Morgunblaðið - 11.03.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Lýsi hf. hafa fengið alþjóðlega „vottun“:
Vottimin verður enn frekari
lyftístöng fyrir Sölumiðstöðina
- segir Friðrik Pálsson forstjóri SH
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna og Lýsi hf. fengu fyrir
skömmu svokallaða „vottun“ á starfsemi fyrirtækjanna samkvæmt
alþjóðastöðlum. Fyrirtæki verða að uppfylla mjög strangar kröfur
um alla starfsemi til að fá slíka vottun. Friðrik Pálsson forstjóri
SH og Ágúst Einarsson forstjóri Lýsis hf. sögðu í samtali við
Morgunblaðið að þetta yrði til þess að fyrirtækin yrðu mun sam-
keppnishæfari á markaði erlendis. Þá voru þeir sammála um, að
þótt búast mætti við aukinni sölu fyrirtækjanna í kjölfarið væri
hitt ekki síður mikils vert hversu betri fyrirtækin væru og allt
starf þeirra skilvirkara, eftir að kröfur fyrir vottun voru uppfyllt-
ar. Æ fleiri fyrirtæki erlendis vinna nú að því að ná slíkum staðli.
„Sú vinna, sem við urðum að
inna af hendi til að Sölumiðstöðin
næði þessum stöðlum, jafnaðist á
við viðamikið námskeið fyrir allt
fyrirtækið. Hún hefur hins vegar
tvímælalaust borgað sig og á eft-
ir að vera enn frekari lyftistöng
fyrir fyrirtækið í framtíðinni og
mjög mikilvæg í sölumálum,"
sagði Friðrik Pálsson forstjóri
Sölumiðstöðvar ■ hraðfrystihús-
anna.
Friðrik sagði að vottun væri
að ryðja sér hratt til rúms erlend-
is og í sumum tilfellum væri hún
skilyrði þess að viðskiptasamning-
ar næðust. Aukin samkeppni með
opnun innri markaðar EB í byijun
næsta árs ýtti á fyrirtæki að upp-
fylla ströngustu kröfur. Þá gerðu
strangari reglur Evrópulandanna
um skaðsemisábyrgð það einnig
að verkum, að fyrirtæki í mat-
vælaiðnaði vildu geta sýnt fram
á, að þau hefðu gert allt sem í
þeirra valdi stæði til að tryggja
að vara þeirra og þjónusta væri
sem best. Hann kvaðst til dæmis
hafa orðið var við þetta sjónarmið
hjá þeim kaupendum SH erlendis,
sem keyptu matvæli í mötuneyti
sjúkrastofnana.
„Þessir staðlar byggjast á því
að hver einasti hlekkur í starfsem-
inni verður að standast strangar
kröfur,“ sagði Friðrik Pálsson.
„Við urðum að kortleggja ná-
kvæmlega starf hvers manns í
fyrirtækinu og skrá verklagið. Þá
varð að gæta þess vel að allir
snertifletir milli deilda væru í lagi,
svo fyrirtækið gæti veitt sem allra
besta þjónustu. Þetta var mjög
mikil en skemmtileg vinna.“
Þó yfirleitt taki 2-3 ár að koma
rekstri fyrirtækja í það horf að
vottun fáist, þá stóðst SH prófið
eftir aðeins 8 mánaða vinnu. „Það
getum við þakkað miklu starfí að
gæða- og skipulagsmálum undan-
farin ár,“ sagði Friðrik. „í síðustu
viku komu hingað tveir starfs-
menn breska ráðgjafafyrirtækis-
ins British Standard Institute.
Fyrirtækið og allir starfsmenn
þess þurftu í raun að gangast
undir mjög strangt próf þessa
daga og hver hlekkur varð að
standast ýtrustu kröfur. Að því
loknu kváðu Bretarnir upp þann
úrskurð að SH fengi vottun þess
að fyrirtækið uppfyllti allar kröfur
sem þessir aiþjóðlegu staðlar
setja.“
Friðrik sagði að hann hefði
þegar orðið var við það hjá kaup-
endum erlendis að þeir væru
ánægðir með þennan árangur SH.
