Morgunblaðið - 11.03.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
13
Endurnota, endur-
vinna og nota minna
eftir Garðar
Guðjónsson
í grein minni um alþjóðadag neyt-
endaréttar sem birtist í Morgunblað-
inu, fjallaði ég um sjö lágmarkskröf-
ur neytenda. 15. mars er að þessu
sinni helgaður þeirri sjöundu, sem
íjallar um umhverfi. í henni er þó
ekki aðeins falin krafa. í henni felst
einnig ábyrgð og hún kallar á frum-
kvæði neytenda. Lykilorð í þessu
sambandi eru að endurnota, endur-
vinna og - ekki síst - nota minna.
íslendingar hafa nú um skeið
fengið að venjast umflöllun fjöl-
miðla um hin ýmsu umhverfisvanda-
mál sem steðja að; eyðingu ós-
onlagsins, gróðurhúsaáhrif, mengun
andrúmslofts, vatns og jarðvegs,
rányrkju auðlinda, heilbrigðisvanda-
mál.
Öll þessi vandamál má rekja til
daglegra umsvifa mannskepnunnar
og þó einkum þess litla minnihluta
mannanna sem býr við allsnægtir
og stendur fyrir stærstum hluta
þeirrar sóunar sem einkennir nútím-
ann. Við íslendingar tilheyrum
vissulega þessum litla minnihluta
sem ógnar tilveru sinni og annarra
lífvera með skeytingarleysi sínu og
ofneyslu.
Það er stundum sagt að beina
þurfi mannkyninu inn á braut sjálf-
bærrar þróunar, sem eigi að tryggja
hina sameiginlegu framtíð okkar
allra. Þetta gerist varla nema íbúar
ofneyslusamfélaganna geri þessi orð
að sínum: Endurnota, endurvinna
og nota minna.
Að endurnota
íslenskt neyslusamfélag einkenn-
ist mjög af sóun hvers konar. Hlut-
ir eldast hratt og hafna gjarna á
ruslahaugum fyrir aldur fram. Við
látum stjórnast af ríflegri nýjunga-
girni. Það er of algengt að við hend-
um hlutum fremur en að láta lappa
upp á þá. Einnota ílát og áhöld eru
mikið notuð í stað hluta sem nota
má aftur og aftur.
Að endurvinna
Endurvinnsla er á frumstigi á
íslandi, en það er sjálfsagt að nýta
sér þá möguleika sem fyrir hendi
eru. íbúar höfuðborgarsvæðisins
eiga þess kost að skila ýmsu hrá-
efni og ýmsum úrgangi fram hjá
ruslafötunni. Skila má timbri,
pappa, pappír og málmum á gáma-
stöðvar. Umbúðum um gosdrykki
og áfengi er sjálfsagt að skila til
Endurvinnslunnar. Spilliefni fara að
sjálfsögðu ekki annað en á gáma-
stöðvar. Safnhaugar ættu að vera
sjálfsagt mál á flestum heimilum.
Ekki á að þurfa að aka með garðaúr-
gang fram og aftur um borgina.
Bara með þessum einföldu aðgerð-
um má draga verulega úr því sorpi
sem áður fór í einn haug og nýttist
engum. Vonandi verður þess ekki
lengi að bíða að sveitarfélögin á
landsbyggðinni sjái sóma sinn í að
færa þessi mál í betra horf.
Að nota minna
Þetta er kannski það stig aðgerð-
anna sem skiptir mestu máli og
getur átt við svo fjöldamargt. Þetta
getur þýtt að nota minna þvotta-
efni, að nota einkabílinn minna, að
Garðar Guðjónsson
„Við íslendingar til-
heyrum vissulega þess-
um litla minnihluta sem
ógnar tilveru sinni og
annarra lífvera með
skeytingarleysi sínu og
ofneyslu.“
nota minni orku, að nota minna
vatn, að draga úr umbúðanotkun-
inni, að draga úr efnanotkuninni á
heimilinu og í tengslum við bílinn,
að nota minna yfirhöfuð. Stundum
er reyndar örðugt að sjá muninn á
því að endurnota og að nota minna.
Við munum komast að því að
álagið á pyngjuna minnkar við allt
þetta og væntanlega skánar sam-
viskan um leið. Hér er ekki verið
að mælast til þess að almenningur
hverfi aftur til fortíðar að neinu'
marki eða að teknir verði upp lífs-
hættir sem blómabörnum varð tíð-
rætt um á sinni tíð. Mikilvægast er
að hver og einn setji neyslu sína og
lífshætti í samhengi við umhverfið.
Að baki alls sem við neytum býr
notkun auðlinda, stundum rányrkja.
Við alla framleiðslu er notuð orka
og hún ekki alltaf af hreinasta tagi.
Framleiðslu neysluvara fylgir
gjarna mengun vatns, lofts eða jarð-
vegs eða alls þessa í senn.
Flutningur neysluvarnings heims-
hornanna á milli tekur sinn toll.
Jafnvel smæstu umsvif okkar valda
umhverfisspjöllum. Ábyrgir neyt-
endur setja lífshætti sína og neyslu
í þetta samhengi og aðhafast í sam-
ræmi við það. Með þessu er þó ekki
sagt að ábyrgðin sé eingöngu neyt-
enda. Forráðamenn sveitarfélaga og
fyrirtækja verða líka að taka tillit
til umhverfisins í sínum rekstri.
