Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 20

Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ johom e 21 fltofgtiiiMftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jó'nsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hvað er hér að gerast? áð undanfömu hafa nokkrir þeir atburðir gerzt, sem gefa tilefni spytja í hvaða farveg umræður um þjóðmál eru að fara. I síðustu viku talaði alþingismaður um það, sem hann taldi vera „skítlegt eðli“ annars alþingismanns. Sama dag talaði ráðherra við hóp ungmenna og varð fyrir því, að nokkrir úr hópn- um köstuðu á hann eggjum. Á fundi með nemendum í æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar voru gerð hróp að ræðumönnum. Á fundi nemenda, kennara og foreldra fyrir skömmu hafði einn ræðumanna uppi niðrandi ummæli um það uppeldi, sem annar ræðumaður hefði hlotið. Á bænda- fundi í Skagafirði lýsti einn ræðu- manna fögnuði yfir því, að erlendir aðilar hefðu haft uppi líflátshótanir í garð utanríkisráðherra. Hvað er hér að gerast? Er þetta hin menntaða, upplýsta þjóð? Er ekki hægt að rökræða um þjóðmál og skiptast á skoðunum með öðrum hætti en þessum? Að vísu hafa stjómmáladeilur oft verið mjög harð- ar hér. Á fjórða áratug þessarar ald- ar var mjög langt gengið í þeim efn- um og einskis svifizt í pólitískum ofsóknum á hendur andstæðingum. Deilurnar um aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu og um gerð varnar- samningsins voru mjög harðar. Á síðari árum má nefna harðar svipt- ingar vegna stjómarmyndunar í árs- byijun 1980. Engu að síður hljóta menn að staldra við og spyija hvað hér sé að gerast. Við stöndum á erfiðum tímamót- um. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmáladeilur snúist um það að deila út peningum og hversu mikið ætti að ganga til hvers og eins. Nú snúast deilurnar um það, hvar eigi að skera niður. Það er ekki verið að deila út fjármunum heldur taka þá með einum eða öðrum hætti frá þeim, sem hafa haft þá til ráðstöfun- ar. Á þessu er auðvitað grundvallar- munur. Og út af fyrir sig eðlilegt, að það leiði til harðra deilna. En eitt er að takast harkalega á um efni máls, annað að taka upp svo lágkúrulega umræðuhætti sem við höfum orðið vitni að undanfarið. Þetta er umhugsunarefni fyrir alla þá, sem þátt taka í opinberum umræðum. Það sem snýr að einum í dag getur snúið að öðrum á morg- un. Hver hefur áhuga á því að vera þátttakandi í þjóðmálaumræðum þar sem eggjakast, niðrandi persónuleg ummæli og jafnvel fögnuður yfir líf- látshótunum ráða ferðinni? Áð lok- um aðeins þeir, sem ástunda slíkar umræðuvenjur. Eiga þeir hinir sömu að móta þjóðfélagsumræður á Is- landi?! Það eru gömul sannindi og ný, að þessu fámenna samfélagi verður ekki stjórnað nema með málamiðlun- um. Það gengur aldrei til lengdar að einn hópúr kúgi annan eða of langt sé gengið í að skerða rétt eins umfram annan. Ríkisstjórnin, sem stendur nú í ströngu þarf að hug- leiða, hvort viðleitni hennar til þess að ná tökum á gegndarlausri fjársó- un í opinbera kerfinu hefur með ein- hveijum hætti framkallað of hatrömm viðbrögð. Stjórnarandstað- an verður að horfast í augu við sjálfa sig og kunna sér hóf. Margvís- leg félagasamtök, sem láta nú að sér kveða til þess að mótamæla nið- urskurði hér og niðurskurði þar, verða að gera sér grein fyrir því, að til þeirra eru gerðar kröfur um sjálfsagða mannasiði í opinberum umræðum. íslendingar hafa alla möguleika á að vera ein bezt upplýsta þjóð í heimi. Þjóðmálaáhugi er gífurlega mikill. Fólk fylgist grannt með þess- um umræðum öllum. Einmitt þess vegna eiga þær að geta farið fram á skynsamlegum og málefnalegum nótum, en ekki með upphrópunum, persónulegum svívirðingum og eggjakasti. 