Morgunblaðið - 11.03.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
Drengjakór Laugarnessóknar
________Tónlist___________
Ragnar Bjömsson
Ronald Vilhjálmur Turner hefur
sannarlega byijað þarft verk með
því að koma á fót drengjakór við
Laugarneskirkju og svo virðist að
hér verði ekki um dægurflugu að
ræða því starfið er þegar orðið
umfangsmikið og byggl. upp á
reynslu erlendra fyrirmynda og þá
með framtíðina í huga. En að baki
drengjunum sem sungu tónleikinn
á sunnudaginn í Langholtskirkju
mun vera hópur yngri drengja í
þjálfun sem taka við þegar sópran-
og altraddir drengjanna hafa breyst
í tenóra, baritóna eða bassa.
Það hlýtur að vera mikið vanda-
verk að vinna með barnaraddir, og
þá ekki síst drengja. í þeim fræg-
asta drengjakór allra tíma, Vínar-
drengjakórnum, fór þjálfunin fram
í tónmenntum almennt og miklar
kröfur gerðar til drengjanna á þeim
sviðum, enda komu margir merk-
ustu tónlistarmenn Austurríkis úr
þeirri frægu uppeldisstofnun.
Svokölluð radd- eða söngtækni
kemur að öllum líkindum af sjálfu
sér þegar örugg þekking á innviðum
verkefnisins liggur fyrir. Börn gera
sönginn ekki að vandamáli, þau
bara syngja. Það kemur og heim
við það sem þekktur söngkennari
þýskur sagði eitt sinn við mig, en
sá var með námskeið fyrir söngvara
um víða Evrópu, allt frá Ítalíu til
Norðurlanda, að mikill munur væri
á að kenna Suðurlandabúum eða
Mið-Evrópu- og Norðurlandabúum
söng. Suðurlandabúinn væri líkari
barninu, laus við hömlur og feimni
og syngi eðlilega og rétt án þess
að vita af því. Öðru máli gegndi
hjá íbúunum norðan Alpa, en þar
yrðu hömlur og feimni ríkjandi ekki
síðar en með kynþroskaaldri og því
þyrftu þeir miklu frekar að búa til
í sig rödd, en kannski eru það sama
og „tricksin“ sem sú ágæta söng-
kona og virðulega prestsfrú, Ágústa
Ágústsdóttir, minnist á í feimnis-
lausri grein sinni í Morgunblaðinu
nýlega. Munurinn eini sá að „tricks-
in“ hennar gerast fyrir sunnan Alpa
en þýska söngkennarans norðan
Alpa.
En úr því komið er inn á grein
frú Ágústu er ekki forsvaranlegt
annað en leiðrétta sögubrengl frú-
arinnar. Hún segir: „Með Richard
Wagner (f. 1813) má tala um bylt-
ingu í sönglist. Áður höfðu Bellini,
Verdi, Puccini og Mascagni samið
dramatískustu óperurnar." Verdi
er fæddur sama ár og Wagner,
Puccini er fæddur tæpum 50 árum
eftir Wagner og Mascagni ennþá
síðar. Bellini er að vísu nokkrum
Drengjakór Laugarneskirkju.
árum eldri en Wagner en sögulega
séð er hann fyrst og fremst bendlað-
ur við aðra stefnu en frúin ætlar
honum.
Mér þykir leitt að þurfa að leið-
rétta þetta hér, en svona villur geta
gert aðra hluti ótrúverða.
Drengjakór Laugamessóknar
var sérlega ánægjulegt á að hlýða
og verður spennandi að fylgja fram-
vindu hans. Það sem mér fannst
helst að var tekstaframburður sem
oft var óskýr og gæti hafa valdið
ónákvæmni í „intonation" á stund-
um, og um leið óhreinum hljómum.
Mér segir svo hugur að ef drengirn-
ir einbeita sér enn betur að fram-
burðinum og gleypa ekki endinn á
orðinu að þá muni söngurinn verða
mun hreinni.
