Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 37
Sftfil flAlWAl .^2 flMDAfíTITSOM' (IKIA.tfíMOÍIflóM i)H
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 37
Biblían ekki óskeikul
í Morgunblaðinu 15. janúar sl.
birtist grein um starf Gídeonfélags-
ins. Þar segir svo um inntökuskil-
yrði í félagið: í inntökubeiðni stend-
ur m.a. að þeir geti orðið félagar
„sem trúa Biblíunni sem innblásnu
óskeikulu orði Guðs ogtrúa á Drott-
in Jesúm Krist sem eilífan Guðs
son...“
Þetta eru ströng skilyrði og erfítt
að uppfylla þau. Mig langar tii að
athuga þetta að Biblían sé innblás-
ið óskeikult Guðs orð með því að
taka nokkur dæmi af handahófi.
Tveir guðspjallamenn, þeir Matteus
og Lúkas rekja ætt Jesú. Báðir telja
hann kominn af Davíð konungi í
beinan karllegg og báðir rekja ætt
hans gegnum Jósef. En þeim ber
ekki saman. Matteus telur ættliði
frá Davíð vera 25, en Lúkas segir
þá vera 41. Ekki er útkoman betri
neð nöfn forfeðra Jesú. Ég nefni
aðeins fimm fyrstu hjá hvorum.
Matteus segir: Jósef - Jakob -
Mattan - Eleasar - Elúíd.
Lúkas segir: Jósef - Elí - Matt-
at - Leví - Melkí.
Ég spyr: Getur þetta talist vera
innblásið og óskeikult?
í Jóh. (1:18) segir: Enginn hefur
nokkurn tíma séð Guð.
í 2. Mósebók (33:11) segir: En
Drottinn talaði við Móse augliti til
auglitis eins og maður talar við
mann.
í 1. bók Móse (33:30) segir: Og
Jakob nefndi þennan stað Peníel,
„því ég hefi,“ kvað hann, „séð Guð
augliti til auglitis og þó haldið lífi.“
Varla getur allt þetta talist
óskeikult.
í Matt. (27:5) segir um svikarann
Júdas: Hann fleygði þá silfrinu inn
í musterið og hélt brott. Síðan fór
hann og hengdi sig.
í postulasögu segir um Júdas:
Hann keypti reit fyrir laun ódæðis
síns, steyptist á höfuðið og brast í
sundur í miðju svo að iðrin öll féllu
út.
Þetta er aðeins örlítið sýni af
öllum þeim fjölda mótsagna, sem
fínnast í Biblíunni, en ég læt það
nægja.
Mér þykir mjög skemmtileg frá-
sögnin um inntökuskilyrði, sem
Drottinn setti er hann hjálpaði Gíde-
on að velja fámennan hóp úr liði
sínu til að vinna sigur á afar fjöl-
mennum her Midíaníta.
Dómarabókin (7:2-6) segir:
Drottinn sagði við Gídeon: „Liðið
er of margt, sem með þér er, til
þess að ég vilji gefa Midían í hend-
ur þeirra, ella kynni ísrael að hrok-
ast upp gegn mér og segja: „Mín
eigin hönd hefur frelsað mig.“ Kalla
því nú í eyra fólksins og seg: „Hver
sá, sem hræddur er og hugdeigur,
snúi við og fari aftur frá Gíleað-
fjalli." Þá sneru aftur tuttugu og
tvær þúsundir af liðinu, en tíu þús-
undir urðu eftir.
Þá sagði Drottinn við Gídeon:
„Enn er liðið of margt. Leið þú þá
ofan til vatnsins, og mun ég reyna
þá þar fyrir þig. Sá sem ég þá segi
um við þig: „Þessi skal með þér
Ég vil koma því á framfæri við
Ríkissjónvarpið að þættirnir með
hinni rosalegu Simpsonfjölskyldu
fara,“ hann skal með þér fara, en
hver sem ég segi um við þig: „þessi
skal ekki með þér fara,“ hann skal
ekki fara.
Leiddi Gídeon þá liðið niður til
vatnsins. Og Drottinn sagði við
Gídeon: „Öllum þeim, sem lepja
vatnið með tungu sinni eins og
hundar gjöra, skalt þú skipa sér,
og sömuleiðis öllum þeim, sem
kijúpa á kné til þess að drekka úr
lófa sínum, er þeir færa upp að
munni sér.“ En þeir, sem löptu vatn-
ið, voru þijú hundruð að tölu, en
allt hitt liðið kraup á kné til þess
að drekka vatnið.
