Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Blindravinafélag Islands 60 ára BLINDRAVINAFÉLAG íslands er elsta starfandi styrktarfélag fatl- aðra á íslandi, stofnað 24. janúar 1932 í Reykjavík af Þórsteini Bjarn- asyni. Þórsteinn lærði körfugerð í Danmörku og kynntist þar blindu fólki í iðninni. Hann beitti sér mjög fyrir málefnum blindra sem varð til þess að félagið var stofnað. Þórsteinn var formaður félags- ins frá 1933 og til æviloka, 1986. í frétt frá félaginu segir: „Þegar Blindravinafélag Islands var stofn- að voru blindir á íslandi hlutfalls- lega fleiri en í öðrum löndum Evr- ópu. Eins og nafnið bendir til þá hafa forgangsverkefni félagsins verið að leiðbeina, aðstoða og skapa vinnu fyrir blinda og sjónskerta. Blindravinafélag íslands stofnaði Blindraskóla árið 1933 og starf- rækti hann til ársins 1977 er ríkið tók við rekstrinum. Félagið beitt sér snemma fyrir fræðslu um augn- sjúkdóma. Blindravinafélagið rak einnig blindraheimili um árabil. Starfsemi félagsins hefur á seinni Hæstiréttur: Sýknaður af kröfu um sérstaka gæslu HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Steingrím Njálsson, mann sem ítrekað hefur verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengjum, af ákæru þar sem ákæruvaldið krafðist þess að honum verði gert að sæta sérstakri gæslu og öryggisráðstöfunum, þar sem um sé að ræða hættulegan vanaafbrotamann. Hæstiréttur staðfesti dóm sakadóms Reykjavíkur frá því í síðasta mánuði. árum beinst æ meira að því að styrkja aldraða blinda og sjón- skerta. Blindravinafélag Íslands hefur fyrst og fremst átt fijálsum fram- lögum tilveru sína og starf að þakka og margir velunnarar félagsins hafa látið það njóta velvildar sinnar í verki með gjöfum og öðrum mikil- vægum framlögum. Blindravinafélag íslands er til húsa að Ingólfsstræti 16 og rekur þar vinnustofu og verslun þar sem seldir eru burstar, körfur og fleira. Minningarkort félagsins eru einnig seld þar.“ Frá bókamarkaðnum í Faxafeni. Morgunblaðið/Sverrir 20.000 bókatitlar á út- sölumarkaði í Faxafeni UM 20 þúsund titlar eru á útsölumarkaði bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar sem er nýhafin í Faxafeni 10. Meðal nýmæla á þessum markaði er að boðið er upp á fjölda gamalla bóka frá fornbókasölum. Snorri Egilsson, framkvæmda- stjóri Iðunnar, sagði að margir sjaldgæfir bókatitlar sem aldrei hefðu sést á slíkum mörkuðum yrðu í boði. Keyptar hefðu verið upp birgðir hjá nokkrum fornsöl- um og eins sé stærsti fornbóka- sali landsins, Bragi Kristjónsson, með sínar bækur á markaðnum. Daglega í um það bil tíu daga yrði bætt við 4-5 þúsund nýjum titlum. Á markaðnum eru auk innlendra bóka, erlendar bækur, innbundnar og kiljur. Snorri sagði að hér væri um að ræða stærsta bókamarkað sem haldinn hefði verið hér á landi. Snorri kvaðst ekki telja að með þessu væri bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar að fleyta ijómann ofan af árlegum bókamarkaði út- gefenda. Þeir væru á einu máli um að þessi markaður, sem nú er haldinn annað árið í röð, sé hrein viðbót. Bókamarkaðurinn stendur yfir í einn mánuð. Afslátturinn sem er veittur er allt upp í 95% og eru greiðslukortaviðskipti stunduð þar auk venjulegra staðgreiðslu- viðskipta. Sérfræðinám lækna ekki lengur lánshæft: Allir námsmenn þurftu að sæta skerðingu lána - segir framkvæmdastjóri LÍN I dómi Hæstaréttar segir að í í þeirri lagagrein sem krafa ákæru- valdsins