Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
17
Hlutverk í lífínu
eftir Jóhann
Hjálmarsson
MEÐAN nóttin líður (1990),
margverðlaunuð _ og rómuð
skáldsaga Fríðu A. Sigurðar-
dóttur, virðist höfða sérstak-
lega til kvenna, kvenlesenda.
Það er engin furða því að
skáldsagan fjallar um konur
margra kynslóða eins og þær
speglast í hugarfylgsnum sögu-
hetjunnar, Nínu, þar sem hún
situr í sjúkrastofu yfir dauð-
vona móður sinni.
Ekki er þar með sagt að karl-
menn geti ekki notið skáldsög-
unnar. Hún á vissulega erindi til
allra lesenda. Þessu er ekki slegið
fram hér í aðfinnsluskyni, heldur
vegna þess að ég hef tekið eftir
hve mikil ítök þessi skáldsaga og
reyndar aðrar bækur, skáldsögur
og smásögur Fríðu A. Sigurðar-
dóttur, eiga í hugum kvenna. Það
er eins og mörgum konum þyki
bækur Fríðu sérstaklega túlka
þankagang kvenna.
Fríða Á. Sigurðardóttir þekkir
jafnréttisbaráttu og kvenfrelsis-
kenningar sem hafa líka sett svip
á bókmenntafræðina, stundum til
góðs, en líka stuðlað að einsýni.
Osanngjarnt væri þó að herma
slíkt upp á Friðu. Meðan nóttin
líður er engin venjuleg baráttu-
saga hvað þetta varðar, boðskap-
urinn situr ekki í fyrirrúmi. Aftur
á móti er helsti veiídeiki sögunnar
að mínu mati bókmenntaumræða
hennar, karllegir fulltrúar fíla-
beinsturnsins sem eru algjörlega
utangátta gervipersónur.
Hlutverk fólks í lífinu er veiga-
mesta umfjöllunarefni Meðan
nóttin líður. Hin dæmigerða fra-
magjarna nútímakona Nína vinn-
ur við að semja auglýsingatexta,
en það er ljóst að hana dreymir
um að skrifa fleira. Hún fæst við
að punkta ýmislegt hjá sér í sjúk-
Fríða Á. Sigurðardóttir
rastofunni; kannski er það sjálf
skáldsagan, að minnsta kosti er
bygging sögunnar, það hvernig
oft er skipt um svið, minningarn-
ar koma og fara, ekki ólík hu-
grenningum manneskju sem er
að gera upp líf sitt, önnum kafinn
við einhvers konar uppgjör.
Móðirin Þórdís, bóndakonan að
vestan sem liggur fyrir dauðan-
um, er fulltrúi alþýðukonunnar,
hefur unnið við skúringar, en er
upprunnin frá afskekktum stað
brims og bjarga. Þar hefur lífs-
baráttan verið hörð og ekki síst
bitnað á konunum. Ástríðurnar
hafa farið sínu fram þrátt fyrir
eða kannski vegna lamandi um-
hverfis, samfélagslegrar niður-
lægingar. Meðal þess sem best
tekst í sögunni er þáttur óstýril-
átra kennda.
Milli systranna, Nínu og Mörtu,
eiga sér stað átök sem draga fram
tilvistarlega kreppu beggja. Tog-
streita er mikil í sögunni, stétta-
skipting og kynslóðabil, hjóna-
bandsvandamál. Karlarnir eru
veikasti hlekkurinn, eins og fyrr
segir verstir þegar þeir fara að
tala um bókmenntir.
Segja má að Fríða Á. Sigurðar-
dóttir hafi með skáldsögu sinni
skrifað sögu margra íslenskra
kvenna og leitast við að svara
þeirri spurningu hvaðan við séum
komin, hver sé í raun uppruni
okkar og um leið hvar við stönd-
um. Lokasetning sögunnar,
„Hvað verður nú um mig?“ sem
lögð er í munn Nínu speglar
umkomuleysi hennar og framand-
leik í tilverunni. Hið gamla ísland
er liðið undir lok með dauða
móðurinnar, ræturnar og stað-
festan horfnar.