29. ’.NYJUM stefnum fylgir misk- unnarleysi og óum- burðarlyndi - ofbeldi, ef því er að skipta. Baráttan fyrir sann- leikanum, hver sem hann er, hefur kallað á mikil og blóðug átök. Kristindómurinn ekki undanskilinn. Borgaramir sem gerðu bylting- una gegn lénsaðlinum í Frakklandi og víðar á 18. og 19. öld töldu all- an réttinn sín megin. En þó fór svo þeir úthelltu hver annars blóði í þeim hildarleik. Maðurinn er nú einu sinni svo af guði gerður að það er vafamál, hvort frelsið er honum jafneiginlegt og inngróið og hann vill vera láta, enda er hann ekki fijáls að sjálfum sér, hvað þá öðrum eða umhverfi sínu. Hitt er svo athyglisvert að orðin sjálf, fijáls og frelsi, eru rótskyld orðinu friður og sýnir það ekkisízt þær vonir sem bundnar eru við frelsið. Það á að tryggja frið; vináttu; þræll og amb- átt eru afturámóti rótskyld orðum í fornum málum sem merkja þjón- ustu í neikvæðum skilningi. Tungan býr yfir miklum leyndardómi og segir meiri sögu en við gemm okk- ur alltaf grein fyrir. HELGI spjall 30. -.UNGUR FULLYRTI EG Pastenak yrði reistur minnisvarði í föðurlandi sínu áðuren öldin yrði úti. Sé ekki betur en sá spádómur geti orðið að veruleika. Minnist þess þá að Zivago á sér fornslavne- skan ættingja, zivu sem merkir lif- andi, kvikur, og er samstofna þessu íslenzka orði sem merkir það helzt sem er í mestri andstöðu við dauð- ann. Einsog Pasternak. Og verk hans. 31 • EN FRELSI ER EKKI allt og afstaða manna til frelsis er harla misjöfn. Aristóteles hélt því tilaðmynda fram að sumir væm fæddir til að vera þrælar alla ævi. Þeir höfnuðu frelsinu, þótt þeir ættu þess kost. Rousseau sagði stundum þyrfti að neyða menn til að vera fijálsir. Þegar við lítum í kringum okkur nú um stundir hvarfl- ar að okkur þetta sé ekki alveg útí hött. Sumir geta aldrei hugsað ærlega hugsun sjálfstætt. Almenningsálitið í lýðræðisríkjum er jafnvel klafi. Það er aðminnstakosti harður hús- bóndi. Og mörg óhæfuverk hafa verið unnin í krafti þess, eða skjóli. Stundum afsölum við frelsi okkar sjálfviljug; sækjumst beinlínis eftir því að afhenda það öðrum; vera öðrum bundin; eða háð; tilaðmynda þegar við erum ástfangin. Aðrir, einsog brezki stjórnmála- heimspekingurinn Tómas Hobbes, hafa fullyrt að maðurinn sem sé eigingjarn í eðli sínu sækist ekki eftir hamingju, frelsi eða réttlæti framar öðru, heldur öryggi. Þegar við svipumst um í heiminum sækir sú hugsun á okkur að slík fullyrðing þurfi ekki endilega að vera útí hött. Og eitt er víst að Kastró trúir henni, þótt hans líkar geti aldrei veitt fólki nema falskt öryggi. Ástæðan er sú að alræði er einsog dauðinn; enginn veit hvenær það ber að dyrum. Þótt hitt sé líka rétt að ekkert er eins lýðræðislegt og dauðinn. Fyrir honum eru allir jafnir. 