Þá sagði Drottinn við Gídeon:
„Með þeim þrem hundruðum
manna, sem lapið hafa, mun ég
frelsa yður og gefa Midína í hendur
þínar, en allt hitt liðið skal fara,
hver heim til sín.“
Ragnar Þorsteinsson
verði tekir til sýningar á ný þar sem
nóg er til af þeim. Þessir þættir
voru með því besta á dagskrá sjón-
varps í haust. Þá vil ég þakka sjón-
varpinu fyrir góðar kvikmyndir um
helgar að undanförnu og biðja um
meira'af slíku. íslensku þættimir
mættu gjarnan týna tölunni því
þeir eru leiðinlegir. Góðar náttúru-
lífsmyndir hafa verið á dagskrá
sjónvarpsins og á ég þar við Lífsbar-
áttu dýranna. Áhorfandi
ÚTSÖLUNNI
LÝKUR Á MORGUN,
LAUGARDAG.
Enntiá meiri verðlækkun.
PÓSTHÚSSTRÆTI13 - SÍMI23050
Þessir hringdu . .
Gleraugu
Dökkrauð hálfgleraugu með
rauðu silkibandi fundust við
Tryggvagötu á mánudag. Eigand-
inn getur vitjað þeirra í afgreiðslu
Eimskips í Pósthússtræti 2.
Hringur
Fundist hefur giftingarhringur
á bílastæðinu við Ásgarð 1 til 17.
Upplýsingar í síma 33596.
Góð grein
Kjósandi hringdi:
Ég vil hvetja fólk til að lesa
grein Gunnlaugs Eiðssonar, Sumt
má spara, annað síður, sem birtist
í Morgunblaðinu 21. janúar. Ég
er honum alveg sammála. Þetta
er góð grein.
Taki að sér þjónustu
María hringdi:
í Morgunblaðinu 22. janúar var
frétt um mótmæli danskra ellilíf-
eyrisþega vegna niðurskurðar á
þjónustu við gamalt fólk. í sömu
frétt kom fram að um 300 þúsund
Danir væru á atvinnuleysisbótum.
Nú er fyrirhugaður niðurskurður
á þjónustu við aldraða hér á landi
og hér era margir á atvinnuleysis-
bótum. Væri ekki hægt að láta
þetta fólk taka að sér þessa þjón-
ustu að einhveijum hluta svo það
hefði eitthvað fyrir stafni.
Hálsmen
Gullhálsmen með perlu tapaðist
fyrir löngu á röntgendeild Borgar-
spítalans. Vinsamlegast hringið í
síma 33713 ef það hefur fundist.
Læða
Fimm mánaða læða, angóra-
blendingur, fæst gefíns. Upplýs-
ingar í síma 78096.
Gleraugu
Fínleg gulllituð kvengleraugu
töpuðust á mánudag. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 688610.
Úr
Úr tapaðist í Kringlunni 15.
janúar. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 685186.
Mæður fái greitt fyrir að vera
heima
Ásdís hringdi:
Á ekki að fara að greiða mæð-
rum fyrir að vera heima og hugsa
um börnin? Mér skilst að þessu
hafi verið lofað fyrir kosningar.
Hvenær koma þessar greiðslur?
Simpsonfjölskyld-
una aftur á skjáinn
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi..:
. þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SlMI: 62 84 50
Hádegistilboð
(10% af steikum
og kjúkiingabitum)
jarlinn
v f t t i n a a t n f a ■
■ V I I T I N G A S T O F A
Sprengisandi
(Gildir til febrúarloka)
FJOLSKYLDUTOLV AN
A
ATARI
1040 si
Tölvan sem höfðar til allra í fjölskyldunni.
Fullkomin ritvinnsla og 5 leikja pakki eru
innifalin í verði vélarinnar ásamt mús, sjón-
varpstengi, kennsluforriti, handbókum og
tónlistarforriti.
ATARI STE 1040 býður upp á ótal tengi og
stækkunarmöguleika, t.d. RS-232, prentara-
tengi, DMA-tengi, tengi fyrir aukadrif, RF-
tengi fyrir sjónvarp, tengi fyrir lita/svart-
hvítan skjá eða myndbandstæki, stereo-
tengi, tengi fyrir Midi-hljóðfæri, tengi fyrir
hylki eða Mac-hermi, tengi fyrir Ijósapenna
o.fl. og tengi fyrir stýripinna.
Verð kr. 59.900 stgr.
TÖLVULAND
BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 91-688819.