Af sjaldgæfu innsæi lýsir Fríða
því hvernig konur hugsa og finna
til.
Stíll Meðan nóttin líður er
raunsæislegur og sálfræðilegur.
Með líkum hætti og hinum gömlu
mannlegu gildum er haldið fram
í sögunni leggur Fríða Á. Sigurð-
ardóttir rækt við fremur hófsa-
man og yfirvegaðan frásagnar-
máta sem ekki er sérstaklega
nútímalegur, aldrei mjög langt
frá epík. Sagan er læsileg og fyr-
ir margra hluta sakir hugþekk.
Ég skal játa að félagsleg efni
í skáldskap heilla mig ekki oft.
En uppgjör Fríðu við fortíðina og
túlkun hennar á firringu sam-
tímans hefur þá kosti að horft
er inn á við, rýnt í sálardjúpin
jafnframt því sem alræmdur ver-
uleikinn blasir við og þjóð-
félagsaðstæður sem stjórna um
of lífí fólks.
Fríða Á. Sigurðardóttir er
vandaður rithöfundur og góður
fulltrúi skáldsagnagerðar sam-
tímans. Því ber að fagna að skáld-
saga hennar hlýtur jafn stóra við-
urkenningu og bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs. Þetta er
vitanlega persónuleg upphefð fyr-
ir Fríðu Á. Sigurðardóttur, en um
leið beinast sjónir fleiri en áður
að íslenskum bókmenntum yfir-
leitt.
Morgunblaðið/Sverrir
Verðlaunin tilkynnt. Fremst á myndinni eru fulltrúar íslendinga
í dómnefnd, þau Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Dagný
Kristjánsdóttir dósent.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Ögrandi, nýskapandi
og býr um leið yfir
ljóðrænni fegurð
- segir dómnefnd um verðlaunasögu Fríðu
FRÍÐA Á. Sigurðardóttir rithöf-
undur hlýtur bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs árið 1992
fyrir skáldsöguna „Meðan nóttin
líður“. Hún er þriðja konan sem
hlýtur verðlaunin. Hinar eru
Sara Lidman árið 1980 og Her-
börg Wassmo árið 1987. Fjórir
íslendingar hafa fengið bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs, Ólafur Jóhann Sigurðsson,
Snorri Hjartarson og Thor Vil-
hjálmsson auk Fríðu. Verðlaunin,
150.000 danskar krónur (um 1,4
millj. ísl.), verða afhent í Helsinki
3. mars á 40. þingi Norðurlanda-
ráðs.
Dómnefnd tilkynnti útnefning-
una á fréttamannafundi í Norræna
húsinu í gær. Hún færði eftirfar-
andi rök fyrir ákvörðun sinni: „Bók-
in er ögrandi, nýskapandi og býr
um leið yfir ljóðrænni fegurð. í
verkinu er horfíð aftur til fortíðar
í leit að lífsgildum sem eiga erindi
til samtíma okkar. Bókin gerist að
hluta til í stórbrotinni náttúru Horn-
stranda og náttúrulýsingar eru hluti
af töfrum textans. I verkinu er ekki
reynt að skapa þá blekkingu að við
getum skilið til fullnustu veruleika
formæðra okkar og forfeðra, text-
inn setur spumingarmerki við hefð-
bundna söguskoðun, hefðbundna
frásögn og venjubundna málnotkun.
Fríða Iýsir í ljóðrænum texta þessar-
ar bókar þörf okkar fyrir sögu og
frásögn um leið og bókin lýsir hve
erfitt það er að komast að eingildum
sannleika um líf og list.“
Dómnefndin er skipuð 10 fulltrú-
um Norðurlandanna. Fyrir íslands
hönd sitja í henni Sigurður A.