32 • TOCQUEVILLE FÓR TIL Bandaríkjanna til að kynnast því lýðræði sem hann hélt yrði fyrir- mynd borgaralegs þjóðfélags í framtíðinni. Margt kom honum skemmtilega á óvart, annað ekki. Kynþáttamisrétti var hvarvetna og þótt það hafi verið afnumið og mik- ið áunnizt í þeim efnum blasir það enn við. Meðan fólk býr í sérhverf- um vegna kynþáttar er lýðræðið ekki fullmótað, síðuren svo. Kyn- þáttavandi og fátækt hafa hvar- vetna þótt erfið þjóðfélagsleg úr- lausnarefni. En Tocqueville sá líka að í Bandaríkjunum var sterk mið- stéttarmergð að taka stjórnartaum- ana. Allir urðu að vera eins. Hann gerði sér grein fyrir harðstjórn meirihlutans væri í deiglunni. Nú er hún allsráðandi í Bandaríkjunum; stundum í skjóli peninga sem Cart- er fyrrverandi forseti segir ráði allt- of miklu þar vestra; eins og hér. En velferðaröflum vex þó fiskur um hrygg og hjálpsemi er einkennandi fyrir þetta sundurleita þjóðfélag vestra þráttfyrir misrétti ýmisskon- ar. í því felst mikil von. Harðstjórn meirihlutans og miðstéttarmergð sem þolir.illa fjölbreytni er varhuga- vert fyrirbrigði þráttfyrir harðar kröfur um einstaklingsfrelsi og mannréttindi. Á hitt ber einnig að líta að borg- araleg miilistétt er hveiju þjóðfélagi lífsnauðsynlegur aflvaki einsog við höfum víða séð, en þó hefur það einkum vakið athygli hvað þau þjóð- félög hafa verið illa stödd þarsem miðstéttin er fámenn eða engin. Þannig var ástandið á Islandi á síð- ustu öld og fengum við að súpa seyðið af því. Enn vantar millistétt í mörg þjóðfélög fátækra þróunar- landa; eða þá hún á í vök að veij- ast. Hún var einnig afar veikburða í landi einsog Portúgal þarsem ein- ræði var einsog lamandi martröð á athafnaþörf fólksins. Afleiðingin var áberandi fátækt. Millistéttar- laust þjóðfélag fátækra eða ríkra er víti til varnaðar. Hitt er svo annað mál að borgara- legt lýðræði er misjafnlega vel virkt. Víða er það maðksmogið og spillt; mölétið einsog gamalt hirðulaust fat. Einnig hjá okkur. Og fátæktin ber enn að dyrum. Og við erum farin að kynnast verulegri opinberri spillingu. Fjölmiðlar og opinberir aðilar sem eiga að vera aðhald gera kröfur til þess að vera e.k. dóms- vald. Það er líka spilling að kunna sér ekki hóf. Og nú eru ýmsir þeir í embættum sem hafa ekki einu sinni hirt um eigin garð, en eru farnir að stjórna þjóðgarðinum. M. (meira næsta sunnudag.) UM ÞESSAR MUNDIR eru að verða þáttaskil í starfí Verðbréfa- þings íslands. Nýjar reglur um starfsemi þingsins hafa verið settar, sem aðilar á hlutabréfamarkaðn- um hafa orðið sammála um, sem gjör- breyta öllum viðskiptaháttum með hluta- bréf og önnur verðbréf. Hér er á ferðinni bylting en ekki breyting, miðað við þá starfshætti, sem hér hafa tíðkazt. Með hinum nýju reglum um Verðbréfaþing er- um við íslendingar að taka upp viðskipta- hætti siðaðra þjóða í þessum efnum. Þessi tímamót á verðbréfamarkaðnum eru Morgunblaðinu sérstakt fagnaðarefni. Blaðið hefur misserum saman barizt fyrir þessum umbótum og verður að segja þá sögu eins og hún er, að þeirri baráttu var um skeið illa tekið af ýmsum aðilum innan viðskiptalífsins og lögð út á hinn versta veg. Þáttaskil urðu hins vegar í almennum viðhorfum innan viðskiptalífsins vorið 1991 — rúmu ári eftir að Morgunblaðið birti harða gagnrýni á ástand þessara mála — þegar Enskilda Securities, brezkt- sænskt ráðgjafarfyrirtæki, sem