Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 14
eftir Rune Bech í Prag ÞAÐ GERIST oft að reiðir Tékkar kasti grjóti gegn- um rúður glugganna á aðalstöðvum kommúnista- flokksins við Politickych-götuna í Prag. Löngu er búið að fjarlægja merki flokksins af húsinu til að kynda ekki undir hatri borgaranna í garð þeirra kommúnista sem sljórnuðu landinu í 41 ár. En flestir Tékkar vita allt of vel hverja þessi íburðarmikla hús- eign hýsir. Þeir hafa ekki gleymt þessum fjóru áratug- um þótt flokkurinn hafi skipt um nafn og láti lítið á sér bera. Innan við garðshliðið eru lögreglumenn vopnaðir skammbyssum á verði. Og uppi í flokksskrif- stofunni eru hatursfullar upphringingar með ókvæðis- orðum og hótunum daglegt brauð. Hefndin hefur gripið um sig í Austur-Evr- ópu. Hefndin gagnvart gömlu kommúnistunum. Hugmyndin um að einvern verði að draga til ábyrgðar. Að einhver verði að bæta fyrir sálarkval- ir íbúanna eftir 45 ár sem fangar kommúnísku til- raunarinnar. Að ein- hveijum beri að refsa fyrir hugsana- kúgun, eftirlit, ein- ræði, vöruskort, of- sóknir og innilokun. Einhveijum. 0 g strax. Leitin að réttlæti er orðin að leit að gömlu kommúnísku valdhöfunum: „Gangir þú niður Na Prikope-strætið með kommúnista- merki hrækir fólk framan í þig af fyrír- litningu," segir Mi- roslav Rasdorf, einn flokksfélaganna, sem ekki hafa misst trúna, við Morgun- blaðið. „í þessum Leitin að réttlæti er orðin að leit að gdmlu kommún- ísku valdhöfunum: „Gangir hú niður Na Prikope-strætið með kommúnistamerki hrækir fólk framan í Dig af fyrir- litningu," segir Miroslav Rasdorf, einn flokkstélag- anna, sem ekki hafa misst trúna, við Morgunblaðið. Jiri Svoboda, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, skartar hér rauðri gyðinga- stjörnu í barminum, þar sem á stendur letrað „Ich bin kommunist á þingfundi í Prag nýverið. Hann vildi með því undirstrika að kommúnistar sættu nú áþekkum ofsóknum og gyðingar forðum. nýja tíðaranda erum við smánaðir sem annars flokks borgarar," segir hann, sem er einn þeirra 47 þingmanna kommúnista sem sæti eiga á hinu nýja lýðræðis- lega þingi landsins, en alls eru þing- mennimir 300. í hveiju homi fallna kommúnista- veldisins ríkir andstyggð í garð fyrr- um valdhafa og þess sem þeir gerðu eystri hluta Evrópu. í því sem áður hét Austur-Þýzkaland leita menn hefnda gegn Erich Honecker flokks- leiðtoga og handbendum hans fyrir að skjóta 200 flýjandi borgara. í Póllandi reyna hægri öflin að höfða mál gegn Wojciech Jaruzelski hers- höfðingja, sem kom því fram að millj- ónir pólskra félagsmanna Einingar áttu á hættu að verða leiddir fyrir herrétt. í Ungveijalandi er verið að undirbúa málshöfðun gegn þeim sem ábyrgir eru fyrir innrás Sovétríkj- anna árið 1956 þar sem 20.000 manns féllu í valinn á götum úti. I Búlgaríu hefur verið höfðað mál gegn Todor Zhivkov, fyrrum flokksleið- toga. Jafnvel í Albam'u hefur ekkja Envers Hoxha, fyrmm einræðis- herra, verið dæmd fyrir spillingu. Samkvæmt skoðanakönnunum halda aðeins 8-12% þjóðarinnar enn tryggð við flokkinn. í Tékkóslóvakíu er hatrið á komm- únistunum ef til vill meira en í nokkru öðru landi Austur-Evrópu. Hvergi annars staðar hefur verið gengið jafn langt I að steypa mönnum gamla kerfisins úr valdastólum. Og þótt forseti kærleika og umburðarlyndis, Vaclav Havel, sé ekki sáttur við það hefur hann nýlega staðfest tvenn lög sem eiga að koma á hefndum í garð kommúnista. í nýbyggingu tékkneska þingsins, .sem stendur milli þjóðminjasafnsins og Smetana-leikhússins, vinnur Vaclav Benda, fulltrúi hægri af- lanna, ötullega að uppgjöri við kommúnistana, sem hann telur að líkja megi við afbrotamenn: „Ef óbreyttur borgari rænir sak- lausri konu á götu úti, iokar hana inni, keflar hana og skilur hana eftir eins og ekkert hafi í skorizt yrði hann almennt sagður glæpamaður. Jafnvel óvenju hrottalegur glæpa- maður. Hann yrði handtekinn, dæmdur af dómstóli og fangelsaður. „Nákvæmlega það sama þurfum við að gera við fyrrum valdhafa kommúnista. Þeir eiga ekki að ganga lausir. Við höfum enga ástæðu til að hafa samúð með þeim eða að slá striki yfir reikninginn. Það ber að dæma þá sem glæpamenn, en það eru þeir. í byltingunni fyrir tveimur árum beindu þeir vélbyssum að okk- ur og voru reiðubúnir til að skjóta,“ segir Vaclav Benda. „Við eigum ekki bara að gleyma." Þau fyrri þessara umræddu laga