Höfundur er ritstjóri
Neytendnblnðsins og
upplýsingnfulltrúi
Neytendnsamtaknnnn.
Ný kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur senn tilbúin:
Verður sýnd á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes í maí
KVIKMYND Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á hinuii, sem
fjallar uni það þegar franska vísindaskipið „Pourquoi-pas?“ strand-
aði hér við land árið 1936, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Can-
nes í Frakklandi í maímánuði næstkomandi. Að sögn Kristínar er
unnið að lokafrágangi myndarinnar hún en var valin sem framlag
íslendinga til Norræna kvikinyndaverkefnisins 1991.
Grettir; alls staðar á slqön. Alm-
ar Guðmundsson í hlutverki
Grettis.
stífur á sviðinu. Kannski má skrifa
þetta á reikning leikstjórans, hann
hefði mátt brýna það betur fyrir
leikurunum að halda alltaf einbeit-
ingunni og vera með í leiknum þrátt
fyrir að þeir séu ekki beinlínis þátt-
takendur. Þetta var það sem bagaði
kórinn talsvert, því milli söngatriða
missti hann alveg einbeitinguna og
það sem fram fór á sviðinu virtist
ekkert koma honum við, frekar
fólkið í salnum. Reyndar verð ég
að geta þess að þetta á alls ekki
við alla því Fanney Dröfn Guð-
mundsdóttir sem lék líka Hrefnu
Víkings og skólástjórann var full
af lífi og fylgdist með allan tímann
og það gerði áhugaleysi hinna í
kórnum kannski enn meira áber-
andi.
Ég sá aðra sýningu og kannski
hefur spennufall eftir frumsýningu
vaidið því að sýningin var svolítið
hæg en sönglögin eru skemmtileg
og lífleg og sá hluti sýningarinnar
var prýðilegur. Ég er heldur ekki
að krefjast stjörnuleiks af óreynd-
um leikurum en þegar næg leik-
gleði er til staðar bætir hún margt
upp, bara að njóta þess að vera á
sviðinu.
Að sögn Kristínar verður kvik-
mynd hennar ein af fimm Norræn-
um kvikmyndum sem sýndar verða
í Cannes. Hún segir að ekki verði
byrjað að setja myndina í almennar
sýningar fyrr en seinni hluta sum-
ars. „Það er alveg vonlaust að sýna
kvikmyndir hér á landi á vorin og
því stefnum við að því að setja
myndina í sýningar hér í lok júlí
eða bytjum ágúst,“ segir Kristín.
Kvikmyndin fjallar, sem fyrr seg-
ir, um strand franska vísindaskips-
ins „Pourquoi-pas?“. „Myndin segir
frá aðdraganda og afleiðingum
slyssins og gerist á strandstað á
Straumfirði á Mýrum. Það er ung
stúlka sem býr á bæ þarna og hún
rifjar upp atburði frá fjórtándu öld
þegar bölvun var sett á staðinn.
Einnig er atburðarrás á skipinu
sjálfu tengd við söguþráðinn," segir
Kristín.
Meðal íslenskra leikara, sem fara
með aðalhlutverk í kvikmyndinni,
eru Tinna Gunnlaugsdóttir, Álfrún
Helga Örnólfsdóttir, Valdimar Fly-
ering, Helgi Skúlason og Sigríður
Hagalín. Auk þess fara frönsku
leikarinir Pierre Vaneck, Christoph
Pinon og Christian Charmetant
einnig með aðalhlutverk. Kristín
segir gerð kvikmyndarinnar hafa
tekist mjög vel og fólk sé ánægt
með niðurstöður. „Þetta var mjög
erfitt og viðamikið verk og áhættu-
þættir voru gífurlegir en enga að
síður hefur gerð myndarinnar tekist
vonum framar," segir hún.
UM URVAL AF DYNUM?
vali og með frágangi eftir þínu höfði. Hér eru nokkur dæmi um verð á óklæddum svampdýnum:
40 kg/m3
Mjög mjúkur
svampur
Eggjabakkadýna
Heilsuyfirdýna,
loftræstir og einangrar.
Einstök fjöðrun
//
VERÐ VERÐ BREIDD VERÐ
7.371,- 75 cm 4.830,-
9.828,- 1 1.410,- 80 cm 5.152,-
12.636,- 14.670,- 90 cm 5.796,-
16.848,- 1 9.560,- 110 cm 7.084,-
22.464,- 26.080,- 1 60 cm 10.304,-
Við útbúum að sjálfsögðu dýnuver og klæðum með áklæði af lager eða
tillögðu efni. Bjóðum einnig upp á hundruð mismunandi áklæða með
pöntunarþjónustu okkar. LIHU INN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ.
ellc
•ess
LYSTADLIN-SNÆLAN D hf
Skútuvogi 11, símar 814655 og 685588.
Sendurn í póstkröfu um land allt
Kork*o*Plast
Veggkork
í 8 gerðum.
Ávallt til
á lager
Sænsk gædavara
KORK-gólfflísar
með vinyl-plast-éferð
Kork*o*Plast:
í 10 gerðum
t
Aörar korRvörutegundir á lager;
Undiríagskork í þremur þykktum
Korkvélapakkningar i tveimur þykktum
Gutubaðstofukork
Voggtöflu-korkplötur i þremur þykktum
Kork-parkett venjulegt, i tveimur þykktum
Einkaumboð á íslandi:
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 • Reykiavík • Sími 38640
FJAÐRAGORMAR
ÍÝMSABÍLA