„Viðskiptavinir okkar erlendis eru
sumir með slíka vottun og enn
aðrir vinna að því að standast
staðla. Bretamir standa fremstir
í þessu og þar hafa um fímmtán
þúsund fyrirtæki fengið vottun.
Þjóðveijar fylgja fast á eftir og
frá Danmörku berast umsóknir
frá tveimur fyrirtækjum í hverri
viku. Þá eru fyrirtæki í Bandaríkj-
unum í auknum mæli farin að
leita eftir vottun, til að eiga greið-
ari aðgang að Evrópumarkaði.
Það á áreiðanlega eftir að hafa
keðjuverkandi áhrif innan Banda-
ríkjanna, því framleiðsiu- og út-
flutningsfyrirtækin gera smám
saman auknar kröfur til fyrirtækj-
anna, sem sjá þeim fyrir hráefni
innanlands. Eg er þess sjálfur
fullviss að staða Sölumiðstöðvar-
innar styrkist við það að vottunin
fékkst, en að auki er fyrirtækið
sjálft betra en áður og starfið
markvissara. Þar sem hvert starf
og sú ábyrgð sem því fylgir er
skilgreint svo nákvæmlega þá er
minni hætta á mistökum og
óvæntum uppákomum, sem geta
truflað reksturinn."
Stórkostlegt tækifæri
í harðri samkeppni
Friðrik sagði að fyrirtækjum
væri oft boðin ýmiss konar ráð-
gjöf, en sú ráðgjöf, sem fylgdi
úttekt sem þessari á fyrirtæki,
væri vafalaust með því hagkvæm-
asta sem byðist. „Það er farið
yfír hvert starf, hvernig menn
vinna það, og hvaða samskipti
þeir eiga við aðra starfsmenn.
Sumir stjórnendur fyrirtækja líta
á það sem hömlur á starfsemi að
þeir skuli verða að uppfylla svo
nákvæmar og miklar kröfur. Ég
lít hins vegar á þetta sem stór-
kostlegt tækifæri í harðri sam-
keppni og það tækifæri kemur í
beinu framhaldi af vakningu í
neytendamálum, þar sem æ meiri
kröfur eru gerðar til fyrirtækja.
Þau fyrirtæki, sem uppfylla
ströngustu kröfur, standa einfald-
lega miklu betur að vígi en hin.
Ef allir vinna að þessu marki
skapar þetta smátt og smátt betra
atvinnulíf, með markvissari
Hefðum misst umtalsverð
viðskipti án vottunarinnar
- segir Ágúst Einarsson forstjóri Lýsis hf.
„VINNA OKKAR við að uppfylla þessa alþjóðlegu staðla og fá
vottun hófst fyrir tveimur árum, en þá höfðum við þegar hafist
handa við að breyta pökkunarsölum fyrirtækisins til að fá lyfja-
framleiðsluleyfi. Við urðum varir við nokkurn þrýsting frá helstu
viðskiptavinum okkar, til dæmis lyfjaframleiðendum, um að við
uppfylltum þessa staðla og ég er sannfærður um að við hefðum
misst umtalsverð viðskipti, ef við hefðum ekki hafist handa,“ sagði
Ágúst Einarsson forstjóri Lýsis hf. Fyrirtæki hans fékk vottun
British Standard Institute í síðustu viku, líkt og Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, og uppfyllir nú
staðla.