gegn kommúnistum voru samþykkt á þingi 6. nóvember 1991 og eru almennt nefnd „Lustrace-lögin“. Það er latneska orðið fyrir „hreinsun". Lögin banna öllum sem gegndu áhrifahlutverkum í kommúnista- flokknum og öllum starfsmönnum þáverandi leynilegu öryggislögregl- unnar, StB, að gegna stjórnunar- störfum á vegum ríkisstjómarinnar næstu fimm árin — einskonar ein- angrunartími. Allir sem gegna áhrifaembættum á vegum þess opin- bera verða að ganga í gegnum skoð- un hjá skjalasafni öryggislögregl- unnar, sem hald var lagt á eftir upp- reisnina 17. nóvember 1989.1 skjala- safninu eru upplýsingar um rúmlega 140.000 borgara sem áttu samstarf við leyniþjónustuna, meðal annars með því að fylgjast með og ljóstra upp um samborgara sína. Það kostar embættismennina jafn- virði 360 íslenzkra króna að fá vott- orð um efni varðandi þá í skjalasafni StB. Finnist þar eitthvað ámælisvert hefur viðkomandi um tvennt að velja: Annaðhvort að segja af sér innan 30 daga, eða að vera kastað út. í þeim hefndaranda sem ríkir í Prag þessar vikurnar getur enginn verið öruggur um að þrátt fyrir varfærni lendi hann ekki í straumi sögusagna eða í blöðunum. Og vilji menn fá áreiðanlegar upplýsingar um ná- granna sína heimila Lustrace-lögin að fyrir jafnvirði 2.100 króna — um fjórðung af meðal mánaðarlaunum — geti hver sem er fengið að glugga í skrá hans í skjalasafninu. Eins og flestir aðrir menntamenn í Austur-Evrópu er Vaclav Havel forseti í grundvallaratriðum gagn- rýninn á þessar nomaveiðar á fyrrum kommúnistum. Þeir vísa til tveggja fyrri dæma úr sögu Evrópu um það hvernig leyst var úr hefndarþörfinni á tvo mismunandi vegu: í Núrnberg- réttarhöldunum eftir síðari heims- styijöldina voru stríðsglæpamenn nazista dæmdir til dauða. En á Spáni, eftir lát Francos einræðisherra árið 1975, kusu menn að líta frekar fram á við en til baka. Sama hefði Ilavel kosið í Tékkóslóvakíu. En þar sem 'bann virti sjálfstæði þingsins ákvað hann engu að síður að undirrita Lustrace-lögin. í einu af sínum frægu ávörpum til þjóðarinnar, sem hann flytur í útvarpi á hveijum sunnu- degi, sagði Havel nýlega: „Lustrace hefur valdið ugg í Tékkóslóvakíu. Átta milljónir manna — rúmur helmingur þjóðarinnar — hafa einhvem tíma verið félagar í kommúnistaflokknum. Hvernig end- ar þetta? Hvenær verður það viður- kennt að við öll — stórir og smáir — erum meðsek um það sem gerðist? Við vorum öll hluti af kommúnisman- um. Við höfum öll greitt honum at- kvæði. Við biðum öll í 40 ár með að stinga við fótum. Miðvikudaginn 11. desember greip meirihluti þingsins enn til nýrra að- gerða gegn kommúnismanum. í þetta sinn með viðbót við grein 260 í hegningarlögunum sem fól í sér þetta: Það má dæma einstaklinga eða hópa til átta ára fangelsis ef þeir gerast talsmenn fyrir stefnur á borð við fasisma eða kommúnisma með það fyrir augum að bæla niður rétt- indi og frelsi borgaranna. í einni skrifstofu þinghússins með útsýni yfir Vaclav-torgið situr for- maður minnihlutaflokks kommún- ista, Jiri Svoboda, mjög fær kvik- myndaleikstjóri, sem reynir að gefa þessum útslitna flokki skynsamlegri ímynd. Eftir samþykki greinar 260 festi hann sex odda stjömu á jakka sinn, sömu gerðar og stjömunnar sem nazistar neyddu gyðinga til að bera í síðari heimsstyijöldinni. Stjaman er ekki gul heldur rauð og ber áletrunina „Ich bin Kommunist": „Það sem gerist í Tékkóslóvakíu í augnablikinu er hvert mannrétt- indabrotið á fætur öðm,“ segir hann við Morgunblaðið. „Nú koma þessir andófsmenn — sem öll árin sögðust beijast fyrir mannréttindum — og mismuna okkur vegna skoðana okk- ar.“ Jiri Svoboda er í miklu uppnámi. Hann brýnir raustina eftir því sem hann talar lengur um ástandið. Á borðinu stendur hálfs metra stafli af bréfum. „Þau em frá fólki sem finnst of langt gengið," segir hann.„Áhrif laganna er dilkadráttur sem skaðar sáttfýsina og möguleik- ana á þeirri breiðu samstöðu sem nauðsynleg er fyrir endumppbygg- ingu landsins. Við emm ánægðir með þá samúð og samkennd sem breyt- ingarnar hafa fært okkur. En við hörmum þá árásargirni sem þær hafa haft í för með sér,“ segir Svoboda að lokum. Úti fyrir á götum Prag dafnar toriryggnin meðal fólksins. Spum- ingunni er sjaldan varpað fram í heyranda hljóði. En hún hangir alltaf í loftinu. „Með hveijum stóðst þú á stjórnarárum kommúnismans?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.