Morgunblaðið - 11.03.1992, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
Atvinnuleysisdagar 28 þúsund fleiri í
febrúar en á sama tíma 1991:
Dregur úr atvinnu-
leysi nema á höf-
uðborgarsvæðinu
SKRÁÐ atvinnuleysi á landsvísu í febrúar var 2,8% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytisins. Heldur dró úr atvinnuleysi á lands-
byggðinni frá því í janúar síðastliðnum. Þá mældist að meðaltali
5,5% atvinnuleysi en í febrúar var það 3,8%. Á höfuðborgarsvæðinu
jókst atvinnuleysi hins vegar um 28%. Þar mældist 2,1% atvinnuleysi
í febrúar en var 1,6% í janúar. Hlutur höfuðborgarsvæðisins í heildar-
atvinnuleysi í landinu hefur aukist úr 33% í 45% milli mánaða.
Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga
í febrúar jafngildir því að 3.466
manns hafi að meðaltali verið á
atvinnuleysisskrá í mánuðinum,
samanborið við 4.030 í janúarmán-
uði. Síðasta virka dag mánaðarins
voru þó 4.200 manns á atvinnuleys-
isskrá, þar af tæplega 2.000 á höf-
uðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysisdögum fækkaði um
rúmlega 12 þúsund frá því í jan-
VEÐUR
úar, úr 87 þúsund dögum niður í
75 þúsund daga, en fjölgaði um 28
þúsund daga miðað við febrúar
1991. í yfirliti Vinnumálaskrifstofu
segir að þrátt fyrir nokkurn bata
hvað atvinnuástand á landsbyggð-
inni snertir verði atvinnustigið í
heild að teljast óviðunandi miðað
við árstíma, þar sem ýmsir lands-
hlutar búi enn við 4-5% atvinnu-
leysi og atvinnuleysið á landsvísu
mælist nú sama hlutfall af mann-
afla og í febrúar 1970.
Á höfuðborgarsvæðinu voru
skráðir 33.931 atvinnuleysisdagar
í mánuðinum og voru að meðaltali
1.566 á atvinnuleysisskrá, þar af
1.006 karlar og 560 konur. Síðasta
virka dag mánaðarins voru tæplega
VEÐURHORFUR / DAG, 11. MARS
YFIRLIT: Suðaustur af Jan Mayen er 970 mb lægð á leið norðaustur.
Yfir Norður-Grænlandi er 1.020 mb hæð, Um 100 km vestnorðvestur
af Garðskaga og um 200 km suðsuðaustur af Hornafirði eru smálægðir
á leið suðaustur. I fyrramáliö myndast lægð á Grænlandshafi.
SPA: Suðaustankaldi eða stínningskaldi og snjókoma á Suövesturlandi
og síðar einnig suðaustanlands. Um landið norðanvert veröur úrkomu-
Jauat, sums staðar nokkuð bjart og þar er útlit fyrir tatsvert frost.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðaustanátt og snjókoma eöa él um mik-
inn hluta landsins, síst þó vestanlands. Talsvert frost um allt land.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norð-
anvert, en syðra léttir til. Frost á bilinu 10-17 stig.
Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað
* r *
* r
r * r ,
Slydda
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V t V
Skúrír Slydduél Él
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstíg.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
Súld
Þoka
V
Btig..
