Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 Halldóra Pálmars- dóttir - Minning Fædd 17. september 1920 Dáin 8. febrúar 1992 Það er erfítt að sætta sig við að amma Dóra skuli vera horfín af sjónarsviðinu í eitt skipti fyrir öll. Þegar við systurnar sem búum er- lendis komum heim í jólafrí talaði hún um að heimsækja a.m.k. aðra okkar og helst báðar á þessu ári. En eina ferðalagið sem varð að veruleika varð lengra en nokkurn óraði fyrir. Skyndilega verður allt svo tómlegt; ekkert eftir nema óljós- ir skuggar og fótatak að fjara út. Minningarnar streyma fram í hugann; einstaka atvik frá barn- æsku eða bara hversdagslegt spjall yfír kaffíbolla og kökusneið eftir að við komumst á fullorðinsár. Amma Dóra var þannig mann- eskja að öllum leið vel og voru af- slappaðir í návist hennar. Á heimili hennar og afa Ögmundar var oft margt um manninn þegar öll börn- in, tengdabömin, bamabömin og bamabamabörnin voru þar saman komin og mikið fjör. Á slíkum sam- komum var amma oft hressust allra og tók þátt í gleðskapnum af sama krafti og unglingarnir. Kynslóðabil var fyrirbæri sem virtist vera henni framandi og kom hún fram við allar kynslóðir á þann tilgerðarlausa hátt sem einkenndi hana. Hún þurfti aldrei að vera með neina uppgerð eða ptjál, það elsk- uðu hana allir eins og hún var og kannski einmitt vegna þess að hún var alltaf hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd, Lálandið var því vinsæll viðkomu- staður og framkoma ömmu gerði það að verkum að öllum leið eins og þeir ættu heima þar. Hún fylgd- ist vel með öllu og vissi upp á hár hvað allir fjölskyldumeðlimir tóku sér fyrir hendur á hveijum tíma og hveiju þeir höfðu áhuga á. Skipti þá engu máli hvort um var að ræða böm, unglinga eða fullorðna. Hún þurfti yfírleitt ekki að spyija neins, fólk trúði henni óbeðið fyrir leynd- armálum sínum og sumt fann hún bara á sér af því að hún þekkti vel sitt fólk. Mér er minnistætt þegar ég sem unglingur var að byija að fara út á lífið í stórborginni, hvað vinkonur mínar úr Hafnarfirði voru hissa á þvi að ég skyldi gista hjá ömmu minni og afa í Reykjavík. Mátti amma vita hvað ég kæmi seint heim?; hélt hún ekki ræðu um ungl- ingana nú til dags og tuðaði að ekki hefði þetta verið svona slæmt í hennar ungdæmi. Ekki amma Dóra. Hún vissi ekki bara hvað ég kom seint heim heldur líka allt ann- að; t.d. hvort ég var að slá mér upp. Hún vissi líka að fólk er svangt þegar það er búið að skemmta sér fram á nótt og var alltaf búin að leggja á borð eitthvert nætursnarl svo að við stöllumar fæmm ekki svangar í svefninn. Þetta fannst vinkonum mínum vera rosalega „líbó“ amma. En hún var fyrst og fremst raunsæ og vissi að ekkert er nýtt undir sólinni. Það kom henni f^tt á óvart og hún var aldrei með neinn vandræðagang yfir neinu. Hún virkaði stundum hijúf á yfír- borðinu og óþarfa viðkvæmni var henni ekki að skapi. En hreinskilni hennar og meðfæddir hæfíleikar til að umgangast fólk á öllum aldri gerðu hana að einstakri manneskju sem allir gátu leitað til í gleði og í sorg. í huga barnsins er dauðinn jafn- eðlilegur og lífíð. Þegar við fréttum af andláti ömmu Dóru vildi 3ja ára sonur minn hughreysta mig og sagði: „Ekki vera sorgmædd, mamma mín, þetta verður allt í lagi. Við sjáum hana aftur þegar við deyjum." Þangað til getum við orn- að okkur við ljúfar minningar um einstaka konu sem helgaði fjöl- skyldu