Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 12

Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 ir til kennslu faga, sem ekki eru í viðmiðunarstundarskrá, og má í því sambandi nefna skyndihjálp, kynfræðslu, umferðarmál, almenn mannréttindi, fíknivarnir og um- hverfismál. Engar formlegar ákvarðanir liggja fyrir um að þessar sparnað- arleiðir verði farnar og ráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji ekki taka þá ákvörðun núna. „Við töldum þörf á að hafa þessar heim- ildir til að grípa til. Ef við náum niðurskurðinum með einhveijum öðrum hætti, þá erum við engir sérstakir áhugamenn um það að minnka kennslu í grunnskólum. Ef hægt er að nýta betur, en menn virðast telja, þá leið að fjölga í bekkjum, þá getur svo farið að fækkun kennslustunda þurfí að vera óveruleg. Þetta sjáum við ekki fýrr en nær dregur skipulagn- ingu næsta skólaárs. Auðvitað er blóðugt að þurfa að standa í slíkum niðurskurði, en úr því að hjá því verður ekki komist, verður reynt að taka af þar sem að skaðinn verður hvað minnstur, ef svo má að orði komast. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja jafnrétti til náms, óháð búsetu. Við munum því reyna að samræma aðgerðirnar á landinu öllu í samvinnu við fræðslustjórana í umdæmunum," segir Ólafur G. Einarsson. Hvert skal stefna? Menntamálaráðherra sagði á fundi í iiðinni viku að hann vildi losna úr þessari leiðinlegu umræðu um peningamál, en þess í stað at- huga hvemig breyta megi starf- semi grunnskólans í framfaraátt. í því sambandi hefði hann ákveðið að skipa nefnd sem m.a. ætti að svara því hvert við ætluðum að stefna í skólamálum. Þeirri nefnd er ætlað að endurskoða bæði grunnskóla- og framhaldsskólalög því óhjákvæmilega snerti það hvað annað. „Ég vil láta athuga sérstak- lega hvemig auka megi sjálfstæði skóla og forræði þeirra í eigin málum, t.d. með því að fræðslu- skrifstofur taki við auknum stjórn- unar- og eftirlitsverkefnum af ráðuneytinu. Þetta tel ég vera mik- ið atriði. Mér fínnst ástæða til að athuga hvemig haga skuli máti á árangri nemenda og skóla. Ég vil láta kanna það hvort það sé nauð- synlegt að samræmd próf taki til fleiri þátta, og kannski til sem flestra þátta námsins og gefí raun- hæfa mynd af árangri nemenda og skóla. Ég vil fá svar við því hvort menn vilja snúa á þessa braut. Hana gengum við einu sinni, en höfum ekki gengið nú nokkuð lengi. Ég vil láta athuga hvernig efla megi unglingadeildir grunn- skólans. Það er veigamikið atriði og í þeim tilgangi fyrst og fremst að gera þá hæfari til að undirbúa unglinga undir frekara nám í fram- haldsskóla, hvort sem viðkomandi stefnir að bóknámi eða verknámi. Hvernig tryggja megi meiri áhrif foreldra og samtaka þeirra í mál- um grunnskólans og á störf ein- stakra skóla. Mér fínnst rétt að kannaðir verði kostir þess að færa rekstur grunnskólans alfarið undir stjóm sveitarfélaga. Það gæti þýtt að kennarar yrðu starfsmenn sveit- arfélaga, en ekki ríkisins. Við slíka athugun þarf að sjálfsögðu að hafa í huga nauðsynlegar breytingar á verkaskiptum milli ríkis og sveitar- félaga og flutning tekjustofna þeirra í milli. Þá þarf að athuga hvort skynsamlegt eða mögulegt er að stytta grunnskólann um eitt ár. Nú er þetta 10 ára skóli og skólaárið 