En fararheilla er þeim óskað til
Bandaríkjanna um næstu helgi.
David Knowles aðstoðaði á orgel
og píanó, sömuleiðis Guðrún Sigríð-
ur Birgisdóttir á flautu og Kristján
Þ. Stephensen á óbó.
Ciurlionis-strengjakvartettinn. Frá vinstri: Jonas Tankevicius, Saul-
ius Licius og Aloyzas Grizas. Á myndina vantar Rimantas Siugdinis,
sem var veikur er myndin var tekin.
Kammertónlist
Grettir í Garðabæ
__________Tónlist_______________
Jón Ásgeirsson
Fjórðu tónleikar Tónlistarfélags-
ins í Reykjavík voru haldnir að
venju í íslensku óperunni og komu
þar fram gestir frá Litháen, strengj-
akvartett, sem nefnir sig eftir ein-
um frægasta málara og tónsmið
Litháa, Mikalojus Konstantinas
Ciurlionis (d.1911). Ciurlionis-
kvartettinn hefur starfað frá 1968,
er þeir félagar, sem nemendur við
Tónlistarháskólann í Litháen, tóku
að leika saman. Þeir hafa notið leið-
sagnar frægra kammertónlistar-
manna, eins og t.d. Dmitri Shebal-
ins, lágfiðluleikara í Borodin- kvart-
ettinum og fíðluleikarans Tatrai,
er lék með Búdapest-kvartettinum.
Þama virðist ekki hafa verið flanað
að neinu, em vandað til alls undir-
búnings.
Á efnisskrá Ciurlionis-kvartetts-
ins voru þijú verk; g-moll passa-
caille eftir Handel, í útfærslu ein-
hvers Aslamasians, strengjakvart-
ett í d-moll, Op.34, eftir Dvorák og
F-dúr strengjakvartettin eftir Ra-
vel.
Passacaille í g-moll, sem er
reyndar í ehaconne-formi, var nokk-
uð mikið umsnúin af hendi Aslam-
asians og því í reynd skemmd á því
verki sem Handel samdi árið 1720.
í efnisskrá er nafn tónskáldsins rit-
að Hándel, en hann sjálfur mun,
sem enskur borgari, hafa ritað nafn
sitt Handel (ekki með tvípunkti) og
jafnvel Hendel, er hann var á Ital-
íu. Með tvípunkti er farið eftir þýska
rithættinum, sem vissulega var
upprunalegi rithátturinn á föður-
nafni hans. Hvað sem þessu líður,
þá gerir minna til hvernig nafn
hans er ritað en skiptir hins vegar
nokkru, að standa fyrir því að flytja
slíka brenglun á jafn ágætu verki,
svo sem smekklaus umritun Aslam-
asians er.
Það var ekki fyrr en félagamir
í Ciurlionis-kvartettinum tóku að
leika d-moll strengjakvartettinn eft-
ir Dvorák, að þeir sýndu virkileg
kammermúsiktilþrif og þá sérstak-
lega í Adagio-þættinum, sem var
frábærlega vel leikinn. í kvartettin-
um eftir Dvorák mátti Víða heyra
stórskemmtilegan leik, bæði í sam-
spili, mótun tónhendinga, þar sem
spenna og slökun var ekki aðeins
útfærð í styrkleikabreytingum,
heldur og í vandlega samvirkum
hraðabreytinum. Þessi leikmáti fé-
laganna blómstraði blátt áfram í
F-dúr kvartett Ravels, sem fékk á
sig myndrænt form, í anda impress-
ionismans og er víst að slík túlkun
og leikur með blæbrigði, sem þar
gat að heyra, er ekki hversdags
viðburður og ekki á margra færi
að leika eftir með jafn miklum
glæsibrag.
Með gagnrýni í blaðinu í gær
um „Baltneska tónlist" birtist
röng mynd. Er beðist velvirðing-
ar á mistökunum.
Leiklist
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Leikfélag Fjölbrautaskólans í
Garðabæ sýnir söngleikinn um
Gretti.