sinni allt sitt líf. Elsku afí og allir aðstandendur. Við vildum vera nær ykkur á þess- ari erfíðu stund en verðum að láta okkur nægja að vera með ykkur í anda. Bryndís Pálmarsdóttir og fjölskylda, Brussel. Hjördís Pálmarsdóttir og fjölskylda, Ulvik. „Velvild er upphaf vináttunnar." Svo mælti Aristoteles forðum og speki hans, sönn þá, hefur staðist tímans tönn. Altént er víst, að vel- vildin var upphaf þeirrar vináttu, sem hófst milli andbýlinganna í Lálandi 11 og Lálandi 13 fyrir sautján árum. Dóra og Ögmundur voru að ljúka byggingu síns húss er við, kynslóð- inni yngri, stóðum við grunninn okkar. I vetrargarranum buðu þau okkur, bláókunnugum, afnot af byggingarskúr sínum og með, að hann mætti standa þar sem hann væri kominn, á þeirra lóð, meðan við þyrftum á að halda. Undrandi þáðum við boðið með þökkum og þótt framkvæmdir okkar megin tækju lengri tima en nokkur ætlaði í upphafi, gengið væri frá lóðinni handan og garðrækt hafín, stóð skúrinn þó í veginum væri, áfram meðan við höfðum not af. Loks fluttum við inn og í róleg- heitunum tókust kynnin. Fyrst var spjallað á hlaðinu, síðan sest yfír stöku kaffíbolla, og er frá leið var samgangurinn yfír botnlangann orðinn jafnftjálslegur og um nán- ustu og kærustu fjölskyldu væri að ræða. Börn Dóru og Ögmundar eru sex, tengdabörn jafnmörg og bamaböm tuttugu. Dygði það víst flestum enda hópurinn samheldinn og ötull við heimsóknir. En þau hjón munaði ekkert um að bæta við sig einu settinu enn, og nutum við fimm í húsinu á móti þess. Dóra, Halldóra Pálmarsdóttir, var einstök kona. Alltaf var hún hress í viðmóti, sérlega skynsöm og jarðbundin. Þegar maður kvaddi hana eftir stutt spjall virtist tilveran gjaman heldur einfaldari en áður. Dóra var húsmóðir af gamla skólan- um. Hún sinnti sínum af stakri elju og alúð. Alltaf var heitt á könn- unni, það var bakað fyrir allar helg- ar og öll afmæli, sláturgerð og laufabrauðsskurði var stjómað fyrir skarann, það var saumað og'litið til með öllum. Smámunum og óþarfa stússi var hins vegar aldrei gengist upp í og einstaka rykkorn fékk bara að liggja þegar sólin skein. Allt sumarið, raunar vor og haust með, vildi Dóra helst vera úti í garði og gróðurhúsi. Þar var hún í essinu sínu, óþreytandi við að sá, planta og rækta blóm sín og tré. Allir, sem inn Iitu, nutu skrúðsins, og gjarnan var farið heim með fal- legan blómvönd. Af og til undanfarin tvö ár hefur Ögmundur orðað, að þau hjón væm farin að reskjast og ættu að fara að hugsa sér til hreyfings. Dóra var lítt hrifín af hugmyndinni og síðast í skötuveislunni á Þorláksmessu kvað hún upp úr með að ekkert lægi á meðan hún væri hress. Og af fullkominni eigingirni tókum við andbýlingarnir heilshugar undir; við vildum alls ekki sjá að á bak okkar góðu grönnum og vinum. Lítt óraði okkur þá, að tímaglas Dóru væri að renna út. Hún var orðin helsjúk en svo hörð af sér, að enginn varð var við. Síðast seint á nýársnótt, að lokinni fjölskyldu- heimsókn til bama sinna, komu þau hjón að venju yfír og við skáluðum fyrir nýju ári og sambýlinu. Rúmri viku seinna var Dóra komin á krabbameinsdeild Landspítalans. Það var ekkert hægt að gera. Við fjölskyldan í Lálandi 13 kveðjum Dóm. Hún var góður vin- ur. Þér Ögmundur, sem misst hefur einstakan lífsförunaut, og ykkur bömum, tengdabörnum og barna- bömum Dóm, sendum við einlægar samúðarkveðjur. Hólmfríður, Stefán og börn. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egiisson) Með þessum orðum langar okkur að kveðja elskulega ömmu okkar sem lést laugardaginn 8. febrúar. Það er sárt og erfitt að hugsa til þess að fá ekki að njóta sam- vista við ömmu Dóru lengur. Hún sem alltaf var reiðubúin að rétta okkur hjálparhönd, gæta okkar systkinantilna í veikindum eða í fjarvem mömmu og pabba. Nú vit- um við að hún er komin til Guðs og hennar þjáningum er lokið. Við biðjum góðan Guð að varðveita hana ömmu okkar og gefa afa Ögmundi styrk í sorginni. Jóna Karen, Ögmundur og Einar Valur. Við kveðjum nú elskulega ömmu okkar með sárum söknuði. Það kom okkur á óvart að hún skyldi fara svo fljótt og óvænt frá okkur. Amma hafði ekki verið lengi veik, hún lá stuttan tíma á spítalanum, en svo var hún allt í einu dáin, far- in til Guðs. Það er okkur þó huggun að vita að nú er ömmu batnað og líður vel hjá Guði. Það er svo stutt síðan að við vorum hjá ömmu Dóru í Lálandinu að baka með henni laufabrauð fyrir jólin. Þá virtist hún svo hress eins og ævinlega. En skjótt skipast veður í lofti og finnst okkur mjög erfítt að hugsa okkur veröldina án ömmu Dóru. Hjá ömmu og afa áttum við margar ánægjustundir og þar leið okkur alltaf vel. Það var okkur ávallt tilhlökkunarefni að fara til þeirra, sér í lagi þegar við máttum gista. Amma var alltaf hlý og skemmtileg. Það var ætíð gott að tala við ömmu og njóta umhyggju hennar. Amma mun ekki syngja sönginn um selabátinn fyrir ný- fæddan bróður okkar eins og hún gerði svo oft fyrir okkur. Amma eyddi miklum tíma í garðinum sín- um þar sem mikið var af fallegum blómum og tijágróðri. Þar máttum við alltaf leika okkur eins og við vildum. Við viljum þakka ömmu fyrir allt sem hún hefur gefið okkur. Við munum ávallt geyma minninguna um hana sem dýrmætan sjóð í hjarta okkar. Okkur er þakklæti í hug fyrir að hafa átt svo góða og skilningsríka ömmu sem alltaf var tiltæk þegar á þurfti að halda, ömmu sem alltaf hafði tíma fyrir okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja afa á þessari erfíðu stund og við vitum að góðu minningamar um ömmu milda sorgina. Lilja Karitas, Dóra María og litli bróðir. Janúarmánuður var óvenju dimmur og sólarlítill þetta árið. Á hann brá líka óvæntum skugga vegna veikinda tengdamóður okkar, Halldóru Pálmarsdóttur, sem hér er kvödd. Enn erum við minnt á að allt er hverfult og ekkert varir að eilífu. Nú sitjum við hnípin og látum hugann reika. Minningarnar kvikna ein af annarri. Þær eru af ýmsum toga en allar góðar. Þar ber engan skugga á. Þessi minninga- brot um Dóru eru okkur afar dýr- mæt; þeim verður haldið til haga og þau geymd sem óbrotgjarnir dýrgripir. Dóra var fædd í Reykjavík og þar bjó hún alla sína tíð. Foreldrar hennar voru Anna Helgadóttir og Pálmar Sigurðsson sem bæði eru látin. Dóra giftist ung Ögmundi Guðmundssyni, tollverði, og eignuð- ust þau sex börn sem öll hafa stofn- að fjölskyldur; þau eru hér talin í aldursröð: Pálmar, sem er giftur Þórunni Blöndal; Anna Margrét, gift Ófeigi Geirmundssyni; Ágúst, giftur Elínborgu Kristjánsdóttur; Jóhann Gunnar, sem er giftur Ingi- björgu Jónsdóttur; Lárus, hans kona er Hildigunnur Sigurðardóttir og Sverrir, sem er giftur Ásbjörgu Magnúsdóttur. Barnaböm Ög- mundar og Dóm eru nítján og barnabarnabörnin tvö. Yngsta bamabarnið, lítill drengur, fæddist örfáum dögum eftir að amma hans var lögð inn á sjúkrahús