Magnússon rithöfundur og Dagný
Kristjánsdóttir lektor. Þau sögðu
að valið hefði verið erfitt því alltaf
væri erfitt að velja úr mörgum góð-
um bókum og af þeim hefði verið
mjög mikið af þessu sinni.
Rekstrarhalli ríkissjóðs 12,6 milljarðar kr. 1991:
Mesti fjárlagahalli í fjörutíu ár
Lánsfjárhalli hins opinbera um 14 milljörðum kr. meiri en áætlað var
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum um afkorau ríkissjóðs nam rekstr-
arhalli á árinu 1991 12,6 milljöröum kr. og er þetta þrisvar sinnum
meiri halli en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir og mesti halli sem orðið
hefur á ríkissjóði síðustu fjörutíu ár. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam
14,8 milljörðum en stefnt var að 5,9 milljörðum í upphafi ársins. Hrein
lánsfjárþörf opinberra aðila nam alls 37-38 milljörðum i stað 24 millj-
óna sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Á árinu þurfti að grípa til um sex
milljarða kr. erlendrar lántöku og tæplega sex milljarða króna yfir-
dráttar í Seðlabankanum. Þetta kom fram á fréttamannafundi fjármála-
ráðherra í gær, þar sem kynntar voru bráðabirgðatölur um afkomu
ríkissjóðs á síðasta ári.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra hélt því fram á fundinum, að
hefði ríkisstjórnin ekki gripið til sérs-
takra aðgerða sl. vor hefði hallinn á
ríkissjóði orðið 3-4 milljörðum kr.
meiri en samanburður við fjárauka-
lög, sem Alþingi samþykkti undir lok
ársins, leiði í ljós rúmlega 2 milljarða
lakari niðurstöðu, einkum vegna
minni tekna en reiknað var með.
Viðskiptahalli fór ört vaxandi
framan af árinu og í kjölfar ákvarð-
ana um aukin útgjöld og minni tekju-
öflun breyttust afkomuhorfur ríkis-
sjóðs til hins verra. Að mati fjármála-
ráðuneytisins stefndi í a.m.k. 13
milljarða kr. lánsfjárþörf ríkissjóðs á
árinu og lántökuáform opinberra
aðila í um 34 milljarða. Með viðnáms-
aðgerðum ríkisstjómarinnar var m.a.
stefnt að því að lánsfjárhalli ríkis-
sjóðs yrði 6 milljarðar og lánsfjár-
halli hins opinbera yrði minnkaður
um 6 milljarða eða í 28 milljarða. í
viðnámsaðgerðunum fólst m.a. að
vextir á verðbréfum ríkisins voru
hækkaðir til að örva spamað og
draga úr yfírdrætti í Seðlabankan-
um, fallið var frá lántökuáformum
og útgjöld lækkuð.
Hallinn 3,4% af
landsframleiðslu
12,6 millj. rekstrarhalli ríkissjóðs
nemur um 3,4% af landsframleiðslu.
Heildartekjur ríkissjóðs námu 100
millj. króna eða 1,7 milljörðum kr.
minna en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Helstu ástæður eru að mati fjármála-
ráðuneytisins að ýmis áform um
tekjuöflun voru ekki framkvæmd,
þ. á m. verðhækkun á áfengi,
álagning sérstaks jöfnunartolls á inn-
fluttar matvörur, 400 millj. króna
arðgreiðsla frá íslenskum aðalverk-
tökum var innheimt á árinu 1990
og tekjuskattur fyrirtækja var lækk-
aður sl. vor. Þá kom fram tekjutap
vegna skattfsláttar af hlutabréfa-
kaupum einstaklinga og auk þess
slaknaði á innheimtu virðisauka-
skatts, einkum á síðustu tveimur
mánuðum ársins, en þar er um að
ræða 3-400 millj. króna.
