Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
15
Listasafn íslands:
Níu sérsýningar á árinu
KAFFISTOFA Listasafns íslands hefur tekið upp á þeirri nýbreytni
að bjóða gestum hádegisverð á tilboðsverði. Kaffistofan er opin á sama
tima og sýningarsalir Listasafnsins, eða alla daga nema mánudaga,
kl. 12-18. Níu sérsýningar verða í Listasafni Islands á árinu og koma
þar bæði íslenskir og erlendir listamenn við sögu.
Kaffistofa Listasafns íslands
býður á næstunni upp á tilboðsverð
á heimalagaðri súpu með heimabök-
uðu brauði, osti og salati á 390
krónur og er kaffi innifalið í því
verði. Auk þess er hægt að fá létta
hádegisverði og kökur. Listasafn
íslands býður einnig hópum al-
menna leiðsögn í fylgd listfræðings
um safnið og geta hópar matar-
gesta pantað slíka leiðsögn.
Fyrsta sérsýning Listasafnsins
er sýning á grafíkverkum eftir Ed-
vard Munch, sem eru í eigu safns-
ins, og verður hún haldin 8. febrúar
til 8. mars. Þá tekur við sýning
verka úr gjöf Finns Jónssonar til
Listasafns Islands og stendur hún
frá 14. mars til 26. apríl. Um er
að ræða úrval verka, sem Finnur
Jónsson og frú Guðný Elísdóttir
gáfu Listasafninu og telur gjöfin
hátt í eitt þúsund verk.
Jafnframt má nefna sýningu á
breskum bókverkum og sýningu frá
Jórdaníu, en þar verða m.a. sýnd
mósaíkverk frá því fyrir kristsburð
og koma munirnir frá Þjóðminja-
safni Jórdaníu. Báðar þessar sýn-
ingar verða í júní og júlí í tenglsum
við Listahátíð í Reykjavík. Einnig
stendur safnið fyrir því, í samvinnu
við Listahátíð í Reykjavík og Gall-
erí 11, að franski listamaðurinn
Daniel Buren geri sérstakt útiverk
fyrir Listahátíð.
í september verður sýning á úr-
vali verka eftir Jóhann Eyfells, en
þetta er stærsta sýningin á verkum
hans hér á landi frá því að hann
fluttist frá íslandi fyrir um tuttugu
árum. Öll verkin á sýningunni koma
frá Bandaríkjunum. í októbermán-
uði verður sýning á olíumyndum
eftir alla höfuðlistamenn úr fínns-
kri aldarmótalist. Listasafn íslands
býður upp á ókeypis leiðsögn í
tenglsum við sérsýningar safnsins
alla sunnudaga kl. 15.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Frá vinstri Bera Nordal forstöðumaður Listasafns Islands og Fríða
Böðvarsdóttir sem hefur umsjón með kaffistofunni.
Fyrirlestur
um lífið og
stjörnurnar
ÞRIÐJA erindi í fyrirlestraröð
Stjarnvísindafélags Islands um
stjarnvísindi nútímans verður
haldið Iaugardaginn 25. janúar í
stofu 101 í Lögbergi og hefst
klukkan 14. Fyrirlesari er Karl
Jósafatsson stjarneðlisfræðingur
og nefnir hann erindi sitt: „Lífíð
og stjórnurnar".
Meðal annars verður ijallað um
myndun og þróun stjarnanna og
mikilvægi þeirra fyrir lífíð í al-
heimi. Ræddar verða hugmyndir
vísindamanna um nauðsynleg skil-
yrði þess að líf myndist og tilraunir
þeirra til að fínna merki um vits-
munalíf á öðrum hnöttum.
Rétt er að minna á að fyrirlestr-
amir um stjamvísindi nútímans em
fyrst og fremst ætlaðir leikmönnum
og em þeir opnir öllum, sem áhuga
hafa á.
----» ♦ ♦----
Námskeið fyrir
foreldra og
aðstandendur
fatlaðra barna
DAGANA 28. febrúar til 1. mars
verður haldið námskeið fyrir for-
eldra og aðstandendur fatlaðra
unglinga, 12 ára og eldri. Fjögur
félög standa að námskeiðinu, en
þau eru Sjálfsbjörg landssam-
band fatlaðra, Landssamtökin
Þroskahjálp, Styrktarfélag lam-
aðra og fatlaðra og Styrktarfé-
lag vangefinna.
0
•KARAOKE*
ÖLVER & BYLGJAN
LdWENBRAU
léttöl
♦
♦
j kvöld er úrslitokeppnin í Íslandsmeistorakeppninni i KARAOKE.
♦
♦
♦
Undanfarna mónuði hefur verið keppt i KARAOKE söng i
veitingohúsinu Ölveri og ó Bylgjunni fm 98,9 og nú er komið að
úrslitastundinni. 13 keppendur syngja til úrslita ó stórglæsilegu
hótiðarkvöldi í Danshúsinu Glæsibæ. Bein útsending er frú keppninni
ú Bylgjunni i kvöld og hefst útsendingin kl. 21.00 stundvíslega.
Húsið opnar kl. 20.00 með hótiðarfordrykk i boði FINLANDIA.
Vegno útsendingar ó Bylgjunni hefst skemmtidagskróin
stundvislega kl. 21.00 og þess vegna lokar húsið kl. 20.50.
Kynnar kvöldsins eru Jón Axel Ólafsson og Bjorni Dagur Jónsson.
Á milli atriða skemmta Halli og Laddi með ný atriði auk þess
sem óvæntar uppókomur komo fólki í opna skjöldu.
Dómnefnd somonstendur of aðstandendum
keppninnar og íslensku tónlistorfólki.
Á námskeiðinu verða fluttir fyrir-
lestrar um líkamlegan þroska ung-
lingsáranna, um andlegan og vits-
munalegan þroska, fatlaða ungling-
inn og fjölskylduna og um það að
flytja að heiman. Einnig mun for-
eldri fatlaðs unglings verða með
innlegg og segja frá sinni reynslu.
Það verður unnið mikið í minni
hópum þar sem þátttakendur fá
tækifæri til a'ð ræða sameiginlega
reynslu og viðhorf.
Námskeiðið verður haldið í hús-
næði Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra í Reykjadal, Mosfellsbæ.
Námskeiðsgjald er 4.500 kr. auk
þess sem fólk utan af landi fær
greiddan ferðakostnað. Tilkynna
þarf þátttöku fyrir 14. febrúar nk.
til Kristínar Jónsdóttur í síma
682223 kl. 18-19 virka daga eða
til Lilju Þorgeirsdóttur í síma 29133
á skrifstofutíma.
yiís
CiD PIOIVEER'
Björgvin Halldórsson, formaður dómnefndor
Magnús Halldórsson, veitingomoður
Hallgrímur Thorsteinsson, Bylgjunni
Halldór Bockman, Skífunni
Þórarinn Friðjónsson, Hljómbæ
Skúli Böðvorsson, ferðoskrifstofunni Alís
Sigriður Beinteinsdóttir, söngkono
Evo Ásrún Alhertsdóttir, útvorps- og söngkono.
Söngvorinn með bestu sviðsframkomuno verður
volin of gestum kvöldsins.
Komdu og fylgstu með spennandi keppni og taktu þótt í
beinni útsendingu ó Bylgjunni. Ósóttar miðapantonir
verðo seldar i dog.