í janúar. Hún náði því að gleðjast yfír því að fá enn eitt heilbrigt og vel skap- að barn í hópinn sinn, á sama hátt og hún hafði glaðst yfír börnunum okkar. Nú kemur í hlut eldri barn- anna að segja litla drengnum frá ömmu Dóru sem kunni svo vel að vera amma — sem kunni svo vel að vera manneskja. Dóra var falleg kona, ljós yfirlit- um, lágvaxin, grönn og létt á fæti. Hún var hispurslaus í framkomu og hreinskiptin. Allt orðagjálfur og kjass var henni ijarri skapi en hún kunni öðrum betur að sýna tilfinn- ingar sínar í verki. Hún gerði það á ýmsan hátt, t.d. með því að koma færandi hendi í afmælin með stafla af nýbökuðum pönnukökum, pijóna lopasokka á kalda fætur, hlaupa undir bagga með fataviðgerðir og bamapössun og margt, margt fleira. Um leið og hún skynjaði að þörf var á aðstoð bauð hún hana fram. Ef veikindi yoru hjá fjölskyld- um okkar eða við þurftum að brégða okkur af bæ í nokkra daga þá átti hún það til að flytja til okk- ar á meðan hennar var þörf: „Ég kem bara,“ sagði Dóra — og svo kom hún. Henni var eðlilegt að gefa en jafnframt kunni hún að þiggja. Það er líka góður eiginleiki. Hún ætlað- ist ekki til að við kæmum alltaf til hennar, hún heimsótti okkur oft og naut þess. Samvistimar við Dóru nú síðustu vikurnar meðan máttur hennar fjaraði út bættu enn einni vídd við fyrri kynni af henni. Hún þáði þakklát þá vanmáttugu aðstoð sem við gátum veitt henni og upp- örvaði okkur allan tímann með bjartsýni sinni. Frá fyrstu tíð tók Dóra okkur tengdabömunum sem sínum eigin bömum og þau 30 ár sem þau elstu okkar hafa verið í fjölskyldunni bar engan skugga á viðkynninguna við hana. Bömin okkar og þeirra böm löðuðust að henni og leið vel í ná- vist hennar. Hún var vandræðalaus og úrræðagóð og það kunnum við öll að meta, jafnt þau elstu sem hin yngstu. Hún var traust bamfóstra yngstu barnanna alveg fram á síð- asta dag, skilningsríkur vinur ung- linganna og félagi og ráðgjafi þeirrra elstu. Hún tók aldrei þátt í því að hneykslast á ungu kynslóð- inni og forðaðist umræður sem byggðust á dómhörku og fordóm- um. Nú er daginn óðum að lengja og þeir bjartsýnustu sjá glitta í vorið handan við leiti. Vorið var mikill annatími hjá Dóm. Næsta vor munu blómin sem hún bjó nærfæmislega undir veturinn í gróðurhúsinu sínu auka unað og á þann hátt mun Dóra halda áfram að gefa. Dóra ræktaði sinn garð í besta og víðtæk- asta skilningi þeirra orða. Allt greri og blómstraði sem hún kom nærri; bæði börn og blóm. Uppskeran var líka ríkuleg og hennar naut til hins síðasta. Það em forréttindi að hafa átt slíka tengdamóður. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera henni samferða þennan spöl. Kveðja frá tengdabörnum. t HALLDÓR GUÐMUNDSSON, Ásbrandsstöðum, Vopnafirði, lést í hjúkrunarheimilinu Sundabúð aðfaranótt 14 febrúar. Aðstandendur. t Eiginmaður minn, SVEINN RÓSINKRANS JÓNSSON, lést á heimili sínu, Espigerði 4, þann 14. febrúar. Þorgerður Sveinsdóttir. t Móðursystir mín, MARGRÉT CARLSSON, lést 4. febrúar á vistheimilinu Arnarholti. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrfður Helgadóttir. t Maðurinn minn, ÁSMUNDUR SIGURÐSSON fyrrverandi alþingismaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Guðrún Árnadóttir. Legsteinar Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjðf umi IBS.HELGASONHF SKEMMUVB3148SÍMI76677

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.