hafði lagt fram tillögur um skipulag hlutabréfamark- aðarins hér, birti viðbótarskýrslu, þar sem réttmæti gagnrýni Morgunblaðsins var staðfest nánast í einu og öllu. Eftir að sú viðbótarskýrsla lá fyrir lýstu forráðamenn allra verðbréfafyrirtækjanna því yfir í sam- tölum hér í blaðinu, að þeir vildu vinna að því, að tillögur hins erlenda ráðgjafar- fyrirtækis yrðu framkvæmdar. Þau fyrir- tæki, sem skráð hafa verið á hlutabréfa- markaði hér hreyfðu ekki andmælum við því. Nú hafa nýjar starfsreglur fyrir Verð- bréfaþing íslands verið kynntar og eru þær mikið framfaraspor, þótt athugasemdir megi gera við einstök atriði. Kjarninn í hinum nýju reglum snýst um upplýsinga- gjöf. Hlutafélögum, sem skráð eru á Verð- bréfaþingi, er skylt að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstur sinn. Út af fyrir sig hafa reglur gilt um ítarlega upplýs- ingagjöf þeirra fyrirtækja, sem skráð hafa verið á Verðbréfaþingi en til skamms tíma voru þau aðeins tvö! Og í þeirra hópi hafa ekki verið stærstu almenningshlutafélög iandsins. Hinar nýju reglur eru hins vegar ítarlegri og um þær hefur tekizt samstaða og það er aðalatriði málsins. Úpplýsingaskyldan á að tryggja, að all- ir hluthafar í fyrirtæki sitji við sama borð, hvort sem þeir eru stórir hluthafar eða litlir, hvort sem þeir sitja í stjórn fyrirtæk- is eða utan þess, hvort sem þeir eru starfs- menn fyrirtækis eða ekki. Það er grund- vallaratriði, að hluthafar sitji við sama borð svo og þeir, sem hyggjast festa fé í hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki, ailir jiessir aðilar hafi aðgang að sömu upplýs- mgum til þess að byggja ákvarðanir sínar á. Afleiðingar þess, að sumir hafi betri aðgang að upplýsingum en aðrir, eru til vansæmdar fyrir viðskiptalífið allt. Nú eru að koma út í Bandaríkjunum bækur, sem fjalla um viðskiptahætti á Wall Street á síðasta áratug og sýna ljóslega hvaða áhrif og afleiðingar það hefur, að lögmál frum- skógarins ríki á hlutabréfamarkaðnum. Að vísu gilda mjög strangar reglur í Bandaríkjunum um þessi viðskipti en þær hafa verið sniðgengnar með svo ótrúlegum hætti, að engin orð eru til um þau ósköp, enda sitja helztu þátttakendur í þeim leik bak við lás og slá. Einn af blaðamönnum Wall Street Journal hefur m.a. skrifað bók um þessi viðskipti, The Den of Thieves, (Þjófabæli) sem nú er metsölubók í Banda- ríkjunum, þar sem því er lýst af mikilli nákvæmni, hvernig leikreglur viðskipta- lífsins hafa verið afskræmdar þar vestra. Bókin er ekki að ástæðulausu kennd við þjófa, því að auðvitað er það þjófnaður að hlunnfara aðra hluthafa í sama fyrir- tæki eins og gert var í Bandaríkjunum á síðasta áratug í ótrúlegum mæli. Hitt höfuðatripið í nýjum starfsreglum Verðbréfaþings íslands er nýtt viðskipta- kerfi, sem væntanlega mun tryggja, að verðlagning á hlutabréfum hér verði í sam- ræmi við veruleikann en byggist ekki á óskilgreindu mati fámenns hóps einstakl- inga. Þetta er gert með því, að öll tilboð í hlutabréf eru skráð og sömuleiðis raun- vei-uleg viðskipti, sem fylgja í kjölfarið. Segja má, að hið gamla verðlagningar- kerfi, sem hér hefur verið við lýði í all- mörg ár, hafi hrunið sl. haust, a.m.k. hef- ur ekki verið tekið mikið mark á þeirri verðlagningu. Hins vegar ber að geta þess, að eitt