Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 15

Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 15 Tríó Reykjavík- ur í Hafnarfirði ________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Þessi fyrirsögn á ekki að vera brandari, hvorki Hafnarfjarðar- né Reykjavíkur. En mér er spurn, hvers vegna þurfa tónleikar Tríós Reykjavíkur einlægt að fara fram í Hafnarborg, þar sem hljómburður er mikill en alls ekki æskilegastur. Það eru til salir í Reykjavík þar sem ekki væri síður forvitnilegt að hlýða á leik þremenninganna. Eins og margoft hefur verið bent á er svör- un salarins þannig að hún gleypir suma hluti, skilar öðrum ekki vel og gefur heldur ekki rétta mynd af getu flytjandans, og þá á sama hátt stundum getuleysi. Tríó Reykjavíkur hefur verið sérlega iðið við að kynna áheyrendum kammer- verk, af ýmsum gerðum, á þeim u.þ.b. fjórum árum sem það hefur starfað og oft verið stórhuga í verk- efnavali og sýnir það vitanlega djarft markmið þremenninganna þeirra Guðnýjar Guðundsdóttur, Gunnars Kvaran, og Halldórs Har- aldssonar. Að þessu sinni hófu þau tónleikana á 10 ára gömlu verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hann samdi 1982 í tilefni „Scand- inavia today“ í Bandaríkjunum það sama ár og var frumflutt í Kennedy Center í Washington. „Þijú andlit í látbragðslist" kallar Þorkell verkið og ef ég heyri rétt þá byggist verk- ið á fimm tónum innan stórrar þró- unar, sem svo taka ótal breytingum á leið sinni gegn um verkið, og kannski eiga þessir fimm tónar að höfða til fimm Norðurlanda. Þetta stemmningsríka og vel samda verk virtist liggja flytjendunum vel og var mjög gott jafnvægi í flutningn- um. Tríó nr. 2 í e-moll op 67 eftir D. Schostakowitsch kom næst. Guðný Guðmundsdóttir Segja má að verkið hafi verið glæsi- lega flutt af þeim félögum og virð- ist að þessi tónlistarstíll, síðróman- tíkur og nútíma henti sérlega vel skapgerð þremenninganna í Tríó- inu. „Flasulettið“ í upphafi hjá Gunnari heppnaðist mjög vel, þótt viðkvæmt sé, kannske hefði mátt spila „Largo“ -kaflann þéttar og af meiri þunga en í síðasta þættin- Gunnar Kvaran um fann maður sannarlega fyrir rússnesku dönsunum í öllum sínum skaphita. Helst þótti mér að, Hall- dór drægi sig um of til baka á köfl- um, þess þarf Halldór ekki. Það sama fannst mér raunar í Schubert- Tríóinu í Es-dúr op 100, sem kom eftir hlé og þá kannski frekast í p- og pp- spili. Eitthvað fannst mér vanta á sönginn í Schubert-tríóinu, Halldór Haraldsson og stundum spilað meira upp á nákvæmnina, og þó vantaði stund- um upp á hrinræna nákvæmni, eins og t.d. í dansþættinum — Scherzo- inu, sem var ekki nákvæmt í ritma, og stundum gætti nokkurs óhrein- leika í spilinu. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur upplifði maður glæsilega tónleika. Forsíða Vestra. Nýtt blað, Vestri, er komið út ÚT ER komið fyrsta tölublað af nýju blaði á Vestfjörðum og ber það nafnið Vestri. Blað þetta, sem er 36 blaðsíður að stærð og í tímaritsbroti, er hugs- að sem héraðsfréttablað með sérstaka áherslu á fræðslu og skemmtiefni. Jafnframt er blað- inu ætlað að berjast gegn því neikvæða hugarfari og þeirri svartsýni sem einkennt hefur umræðuna um búsetu á Vest- fjörðum, segir í frétt frá útgef- anda. Þarna er fyrst og fremst um til- raun að ræða til að steypa saman tveim útgáfuformum, þ.e. hinu hefðbundna formi héraðsfrétta- blaða, sem hefur verið með nær óbreyttu sniði í blaðaútgáfu á ísafirði frá því um aldamót, og tímaritsforminu, sem lítil viðleitni hefur verið til að gefa út á Vest- fjörðum. Útgefandi Vestra er ísprent hf. á ísafirði og er það ætlun útgef- anda að blaðið geti orðið skemmti- legur vettvangur skoðanaskipta og upplýsingamiðlunar um menn og málefni í aðgengilegra formi en áður hefur tíðkast. Hafa brottflutt- ir Vestfirðingar sýnt þessu mikinn áhuga, jafnframt því sem íbúar hinna dreifðari byggða á Vestfjörð- um hafa mjög hvatt til þessa fram- taks. Mun framhaldið og útgáfu- tíðni ráðast af viðtökum, en ef grundvöllur reynist fyrir útgáfu af þessu tagi er stefnt að því að Vestri komi út mánaðarlega. COfdCltCI m s% m 80386SX-16 Mhz örgjörvl t Vandaður 14" VGA litaskjár • 1Mb mlnnl (stækkanlegt í 8Mb) 42Mb dlskur (28ms) r 3.5" dlskllngadrlf 1.44Mb * 102 hnappa lyklaborð m 2 raðtengl, 1 prentaratengl m WINDOWS 3.0 m MS-DOS 5.0 m Genlus mús m Umhverfisvæn (hljóðlátl) Staðgreítt m/vsk. CS7100 tölvan frá Cordata er fyrsta 386SX skákforrit, golfforrít, töflureiknir o.fi). Tölvan er tölvan sem boðin er fullbúin á 99.900 krónur þvíklár tilnotkunar um leið og búid erad stinga staðgreitt. Hún er besti kosturinn sem býdst í henniísambandvidrafmagn! dag, vel hönnud, ríkulega búin, áreidanleg, Auk frábærs staðgreiðsluverðs bjóðum við hraðvirk og hljóðlát. Ótrúlega lágt verð tölvunnar önnurmjög góð greiðslukjör: VISA Raðgreióslur teljasérfræðingarsérstöktímamót! alltað 18mánuðir, EuroKreditíalltað 11 mánuði CordataCS7100erafgreiddtilbúintilnotkunar eða MunaLán með 25% útborgun og eftir- með glimrandi litaskjá, 42Mb hörðum disk, með stöðvum dreiftá alltað 30 mánuði. uppsettum Windows hugbúnaði og kynningu frá Nú er rétti tíminn til að fá sér Cordata tölvu, á PC-Tölvuklúbbnum (þeirri kynningu fylgir tímamótaverðimeðanbirgðirendastl! • • I RADGREIDCLUR TtTTATT AHHAT IT 1 TkT m' V/SA VIII Ki I 1 (11 V /t m i iviiv/i\vf i yjLá v íiii Suóurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.