um öryggisráðstafanir hafí verið reist á sé ekki að fínna heim- ild til að mæla fyrir um aðgerðir til að ráða bót á áfengissýki eða koma fram lyfjameðferð í því skyni að vinna gegn kynferðislegum mis- þroska en í ákæru komi fram að öryggisráðstafananna sé einkum krafist í því skyni. „Fram er komið, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur einung- is komið ákærða í gæslu í fangelsi, og að aðrir aðilar geta ekki boðið aðra kosti. Dómstólar eiga úrskurð um það, hvort sú gæsla sem tök eru Í samtali við Morgunblaðið á sunnudag sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, að fyrirtækið gæti ekki lagt fram upplýsingar um tap þess vegna ferðaskrifstofu- rekstrar undanfarin ár. Sigurður Gunnar Helgi var inntur álits á því, sem fram kom í viðtali við Sig- urð Helgason, forstjóra Flugleiða, í Morgunblaðinu á sunnudag, þar sem Sigurður kvað ekki hægt að á að beita, uppfylli lagaskilyrði. Telja verður, að svo sé ekki nú að því er ákærða varðar, þar sem að- búð hans yrði óviðunandi eftir að- stæðum. Er þetta sjálfstæð ástæða þess að staðfesta ber niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. í héraðsdómi er ferill ákærða rakinn, og ber einn- ig að líta svo á, að sú frelsisskerð- ing, sem krafíst er, réttlætist ekki af þeim upplýsingum um hann sem fyrir liggja,“ segir í dómi Hæstarétt- ar, sem hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gísla- son, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Þór Vilhjálmsson kváðu upp. B. Stefánsson var inntur eftir því hvort hann teldi að almenningshlut- afélag gæti neitað að gefa slíkt upp. „Almenningshlutafélög geta neitað hveiju sem er, á meðan þau hlíta reglum um uppsetningu árs- gefa upp hve miklu Flugleiðir hefðu tapað á ferðaskrifstofurekstri und- anfarin ár. „Það er ekki aðalatriðið hversu háum fjárhæðum fyrirtækið hefur tapað undanfarin ár, heldur Framkvæmdasljóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna segir að allir námsmenn hafi þurft að reikninga,“ svaraði Sigurður. „Flugleiðir veita áreiðanlega meiri upplýsingar en nokkurt annað al- menningshlutafélag, enda koma oft fram í fjölmiðlum upplýsingar um stórt sem smátt í rekstri fyrirtækis- ins, bæði jákvætt sem neikvætt. Ég býst hins vegar við að mikil samkeppni ferðaskrifstofa geri það að verkum að F’lugleiðir vilja ekki veita nánari upplýsingar um stöð- una þar, enda langt frá því að allar ferðaskrifstofur geri slíkt.“ hver kostnaður þess er af eignarað- ild að ferðaskrifstofum nú og hversu mikið hagræði er talið að vegi þar á móti,“ sagði Gunnar Helgi. „Það er hins vegar alltaf miður og tortryggilegt ef aðilar neita að gefa slíkar upplýsingar. Þó er að fínna ýmis dæmi þess að upplýsingar, sem taldar eru við- kvæmar, séu ekki veittar opinber- Iega, til dæmis vegna samkeppnis- stöðu og rekstrarumhverfis fyrir- tækis.“ sæta því að forsendur námslána breyttust á síðasta ári, ekki að- eins læknar í sérfræðinámi í út- löndum. Hann segir að fyrri sljórn LÍN hafi látið undan þrýstingi um að telja sérfræði- nám lækna lánshæft en núver- andi stjórn hafi svo breytt regl- unum aftur til fyrra horfs. Steingerður Sigurbjörnsdóttir læknir skrifaði grein í Morgunblað- ið 18. þessa mánaðar til að svara ummælum Lárusar Jónssonar framvkæmdastjóra LÍN í Morgun- blaðinu í desember um lánamál lækna í sérfræðinámi. í greininni bendir Steingerður á að stjórn LÍN hafí í júlí 1990 áréttað að