9 mánuðir. í því sam- hengi hlýtur að verða athugað hvort lengja eigi skólaárið, að sjálfu leiðir að slíkt yrði gert. Þetta fínnst mér sérstök ástæða til þess að athuga þegar haft er í huga að í nágrannalöndum okkar er stúd- entsprófsaldurinn 18 ára, en ekki 20 eins og hér,“ sagði Ólafur og bætti við að ekki síður væri ástæða til að athuga hvort skynsamlegt væri að stytta framhaldsskólann um eitt ár þannig að hann yrði KALLflR SPARNADUR EKKIÁ AUKNA SÉRKENNSLU OG KOSTNAO? - spyr Ingibjörg Helgadóttir foreldri „SEM foreldri barna í grunnskóla hlýt ég að leiða hugann að því hvað geti gerst í kjölfar niðurskurðar í skólakerfinu. Hvort kenn- ari, hversu góður sem hann er, geti sinnt 30 börnum i bekk þannig að vel fari, þannig að þörfum hvers einstaklings sé sinnt. Hvernig reiðir barni af í 30 nemenda bekk ef það á til dæmis við lestrarörð- ugleika að stríða? Mun kennarinn geta tekið þann tima, sem þarf til að aðstoða það, eða þarf það á sérkennslu að halda? Mun ekki fjölgun nemenda í bekk leiða til þess að þörf fyrir sérkennslu muni aukast og mun það ekki hafa í för með sér aukinn kostnað, spyr Ingjbjörg Helgadóttir, móðir 11 og 13 ára barna. Foreldrar eru margir hveijir allir af vilja gerðir til að aðstoða börn sín. En þjóðfélag okkar er þannig uppbyggt að oft er það að báðir foreldrar vinna utan heim- ilis til þess að halda því gangandi, og þar sem aðeins eitt foreldri er á heimilinu þarf viðkomandi oft að vinna langan vinnudag til að sjá sér og sínum farborða. Þetta ásamt þeim mikla hraða og þeim kröfum sem gerðar eru til bættra lífskjara veikir stöðu foreldra. Samstarf heimila og skóla er mikil- vægt og mætti vissulega efla enn frekar en nú er, en faglega hliðin, sem að kennslu lýtur, er hjá skó- lanum í krafti þeirrar menntunar sem starfsfólk hefur,“ segir Ingi- björg ennfremur. „Eg get ekki hugsað það til enda hvað muni gerast ef nemend- ur verða færðir á milli skóla til að ná sem bestri hagræðingu og nem- endafjöldi í bekk verður sem næst 30, eins og fram hefur komið í umræðunni um þessi mál. Fækkun ráðstöfunarkennslustunda um tvær er annað atriði sem mikið er rætt til að ná fram spamaði. Sam- kvæmt viðmiðunarstundarskrá fyrir skólaárið 1991-92, segir m.a. að ráðstöfunarstundir skuli eink- um ætlaðar til kennslu almennra mannréttinda, fíkniefnavama, kynfræðslu, umhverfísmennt og skyndihjálp, svo og stærðfræði og íslensku. Verða þessir námsþættir skornir niður? Fækkun ráðstöfun- arstunda mun þýða minni kennslu í þessum sem og öðram mikilvæg- um námsþáttum. Skólamáltíðir era eitthvað sem lítt hefur þekkst í íslenskum skól- um og nú er búið að fella úr grunn- skólalögum. Á vinnustöðum full- orðinna era mötuneyti svo starfs- menn geti notið hollrar fæðu, en á vinnustað bama okkar, sem era að vaxa og þroskast, er ekki mötuneyti," segir Ingibjörg Helga- dóttir. atíðni og færri snúningar foreldra með börn sín. Afkastageta foreldra á vinnustað mun aukast þegar þeir geta verið rólegir barna sinna vegna og skólamáltíðir munu draga úr sleni nemenda og auka afköst þeirra. Við matið var ekki tekið tillit til samfélagslegs gildis skólavistar miðað við aðra kosti. Margt bendir hins vegar til þess, að í þessu atriði felist mjög veruleg þjóðhagsleg hagkvæmni, segir m.a. í