands og Þýskalands. Víst var það
kærkomin tilbreyting fyrir hana
sem ekki komst árum saman inn
fyrir Elliðaár þegar erfiðast var hjá
henni. Þegar barnabörnin hennar
fimm komu í heiminn eitt af öðru
var hún ætíð reiðubúin að rétta
foreldrunum hjálparhönd. Siðustu
árin, eftir að hún hætti að vinna,
helgaði hún sig meira og minna
barnabörnunum sem áttu hug henn-
ar alian. Þau áttu með henni dýr-
mætar stundir sem seint gleymast.
Eitt helsta áhugamál Ástu utan
ættfræðigrúsksins var að binda inn
bækur og fór hún á nokkur bók-
bandsnámskeið til að læra þessa
iðju sem best. Fjölmargar listilega
innbundnar bækur bera handbragði
hennar fagurt vitni. Annað áhuga-
mál hennar var matargerð. Margir
muna eftir sérlega fallega skreytt-
um og bragðgóðum tertum sem hún
bakaði bæði fyrir fjölskylduna og
vini sína ef svo bar undir og marg-
ar voru veislurnar sem við sátum
hjá henni í gegnum árin í Hamra-
hlíð 1.
Ég kveð Ástu Karlsdóttur með
þakklæti fyrir allar ánægjustund-
irnar sem við áttum saman og allan
þann fróðleiks em hún lét mér í té.
Blessuð sé minning hennar.
Karl Skírnisson.
í dag verður til moldar borin
Ásta Guðrún Karlsdóttir, Hamrahlíð
1, Reykjavík. Hún var elst af níu
börnum þeirra sæmdarhjóna Margr-
étar Tómasdóttur ljósmóður og
Karls Guðmundssonar rafvirkja-
meistara sem lengi bjuggu á Grett-
isgötu 58b.
Ásta var fulltrúi á Skattstofu
Reykjavíkur alla sína starfstíð með-
an kraftar leyfðu. í starfi sínu
kynntist hún fjölda fólks úr ýmsum
stéttum þjóðfélagsins og hélt sam-
bandi við margt af því í gegnum
árin. Með hinni látnu og þeirri sem
þetta ritar tókst vinátta sem aldrei
bar skugga á. Tengdir okkar voru
þær að eiginmaður minn, Einar Th.
Guðmundsson læknir, var föður-
bróðir hennar. Meðan við bjuggum
á Bíldudal um 19 ára skeið annað-
ist Ásta innkaup og margskonar
fyrirgreiðslu fyrir fjölskyldu okkar
og gerði það af góðum hug og
smekkvísi, sem og allt annað sem
hún tók sér fyrir hendur.
Ásta eignaðist 2 dætur. Þær eru:
Ragnheiður Ólafsdóttir læknir,
maður hennar er Paul M. Smith
læknir, þau eiga 2 börn og búa í
Cardiff, og Ástrós Arnardóttir líf-
fræðingur, maður hennar er dr.
Karl Skímisson líffræðingur, börn
þeirra em 3, þau búa í Kópavogi.
Á kveðjustund þakka ég henni
allt sem hún gerði fyrir mig og
mitt fólk og óska henni guðsbless-
unar í æðra heimi. Dætmm hennar,
dætrabörnum og öðram skyldmenn-
um sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Alma Tynes.
í dag verður Ásta Karlsdóttir
lögð til hinstu hvílu og langar mig
að minnast hennar í nokkrum orð-
um. Ástu kynntist ég þegar ég hóf
nám í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð og fluttist í nágrenni við heim-
ili hennar. Fljótlega urðu heimsókn-
ir til hennar fastur hluti tilverunni
og þegar Rósa og Kalli fóru utan
í framhaldsnám urðu samskipti
okkar enn meiri.
Ásta var um margt sérstök kona,
trygg og sanngjörn og vissi einatt
ráð á hveijum vanda. Oft hef ég
sótt til hennar ráðleggingar og hafa
þær ætíð orðið mér til góðs. Þar
miðlaði hún bæði af fróðleik sínum
og lífsreynslu.
Það var alltaf gaman að spjalla
við Ástu. Hún var um margt víðsýn
og fróð og hafði skemmtiiegan frá-
sagnarstíl. Tókst henni vel að gera
löngu liðna atburði ljóslifandi fyrir
hugskotum.
Ásta var gestrisin kona. Alltaf
þegar gest bar að garði, bar hún á
borð góðgjörðir og fannst óhæfa
að nokkur færi frá sér án þess að
þiggja eitthvað lítilræði. Reyndar
fannst henni mjög gaman að stúss-
ast i matargerð og gilti einu hvort
um hefðbundinn íslenskan mat var
að ræða eða framandi rétti, Ferðir
mínar upp í Hamrahlíðina til þess
að njóta með henni þess sem á
borð var borið eru óteljandi.
Ég vil þakka fyrir þau kynni sem
ég hafði af Ástu en þau hefðu
mátt vera miklu lengri. En þegar
illvígir sjúkdómar eiga í hlut, þýðir
ekki að deila við dómarann. Blessuð
sé minning hennar.