sérnám lækna væri með öllu lánshæft, en farið yrði með tekjur viðkomandi á sama hátt og almennt gerðist um láriþega hjá LÍN. Núverandi stjóm LIN breytti þessu þannig að sér- fræðinám lækna er ekki lengur talið lánshæft, og segir Steingerður að það sé siðleysi að réttindi til námslána sé skert á miðjum náms- tíma. Fjölskyldur hafi hafðið nám og flust búferlum með vilyrði fyrir námsláni en þessu sé breytt svo minnst vari með þeim afleiðingum að við blasi fjárhagslegt skipbrot fjölskyldna. Hún spyr svo hvort löglegt sé að breyta svo fýrirvara- laust stefnu sjóðsins. „Síðasta vor voru framfærslulán námsmanna lækkuð um 16,7% sem breytti auðvitað forsendum allra íslenskra námsmanna sem þiggja lán úr sjóðnum. Hins vegar hefðu læknar í sérfræðinámi ekki fengið framfærslulán nema í undantekn- ingartilfellum, þar sem tekjur þeirra eru það háar, þannig að þeirra staða hefði ekkert breyst þegar gerðar voru ráðstafanir til að draga saman seglin hjá sjóðnum. Mönnum fannst ekki stætt á því, og því var tekin aftur ákvörðun fyrri stjórnar gagnvart þessu fólki,“ sagði Lárus Jónsson við Morgunblaðið. Hann sagði að eftir þessa breyt- ingu fengju læknar í sérfræðinámi hvorki ferðastyrki né frestun á endurgreiðslu lána. Auk þess gæti þetta haft áhrif á lánshæfni maka læknanna hjá lánasjóðnum. Þegar Lárus var spurður hvort stætt væri á að breyta reglum um sérfræðinám lækna aftur, ári eftir að þeim var breytt, svaraði hann að áður hefðu verið í gildi reglur sem í raun hafi komið eins út og núgildandi reglur. En fyrri stjórn LÍN hefði árið 1990 látið undan þrýstingi frá læknum um að meta sérfræðinámið lánshæft. „Það er í rauninni það hringl sem í þessu máli er. Og þessir menn geta ekki búist við því að það gildi óbreyttar reglur um aldur og ævi frá því sem var þegar þeir hófu nám. Það er ekki sanngjarnara en að ég krefð- ist þess að sömu skattareglur gildi og þegar ég byq'aði minn búskap,“ sagði Lárus Jónsson. ------» ♦ »-------- ■ NÁMSKEIÐ sem byggir á nýj- um rannsóknum um þróun kvenna og mótun persónuleikans. Áhersla er lögð á samstarf og inn- byrðis samskipti kvenna á mismun- andi vettvangi. Meðal efnis: Sálarlíf kvenna: fyrirmyndir og náin tengsl, ólík viðbrögð kvenna og karla, lífs- skeið og persónuleg staða. Sam- starf kvenna: Vinátta, öfund og samkeppni, innbyrðis átök og úr- lausnir, aðgreining, frumkvæði, ár- angur. Leiðbeinendur eru sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdótt- ir og Guðfinna Eydal. Nánari upplýsingar og skráning hjá Sál- fræðistöðinni kl. 11-12. Upplýsingaskylda almenningshlutafélaga: Sumum þótt nóg um upplýsingar Flugleiða - segir forstöðumaður VIB „ÞAÐ hefur aldrei verið kvartað undan því að Flugleiðir veiti ekki nægar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins og sumum hefur jafnvel þótt nóg um hversu ítarlegar upplýsingar fyrirtækið veitir," sagði Sigurður B. Stefánsson, forstöðumaður Verðbréfamarkaðar íslands- banka, í samtali við Morgunblaðið. Gerir hluthöfum erfiðara fyrir - segir forstjóri Landsbréfa „ÞAÐ er auðvitað aldrei gott ef fyrirtæki, sem eru almenningshluta- félög, vilja ekki gefa upp afkornu mikilvægra rekstrareininga sinna, því það torveldar hluthöfum að mynda sér skoðun á því hver verðþró- un hlutafjáreignar þeirra verður,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdanar- son, forstjóri Landsbréfa, í samtali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.