Höfundar: Egill Ólafsson, Ólafur
Haukur Símonarson, Þórarinn
Eldjárn.
Leikstjóri: Sigurþór Albert
Heimisson.
Söngstjóri: Sigurður Halldórs-
son.
Leikmynd: Ólöf Björnsdóttir,
Margrét Perla.
Söngleikurinn um Gretti, sem sló
svo rækilega í gegn í Austurbæj-
arbíói fyrir rúmum áratug, á enn
vinsældum að fagna og þá einkum
meðal yngra fólks. Ekki er til dæm-
is langt síðan að Leikfélag Keflavík-
ur færði hann upp á sitt svið, sömu-
leiðis Leikfélag Menntaskólans á
Akureyri og nú er röðin komin að
Leikfélagi Fjölbrautaskólans í
Garðabæ. Eðlilega útheimtir þetta
verk sönghæft fólk og stundum
getur verið erfítt að finna fólk sem
bæði getur sungið og leikið. í þess-
ari sýningu er til dæmis söngurinn
oft prýðilegur en leikur allur í slak-
ara lagi, þó með undantekningum.
Söguna um Gretti og baráttu
hans við Glám þekkja sennilega
flestir framhaldsskólanemendur og
það ætti því að vera áhugavert fyr-
ir.þá að velta því fyrir sér hvar
Gretti nútfmans væri að finna og
hver væri í hlutverki Gláms. Upp-
haflega var Grettir söngleiksins
búsettur í Breiðholti í stöðugri bar-
áttu við stofnanir samfélagsins líkt
og nafni hans forðum sem var and-
félagslegur í meira lagi. Garðbæ-
ingar hafa staðfært textann nokkuð
og þeirra Grettir býr því í Garðabæ.
Eins er textinn færður nær okkur
í tíma, til dæmis er talað um menn-
ingarfulltrúann í London og fall
Sovét.
Umgjörð leiksins er afar einföld,
svört tjöld í bakgrunni og svartir
mistórir kassar á sviðinu þjónuðu
margskonar hlutverkum en stund-
um fannst mér leikararnir full
stressaðir við að koma þeim á sína
staði.
Almar Guðmundsson var í hlut-
verkum Grettis og Gláms og stóð
sig ágætlega einkum sem Glámur.
Það var helst að hreyfingar hans
væru full einhæfar. Foreldra Grett-
is léku þau Ólafur Einar Rúnarsson
og Kristjana Bjarnþórsdóttir. Ólafi
tókst einna best upp í því að sam-
eina líflegan ieik og ágætan og
kraftmikinn söng. Hann naut sín
líka afar vel í apagervi pabbans.
Kristjönu skorti aftur stundum líf-
lega framkomu á sviðinu. Hjalti
Már Björnsson lék Atla bróður
Grettis með stakri piýði og hann
er góður söngvari en þegar hann
var ekki að syngja var hann full
VAR EINHVER
A f )
m
Hjá okkur færðu dýnur efftir máli í öllum verðflokkum — aðeins örlítið ódýrari
20kg/m3
27 kg/m3
Fyrirlitla notkuri
með áklæði eftir þín
Stætðir í cm VERÐ VERÐ VERÐ
70 x 200 x 9 3.415,- 4.788,- 5.985,-
70 x 200 x 1 2 4.553,- 6.384,- 7.980,-
90 x 200 x 1 2 5.854,- 8.208,- 10.260,-
1 20 x 200 x 1 2 7.805,- 10.944,- 13.680,-
1 60 x 200 x 1 2 1 0.406,- 14.592,- 18.240,-
LANDSÞEKKT DÝNUÞJÓNUSTA: Við gerum meira en að framleiða fullunnar dýnur. Við lagfærum og
endurbætum gamlar svampdýnur, skiptum um áklæði og veitum ráðleggingar um val og frágang á dýnum sem
henta við mismunandi aðstæður. Síma- og póstkröfuþjónusta. Uppgefið verð er fyrir óklæddar svampdýnur.