Hjördís Skírnisdóttir.
Mig langar að setja á blað nokk-
ur kveðjuorð um Ástu, móður
bernskuvinkonu minnar. Ég varð
snemma heimagangur í Hamrahlíð
Minning:
Fæddur 23. janúar 1918
Dáinn 17. janúar 1992
Góður vinur minn og tengdafað-
ir Hjörtur Ármannsson frá Siglu-
firði er látinn. Hjörtur fæddist á
kirkjusetrinu Urðum í Svarfaðard-
al einn átta systkina. Foreldrar
vora Elín Sigurhjartardóttir og
Ármann Sigurðsson. Eftirlifandi
eiginkona hans er Sigríður Guð-
mundsdóttir frá Siglufirði, en hún
er dóttir Guðmundar Hafliðascnar
hafnarstjóra á Siglufirði og konu
hans Theodóra Pálsdóttur Árdal.
Hjörtur og Sissy eignuðust Jón-
innu eða Ninnu Hjartar eins og
flestir þekkja hana. Einnig eignuð-
ust þau lítinn dreng sem lést að-
eins fárra mánaða gamall. Ninna
er gift Kristjáni Óla Jónssyni varð-
stjóra í lögreglunni á Sauðárkróki
og eru þau búsett þar. Þau eiga 3
börn. Hjörtur var lögreglumaður
og varðstjóri í 37 ár á Siglufirði.
Hann var einnig trésmíðameistari
og rak trésmíðaverkstæðið Tré-
verk ásamt Guðmundi Þorlákssyni
frá Gautlandi til margra ára á Si-
glufirði. Hjörtur skar mikið út í tré
og var framúrskarandi fimur við
þá list. Stórar og sterkar hendurn-
ar gátu rist fegurstu og fínlegustu
rúnir. Margir listagripir eru til eft-
ir hann af útskornum hestasvipum,
skápum, hillum, borðum og stólum.
Tveir stólar með háum bökum eru
í Siglufjarðarkirkju skornir út af
Hirti Ármanssyni.
Hjörtur var afar sterkur og mik-
ill ljúflingsmaður. Þessi meðfæddi
1 og komst þá í kynni við heimilis-
hagi sem vora um margt ólíkir
mínum eigin. Ekki var eins algengt
þá eins og í dag að sami einstakling-
ur væri í senn í móður- og föður-
hlutverki. Mér skildist ekki fyrr en
seinna hversu gífurlega vinnu, út-
sjónarsemi og ósérhlífni þurfti til
að búa sem best í haginn íyrir
Rósu og Raggey.
Mér sýndi Ásta alltaf hlýhug og
ræktarsemi. Ég minnist þess frá
menntaskólaárunum þegar við syst-
ur, komnar úr föðurhúsum um
stundarsakir, mættum tii Ástu með
úttroðna poka _af óhreinum þvotti í
hver vikulok. Ástu fannst sig ekki
muna um að leyfa þessu að fljóta
með. Við fengum til baka þveginn,
strauaðan og vel saman brotinn
þvott og ef betur var að gáð var
búið að gera við eina og eina flík.
Ásta var ættfróð með eindæmum
og fór það varla fram hjá neinum
sem henni kynntist. Ég minnist
heimsóknar í Fredensborgarhöll í
Danmörku en þangað fór ég með
Ástu og Villa systursyni hennar
fyrir fáeinum árum. Ég gekk rösk-
lega í gegnum sal þar sem orður
og skildir héngu á veggjunum. Inn-
an skamms voru þau úr augsýn og
þegar ég gekk til baka til að at-
huga hvaða gauf þetta væri voru
þau í hrókasamræðum um hvaða
Islendingar hefðu hlotið Fílsorðuna
og hveijir hefðu hlotið hinar ýmsu
viðurkenningar. Heyrði ég þá að
Ásta var með danska aðalinn á
hreinu og var hafsjór af fróðleik
um þeirra fólk langt aftur í aldir.
Það var engi hálfvelgja yfir Ástu
og kom það vel í ljós þegar veikind-
in dundu yfir og ljóst var að hverju
stefndi. Það var óþarfi að tala und-
ir rós og áætlanir lagðar fyrir með
það í huga að lífið tekur enda.
Ég vil þakka Ástu margar
ánægjulegar samverastundir og
votta Rósu, Raggey og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúð.
Kaja.
Það mun hafa verið um 1954 sem
lítil átta ára hnáta flutti í Hlíðarnar
og byijaði í þriðja skólanum á sinni
stuttu ævi. Hún var heppin, hún
hæfileiki kom sér vel í lögreglu-
starfmu þar sem menn voru talað-
ir til hávaðalaust. Mér segir svo
hugur að ungum mönnum hafi
þótt fengur af því að hefja starf
með Hirti, því hann var ekki að-
eins stoð og stytta, heldur hafði
hann góðan húmor og gat leikið á
als oddi þegar svo bar undir við
félaga sína.
