Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 EFNI Morgunblaðið/Ingvar Ógnaði lögreglu með hnífi Lögreglan í Reykjavík elti ölvaðan ökumann um austurborgina í fyrrinótt. Eltingaleikurinn endaði í Vogahverfi þar sem maðurinn var handsamaður, en áður hafði hann ógnað lögreglumönnum með hnifi. Eltingaleikurinn hófst þegar maðurinn ók utan í pylsuvagn í miðborginni. Engin meiðsl urðu á fólki. Á myndinni má sjá hvar lögreglan hefur króað af bíl mannsins. V estmannaeyjar: 36.500 tonnum af loðnu landað Vestmannaeyjum. LOÐNUVEIÐAR hafa gengið vel síðustu vikur. Bátarnir hafa haft stutta viðkomu á miðunum og víðast er þröngt um löndunar- pláss. í Eyjum hefur verið landað 36.500 tonnum á vertíðinni og er nær allt þróarrými fullt. Loðnufrysting stendur nú yflr og í gær var unnið bæði í Vinnslustöðinni og ísfélaginu við frystingu. í Fiskimjölsverksmiðju Vest- mannaeyja hafði í gær verið tekið á móti 22.600 tonnum. Nær allt þróarrými þar er fullt og eingöngu tekið við úrgangsloðnu úr frysting- unni. Hjá Fiskimjölsverksmiðju Is- félagsins var búið að taka á móti 13.500 tonnum og þar voru allar þrær fullar. í gær var unnið við frystingu loðnu sém Gígja landaði í Eyjum. Var loðnan frekar smá en að öðru leyti ágæt til frystingar. 450 tonn hafa verið fryst í Eyjum síðan loðnufrysting hófst, 300 tonn í ís- félaginu og 150 tonn í Vinnslustöð- inni. Grímur Sumaráætlun ferðaskrifstofanna: Verðlækkun á ýmsum ferð- um frá því sem var í fyrra Ferðaskrifstofurnar Úrval-Útsýn og Samvinnuferðir-Landsýn byija að kynna sumaráætlanir sínar í dag, sunnudag, en þær hafa gefið út kynningarbæklinga um þær ferðir sem I boði verða. Sam- kvæmt upplýsingum frá talsmönnum ferðaskrifstofanna er um verð- lækkun að ræða frá því sem var í fyrra á ýmsum ferðum sem boðið er upp á, og auk þess er bryddað upp á nýjum ferðamöguleikum. Þannig bjóða Samvinnuferðir-Landsýn nú upp á ferðir til grísku eyjarinnar Korfu, og farnar verða sex vikulegar ferðir til írlands. Þá mun Úrval-Útsýn nú leggja aukna áherslu á ferðir til Portúgals, og boðið verður upp á nýjungar í ferðum til Mallorca. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, sagði að um stóraukið framboð yrði að ræða hjá ferðaskrifstofunni mið- að við síðastliðið ár. í boði væru um 9 þúsund sæti til þeirra staða sem flogið væri til með leiguflugi, og væri það um 50% aukning frá því í fyrra. Þá væri jafnframt stór- aukið framboð á skipulögðum sér- ferðum. Hann sagði helstu nýjung- amar sem boðið væri upp á vera þær að verulega aukin áhersla væri lögð á ferðir til Portúgals, en ferðir þangað og til Costa del Sol myndu væntanléga seljast vel vegna heims- sýningarinnar í Sevilla á Spáni, og einnig yrði um nýjungar að ræða í ferðum til Maiiorca. Þar hefur Úr- val-Útsýn yfírtekið samninga sem ferðaskrifstofan Atlantik hafði við Royal-hótelkeðjuna, og sagði Hörð- Lögfræðilegt álit um aðgang að framhaldsskólum: --------------------. Heimilt að takmarka aðgang ef fjárveitingar eru skertar Hagfræðistofnun HÍ telur hagkvæmt að lengja skóladag í grunnskólum JÓN Steinar Gunnlaugsson hæst- aréttarlögmaður hefur að ósk menntamálaráðherra skilað lög- fræðilegu áliti á því, hvort heim- ilt sé skv. gildandi lögum að tak- marka aðgang þeirra, sem lokið hafa grunnskólanámi, að fram- haldsskólum. Meginniðurstaða Jóns er, að takmarki Alþingi fjár- veitingar til