verðbréfafyrirtækjanna, Kaupþing hf., hafði frumkvæði um að taka upp skráningu tilboða og þeirra viðskipta, sem fylgdu í kjölfarið og gekk því á undan með góðu fordæmi að taka upp nýja við- skiptahætti í þessum efnum. Viðskipti með hlutabréf hafa verið dauf undanfarna mánuði, þótt þau hafi tekið einhvern kipp í árslok vegna skattafslátt- ar. Þessi deyfð stafar áreiðanlega að hluta til af því, að traust manna til hlutabréfa- markaðarins hefur brostið vegna við- skiptahátta, sem þar hafa ríkt. Jafnframt hefur orðið ljóst, að verðlagning á hluta- bréfum í sumurn fyrirtækjum, sem skráð hafa verið á markaðnum hér, hefur byggzt á viðskiptum, sem fram fóru vegna valda- baráttu, sem geisaði um skeið á markaðn- um en ekki vegna eðlilegra fjárfestingar- sjónarmiða. Eins og vænta mátti hafa þau vinnubrögð orðið til að draga úr trausti á markaðnum. Út af fýrir sig geta verið viðskiptaleg rök fyrir því, að eitt fyrirtæki geri opið tilboð í annað fyrirtæki og bjóði þá hærra verð en ella í hlutabréf þess. En þá skipt- ir máli, að slík tilboð séu gerð fyrir opnum tjöldum og í samræmi við ákveðnar leik- reglur, sem settar hafa verið, en fari ekki fram í undirheimum og skúmaskotum við- skiptalífsins. Með nýjum starfsreglum Verðbréfa- þings verður að ætla, að viðskipti með hlutabréf komist á eðlilegan grundvöll á ný og að þau verði sú vítamínssprauta, sem atvinnulífið þarf svo sannarlega á að halda. í þeim efnum munu menn ekki sízt horfa til lífeyrissjóðanna. Þar eru miklir fjármunir saman komnir, sem geta orðið atvinnulífinu til framdráttar, ef rétt er á haldið. Skiljanlegter, að stjórnendur lífeyr- issjóða fari sér hægt í hlutabréfakaupum, þegar slíkt ófremdarástand í viðskiptahátt- um hefur ríkt á markaðnum, sem raun ber vitni. Nú er hins vegar að verða breyt- ing á því og þá er þess að vænta, að bæði lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar taki við sér. En auðvitað koma aðrir þættir efnahagslífsins þar við sögu og þá ekki sízt vaxtastigið. Raunvaxtastigið er nú annars vegar að sliga atvinnulífið og hins vegar kemur það í veg fyrir íjárfestingu í hlutabréfum vegna þess, að meðan raun- vextir eru svo háir sem nú, leggja menn fé fremur í spariskírteini ríkissjóðs og önnur örugg verðbréf en hlutabréf. Það eru því margvísleg rök, sem valda því að raunvaxtalækkun getur haft úrslitaþýð- ingu fyrir atvinnulífið. Þýðing upp- lýsinga I HINUM NYJU reglum Verðbréfa- þings Islands um upplýsingagjöf vegna skráningar hlutabréfa á þinginu segir m.a.: „Markmið með upplýsingagjöf félagsins er, að geng- isskráning hlutabréfa þess á þinginu end- urspegli sem bezt upplýsingar, sem máli skipta um hag þess. Forsvarsmenn við- komandi félags skulu því ávallt kappkosta að opinbera allar upplýsingar, sem kunna að hafa þýðingu fyrir rétta gengisskrán- ingu eins og nánar er gerð grein fyrir í þessum kafla.“ . 1 annarri grein í þeim reglum, sem varða skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi, segir: „Ef birting upplýsinga frá félaginu, t.d. úr reikningsskilum, getur talizt skað- leg fyrir það, getur félagið komizt hjá birt- ingu þeirra með fyrirfram samþykki stjórn- ar þingsins.