Heildarútgjöld ríkissjóðs urðu
112,7 milljarðar á árinu eða tæplega
7 milljarðar umfram fjárlög. Með
viðnámsaðgerðum ríkisstjórnarinnar
var stefnt að tæplega 2 milljarða
króna útgjaldalækkun en síðar á ár-
inu kom í ljós að ijárhagsstaða
ýmissa stofnana og sjóða reyndist
verri en gert hafði verið ráð fyrir,
sem kallaði á viðbótarútgjöld. Var
þar einkum um að ræða auknar út-
flutningsbætur á búvörum, fasteign-
akaup, framlög til sjóða o.fl.
Yfirdráttur í Seðlabanka
5,4 milljarðar
Áfonnað var að mæta lánsfjárhörf
ríkissjóðs alfarið á innlendum tána-
markaði, auk þess að greiða niður
lán í Seðlabanka og erlendis. Þau
áform runnu út í sandinn, að sögn
fjármálaráðherra, og tókst einungis
að afla 3 milljarða kr. með sölu ríkis-
bréfa. Varð auk þess að brúa bilið
með 6 milljarða kr. erlendri lántöku
og með 6 milljarða kr. yfirdrætti í
Seðlabanka en hann nam í árslok
5,4 milljörðum kr.
Háskóli íslands
Háskóli Islands:
Erindaröð um tengsl sálar og líkama
NÆSTU fimm laugardaga munu jafn margir fyrirlesarar halda
erindi um tengsl sálar og líkama í stofu 101 í Odda, húsi Félags-
vísindadeildar Háskólans, kl.15. Erindin verða um 45 mínútna löng
og að þeim loknum verða umræður. Öllu er velkomið að hlýða á
erindin og er aðgangur ókeypis.
Guðmundur Pétursson, for-
stöðumaður Tilraunastöðvar Há-
skóla Islands í meinafræðum að
Keldum, mun riða á vaðið næst-
komandi laugardag með fyrirlestri
sem hann nefnir Lífskoðun efnis-
hyggju mannsins. Mun hann þar
fjalla um manninn og hvemig litið
er á hann sem líffræðilegt fyrir-
bæri.
Dr. Jón Torfí Jónasson, dósent
í uppeldisfræði _við Félagsvísinda-
deild Háskóla íslands, heldur er-
indi sem hann nefnir Hugur og
heili laugardaginn 1. febrúar.
Kemur hann þar inn á svokölluð
gervigreindarfræði en þau byggja
meðal annars á því að búa til tölvu-
líkön og kanna hvernig þau geti
endurspeglað mannshugann.
Dr.Sigurður J. Grétarsson, dós-
ent í sálarfræði við Félagsvísinda-
deild Háskóla íslands, nefnir fyrir-
lestur sinn 8. febrúar Hvernig
veistu og undirtitillinn er Um
heimsmynd sálrfræðinnar. Þar
verður fjallað um svonefndar for-
setningar í vísinda- og fræðastarfi
og er þá átt við hugmyndir sem
fræðimenn ganga út frá, án sérs-
takrar athugunar. Fjallar Sigurður
um forsetningamar með dæmum
úr sögu sálarfræðinnar.
Oddur Bjarnasson, geðlæknir
við Geðdeild Landsspítalans, fer
svipaða leið og Sigurður í fyrir-
lestri sínum Geðlæknisfræði í ljósi
sálarheimspeki en gengur út frá
geðlækningum . Fyrirlesturinn
verður 15. febrúar en laugardag-
inn á eftir mun Þorsteinn Gylfa-
son, prófessor í heimspeki við
Heimspekideild Háskóla íslands,
bregðast við málflutningi fyrri fyr-
irlesara í röðinni frá heimspekilegu
sjónarmiði. Stefnt er að því að
hafa pallborðsumræður allra fyrir-
lesaranna að lokum fyrirlestri Þor-
steins.