Þegar Hjörtur giftist Sigríði
Guðmundsdóttur átti hún eina
dóttur af fyrra hjónabandi, Idu
Christiansen, þá 7 ára gamla. Nú
eru árin orðin mörg og minningin
um góðan fósturpabba gleymist
e ki heldur geymist um langan
ald r. Ida er gift Gísla Holgeirs-
syni verslunarmanni, en þau eiga
3 börn >g búa öll í Garðabæ.
Hjört r og Sissy ólu einnig upp
litla stúls - frá eins árs til 12 ára
aldurs, Þ -björgu Ósk Þrastardótt-
ur, og á hún 2 börn og býr í Kópa-
vogi.
Hjörtur var góður stangveiði-
maður og harðari en flestir sem
með honum fóru. Honum líkaði það
illa að koma tómhentur heim. Hann
var einn að stofnendum stanga-
veiðifélagsins á Siglufirði. Hjörtur
hafði mjög gaman af að ferðast
þó lítið hafi verið um það síðustu
árin. Undirritaður fékk samt tæki-
færi til þess um margra ára skeið
að fara með Hirti í ógleymanlegar
veiðiferðir vítt um landið til feg-
urstu staða þar sem landið, fjöllin,
dalirnir og ekki síst árnar og læ-
kjarniðurinn er eins og meitlaður
í huga manns, svo kyrfílega að
eignaðist góða vinkonu, það var
Ragnheiður dóttir Ástu Karlsdóttur
sem er kvödd hér í dag.
Ég á margar góðar minningar
um þessa sómakonu og dætur henn-
ar. Ævintýraleg fannst mér afmæl-
isboðin hjá Ástu, aldrei hafði ég séð
svo fallegt veisluborð. Dúkurinn svo
hvítur og stífaður, súkkulaði í stór-
kostlegri silfurkönnu, servíettur
eins og blúndur. Og kökurnar engu
líkar. Yfír öllu ljómaði svo kristals-
ljósakrónan sem auðvitað tók öllu
fram. Var þetta þá auðug kona?
Ó, nei, ekki í veraldlegum skiln-
ingi. En hún var auðvitað rík, hún
átti tvær góðar og elskulegar dæt-
ur. Hún var einstæð móðir, komin
af verkafólki. Hún vann fýrir öllu
sjálf, var ráðdeildarsöm og hyggin.
Hún setti markið hátt og hvikaði
aldrei frá því sem hún hafði einsett
sér. Fyrsta áratuginn sem hún bjó
í íbúð sinni í Hamrahlíðinni leigði
hún megnið af húsnæðinu út, hélt
aðeins einu herbergi fyrir sig og
seinna öðru til. Kristalsljósakrónan
fína var áheit frá móðursystur
hennar, sem hét því að gefa henni
ljósakrónu, ef hún kæmist inn í eig-
in íbúð. Það gat hún auðvitað.
Tækninýjungar og tíska ónáðuðu
ekki Ástu Karlsdóttur, en bækur
þótti henni vænt um og vildi eiga.
Allt í kringum hana var vandað og
traust, eins og hún sjálf og ég tel
mig heiðurs aðnjótandi að hafa til-
heyrt litla hópnum sem hun bauð
ævinlega í kaffiboð, þegar Ragn-
heiður dóttir hennar kom heim frá
Englandi á haustin, en hún er gift
og búsett þar. Aðra dóttur átti
Ásta, Ástrósu og barnabörnin voru
orðin fimm, sannarlega sólargeislar
í lífi ömmu sinnar. Nú verða ekki
fleiri kaffiboð í Hamrahlíð eitt, en
svona er lífíð, ekkert varir að eilífu.
Minningarnar eigum við svo eftir,
þær tekur enginn frá okkur.
Elsku Raggei og Rósa, þið megið
vera stoltar af því að hafa átt slíka
móður, því góð móðir leggur grund-
völlinn að framtíðinni og börnin era
ögn af eilífðinni. Guð blessi ykkur.
Ég undirrita þessa kveðju með
nafninu sem ég gekk ævinlega und-
ir hjá þeim mæðgum.
Sigga (í mínum bekk).
aldrei gleymist. Við grínuðumst
með það stundum að besta meðal-
ið fyrir þá sem liðu fyrir hraða og
hávaða nútímans væri að taka upp
á snældu niðinn frá ánni, fossum
og flúðum ásmat hljóðinu frá veiði-
hjóli og línu í bland. Það verður
nú að segjast eins og er að mínar
veiðiferðir vora nú oftast göngu-
ferðir þótt öðru máli gegndi um
Hjört.
Þær voru oft erfíðar kveðju-
stundirnar á tröppunum við Norð-
urgötu 1 nú síðustu árin. Allt
breytist og mennimir með. Allt
verður að hafa sinn gang og lífíð
heldur áfram. Við biðjum um styrk
til handa þeim sem eftir eru og
minnumst góðs vinar um langan
aldur.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga
að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
Gísli Holgeirsson.
mörtur Ármanns-
son frá Siglufirði