“ Nýlegt dæmi um upplýsingagjöf sem þessi ákvæði sýnast varða er fyrirspurn, sem Morgunblaðið beindi fyrir skömmu til forráðamanna Flugleiða um tap félagsins REYK.JAVIKURBREF Laugardagur 15. febrúar á rekstri ferðaskrifstofu eða ferðaskrif- stofa. í fvrstu gekk treglega að fá umbeðn- ar upplýsingar, eins og fram kom í frétt hér í blaðinu. Að vísu má færa fyrir því rök, að hægt hefði verið að finna þessar upplýsingar í reikningum félagsins en til þess þurfti a.m.k. að einhveiju leyti sér- fræðikunnáttu. Þessi afstaða Flugleiða breyttist hins vegar og forstjóri félagsins veitti umbeðnar upplýsingar í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins sl. fimmtu- dag. Þar kom í ljós, að fyrirtækið hefur tapað 191 milljón króna á núvirði á ferðaskrifstofurekstri. Samtals nemur uppsafnað skattalegt tap fyrirtækisins um 355 milljónum króna vegna ferðaskrif- stofureksturs en þá hefur verið tekið inn í dæmið tap á ferðaskrifstofum, sem fyrir- tækið hefur keypt. Augljóst má vera, að það skiptir bæði núverandi hluthafa og þá sem hugsanlega stefna að því að kaupa hlutabréf í Flugleið- um máli, að hafa undir höndum upplýs- ingar sem þessar með aðgengilegum hætti. Hin upphaflega neitun fyrirtækisins á að veita umbeðnar upplýsingar virðist því ganga gegn tilvitnaðri grein í reglum um Verðbréfaþing íslands nema fyrirtækið hefði fengið samþykki stjórnar þingsins fyrir því að skýra ekki frá þessum stað- reyndum. Nú skal tekið fram, að sú ákvörðun Flugleiða að segja frá þessu umrædda tapi var ekki tekin vegna þess, að vísað væri til þessara ákvæða heldur töldu stjórnendur fyrirtækisins við nánari athugun eðlilegt að veita Morgunblaðinu umbeðnar upplýsingar. Hér er þó dæmi um það, að hinar nýju reglur gætu verið nauðsynlegt aðhald. Annað atriði, sem hefur mikla þýðingu fyrir hluthafa í almenningshlutafélögum, og þá, sem kunnu að stefna að því að kaupa hlutabréf, er vitneskja um það hvaða önnur viðskipti hafa farið fram eða eru að fara fram með þau bréf. Eftir að hluta- bréf í Flugleiðum höfðu fallið í verði sl. haust skýrði Morgunblaðið frá því í frétt, að einn aðili hefði keypt töluvert magn af hlutabréfum í fyrirtækinu. Ekki kom fram þá, hver sá aðili var. Hins vegar gat það augljóslega haft þýðingu fyrir aðra hluthafa eða þá, sem kynnu að stefna að hlutabréfakaupum í fyrirtækinu að hafa slíkar upplýsingar undir höndum. Var hér á ferðinni aðili, sem hugsanlega gat breytt valdahlutföllum í fyrirtækinu? Var hugsan- legt, að þessi kaup tengdust einhveijum sviptingum innan félagsins fyrir næsta aðalfund? Er hugsanlegt, að nýir aðilar fái sterkari aðild að næstu stjórn fyrirtækisins vegna þessara kaupa? Njóta þessir nýju aðilar trausts? Spurningar af þessu tagi hljóta að vakna hjá öðrum hluthöfum eða væntanlegum hluthöfum og þess vegna skiptir máli, að upplýsingar liggi fyrir um hveijir það eru, sem kaupa bréf í almenn- ingshlutafélögum. í hinum nýju reglum um Verðbréfaþing segir: „Innan 30 daga frá lokum hvers ársfjórðungs skal félagið skila þinginu skýrslu um eigendaskipti hlutabréfa á undangengnum ársfjórðungi. Skal þar greint frá hve oft á tímabilinu urðu eig- endaskipti með hlutabréf félagsins svo og hve mikil þau voru að nafnvirði. Fulltrúi stjómar þingsins skal hafa aðgang að hlut- hafaskrá félagsins og er heimilt að fá af- rit af henni sé þess óskað.