Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Fundur utanríkisráðherra með sunnlenskum bændum um GATT: Ráðherrann bjartsýnn en bændur vantrúaðir á áhrifin Selfossi. BÆNDUR á Suðurlandi fjöl- menntu á fyrsta kynningarfund Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um GATT- málið en fundurinn var haldinn í félagsheimiiinu Hvoli á Hvol- svelli. Hann sagði forsvarsmenn bændasamtakanna og fleiri hafa stórlega ýkt áhrif samningsins á landbúnaðinn. Talsverðar um- ræður urðu á fundinum og voru bændur sem til máls tóku flestir svartsýnir á jákvæð áhrif samn- ingsins. „Það hefur verið stórlega ýkt hver yrði verðlækkunin vegna þessa kerfís. Menn verða að átta sig á því að það er full heimild til að taka upp jöfnunartolla sem brúa algjörlega bilið milli niðurgreidds innflutningsverðs og innlends verðlags. Engin önnur skuldbind- ing en sú að þetta eigi að lækka í áföngum. Sú lækkun getur verst orðið 36%,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að kjami málsins væri um samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar til að mæta takmark- aðri samkeppni frá innfluttum vör- um. „Ég held því fram sem íslensk- ur neytandi og fyrrverandi sveita- maður að íslenskur landbúnaður geti keppt á grundvelli gæða. Þetta kerfi leiðir til nokkurrar verðlækk- unar í kerfinu en ekki til hruns,“ sagði Jón er hann ræddi áhrif sam- komulagsins. Hann lagði áherslu á að í fyrirliggjandi búvörusamn- ingi lægi fyrir skuldbinding. um 20% lækkun til neytenda og það yrði að skoðast í samhengi. Jón sagði landbúnaðinn verða að laga sig að aðstæðum eins og aðrar atvinnugreinar: „Meginmálið er það að breytingamar verði þannig að markaðshlutdeildin haldist, að krafan um samkeppnis- skilyrðin sé réttlát vegna þess að sameiginlegir hagsmunir em þeir að hægt sé að framleiða þessa vöru með sem lægstum tilkostnaði og á sem viðráðanlegustu verði fyrir neytendur." Bændur áhyggjufullir Líflegar umræður urðu á fund- inum og á köflum þrangnar tilfinn- ingahita. Fram kom hjá tveimur ræðumönnum að tilhneiging væri hjá bændum að nefna ódóslega hrúta eftir forystumönnum Al- þýðuflokksins. Slíkar athugasemd- ir lét ráðherrann sem vind um eyrun þjóta. Guðjón Vigfússon bóndi vildi vita hvernig haga ætti sölu á þeim innflutningi sem leyfður yrði. I svari Jóns Baldvins kom fram að mögulegt væri að sá þáttur yrði boðinn út. Ótti kom fram hjá nokkram ræðumönnum um að lágt heims- markaðsverð hefði mikil áhrif til lækkunar á verði til bænda. Svör við því voru á þann veg að fundið væri út hlutfall milli innanlands- verðs og heimsmarkaðsverðs og samningurinn látinn hafa áhrif á þann mun. Magnús Finnbogason bóndi sagði ekki hægt að tala um fijáls viðskipti með landbúnaðarvörur og vitnaði til ummæla Bush Banda- ríkjaforseta sem sýndu að þeir myndu þvinga sínar vörar inn á aðra. Hann gagnrýndi að sönnun- arbyrði um heilbrigðisástand var- anna væri á kaupanda en ekki seljanda. Það væri þýðingarmikið að innflytjandinn þyrfti að sanna sína vöra. Guðmundur Lárasson bóndi sagði of langt bil á milli lýsinga og útskýringa bændasamtakanna á GATT-samkomulaginu og full- trúa utanríkisráðuneytinu. Mikil- vægt væri að umræðan væri á Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. ásamt gagnrýni á stefnu flokks hans í landbúnaðarmálum. Landbúnaðarstefnan stendur óhögguð