niðurstöðum Hagfræðistofn- unar. Skýrsluhöfundar segja að helsta ástæðan fyrir því, að lenging skóla- dags reynist svo hagkvæm sé að það sé einfaldlega mjög ódýrt að annast böm í skólum. „Samkvæmt gögnum okkar er kostnaður á hveija klukkustund barns í grunn- skóla til viðbótar við núverandi skólatíma vel innan við 200 krón- ur. Þessi kostnaður mælist nánar tiltekið frá 121 krónu á klukku- stund til 185 krónur á klukkustund eftir því, hvort miðað er við lágt eða hátt mat á kostnaði við leng- ingu skóladags. Þetta þýðir m.ö.o., að innan vébanda skólakerfísins er unnt að veita börnum félagslega og fræðilega menntun fyrir eining- arkostnað, sem er langt undir venjulegum bamagæslukostnaði, hvað þá markaðslaunum foreldra.“ „Kennarasambandið er mjög á Hámarksfjöldi nemenda í bekkjum grunnskólans 35-....................-. Stundafjöldi einstakra bekkja grunnskólans á viku Meðalkennslustundafjöldi 1937-1992 TEKJUSTOFNAR VERBA AB FYL6JA GRUNNSKÓLUNUM - segir framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga ,-,VIÐ höfum vissulega verið tilbúnir að horfa á það að fleiri verk- efni yrðu færð frá ríki yfir til sveitarfélaga, en það þarf að standa að því með öðrum hætti en hugmyndir hafa verið uppi um að und- anfömu, eins og t.d. þegar færa átti hluta af málefnum fatlaðra undir sveitarfélögin í desember sl., samkvæmt fyrstu hugmyndum um „bandorminn" án þess að tekjustofnar kæmu á móti. Allri verk- efnatilfærslu þurfa að fylgja fjármunir," sagði Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslí myndir menntamálaráðherra að sveitarfélögin. órður segir ennfremur að sam- eining sveitarféiaga væri for- senda fyrir því að þau tækju til sín aukin verkefni frá ríki. Og auðvitað gætu hugmyndir um aukna verkefnatilfærslu verið hvati til sameiningar sveitarfélaga. „En maður óttast ónéitanlega, að þegar verið er að slengja svona hugmynd- um fram sé orsökin erfíð staða rík- issjóðs um þessar mundir og að það eigi aðeins að færa okkur aukin verkefni og kostnað til þess að létta byrðinni af ríkissjóði." Þórður segir að „bandormurinn" hafí leitt til 800-900 milljóna króna útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin í landinu þrátt fyrir að ný verka- skiptalög hafí tekið gildi í ársbyijun 1990. Stærsti hluti útgjaldaaukans væri í formi svokallaðs lögreglu- skatts; nefskatts á hvert manns- bam í landinu, sem sveitarfélögun- um væri gert að reiða af hendi til ríkisins þó að sveitarfélögin hafi ekkert með framkvæmd löggæslu sveitarfélaga, um þær hug- færa grunnskólann alfarið yfir á að gera. Þar að auki mætti nefna aukna þátttöku sveitarfélaganna i byggingu félagslegra íbúða. „Þetta var ekkert rætt við okkur nema í formi ákveðinna tilkynn- inga. Við verðum auðvitað að beygja okkur undir þau lög, sem samþykkt hafa verið, en við teljum að gróflega hafi verið gengið á svig við ákvæði laga um samráð sveitarfélaga og ríkis. Hér hefur engin afstaða verið mótuð vegna hugsanlegrar til- færslu grannskólans yfir á sveitar- félögin. Manni fínnst auðvitað rétt að skoða það gaumgæfílega, ekki bara þetta verkefni heldur fleiri, hvort ekki sé rétt að færa aukin verkefni frá ríki yfir til sveitarfé- laga vegna þess að manni sýnist að ríkisvaldinu gangi ekkert of vel með sín