Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992
Suðureyri
Ný sundlaug opnuð á
Suðureyri.
NÝLEGA var tekin í notkun á Suðureyri ný sundlaug sem staðsett
er við grunnskóiann á staðnum. Sundlaugin sem er 17x8 metrar
að stærð var framleidd í Þýskalandi og kom í einingum hingað til
lands ásamt búningsklefum og öðru tiiheyrandi.
Til Suðureyrar komin kostaði
laugin 7 milljónir króna, en sjúkra-
og orlofssjóður verkalýðsfélagsins
á Suðureyri hefur lánað sveitarfé-
laginu það úármagn til kaupanna.
Þá mun kostnaður við niðursetn-
ingu vera orðin 3 milljónir króna,
en eftir er að setja niður barnalaug
sem verður 8x4 metrar ásamt frá-
gangi á lóð.
Við opnunina fluttu ávörp Hall-
dór Karl Hermannsson sveitar-
stjóri og Snorri Sturluson fráfar-
andi sveitarstjóri. Séra Sigríður
Guðmarsdóttir flutti síðan blessun-
arorð. Fyrstur stakk sér til sunds
Guðni Ólafsson en hann var mikill
hvatamaður að byggingu sund-
laugarinnar að Laugum í Súganda-
firði sem opnuð var 1933 og var
þá eina sundlaugin á norðanverð-
um Vestijörðum enda þá fjölsótt
af íbúum nágrannabyggðarlag-
anna. Sundlaugin verður opin alla
daga vikunnar enda kyndingar-
kostnaður vatnsins ekki vandamál
þar sem afallsvatn frá hitaveit-
unni, sem áður rann ónýtt til sjáv-
ar, er nú notað sem laugarvatn.
- Sturla.
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson
Súgfirðingar fjölmenntu við opnun nýrrar sundlaugar sem tekin var
í notkun laugardaginn 25. janúar á Suðureyri.
Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI
HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ
FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 10-18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL.10-16
KENNSLA
Enskunám í Englandi
Lærið ensku í Eastbourne á hinni fallegu
suðurströnd Englands.
Sumarnámskeið og almenn námskeið.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Kristinsdótt-
ur fulltrúi IFAS á íslandi í síma 671651 fyrir
hádegi virka daga.
Skákskóli (slands
Ný námskeið að hefjast. Lokaskráning í síma
Skáksambands íslands, 689141, mánudag-
inn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar
frá kl. 10.00-13.00.
Bréfaskákskóli íslands: Sendið inn nafn og.
heimilisfang og þið fáið allar upplýsingar.
Skólastjóri.
Sumarskóli íSkotlandi
Þriggja vikna alþjóðlegur enskuskóli, nálægt
St. Andrews, fyrir 10-16 ára börn og ungl-
inga í júlí og ágúst. Skólinn er í fallegu um-
hverfi og býður upp á fjölbreytta íþrótta- og
tómstundaiðkun, þ.á m. golf, ásamt mörgum
skoðunarferðum. íslenskir fararstjórar, sem
eru vel kunnugir skólanum og staðháttum,
verða með börnunum allan tímann.
Nánari upplýsingar eru veittar á kvöldin og
um helgar hjá Hildigunni í síma 91-75238,
hjá Karli Óskari í síma 91-75887 og hjá
Janice í síma 96-41078.
>
Námskeiðið:
Njótið þess
að fljúga
Flugleiðir hafa ákveðið að efna til námskeiðs
fyrir fólk sem þjáist af flughræðslu.
Námskeiðið hefst 3. mars nk. og fer skráning
fram í starfsmannaþjónustu, í síma 690143
eða síma 690173.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru: Dr. Eiríkur
Örn Arnarson og Gunnar H. Guðjónsson,
flugstjóri. Verð er kr. 25.000,-.
Námskeiðinu lýkur með flugferð til einhvers
af áætlunarstöðum Flugleiða erlendis og er
ferðin innifalin í námskeiðsgjaldinu.
Flugleiðir.
Byrjendanámskeið
formmótun (skúlptúr)
Fyrirhugað er 4 vikna námskeið í formmót-
un. Unnið verður með ýmis form í leir. Kennt
verður í 1V2 klukkustund þrisvar í viku. Nám-
skeiðið er öllum opið en nýtist sérstaklega
fólki sem starfar með börnum eða við með-
ferðarstörf
Námskeið
f notkun mismunandi skúlptúrefna
Haldið verður helgarnámskeið í notkun mis-
munandi skúlptúrefna eftir byrjendanám-
skeiðið. Á þessu námskeiði verður meðal
annars kennd gerð afsteypu, notkun flot- og
marmarasteypu o.fl.
Leiðbeinandinn, Sigurður, hefur lokið 4 ára
myndlistar- og kennslunámi í Englandi.
Upplýsingar veittar í síma 91-20233 eftir kl. 20.
Læknastofa
Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni hf.,
Álfheimum 74.
Theódór Sigurðsson, læknir.
Sérgr. almennar skurðlækningar.
Tímapantanir í síma 686311.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
unglingadeild, Vesturgötu 17, s. 622760
Fjölskyldudeild auglýsir:
Námskeið fyrir
tilsjónarmenn
Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar sinnir margvíslegu stuðn-
ingsstarfi við börn, unglinga og fjölskyldur
þeirra. Tilsjón er eitt slíkra stuðningsúrræða.
Fyrirhugað er að halda námskeið í byrjun
mars fyrir þá sem hafa áhuga á að taka að
sér slíkt starf. Ekki er krafist sérstakrar
menntunar en hæfni og áhugi á mannlegum
samskiptum eru nauðsynlegir eiginleikar.
Nánari upplýsingar veita Vilmar Pétursson,
deildarstjóri unglingadeildar í síma 625500 og
Regína Ásvaldsdóttir, forstöðumaður vistun-
arsviðs í síma 678500 fyrir 22. febrúar nk.
Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Laust lyfsöluleyfi,
sem forseti íslands
veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Blöndu-
ósi (Apótek Blönduóss). Dánarbú fráfarandi
lyfsala óskar eftir því að viðtakandi lyfsali
kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í, sbr. 11.
gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og
með 1. júní 1992.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist
ráðuneytinu fyrir 10. mars nk.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið,
13. febrúar 1992.
Orðsending til bænda á
fjá rski ptasvæðu m
Þeir bændur sem ætla að kaupa líflömb í
fyrsta eða annað sinn nk. haust eftir samn-
ingsbundið fjárleysi þurfa að leggja inn skrif-
lega pöntun á líflömbum fyrir 25. mars nk.
Sauðfjársjúkdómanefnd ákveður hvaðan
líflömb verða tekin.
Aðeins koma þeir aðilar til greina sem lokið
hafa fullnaðar sótthreinsun á fjárhúsum,
hlöðum og umhverfi þeirra.
Svör við pöntunum munu þerast í júní nk.
hvar taka má líflömb haustið 1992.
Sauðfjárveikivarnir,
Rauðarárstíg 25,
150 Reykjavík.
ÍHLAÐVARPINN
Vesturgötu 3
Hluthafar
i'Hlaðvarpanum
Aðalfundur Vesturgötu 3 hf. verður haldinn
í Hlaðvarpanum þann 29.2 1992 kl. 16.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.