Utanríkisráðherra hafði loka- orðið á fundinum. Hann sagði að heimsendaspámenn kæmu iðulega fram í íslenskri pólitík en mikil- vægt væri að ræða viðskiptaleg mál á málefnalegum grunni. Menn ættu að forðast að búa til grýlur í jafn veigamiklum málum og þessu. Hann vitnaði í álit Ketils Hannessonar hagfræðings Búnað- arfélags Islands fyrir og eftir yfir- lýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar. I fyrra álitinu kemur fram að al- gjört hran verði í landbúnaði með GATT-samningnum eins og drög Dunkels gera ráð fyrir. í niðurlagi síðara álitsins sem utanríkisráðherra las úr kemur fram að landbúnaðarstefnan standi óhögguð, miðað við hefð- bundnar búgreinar. Magntak- markanir á innflutningi verði heimilar sem umbun fyrir afnám útflutningsbóta og verði fært til tekna. Þessar mikilvægu ákvarðanir eigi drýgstan hlut í því að hindra hran landbúnaðarins. Settar era fram hugmyndir hvem- ig megi bregðast við varðandi mismunandi framleiðsluvörar. Orðrétt segir í lokaorðum sem ráð- herra las: „Samþykkt ríkisstjóm- arinnar frá 10. janúar veitir land- búnaðinum traustar stoðir næstu sex árin þó að nokkrar undantekn- ingar séu þar á ef þær ná fram að ganga. Ekki verður því annað sagt en að bændur megi vel við una.“ í lok fundarins svaraði ráðherra beinum fyrirspurnum og aðdrótt- unum um ósannan málflutning. Fundarstjórinn, Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður ráðherra, svaraði fyrirspum úr sal um það hvers vegna svo margir fréttamenn væru viðstaddir. „Ætli þeir hafi ekki haldið að hér rynni blóð,“ svaraði Þröstur. Svo var þó ekki en áhugi bænda er greinilegur á málefninu og þeir munu fylgjast grannt með því hvemig framtíð landbúnaðin- um verður sköpuð. Hún var þung krafa þeirra um réttar útskýringar sem örugglega má taka mark á. Málefnið varðar hagsmuni og lífs- hætti fólks. Það er því ekkert und- arlegt við það þó mönnum hlaupi kapp í kinn og þeir roðni á vanga enda var það þangað sem blóðið rann í hita umræðnanna á þessum fundi. - Sig. Jóns. Hluti fundarmanna á bændafundi utanríkisráðherra á Hvolsvelli. Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli talar. málefnalegum grunni. Mikilvægt væri að viðunandi staða næðist í þeim samningaviðræðum sem fram fara. Hann gagnrýndi það að bændasamtökin væra ekki höfð með í ráðum varðandi áherslur í samningnum. Séra Halldór Gunnarsson benti á að bændur hefðu þegar búið sig undir að mæta áhrifum frá GATT- samkomulaginu. „Standi fyrirvar- ar íslensku ríkisstjórnarinnar þá era okkar mál í mjög góðum far- vegi,“ sagði Halldór meðal annars. Kjartan Ólafsson ráðunautur sagði stefnuna í landbúnaðarmál- um ekki hafa miðast við að gera íslenska bændur samkeppnishæf- ari. Ef það ætti að verða yrði að bæta rekstrarskilyrði greinarinnar og gera hana svipaða og hún er annarstaðar. Framundan væru miklar breytingar í landbúnaðinum og það væri á ábyrgð stjórnvalda að skapa landbúnaðinum sömu skilyrði og þeim sem flyttu hingað vörar. Tryggvi Skjaldarson bóndi sagði GATT-samkomulagið yfirvofandi og að því yrði að mæta þeim nýja hugsunarhætti sem þvi fylgdi. Hann sagði búvörasamninginn ekki nægilega markaðsaðlögun þó forystumenn bænda segðu svo. „Við vitum að það eru út um allt land hokrandi bændur með allt of lítinn kvóta og sjá allt svart fram- undan og það er óvíst að það verði kynslóðaskipti