Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
Sænskur blásarakvint-
ett í Norræna húsinu
TÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu sunnudaginn 26.
janúar kl. 17, þar sem sænski blásarakvintettinn Quint-
essence flytur verk sem að mestu leyti eru samin fyrir
hópinn. Á tónleikunum verður frumfluttur Kvintett fyr-
ir tréblásara eftir Áskel Másson, en þetta verk pöntuðu
hljóðfæraleikaranir hjá Áskeli. Blásarakvintettinn held-
ur einnig tónleika á laugardag 25. janúar í Selfoss-
kirkju og hefjast þeir kl. 16.00.
Nýtt útibú Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar opnar í dag nýtt útibú
fyrir Garðabæ og Bessastaðahrepp á Garðatorgi 1 í
Garðabæ. Á þessu ári hefur sparisjóðurinn þjónað íbúum
Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps í 90 ár.
í hinu nýja útibúi verður
boðið upp á alhliða spari- og
fjármálaþjónustu jafnt fyrir
einstaklinga, fyrirtæki sem
og aðra aðila, segir í frétt
frá Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Starfsmenn verða fimm tals-
ins og hafa þeir allir starfað
hjá sparisjóðnum.
Opið verður frá kl. 8.30-
16.00 nema á fimmtudögum
en þá verður opið til kl.
18.00. í dag verður opið frá
kl. 8.30 til 16.00 og á morg-
un, laugardag, verður opið
hús frá kl. 10.00 til 15.00.
Verða veitingar í boði báða
dagana af þessu tilefni. Úti-
bússtjóri í Garðabæ er Hall-
dór J. Árnason sem verið
hefur forstöðumaður hag-
deildar sparisjóðsins frá ár-
inu 1987.
Halldór J. Árnason
Hella:
Tregasveitin leik-
ur í Laufafelli
Á efnisskrá tónleikanna
eru ennfremur verkin Spele-
vink eftir Bengt Hallberg og
Labyrint f. blásarakvintett
eftir Georg Riedel og eru þau
sérstaklega samin fyrir Qu-
intessence, Dejá connu eftir
sænska tónskáldið Bo Nils-
son og Blásarakvintett í G-
dúr eftir þýska tónskáldið
Franz Danzi (1763-1826).
Quintessence-kvintettinn
skipa Mats Wiberg, flauta,
Sven Uggeldahl, óbó, Bruno
Nilsson, klarinett, Bo
Strand, fagott, og Tomas
Danielsson er leikur á vald-
hom.
Þriðju tónleikarnir verða
með Blásarakvintett Reykja-
víkur þriðjudaginn 28. jan-
úar og eru tónleikarnir
haldnir í tilefni af 10 ára
afmæli Blásarakvintettsins á
þessu ári. Á efnisskránni
verða m.a. verk fyrir tvöfald-
an blásarakvintett.
Quintessence-blásarak-
vintettinn kemur frá Váxjö
í Suður-Svíþjóð. Hann hefur
áunnið sér nafn meðal tón-
listarfólks í Svíþjóð og má
þakka það einkar góðu sam-
starfi við mörg tónskáld og
frumflutning á verkum
þeirra.
Eftir íslandsferðina held-
ur blásarakvintettinn í tón-
leikaferð til Danmerkur og
leikur aðallega tónlist eftir
íslensk tónskáld, Jón Ás-
geirsson og Þorkel Sigur-
björnsson auk þess að leika
verk Áskels Mássonar.
NOMUS, norræna tónlist-
arnefndin, veitti Quintess-
ence styrk til Islandsfarar-
innar og tónsmíðanna.
■ VEITINGAHÚSIÐ
Lindin, Rauðarárstíg 18,
hefur í samvinnu við Aðal-
stöðina bryddað upp á
þeirri nýbreytni að efna til
uppskriftasamkeppni. Osk-
að er eftir uppskriftum að
karrýréttum sem senda á
til Lindarinnar fyrir 7. febr-
úar nk. Þar verða þær
áhugaverðustu valdar úr og
lesnar upp á Aðalstöðinni
en síðan eldaðar og fram-
reiddar í Lindinni af mat-
reiðslumeisturunum Jóni
K.B. Sigfússyni og Kristj-
áni Frederiksen. Verðlaun
fyrir bestu uppskriftina eru
ferð til London fyrir tvo með
Sólarflugi. Onnur verðlaun
eru gisting, morgunverður
og kvöldverður fyrir tvo.