“ Spurning er, hvort þetta ákvæði er full- nægjandi til þess að uppfylla þá upplýs- ingaþörf, sem að ofan greinir. Þessi grein þýðir, að það geta liðið fjórir mánuðir frá því að viðskipti fara fram og þangað til upplýsingar berast til Verðbréfaþings. Það getur margt gerzt á svo löngum tíma. Annað ákvæði sömu greinar er hins vegar mikilsvert en þar segir: „Stjórn þingsins skal tilkynnt strax og félaginu er kunnugt um, að eignaraðild einhvers hluthafa, einstaklings eða lögaðila hafi breytzt þannig, að atkvæðisréttur hans hækki upp fyrir eða lækki niður fyrir eftir- talin þrep: 10%, 20%, 33,3%, 50% og 66,7%.“ Spyija má, hvort ekki sé eðlilegt að miða við 5%, sem lægsta þrep. Slík eignaraðild getur skipt miklu um fram- vindu mála í stórum hlutafélögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg ' í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn 11. marz 1990 sagði m.a.: „Nú þegar hlutabréfaviðskipti eru hafin á opnum markaði er útilokað að stunda viðskipti af þessu tagi með hlutabréf. (Hér var vís- að til þess, að fyrr á árum gátu stjórnend- ur fyrirtækja sjálfír keypt bréf, sem fyrir- tæki innleystu að ósk hluthafa. Innskot Mbl.) Á hinn bóginn er sú staðreynd, að slík viðskipti tíðkuðust á árum áður, vís- bending um nauðsyn þess, að sett verði í lög hér, eins og í flestum öðrum löndum, ákvæði, sem banni slík viðskipti og raunar ákvæði, sem banni stjórnendum fyrirtækj- anna, sem jafnframt eru hluthafar, að notfæra sér vitneskju um innri málefni fyrirtækjanna til þess að hagnast á við- skiptum með hlutabréf í sömu fyrirtækj- um.“ í Reykjavíkurbréfi 13. maí 1990 var leiðréttur sá misskilningur, sem fram kom í ofangreindri tilvitnun, að slík löggjöf væri ekki til hér og síðan sagði: „Hins vegar er ljóst, að framkvæmd þessara lagaákvæða er afar erfið, svo ekki sé meira sagt, nema hlutafélög séu skráð á Verðbréfaþingi vegna þeirrar upplýsinga- skyldu, sem fylgir slíkri skráningu. í henni felst m.a. að gera verður ítarlega grein fyrir öllum viðskiptum stjórnenda viðkom- andi fyrirtækis með hlutabréf í því sama fyrirtæki en þær upplýsingar eru að sjálf- sögðu forsenda fyrir því að hægt sé að framfýlgja lögum um innheijaviðskipti.“ í hinum nýju reglum Verðbréfaþings íslands segir um þetta efni: „Skráð félag skal skrá í bækur sínar og tilkynna þing- inu eins fljótt og unnt er viðskipti eftirtal- inna aðila með hlutabréf félagsins: stjórn- armanna og annarra stjórnenda félagsins svo sem forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra og faglegra ráðgjafa þeirra innan félagsins eða utan, svo og náinna venzlamanna framantalinna. Stjórn þings- ins er heimilt að óska eftir nafnaskrá frá félaginu um þá, sem koma til álita sem innheijar skv. framansögðu.“ Þetta ákvæði er mikilsvert og samstaða aðila verðbréfamarkaðar um nauðsyn þess staðfesting á réttmæti ábendingar Morg- unblaðsins frá árinu 1990. Hins vegar er tímasetning þessarar upplýsingagjafar allt of teygjanleg. Hvað felst í orðunum: „..eins fljótt og unnt er...“? Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að setja mjög þröng tímamörk í þessu sambandi. Sums staðar ber að til kynna slík viðskipti þessara aðila umsvifa laust eða innan sólarhrings frá því að þau fara fram. Hvers vegna er þetta ákvæði svona opið? Eðlilegar leikreglur ÞÓTT HÉR HAFI verið gerðar at hugasemdir við ákveðna þætti í hin um nýju reglum um Verðbréfaþing íslands fer ekkert á milli mála, að sú samstaða, sem tekizt hefur um þær, skiptir gífurlegu máli fyrir at- vinnulífið. Næsta skref hlýtur að vera að taka upp þær reglur, sem koma til með að gilda innan Evrópubandalagsins um það, að eigi fyrirtæki 33 ‘A hlutafjár í öðru fyrirtæki beri þessum hlutafjáreiganda að gera tilboð í fyrirtækið allt. Slíkar tillögur hafa tveir af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, þeir Matthías Bjarnason og Eyjólfur Konráð Jónsson, lagt fram á Al- þingi og ekki ástæða til annars en að lög- festa þær. Væntanlega verður ekki síður samstaða um þær en aðrar þær leikregl- ur, sem nú hafa verið settar á hlutabréfa- markaðnum. í urflræðum um þessi málefni á undan- förnum misserum hefur sá misskilningur komið fram innan viðskiptalífsins, að gagnrýni Morgunblaðsins á það kerfi eða skort á kerfí, sem ríkt hefur á þessum markaði, væri til marks um, að blaðið væri andvígt stórum fyrirtækjum eða sam- einingu fyrirtækja. Þetta er mikill mis- skilningur. Hið rétta er, að nokkuð snemma á síðasta áratug birtust hvað eft- ir annað forystugreinar í Morgunblaðinu, þar sem hvatt var til sameiningar fyrir- tækja í stærri einingar. Rök blaðsins voru þau, að búast mætti við því, að atvinnulíf- ið hér opnaðist á næstu árum fyrir auk- inni erlendri þátttöku og þá væri nauðsyn- legt, að hér væru til öflug fyrirtæki, sem gætu keppt við stór erlend fyrirtæki. Þessi afstaða Morgunblaðsins hefur ekki breytzt, þvert á móti. Seinni árin hefur blaðið eindregið hvatt til sameiningar fyrir: tækja í sjávarútvegi í stærri einingar. í samræmi við þetta hefur Morgunblaðið fagnað nánast öllum skrefum, sem stigin hafa verið í þessa átt. Það á við urn sam- einingu tryggingafélaga, banka og útgerð- arfyrirtækja. í hvert sinn, sem slíkur samr- uni hefur orðið hefur Morgunblaðið fjallað um það með einum eða öðrum hætti í for- ystugreinum sínum. Hitt er svo annað mál, að þegar slík sameining er orðin, eins og t.d. hjá trygg- ingafélögum, bönkum og útgerðarfyrir- tækjum, koma upp ný vandamál, sem bregðast þarf við. Þá þarf að tryggja, að sameiningin leiði ekki til minnkandi sam- keppni eða engrar samkeppni þannig að neytandinn beri skarðan hlut frá borði. Þá þarf að tryggja, að sameining leiði ekki til einokunar. Þess vegna hljóta að fylgja í kjölfar slíkrar endurskipulagningar í atvinnulífinu nýjar leikreglur til þess að hinum nýju og stærri fyrirtækjum sé veitt eðlilegt aðhald. í þessu felst engin and- staða við stórar einingar í atvinnulífínu heldur einfaldlega það, að slíkar einingar verða að sætta sig við almennar leikreglur ekki síður en aðrir. „Um þessar mundir eru að verða þáttaskil í starfi Verðbréfa- þings íslands. Nýjar reglur um starfsemi þings- ins hafa verið settar, sem aðilar á hlutabréfa- markaðnum hafa orðið sammála um, sem gjör- breyta öllum við- skiptaháttum með hlutabréf og önn- ur verðbréf. Hér er á ferðinni bylt- ing en ekki breyt- ing, miðað við þá starfshætti, sem hér hafa tíðkazt. Með hinum nýju reglum um Verð- bréfaþing erum við Islendingar að taka upp við- skiptahætti sið- aðra þjóða í þess- um efnum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.