á þessum jörðum. Það eru margar góðar jarðir sem fara í vaskinn." Hann sagði mót- sögn í því ef leyfður yrði innflutn- ingur á hráu kjöti í ljósi þess að ekki hefur mátt flytja inn dýr til kynbóta. Kjartan Ágústsson bóndi benti á að þegar kæmi að hagræðingu lenti hún á bændum, það þyrfti Utanríkisráðherra útskýrir GATT-málefnin. mönnum að vera ljóst. Hann efað- ist um sannleikann í málflutningi fundarboðenda og vitnaði til sögu- persónu úr bókmenntum sem sagði: „Það er gallinn við hana að hún lýgur svo deginum ljósara að það er sannleikur á sína vísu.“ Magnús Sigurðsson bóndi og fleiri höfðu áhyggjur af þvi að ís- lensk framleiðsla ætti erfítt með að keppa við framleiðslu frá suð- lægari löndum. Guðmundur Sig- urðsson bóndi spurði utanríkisráð- herrann hvað tæki við eftir aðlög- unartímann. Ráðherra kvaðst ekki geta svarað því enda erfitt að sjá langt fram í tímann. Fleiri tóku til máls og beindu svipuðum athug- asemdum til utanríkisráðherra Klippt prent, úr myndröðinni „Biblíumyndir“ 1991. Þorvaldur Þor- steinsson sýnir í Nýlistasafn- inu og Mokka ÞORVALDUR Þorsteinsson myndlistarmaður opnar sýningu á teikningum, klippmyndum, textum og Ijósmyndum í Nýlista- safninu laugardaginn 25. janúar klukkan 16. Samhliða sýningunni hefur verið sett upp sýning á Mokka, þar sem gefur að líta frummyndir úr bókinni Open- ings, sem kom út í Hollandi 1989, en það verk er nokkurs konar lykill að verkunum í Nýlistasafn- inu. Sýningin í Nýlistasafninu er opin alla daga frá klukkan 14 til 18 og á Mokka á afgreiðslutíma kaffihússins. Þorvaldur Þorsteinsson er Akur- eyringur, fæddur 1960 og hóf hann myndlistarnám í Myndlistarskólan- um á Akureyri 1977. Síðan stund- aði hann nám við nýlistadeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands unz leiðin lá til Hollands, þar sem hann hélt áfram námi. Hann hefur tekið þátt í samsýningum heima og er- lendis og haldið einkasýningar. -----» ♦-<---- Dagskrá um sálmaskáldið Sigurbjörn Einarsson „VIÐ krossins djúpa, hreina harm“ nefnist dagskrá, sem flutt verður í Hallgarímskirkju sunnu- daginn 26. janúar klukkan 17 um sálmaskáldið dr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup. Dagskráin er á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju, en séra Bolli Gustavsson vígslubiskup á Hólum hefur tekið hana saman. Samkoman á sunnudaginn hefst með því að Hörður Áskelsson org- anisti leikur „Jesu, meine Freude" eftir Bach, en síðan syngur Mót- ettukór Hallgrímskirkju fyrstu tvö versin úr þýðingi dr. Sigurbjörns á þessum sálmi. Dr. Hjalti Hugason formaður Listvinafélags Hallgríms- kirkju flytur ávarp, en að því búnu fjallar séra Bolli Gústavsson vígslu- biskup um sálmaskáldið og tengir saman sálmaskýringar og söng Mótettukórsins og kirkjugesta. Hlín Pétursdóttir syngur einsöng með Mótettukórnum. Helmingur sál- manna sem sungnir verða á sunnu- daginn eru nýútkomnir í sálmabók- arviðbæti, “Sálmar 1991“. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. -----» ♦ ♦---- Hálft þriðja tonn safnaðist BJÖRGUNARSVEITIN Strákar í Siglufirði og Kvennadeild Slysavarnadeildarinnar Varnar gengust fyrir fatasöfnun hér til styrktar Kúrdum. Á fyrsta degi söfnunarinnar, þriðju- degi, söfnuðust hvorki meira né minna en 2,5 tonn. Allt voru þetta góð föt. - m.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.