Þriðju verðlaun eru kvöld-
verður á Lindinni fyrir fjóra
og'þau fjórðu hádegisverður
á Lindinni fyrir tvo.
Quintessence-blásarakvintettinn.
Frumsýning-
á Toyota
Hilux með
bensínvél
Nú um helgina verður frum-
sýnd ný gerð af Toyota Hilux
Double Cab. Þessi bíll er nú
búinn bensínvél, en hefur
ekki áður verið fáanlegur í
þeirri útgáfu. Ýmsar aðrar
breytingar hafa verið gerðar
á bílnum, svo sem sjálfstæð
fjöðrun að framan, nýr fram-
endi. Hann verður til í tveim-
Fyrirlestraröð um
fiskveiðistj órnun
Ingólfsson framkvæmda-
stjóri og Björn Ævar Stein-
arsson, Hafrannsóknastofn-
un. Að lokum verða svo fyrir-
spurnir og almennar umræð-
ur. Fundarstjóri verður
Magnús B. Jónsson. Stafnbúi
og sveitarstjórn Höfðahrepps
bjóða alla velkomna.
------» ♦ ♦------
Síðasta sýn-
ingarhelgi
á list frá
Venesúela
SÍÐASTA sýningarhelgi á
list frá Venesúela er nú
að ganga í garð í Hafnar-
borg í Hafnarfirði, en sýn-
ingin var opnuð 11. janúar.
Síðasti sýningardagur er
27. janúar, en um er að
ræða farandsýningu, sem
hingað kemur frá Júgó-
slavíu og fer héðan til Lon-
don.
Þá er einnig sýning í
Sverrissal á myndum úr safni
Hafnarborgar. Að þesu sinni
eru það myndir Eiríks
Smiths, sem eru til ssýnis,
úr listaverkagjöf hans til
safnsins.
Sýningartími í Hafnar-
borg er frá klukkan 12 til
18 alla daga.
------♦• ♦ ♦-----
■ MÆLSKU- og rökræðu-
keppni JC Kópavogur fer
fram í kvöld í Þinghól,
Hamraborg 11, Kópavogi
og hefst hún klukkan 20,30.
JC Kópavogur og JC Súlur
frá Akureyri keppa. Um-
ræðuefnið er „Tölvuleikir eru
börnum óhollir“. JC Kópa-
vogur segir já, JC Súlur nei.
Hellu.
UM áramótin var 1 ár liðið síðan nýir aðilar tóku við
rekstri veitingastaðarins Laufafells á Hellu. Það eru
veitingamennirnir Hinrik Grétarsson og Gunnar Sum-
arliðason ásamt fjölskyldum sem reka staðinn.
Veitingastaðurinn skipt-
ist í tvennt, Grillskálann
Hellu, sem margir ferða-
menn þekkja, og Laufafell,
þar sem boðið er upp á
meiri þjónustu, vínveitingar
og ýmsar skemmtanir um
helgar.
Að sögn Hinriks byggist
rekstur staðarins að miklu
leyti á viðkomu ferðamanna
og móttöku erlendra og inn-
lendra hópa um háannatím-
ann frá vori til hausts. Þess
utan hafa þeir félagar gert
töluvert af því að fá tón-
listarmenn á staðinn og vilja
með því gera Rangæingum
kleift að stunda sínar
skemmtanir hér heima. Um
sl. helgi spilaði hjá þeim
Rúnar Þór og hljómsveit, en
nk. laugardagskvöld, 25.
janúar, mun Tregasveitin
troða upp og flytja blús eða
trega eins og meðlimir
hljómsveitarinnar vilja
nefna þessa tegund tónlist-
ar. Mun uppákoma þessi
vera hvalreki á fjörur
blúsaðdáenda. Húsið opnar
kl. 23.00.
Þá sagði Hinrik að til
stæði að endurvekja gömlu-
dansa- eða hjónaklúbbinn
hér á Hellu og halda tvö
harmónikkubðll á næstunni.
Verður það gert í samvinnu
við Lionsklúbbinn Skyggni
og ailur ágóði mun renna
til líknarmála.
- A.H.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur Pétursson,
gítarleikari Tregaveitar-
innar.