framhaldsskóla á fjárlögum verði'ekki við fram- kvæmdavaldið sakast þó grípa verði til þess ráðs að takmarka nemendafjölda í skólunum. Þá ÓL í Albertville: íslendingarn- ir aftarlega Norðmenn unnu tvöfalt í 15 km skíðagöngu á Ólympíuleikun- um í Albertville í gær. Björn Deahlie varð fyrstur og Vegard Ulvang annar. Giorgio Vanzetta frá Ítalíu fékk brons. Rögnvaldur Ingþórsson varð í 67. sæti, tæpum tíu mín. á eftir sigur-. vegaranum og Haukur Eiríksson í 80. sæti. 92 keppendur luku keppni. hefur Hagfræðistofnun Háskóla íslands samið skýrslu um þjóð- hagslega hagkvæmni þess að lengja skóladag í grunnskólum. Niðurstaða stofnunarinnar er að slíkt sé hagkvæmt og mælingar sýni að lenging skóladags í 35 stundir kunni að auka þjóðar- tekjur um 0,4%. Jón Steinar bendir á í áliti sínu að þrátt fyrir 16. grein framhalds- skólalaganna um að allir, sem lokið hafí grunnskólanámi eigi rétt á að hefja nám í framhaldsskóla, sé hæpið að með því hafí löggjafar- valdið bundið hendur sjálfs sín við setningu fjárlaga. Lögmaðurinn tel- ur einnig hæpið að nemandi sem ekki fær skólavist eigi Iögvarða kröfu á hendur rikinu, t.d. skaða- bótakröfu vegna tjóns, sem hann teldi sig verða fyrir. í skýrslu Hagfræðistofnunar um hagkvæmni þess að lengja skóla- daginn í grunnskóium í 35 stundir samsvari einum til tveimur og hálf- um milljarði kr. í auknum þjóðar- tekjum. Helsta ástæðan sé sú, að ódýrt sé að annast böm í skólum. Draga muni úr auðnuleysi og aga- brotum og af því leiði minni slysa- tíðni og færri snúningar foreldra með böm sín. Afkastageta foreldra á vinnustað aukist þar sem þeir ur að með því hefði tekist að lækka verðið á gistingunni um 15-20%. Hann sagði að algengt verð á sólar- landaferð fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu væri á bilinu 43-55 þúsund krónur á mann. „Þetta er svipað verð og í fyrra, en í sumum tilfellum er þó um verð- lækkun að ræða. í Portúgal og á Malaga erum við til dæmis ýmist með óbreytt verð eða verðlækkun á bilinu 2-6%. Þetta er svipuð stefna og á síðasta ári, en breyting- ar á verðlagningu þá skiluðu Úr- vali-Útsýn 35% farþegaukningu, og höfum við ástæðu til að ætla að jafnvel geti orðið enn frekari aukn- ing á þessu ári,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum frá Helga Péturssyni, markaðsstjóra hjá Samvinnuferðum-Landsýn, get- geti verið rólegir barna sinna vegna og skólamáltíðir muni draga úr sleni og auka afköst nemenda. Sjá nánar grein á bls. 10. ur heildarverðlækkun fyrir fjöl- skylduferð til Santa Ponsa á Mall- orca numið 15%, og ferð sem boðið er upp á til Alcudia býðst á 29% lægra verði en samkeppnisaðili ferðaskrifstofunnar bauð í fýrra, en Samvinnuferðir-Landsýn bjóða nú í fyrsta sinn ferðir á þennan stað. Skrautfjöður Samvinnuferða- Landsýnar verður gríska eyjan Korfu, sem er nýr áfangastaður. Boðið er upp á tveggja og þriggja vikna ferðir þangað og verður flog- ið í beinu leiguflugi til eyjarinnar. Þá verða farnar sex vikulegar ferð- ir til írlands á vegum ferðaskrifstof- unnar, og með beinu leiguflugi verða boðin sérstök kjör, en fyrstu 100 sætin verða seld á 13.500 kr. staðgreitt. Auk fastra áfangastaða Samvinnuferða-Landsýnar verða skipulagðar ferðir í boði um allan heim og skipulagðar rútuferðir verða einnig í boði. Úrval-Útsýn verður með kynn- ingu á sumaráætlun sinni í öllum söluskrifstofum sínum í dag. Meginkynningin