mál, en auðvitað eru menn mun meira á varðbergi nú eftir það sem á undan er gengið í þessum „samskiptum" ríkis og sveitarfé- laga,“ sagði Þórður. þijú ár í stað fjögurra nú til sam- ræmis við það sem tíðkaðist í okk- ar nágrannalöndum. Ennfremur hvemig laga mætti framhaldsskólann að þörfum þeirra nemenda sem ekki hygðu á langskólanám, t.d. með styttri námsbrautum, verk- og tæknin- ámi. „Þá er ekki síður áhugavert að kanna hvemig áfangakerfið hefur reynst í framhaldsskólunum, hver reynslan af fjölbrautaskólun- um hefur verið og það metið hvort slíkt fyrirkomulag hafi náð þeim tilgangi sem stefnt var að eða hvort sérskólar kunni að henta betur á sumum sviðum. Og alveg eins og með grunnskólann, hvemig hægt er að gera framhaldsskólann sjálfstæðari fjárlagslega og ekki síður hvernig vald og ábyrgð skóla- stjómenda skuli skilgreint, og það nákvæmar en nú er,“ sagði ráð- herra. Lenging grunnskólans hagkvæm Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur nýlega skilað skýrslu um þjóðhagslega hagkvæmni þess að lengja skóladag í grunnskóla í 35 kennslustundir fyrir alla nem- endur. Skýrslu þessa hefur ráð- herra fengið í hendur, en hún hef- ur ekki verið kynnt opinberlega. Niðurstaða stofnunarinnar er að afar hagkvæmt sé að lengja skóla- dag í grunnskólanum og benda mælingar til að lenging skóladags- ins í 35 stundir kunni að auka þjóð- artekjur um 0,4% sem samsvarar einum til tveimur og hálfum millj- arði króna. Spamaðurinn felst m.a. í því að hlýlegra og manneskju- legra úmhverfi nemenda muni draga úr auðnuleysi og agabrotum. Af þessu mun leiða minni slys- móti þeim hugmyndum, sem koma til með að skerða verulega þjón- ustu við grunnskóla- og framhalds- skólanemendur. Skólastarfið má ekki við niðurskurði. Út af fyrir sig er það rétt, sem nú er notað sem réttlæting, að áður hefur ver- ið tekið af tíma grunnskólanna því að árið 1974 þegar grunnskólalög- in voru sett, var kennslutími auk- inn mjög verulega en síðan hefur sífellt dregið að. Það er auðvitað engin réttlæting fyrir því að draga úr tímamagni nú, nema síður sé. Niðurskurðurinn kemur til með að hafa áhrif á starfið í skólunum, til skemmri og lengri tíma litið. Yfír- völd sem ákveða svo viðamiklar aðgerðir verða líka að axla ábyrgð framkvæmdanna. Yfirvöld verða að ákveða hvaða kennslugreinar á að skera niður. Því hafnar ráð- herra og bendir á fræðslustjóra og skólastjórnendur. Verið er að varpa ábyrgðinni yfír á skólana, sem þegar eru mjög illa í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu og það verður þá skólunum sem kennt verður um afleiðingar niðurskurð- arins,“ segir Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands ís- lands. „Það er ótrúlega mótsagnakennt að ætla að bjarga - hvort heldur er ímynduðum eða raunverulegum efnahagsvanda - með því að ráð- ast að menntakerfí þjóðarinnar, einkum óg sér í lagi í ljósi þeirrar markaðs- og peningahyggju sem nú virðist ráða ríkjum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar HI bendir allt til þess að ienging skóla- dagsins í 35 kennslustundir á viku kunni að auka þjóðartekjur um 0,4% og að þjóðhagslegur ábati gæti árlega verið á bilinu einn til tveir og hálfur milljarður, eða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.