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 ígær)
Ágæt færð er í nágrenni Reykjavíkur austur um Hellisheiði og Þrengsli
um Suðurland og með ströndinni til Austfjarða, en víða er háika á þessu
svæði. Á Austfjörðum er ágæt færð nema Oddskarð, Fjarðarheiði og
Vatnsskarð eystra eru aðeins fær jeppum og stórum bilum. Fært er
fyrir Hvalfjörð, um Borgarfjörð og Snæfellsnes, nema Kerlingarskarð er
aðeins fært stórum bílum og jeppum. Fært er vestur í Dali um Heydal
og Bröttubrekku en aðeins er fært stórum bílum og jeppum fyrir Gils-
fjörð til Reykhóla. Fært er mílli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar en Kleífa-
heiói og Hálfdán eru aðeins fær jeppum og stórum bílum. Fært er norð-
ur yfir Holtavörðuheiði, til Hólmavíkur og þaðan um Steingrímsfjarðar-
heiði til (safjarðar og Bolungarvíkur. Frá Isafirði er fært til Súgandafjarð-
ar en Breiðadalsheiði er ófær. Fært er um Norðurland til Siglufjarðar,
Ólafsfjarðar, Akureyrar og Húsavíkur og þaðan með ströndinni til Vopna-
fjarðar. Möðrudalsöræfi eru jeppafær. Vegagerðin
VEÐUR VÍÐA
kl. 12.00 í gær
hltl
UM HEIM
að ísl. tíma
veftur
Akureyri +7 skýjað
Reykjavík +2 léttskýjað
Bergen vantar
Helsinki vantar
Kaupmannahöfn vantar
Narssarssuaq +14 alskýjað
Nuuk +12 snjókoma
Ósld vantar
Stokkhólmur vantar
Þórshöfn vantar
Algarve 18 heiðskírt
Amsterdam 11 léttskýjað
Barcelona 12 mlstur
Berlfn 12 heiðskírt
Chicago +6 snjókoma
Feneyjar 11 þokumóða
Frankfurt 11 mlstur
Glasgow 4 skórásið. klst.
Hamborg 10 mistur
London 11 rign. á síð. klst.
LosAngeles 12 skýjað
Lúxemborg varttar
Madríd 12 léttskýjað
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Montreal 6 rign. á síð. klst.
New York 6 þokumóða
Orlando 18 alskýjað
París 12 hálfskýjað
Madeira 19 léttskýjað
Róm 13 þokumóða
Vín 11 heíðskírt
Washington 13 alskýjað
Winnipeg +17 heiðskírt
2.000 á atvinnuleysisskrá á höfuð-
borgarsvæðinu. í mánuðinum
mældist að meðaltali 2,1% atvinnu-
leysi. í janúar sl. voru að meðaltali
1.219 á atvinnuleysisskrá og mæld-
ist þá að meðaltali 1,6% atvinnu-
leysi, en í febrúar 1991 voru að
meðaltali 664 á atvinnuleysisskrá.
Mest atvinnuleysi var skráð á
Suðurnesjum, 5,3% en var í janúar
7%. Þar voru 385 manns á atvinnu-
leysisskrá í mánuðinum, samanbor-
ið við 519 manns í janúar. Á Norð-
urlandi eystra var að meðaltali 4,6%
atvinnuleysi en var í janúar 6,5%.
Á Norðurlandi vestra var að meðal-
tali 4,5% atvinnuleysi í febrúar en
6,9% í janúar. Á Suðurlandi var að
meðaltali 4% atvinnuleysi í febrúar
en 6,4% í janúar. Á Austurlandi var
að meðaltali 3,7% atvinnuleysi í
febrúar en 5,6% í janúar. Á Vestur-
landi var að meðaltali 2,3% atvinnu-
leysi í febrúar en 3,4% í janúar.
Minnst atvinnuleysi var á Vestfjörð-
um, eða að meðaltali 0,5% í febrúar
en var í janúar 0,7%.
______________________________________L
Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ:
Gjald fyrir botnfisk-
kvóta er íþyngjandi
VINNUVEITENDUR lögðu fram sérstakt minnisblað á fundi sínum
með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni
utanríkisráðherra síðastliðinn laugardag, þar sem segir að vinnuveit-
endur leggji megin áherslu á að rekstrarskilyrði fyrirtækja þurfi
að batna. „Sérstök athygli er vakin á nýjum launaskatti sem er 0,2%
á öll laun, sérstöku vörugjaldi á allan inn- og útflutning og gífur
lega hækkun á ýmsum þjónustugjöldum á sjávarútveg og samgöng
ur. Má þar nefna gjaldtöku fyrir botnfiskkvóta," segir m.a. á minnis
blaði VSI til ríkissljórnarinnar.
