Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson Jón Kr. Gíslason, fyrirliði íslands, stjómaði sóknarleik liðs síns af miklum öryggi og röggsemi. Hér er hann á fleyiferð í leiknum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Glæsilegur sigur eftir framlengingu ÍSLENSKU strákarnir ílands- liðinu í körfuknattleik eiga heiður skilið fyrir bráð- skemmtilegan leik og sigur í kaupbæti gegn Litháum, sem eiga einu sterkasta landsliði í Evrópu á að skipa. Framleng- ingu þurfti til og skemmdi það ekki fyrir, áhorfendur fengu enn meiri skemmtun fyrir vikið. íslenska liðið lék lengstum vel og á stundum frábærlega og sigraði 111:104 eftir að staðan hafði verið 93:93 eftir venjuleg- an leiktíma. Fyrri hálfleikur var nokkuð köfl- óttur af hálfu íslenska liðsins. Eina stundina var vörnin alveg HHH þokkaleg en þá SkúliUnnar næstu hræðilega Sveinsson slök. Sömu sögu er skrífar ag segja um sókn- ina. Oftast þokkaleg en stundum hálf viðvaningsleg og fálmkennd. Þrátt fyrir gloppóttan leik var staðan jöfn, 47:47, í leik- hléi þrátt fyrir _að bókhald blaða- manna segði að ísland ætti að vera 47:44 yfir. Teitur gefur tóninn Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri og betur leikinn.' Svæðisbundin pressuvörn gekk eins og í sögu og leikmenn voru vel með á nótunum, nokkuð sem vantaði í fyrri hálfleikinn. Litháar náðu þó níu stiga forskoti og virtust hafa leikinn nokkuð í hendi sér. Strák- arnir voru ekki á sama máli og Teitur Örlygsson gerði sér lítið fyr- ir og stal knettinum tvívegis á vall- arhelmingi gestanna og þar með var tónninn gefinn. Þrátt fyrir að Litháar næðu aftur dágóðu forskoti hafði Teitur gefið strákunum sjálfstraust og með geysliega sterkri vörn og skynsam- legum sóknarleik tóks það. Vörnin var svo sterk að gestirnir áttu í mestu vandræðum með að komast fram yfir miðju innan tíu sekúndna og eru þeir þó engir viðvaningar. Mikill hamagangur var á loka sekúndunum. Teitur átti misheppn- að skot, Jón Arnar stal boltanum en Jón Kr. missti hann aftur. Mis- heppnað skot Litháa á síðustu sek- úndunni varð síðan til þess að fram- lengja varð leikinn. Vítahittnin í lagi í framlengingunni léku íslensku strákamir einstaklega vel og skyn- samlega. Og vítahittnin var í lagi og kom að góðum notum þegar Litháar urðu að bijóta í lokin. Strákarnir fengu 31 vítakast og skoruðu úr 23 sem er gott. Liðsheildin skóp sigurinn í gær. Á timabili fannst mér Tofri Magn- ússon skipta heldur fijálslega inná en þegar upp var staðið kom það ekki að sök. Byijunarliðið, Guð- mundur, Magnús, Teitur, Jón Kr. og Valur eru geysilega sterkir og trúlega eitt sterkasta byijunarlið sem við höfum átt. Allir léku þessir strákar vei og þeir Tómas og Jón Arnar áttu einnig góðan leik og Henning og Nökkvi börðust vel í vörninni þegar þeir komu inn. Allir fengu að reyna sig í leiknum og stóðu vel fyrir sínu en enginn þó eins og Jón Kr. sem er geysilega öruggur leikstjórnandi og var óhræddur við að keyra inn í vörnina þrátt fyrir að mun hávaxnari menn væru til varnar. Litháar léku ágætlega en þeir mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Lukmínas (nr. 10) virðist geta gert þriggja stiga körfur þegar hann vill og Pazorazdís (nr. 7) lék vel en lék allt of lítið. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Öruggt en markvarsl- an enn höfuðverkur ÚRSLIT ísland - Litháen 111:104 Laugardalshöll, vináttulandsleikur við Lit- háen, fimmtudagurinn 23. janúar Gangur leiksins: 2:0, 7:4, 14:5, 23:15, 28:20, 36:33, 40:41, 47:47, 50:55, 63:72, 69:79, 85:86, 91:88, 93:93, 97:97, 99:101, 107:101, 111:104. Stig íslands: Magnús Matthíasson 24, Teit- ur Orlygsson 24, Guðmundur Bragason 23, Jón Kr. Gíslason 12, Tómas Holton 10, Jón Amar Ingvarsson 6, Pétur Guðmundsson 6, Sigurður Ingimundarson 2, Nökkvi Már Jónsson 2, Valur Ingimundarson 2. Stig Litháa: Lukminas 31, Jurgilas 21, Pazorazdis 16, Koutchiauskas 14, Einikis 12, Kavolinunas 6, Stulga 2, Timinskas 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kestutís Pílipauska. Höfðu ágæt tök á skemmtileg- um leik. Áhorfendur: Um 600. ísland - Búlgaría 23:18 Perchtoldsdorf í Austurríki, sex þjóða æf- ingamót í handknattleik, fimmtudaginn 23. janúar Mörk íslands: Valdimar Grímsson 9/3, Gunnar Beinteinsson 5, Geir Sveinsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Kristján Arason 2, Sigurður Bjaraason 1, Einar G. Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11. ■Úrslit á mótinu hingað tii og staðan á mótinu eftir tvo leikdaga: ÍSLAND- EGYPTALAND ..........27:27 BÚLGARÍA- AUSTURRlKI........23:23 UNGVERJALAND - PORTÚGAL.....24: 20 ÍSLAND - BÚLGARÍA...........23:18 AUSTURRÍKI - PORTÚGAL.......30: 24 UNGVERJALAND - EGYPTALAND ..25:18 Fj. leikja u j T Mörk Stig UNGVERJAL 2 2 0 0 49: 38 4 AUSTURRÍKI 2 1 1 0 53: 47 3 ISLAND 2 1 1 0 50: 45 3 BÚLGARÍA 2 0 1 1 41: 46 1 EGYPTALAND 2 0 1 1 45: 52 1 PORTÚGAL 2 0 0 2 44: 54 0 ÍSLENDINGAR sigruðu Búlgari, 23:18, á öðrum degi sex þjóða æfingamótsins íhandknattleik í Austurríki í gær, og sagðist Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, nokkuð án- ægður með sína menn, í sam- tali við Morgunblaðið. Enn væri markvarslan þó höfuð- verkur. MT Islenska liðið byijaði með látum í gær og gerði fjögur fyrstu mörk leiksins. Búlgarir gáfust ekki upp og náðu að jafna 8:8, en þá kom aftur góð- ur sprettur íslendinga og þeir höfðu forystu í leikhléi, 13:10. „Við kom- umst svo sex mörkum yfir, 18:12 og síðan í 23:16 þegar lítið var eft- ir af leiknum en þeir gerðu tvö síð- ustu mörkin. Það var því aldrei nein hætta á ferðum,“ sagði Þor- Ekkert verður af þriðja landsleik íslands og Litháen í körfu- knattieik, sem fyrirhugaður var á Sauðárkróki í lcvöld. í gær kom allt í einu í ljós, að Litháarnir áttu bók- að flugfar til síns heima frá Kaup- mannahöfn í fyrramálið, og verða því að fara utan í dag, Forráðamenn Körfuknattleiks- bergur Aðalsteinsson í gær. Landsliðsþjálfarinn sagði að erf- itt væri að leika gegn Búlgaríu. Sóknir liðsins eru mjög langar „en við létum ekki svæfa okkur. Lékum góðan varnarieik og héldum þolin- mæði okkar. Létum þá ekki draga okkur út á völlinn." Þorbergur sagðist ekkert ósáttur við fimm marka sigur gegn Búlgar- íu, en „það er þó óþarfi að fá á sig 18 mörk gegn þessu liði. Mörkin hefðu orðið færri ef markvarslan hefði verið í lagi,“ sagði hann. Lykil- menn eins og Kristján Arason og Geir Sveinsson léku lítið með í gærkvöldi, og Konráð Olavson kom ekkert inná. Þeir voru hvíldir fyrir átökin í kvöld en þá mæta íslend- ingar liði Ungveijalands. Reikna má með að það verði úrslitaleikur mótsins. Það er Ijóst að slök markvarsla sambandsins reyndu að fá þá til að dvelja lengur hérlendis og koma á leikjum í Borgarnesi og Stykkis- hólmi. En gestirnir fengust ekki til þess. Sauðkrækingar eru mjög óhress- ir með gang mála. Þeir komust að því hvernig var um hádegisbil í gær. Segjast hafa lagt í mikinn er aðal höfuðverkur Þorbergs og annarra aðstandenda liðsins um þessar mundir. Guðmundur Hrafn- kelsson varði þijú skot í fyrri hálf- leik í gær, og 11 alls. Þess má geta að í fyrsta leiknum, jafnteflinu gegn Egyptalandi í fyrradag, varði Guðmundur eitt skot allan fyrri hálfleikinn. „Þessi staðreynd segir allt sem segja þarf. Frekari útskýr- inga á því hvers vegna úrslitin voru ekki hagstæðari er ekki þörf,“ sagði Þorbergur, en bætti við að lið Egypta væri mun betra en menn héldu. „Þetta er stórir og sterkir strákar. Ég sá unglingalið þeirra á heimsmeistaramótinu í Grikklandi í haust þar sem þeir komu mjög á óvart og var búinn að segja að þetta yrði erfiður leikur. Og það kom á daginn.“ kostnað, t.d. við að auglýsa leikinn, og eru ákaflega ósáttir við hlut KKI í málinu. „Við erum ekki reiðir, miklu fremur sárir og svekktir yfir því að menn skuli svona fram við okkur," sagði Þórarinn Thorlacius, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Jón Kr. Gíslason: Meiriháttar! etta var alveg meiriháttar. Þeir eru taldir næst bestir í Evrópu og þó svo þeir séu ekki með sitt besta lið þá er þetta ákveðinn mælikvarði á getu okkar. Það hafa orðið mikl- ar framfarir í körfunni hér og það er að skila sér í landsliðinu. Pressuvörnin gekk upp í síðari hálfleik eftir að hafa brugðist í þeim fyrri. Stemmningin var góð og ég held þetta sé með bestu sigrum íslands í körfuknatt- leik,“ sagði Jón Kr. Gíslason. Sjálfstraustið komið „Sjálfstraustið virðist vera komið hjá strákunum og ég er ánægður með það hjá þeim í síðari hálfleiknum þegar mest á reyndi. Vörnin var einnig sterk og nú er bara að sanna að sigur- inn í kvöld og gegn Pólyerjum um daginn hafi ekki verið tilvilj- un. Það ætlum við að gera á Norðurlandamótinu í maí. Þetta er án efa besta iið sem víð höf- um átt, að minnsta kosti undir minni stjórn,“ sagði Torfi Magn- ússon þjálfari eftir leikinn og var að vonum ánægður. Kom á besta tíma „Mér tókst að stela boltanum tvívegis á besta tíma. Ég hélt að við værum að missa þá fram úr okkur og þeir virtust vera orðnir eitthvað kærulausir og við nýttum okkur það. Þetta var alveg rosalegt,“ sagði Teitur Öriygsson. Ekkert verður af þriðja leiknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.