verður í söluskrif- stofunni í Pósthússtræti, en þar verður boðið upp á ýmsar uppákom- ur. Opið hús verðúr í dag á aðal- skrifstofu Samvinnuferða-Landsýn- ar í Austurstræti frá kl. 13-16.30 og einnig á Akureyri, en í miðbæ Reykjavíkur verða ýmsar uppákom- ur. Þá munu umboðsmenn ferða- skrifstofunnar um land allt afhenda sumarbæklinginn. Morgunblaðið/Ingvar Samkvæmi auglýst í útvarpi Lögreglan dreifði hópi unglinga, sem safnast hafði við hús við Úthlíð í Reykjavík um klukkan eitt í fyrrinótt. Auglýst hafði verið í útvarps- stöð að samkvæmi væri í húsinu og dreif að hóp unglinga sem voru með háreysti og læti. Er talið að nær 100 unglingar hafi verið við húsið þegar mest var. A.m.k. ein rúða var brotin í nágrenninu. A ► 1-40 Skólarnir skornir ►Hreinn niðurskurður í heilbrigði- skerfínu nemur um 450 milljónum kr. samkvæmt „bandormi" ríkis- stjómarinnar og hefur kallað á harkaleg viðbrögð eins og vænta mátti./lO Kommúnistahatur í Austur-Evrópu ►Gömlu valdhafamir í austan- verðri Evrópu telja sig nú sæta áþekkum ofsóknum oggyðingar máttur þola hér á árum áður. /14 Ef við förum á hausinn tapa allir, og ríkið mest ►Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis ræðir opinskátt um stöðu fyrirtækisins, viðræðumar um sameiningu við Aðalverktaka og pólitískar ofsóknir ólafs Ragn- ars Grímssonar í fjármálaráðherr- atíð hans. /16 Gengur dæmið upp? ►Morgunblaðið freistaði þess að reikna út hvemig þremur mismun- andi þjóðfélagshópum gengur að lifa af laununum sínum, og niður- stöðumar má lesa í athyglisverðri töflu. /18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-32 Húsaleiga verAi skatt- frjáls ►Rætt við Sigrúnu Benediktsdótt- ur, stjórnarformann Húsaeigenda- félagsins /12 c ► 1-32 Hver var þessi Jónas? ► Ekkert skáld íslandssögunnar hefur verið sett á jafn háan stall og Jónas Hallgrímsson; ef minnst er á ástmög þjóðarinnar eiga allir að vita við hvem er átt. Jón Stef- ánsson, skáld, veltir fyrir sér goð- sögninni um Jónas en gerir jafn- framt athugun á því meðal fram- haldsskólanema hvað þeir raun- vemlega vita um skáldið. Svörin munu koma mörgum á óvart. /1 Lifum skrítnu lífi ► Samkvæmisdansar njóta mikill- ar hylli um þessar mundir. En sumir hafa náð lengra en aðrir í þessari grein sem ekki allir hafa á hreinu hvort flokka á sem íþrótt eða list. í þeim hópi em þau Kara og Jón Pétur sem em sjálf íslands- meistarara í dansi en að auki reka þau dansskóla með þeim árangri að nemendur þeirra fengu sjö íyrstu verðlaun á síðasta íslands- móti áhugamanna í dansi af 8 mögulegum. /8 Setti markiA hátt með IMös ►Búhöldurinn Leifur Þóarinsson í Keldudal í Hegranesi sóttur heim. /10 ÁA í auAninni ►Litla kaffistofan í Svínahrauni eru löngu orðin stofnun en tekur nú miklum breytingum undir stjórn hjónanna Helgu Guðbrands- dóttur og Ásbjörns Magnússonar. /10 Klippir þú hár? ►Guðrún Guðlaugsdóttir heim- sækir Villinganes í Skagafírði og er fyrr en varir farin að klippa hár. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 18c Dagbók 8 Dægurtónlist 19c Kristni á krossgötum Pólk í fréttum 22c 9 Myndasögur 24c Leiðari 20 Brids 24c Helgispjall 20 Stjörnuspá 24c Reykjavíkurbréf 20 Skák 24c Minningar 22 Bíó/dans 25c íþróttir 34 A fómum vegi 28c Útvarp/sjónnvarp 36 Velvakandi 28c Gárur 39 Samsafnið 30c Mannlífsstr. 6c

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.