STAFNBÚI, félag sjáv-
arútvegsfræðinga við Há-
skólann á Akureyri,
gengst fyrir röð fyrir-
lestra um fiskveiðisljórn-
un. Annar fyrirlesturinn í
röðinni ber yfirskriftina
„Ákvörðun heildarkvóta"
og verður haldinn í Hótel
Dagsbrún á Skagaströnd
sunnudaginn 26. janúar
klukkan 14.
Framsöguerindi á fundin-
um flytja Kristinn Pétursson
framkvæmdastjóri, Sveinn
ur gerðum DX og SR5, sem
er betur innréttaður en áður
hefur þekkst í þessum bílum.
Frá árinu 1978 hefur Diskótekið
Dallý slegið í gegn sem eitt besta
og fullkomnasta feróadiskátek á
íslandi. Leikir, sprell, hringdansar,
fjör og góðir diskótekarar er það
sem þú gengu að vísu. Þægilegt
diskótek, sem býður upp á það
besta I dægurlögum sl. órotugi
ásamt því nýjasta. Láttu vana
menn sjá um einkasamkvæmið þitt.
Hefur þú hlustað á kynningar-
símsvarann okkar - 64-15-14?
Diskótekið Ó-Dollý!
Simi 91-46666.
rfifS'i/W0ÐLEIKHUSIÐ sími 11200
FYRSTA FRUMSÝNING Á NÝJU SVIÐI
I ÞJÓÐLEIKHÚSINU
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ:
ÉG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN
eftir Vigdisi Grímsdóttur
Tónlist: Lárus Grímsson.
Lýsing: Björn B. Guðmundsson.
Leikmynd og búningar: Elín Edda Ámadóttir.
Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson.
Leikarar: Guðrún Gfsladóttir, Bryndís Petra Bragadóttir,
Ragnheiöur Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þórarinn
Eyfjörð, Pálmi Gestsson, Hjálmar Hjálmarsson og Ólafía
Hrönn Jónsdóttir.
Frumsýning í kvöld kl. 20.30 uppsclt.
2. sýn. sun. 26. jan. kl. 20.30 uppselt.
3. sýn. fos. 31. jan. kl. 20.30.
4. sýn. lau. 1. feb. kl. 20.30.
Sýningin er ekki vió hæfí barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst.
STÓRA SVIÐIÐ:
Rómeó og Júlía
eftir William Shakespeare
Sun. 26. jan. kl. 20. Lau. 8. feb. kl. 20.
Lau. 1. feb. kl. 20. Fim. 13. feb. kl. 20.
Himjniesld: er a á li£a
eftir Paul Osborn
Lau. 25. jan. kl. 20. Fös. 7. feb. kl. 20.
Sun. 2. feb. kl. 20. Fös. 14. feb. kl. 20.
SÝNINGUM FER FÆKKANDI
eftir David Ilenry Hwang
í kvöld kl. 20. Fim. 6. feb. kl. 20.
Fös. 31. jan. kl. 20. Lau. 15. feb. kl. 20.
LITLA SVIÐIÐ: _____
eftir Ljudmilu Razumovskaju
í kvöld kl. 20.30, uppselt.
Uppsclt á 20 næstu sýningar.
Ekki er hægt aö hleypa gestum í salinn eftir aö sýning hefst.
Miðar á Kæru Jclcnu sækist viku fyrir sýningu, ella seldar
öðrum.
Miðasalan er opin fra kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og
fram að sýningu sýningardagana. Auk þess er tekið við pöntun-
um í síma frá ki. 10 alla virka daga.
Greiðsiukortaþjónusta - Græna línan 996160.
Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld.
Leikhúsveisla; leikhúsmiði og þríréttuð máltíð öll sýningar-
kvöld á stóra sviðinu. Borðapantanir í miðasölu.
læikhúskjallarinn.
Stórmynd Terrys Gilliam
BILUN í BEIIMNIÚTSENDINGU
„Besta jólamyndin íár“- ★★★★ Bíólínan
★ ★ ★ Va HK DV ★ ★ ★ ★ S.V. Mbl.
„Tvímælalaust ein eftirminnilegasta mynd, sem ég hef
séö á árinu. Gott handrit og frábær leikur."
Valdís Gunnarsdóttir.
Bókin Bilun í beinni utsendingu fæst í bókaverslunum
og söluturnum.
Sýnd í A-sal kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30.
Bönnuö innan 14 ára.
" Sími 16500
Laugavegi 5>4
BORN NATTURUNNAR
Framlag íslands til
Óskarsverðlauna.
Sýnd í B-sal kl. 7.20 og 9.