Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 1
104 SIÐUR B/C 39. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Eitt mesta fjármálahneyksli í Japan eftir stríð: Um 130 þingmenn sagðir hafa þegið mútugreiðslur Tókýó. Reuter, The Daily Telegraph. RUMLEGA hundrað japanskir þingmenn þáðu mútur af forsljóra annars stærsta flutningafyrirtækis Japans, þar af nokkrir milljarða jena hver, að því er tvö virt dagblöð í Tókýó skýrðu frá í gær, laugardag. Yildi ekki bera höfuðfat LISSET Burrett, 24 ára gömul ensk hjúkrunarkona, hefur tapað máli sem hún rak fyrir sérstökum vinnudeiludóm- stóli til að losna við að bera höfuðfatnað þann sem reglur um klæðnað þjúkrunar- kvenna áskildu. Burrett taldi kynferðis- lega mismunun felast í höfuðfatinu þar sem karlmönnum í sama starfi bæri ekki skylda til að klæðast neinu áþekku. Sagði hún höfuðfatnaðinn ásamt svört- um sokkabuxum ýta undir þá ímynd að hjúkrunarkonur væru „lausar og liðug- ar“. í áliti dómstólsins í borginni Birm- ingham, sem hafnaði kröfu Burretts, sagði að vissulega hefði þessi höfuðfatn- aður lítið hagnýtt gildi en jafnt konum sem körlum bæri skylda til að klæðast þeim búningum sem reglur segðu til um. Bandaríkja- menn auka rauðvínsneyslu MÁTTUR sjónvarps getur verið mikill. Undanfarin ár hefur neysla á rauðvíni líkt og öðru áfengi dregist nýög saman í Bandaríkjunum sem afleiðing þess að heilbrigt líferni hefur verið mjög í tísku. Fyrir nokkrum mánuðum var hins vegar sýnd heimildarmynd í hinum vinsæla sjónvarpsþætti 60 Minutes þar sem leit- ast var við að finna skýringar á því af hverju Frakkar eru mun ólíklegri til að þjást af ýmsum hjartakvillum þrátt fyr- ir að mataræði þeirra kunni við fyrstu sýn að virðast óhollara. Komust vísinda- menn í þættinum að þeirri niðurstöðu að skýringuna væri að finna í meiri rauðvínsneyslu Frakka en rauðvínið gæti í hófsamlegu magni haft fyr- irbyggjandi áhrif á hjartasjúkdóma. Þessi þáttur hefur greinilega náð at- hygli áhorfenda þvi á dögunum skýrðu samtök á vegum bandaríska viniðnaðar- ins frá því að sala á rauðvíni í matvöru- búðum hefði aukist um 44% í kjölfar þess að hann var sýndur. Bretar ánægðir með eigin kossa FRAKKAR, Bretar, Þjóðveijar, Ástralir og Grikkir telja sig ekki fá nóg af koss- um, samkvæmt alþjóðlegri könnun sem kynnt var í lok vikunnar en ítalir, Bandaríkjamenn, Hollendingar og Spán- verjar eru ánægðir með sitt hlutskipti. Japanir hafa almennt engar athuga- semdir varðandi magn kossanna en vildu gjarnan að makar þeirra kynnu betur til verka í þessum efnum. Þegar menn voru beðnir um að gefa eigin kossum einkunn voru það Bretar sem oftast gáfu sjálfum sér hæstu einkunn á kvarð- anum einn til tíu á meðan suðrænnni Evrópubúar á borð við Frakka voru hógværari og staðsettu sig á miðjunni. Blöðin höfðu eftir einum af fjórum mönn- um, sem voru handteknir á föstudag vegna mútuhneykslisins, að um 130 þingmenn væru viðriðnir málið. Heildarmútugreiðsl- urnar gætu numið 80 milljörðum jena (36 milljörðum ÍSK). Málið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Kiichi Miyazawa forsætisráðherra, sem hefur þegar átt í miklum erfiðleikum vegna annars hneykslismáls. Stjórnarand- staðan hefur neitað að mæta á þingfundi þar til Zenko Suzuki, fyrrverandi forsætis- ráðherra og lærifaðir Miyazawa, beri vitni í málinu. Því hefur ekki verið hægt að af- greiða fjárlögin í ellefu daga. Margir telja að nýja mútumálið geti orð- ið að mesta hneykslismáli í stjórnmálum Japans frá því eftir stríð. „Þetta verður mun alvarlegra mál en Recruit- og Lock- heed-hneykslin,“ sagði Sadao Yamahana, leiðtogi Sósíalistaflokksins. Rannsókn mútumálsins hefur staðið í mörg ár. Hún hófst er fyrrverandi forstjóri flutningafyrirtækisins, Hiroyasu Watanabe, var sakaður um að hafa staðið í grunsamlegri lánastarfsemi við smærri fyrirtæki, meðal annars nokkur sem tengj- ast Inagawa-kai, næststærsta glæpahring Japans. Japönsk blöð segja að fyrirtækin hafí endurgreitt Watanabe hluta lánanna undir borðið og þeir fjármunir hafi verið notaðir til að múta þingmönnum stjórnar- flokksins, Fijálslynda demókrataflokksins, og stjómarandstöðunnar. Haft var eftir einum af ijórmenningun- um, sem voru handteknir, að ríkissaksókn- arinn kynni að vita um nöfn 130 þing- manna Sósíalistaflokksins, Komeito-flokks- ins og Lýðræðislega sósíalistaflokksins, auk stjórnarflokksins. „Ef saksóknarinn ákveð- ur að láta handtaka þá er .Japan búið að vera,“ var haft eftir honum. SKOLARNIR SKORNIRy q KOMMÚNISTA-14 HATUR DAFNAR ÍAUSTUR EVRÓPU GETUR D/EMIÐ GENGIÐ UPP? 18 HVER ER cblai ÞESSIJÓNAS?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.