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður VSÍ var í gær spurður hvort
skilja mætti setninguna um gjald-
töku fyrir botnfiskkvóta á þann veg
að vinnuveitendur gerðu óbreytta
stjórnun fiskveiða að skilyrði fyrir
kjarasamningum: „Vinnuveitendur
eru með þessu, sem ég vil ekki
nefna skilyrði, að benda ríkisstjórn-
inni á í mikilli vinsemd að það er
skilningur Vinnuveitendasam-
bandsins að grunnpunktur efna-
hagsstjórnar ríkisstjórnarinnar sé
óbreytt gengi. Óbreytt gengi getur
hins vegar aldrei staðist, ef það er
stefna ríkisstjórnarinnar að hægri
höndin viti ekki hvað sú vinstri
gerir. Genginu verður ekki haldið
óbreyttu um leið og framleiðslunni
verður íþyngt og samkeppnishæfni
hennar skert,“ sagði Einar Oddur.
Hann sagði að þetta kæmi
stjórn fiskveiða í sjálfu sér ekkert
við. Gjaldtaka fyrir botnfiskveiðar
væri bara íþyngjandi aðgerð sem
yki greiðslubyrði aðalútflutnings-
greinarinnar sem þegar væri í
miklum vanda stödd. Aðspurðu;'
hvort full samstaða væri um þett;
plagg innan VSÍ sagði Einar Odd
ur: „Að sjálfsögðu er full samstaða
um þetta atriði.“
Einar Oddur var spurður hvað
félagsmenn Félags íslenskra iðn-
rekenda innan VSÍ segðu um þetta
tiltekna atriði um gjaldtöku fyrir
botnfiskkvóta: „Það sést svart á
hvítu á því sem komið hefur frá
FÍI um veiðileyfagjöld að Félag
íslenskra iðnrekenda hefur aldrei
lagt til að hér yrðu lögð á veiði-
leyfagjöld, öðru vísi en gengið
yrði fellt,“ sagði Einar Oddur
Kristjánsson formaður VSÍ.
Hafrannsóknastofnun og Háskólinn á Akureyri:
Tveir starfsmenn ráðnir
til að undirbúa þorskeldi
ÞAU Anette Jarl Jörgensen og Valdimar Gunnarsson hafa verið ráðin
til að annast undirbúning að tilraunaframleiðslu á þorskseiðum í Eyja-
firði á vegum Hafrannsóknastofnunar og Háskólans á Akureyri. Þau
munu að likindum hefja störf með vorinu og er gert ráð fyrir að undir-
búningurinn standi út þetta ár og ef niðurstöður verða jákvæðar má
búast við að hafin verði framleiðsla á þorskseiðum á næsta ári.
Anette Jarl Jörgensen er sjávarlíf- Eyjafjörður þykir hafa ýmsa kosti
fræðingur frá Háskólanum í Tromsö,
en Valdimar Gunnarsson er sjávarút-
vegsfræðingur frá sama skóla. Þau
munu koma til starfa í vor, en heim-
ild er fyrir þessum stöðum út þetta
ár, að sögn Steingríms Jónssonar,
forstöðumanns Hafrannsóknastofn-
unar á Akureyri. Verði niðurstöður
rannsókna þeirra góðar má búast við
að framhald verði á þessari tilraun,
sem gerð er í samvinnu Hafrann-
sóknastofnunar og Háskólans á Ak-
ureyri.
að því er varðar hafbeit á þorski og
hefur verið rætt um þetta mál um
nokkurt skeið, en með ráðningu
tveggja starfsmanna verður því hrint
í framkvæmd og nauðsynlegar undir-
búningsrannsóknir hafnar. Samhliða
þessu verkefni munu starfsmenn
Hafrannsóknastofnunar stunda
rannsóknir á klaki og hrygningu
þorsks í fiskeldistöð stofnunarinnar
í Grindavík auk þess sem gerð verð-
ur rannsókn á vistfræði Eyjafjarðar.