Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 IMMBj AUGL YS S8Í '/Y'/y,/ $ ,, ' ''////'''< " ', HNGAi n # elle Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar og fólk með uppeldis- menntun óskast til starfa á leikskólann Hagakot v/Fornhaga. Nánari upplýsingar gefur viðkomandi forstöðu- maður í síma 29270. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUWEYRI Lausar eru til umsóknar fastar stöður og afleysingastöður hjúkrunarfræðinga á gjör- gæsludeild og vöknun. Byrjunartími: Strax eða eftir samkomulagi. Aðlögun: Við bjóðum upp einstaklingsaðlög- un með reyndum hjúkrunarfræðingi. Upplýsingar gefa Sigurlaug Arngrímsdóttir, deildarstjóri og Ólína Torfadóttir, hjúkrunar- forstjóri, í síma 96-22100 milli kl. 13-14 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hafnarfjörður Hálfsdagsstarf á skrifstofu. Endurskoðunarstofa í Hafnarfirði óskar að ráða ritara eftir hádegi. Starfið felst í inns- lætti og ritvinnslu á tölvu. Æskilegt er að umsækjandi þekki TOK-bókhaldskerfi, hafi góð tök á Word Perfect ritvinnslu og vélritun. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist fyrir 22. febrúar nk. í pósthólf 312, 222 Hafnarfirði, merktar: „Tölva". Bókari Framleiðslufyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft til bókhaldsstarfa. Reynsla af tölvubókhaldi skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 679595 milli kl. 9-12 til 20. febrúar nk. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Rekstrarstjóri Óskum að ráða rekstrarstjóra til starfa hjá deildaskiptu verslunar- og framleiðslufyrir- tæki úti á landi. Starfssvið: Yfirstjórnun þjónustukjarna. Jafn- framt er viðkomandi framkvæmdastjóri eins af dótturfyrirtækjum. Innkaup vöru og hrá- efna. Starfsmannahald o.fl. Við leitum að manni með rekstrar- og/eða viðskiptamenntun. Reynsla af stjórnunar- störfum æskileg, ákveðni og hæfni til skipu- lagðra vinnubragða nauðsynleg. Starfið krefst þess að viðkomandi hafi þjónustulund og samstarfshæfni. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Rekstrarstjóri 635“ fyrir 22. febrúar nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Knattspyrnufélag Reykjavíkur óskar eftir að ráða forstöðumann. Starfið felst í að annast daglegan rekstur félagsins og að hafa um- sjón með mannvirkjum þess, þ.m.t. viðhaldi. Leitað er að starfsmanni með rekstrarlega þekkingu og reynslu í umsjón með fasteign- um. Umsóknum skal skila til formanns hússtjórn- ar KR í KR-heimilinu, Frostaskjóli 2 í Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 2. mars nk. Hússtjórn KR. Gott sölustarf Vlð leitum að hæfu sölufólki til þess að kynna Laura Star gufustraujárnið. Kynningarnar fara fram á mörkuðum og í heimahúsum. Hafir þú áhuga á því að starfa í hressum félagsskap hjá traustu fyrirtæki, þá vinsamlega sendu inn til auglýsingadeild- ar Mbl. nafn, heimilisfang og símanúmer merkt: „G -3422“ fyrir 25. febrúar. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Verkstjóri í umbroti og útlitshönnun Vegna stækkunar á Pressunni og breyttrar vinnslu vantar okkur nú þegar vanan um- brotsmann, sem einnig getur útlitshannað. Við leitum að aðila með reynslu í Quark Ex- press, sem er nægilega drífandi til að verk- stýra vinnslueftirliti blaðsins. Hafið samband við framkvæmdastjóra í síma 621313. < . KISILIÐJAN ? V REYKJAHLÍÐ VIÐ MÝVATN Framkvæmdastjóri Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Kísiliðjan starfrækir verksmiðju, sem framleiðir síunar- og fylliefni úr kísilgúr, aðallega til út- flutnings. Starfsmannafjöldi er 61. Afkoma félagsins hefur verið góð og eiginfjárstaða er mjög traust. Aðaleigendur Kísiliðjunnar eru Ríkissjóður íslands (51%) og bandaríska fyrir- tækið Celite Corporation (48,56%). Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt, en er aðailega fólgið í stefnumörkun, áætlanagerð, ásamt stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri. Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd fé- lagsins og gætir hagsmuna þess út á við. Leitað er að hæfum manni, helst með reynslu í fyrirtækjastjórnun, sem tilbúinn er að tak- ast á við krefjandi ábyrgðar- og stjórnunar- starf. Góð kunnátta í ensku er skilyrði. Skriflegum umsóknum um starf fram- kvæmdastjóra ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun, skal merkja stjórn félagsins og senda til Kísiliðjunnar hf., 660 Reykjahlíð, fyrir 24. febrúar nk. Umsóknum skal skila á íslensku og í enskri þýðingu. Nánari upplýsingar um starfið veita: Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri, vs. 96-44190, hs. 96-44129. Pétur Torfason, stjórnarformaður, vs. 96-22543, hs. 96-22117. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim svarað. Sölumaður Óskum eftir að ráða sölumann til framtíðar- starfa. Lögð er áhersla á dugmikinn og fram- sækinn sölumann, fyrsta flokks þjónustu og hagkvæmni í rekstri. Við leitum að einstaklingi 20-40 ára með reynslu af sölumennsku. Skriflegum umsóknum er tilgreini aldur, mennt- un og fyrri störf skal senda til Ragnars Guð- mundssonar hf. fyrir föstudag 21. febrúar nk. Ragnar Guðmundsson hf. Skólavörðustíg 42, pósthólf 1143, 121 Reykjavík. © Ballogr/u= Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunarstjóra á næturvakt er laus nú þegar. Hlutastarf. Óskum að ráða hjúkr- unarfræðinga til sumarafleysinga. Sjúkraliðar Óskum að ráða sjúkraliða á ýmsar vaktir nú þegar og til sumarafleysinga. Upplýsingar í síma 26222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500, fax 686270 Fjölskyldudeild auglýsir: Öll börn og unglingar þurfa örugga fótfestu ílífinu. Verkefni fyrir þig? Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar óskar eftir að komast í kynni við fjöl- skyldur á höfuðborgarsvæðinu sem eru tilbúnar að leggja sitt af mörkum til að skapa vegalaus- um unglingum „venjulegt fjölskyldulíf". Um er að ræða krefjandi en gefandi starf þar sem flestir þeir kostir sem prýða góðar sálir koma að gagni. Nánari upplýsingar veita Regína Ásvalds- dóttir, forstöðumaður vistunarsviðs, í síma 678500 og Vilmar Pétursson, deildarstjóri unglingadeildar, í síma 625500. Laus störf Eftirtalin störf eru laustil umsóknar: 1. Símavarsla og létt skrifstofustörf hjá inn- flutningsfyrirtæki. Starf í 1 ár. 2. Afgreiðslustarf á vinsælum veitingastað. Vaktavinna. 3. Ritarastarf. Tímabundið starf til 1. júní eða 1. október 1992. Mjög góð íslensku- kunnátta og reynsla af ritarastörfum skil- yrði. Vinnutími frá kl. 9-13. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 1992. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavík - Sfrri 621355 "ir^^SEa*'^B*ŒW5»S**iraraB(^>ríWKfl7'í'5í5T'05!lKS'C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.