Ágúst sagði að reglur og lögg-
jöf um rekstur fyrirtækja væru
afar mismunandi milli landa og
því hefðu stofnanir EB gripið til
þess ráðs að taka upp alþjóðlega
staðla, svo hægt værí að hafa eina
viðmiðun við opnun innri markað-
ar bandalagsins í byijun næsta
árs. Þessir staðlar væru ekki ein-
göngu gæðastaðlar á framleiðslu-
vöru, heldur á alla starfsemi fyrir-
tækisins. Hann sagði að honum
hefðu nær fallist hendur þegar
hann sá hversu mikil vinna var
framundan, svo uppfylla mætti
staðlana. „Við hófumst samt
handa við að semja gæða-
handbækur og rekstrarhandbæk-
ströngustu kröfur alþjóðlegra
ur, eins og reglumar gera ráð
fyrir," sagði Ágúst. „Við leituðum
liðsinnis Gunnars Guðmundssonar
verkfræðings hjá Ráðgarði og
hann aðstoðaði okkur allt þar til
vottunin fékkst. Á þessum tveimur
árum, sem við unnum að þessu,
voru kröfur erlendis alltaf að auk-
ast. Það ýtti enn frekar á eftir
okkur að stærsti viðskiptavinur
okkar í Bretlandi, sem kaupir þor-
skalýsi í neytendaumbúðum, fór
fram á að við fengjum vottun fyr-
ir lok þessa árs. Ég er sannfærður
um að við tókum rétta ákvörðun,
þegar við hófum þá miklu vinnu
sem vottunin kostaði okkur, því
annars hefðum við eflaust tapað
viðskiptum. Núna sé ég hins vegar
fram á að viðskiptin aukist. Til
marks um það hversu mikilvæg
vottunin er má nefna, að víða í
Evrópu ganga þau fyrirtæki fyrir
í opinberum útboðum, sem hafa
fengið vottun."
Agúst. sagði að vinna Lýsis hf.
við að uppfylla staðlana hefði auk-
ið mjög samheldni starfsfólks og
skilning þess á nauðsyn agaðra
vinnubragða. „Það varð að lýsa
hveiju starfí í fyrirtækinu ná-
kvæmlega og tíunda hvaða ábyrgð
fylgdi því. í fyrstu óttaðist starfs-
fólkið að það yrði staðið yfír því
og fylgst með hveiju handtaki, en
það er öðru nær. Gráu svæðin
hurfu og starf okkar varð allt
miklu skilvirkara, svo það leyndi
sér enn síður en áður ef einhver
hlekkur starfseminnar var ekki
nógu sterkur. Þetta hefur blásið
nýju lífí í starf fólksins og oft ein-
faldað verkin. Þá hefur þessi vott-
un einnig keðjuverkandi áhrif. Við
gerum sérstaka gæðatryggingar-
samninga við þá aðila, sem sjá
okkur fyrir vöru o'g hráefni. Kas-
sagerðin þarf t.d. að uppfylla okk-
ar kröfur um umbúðir og ég veit
að í framhaldi af því er farið að
huga að því þar á bæ að fá vott-
un.“
Ágúst sagði að vissulega væri
einhver kostnaður því samfara að
uppfylla staðla og fá vottun.
„Þetta er hins vegar fyrst og
fremst mikil vinna og það getur
enginn stjórnandi fyrirtækis borið
það fyrir sig að þetta kosti of
mikið, því hagur fyrirtækis af
þessu er svo augljós. Ég varð var
við það fyrir 1-2 árum, að stjórn-
endur fyrirtækja héldu að við
værum bara að fást við gæðaeftir-
lit. Það er ekki rétt, því auðvitað
var slíkt eftirlit fyrir hendi. Vott-
unin nær hins vegar yfir alla starf-
semi fyrirtækis og ekki síður til
stjórnenda en almennra starfs-
manna. Ég heimsótti fjölda fyrir-
tækja í Bretlandi fyrir skömmu
og það var greinilegt að þetta er
það sem koma skal. Þetta á ekki
einungis við um fyrirtæki eins og
Lýsi hf. eða Sölumiðstöðina. Ég
get nefnt sem dæmi, að öll vinna
við göngin undir Ermarsund varð
frá upphafi að standast þessa
Friðrik Pálsson forstjóri SH.
vinnubrögðum og auknu trausti á
fyrirtækjum."
Friðrik sagði að vottunin haml-
aði á engan hátt framþróun, því
hægt væri að laga reksturinn að
breyttum aðstæðum og breyta
verklagi ef ástæða væri talin til,
ef það væri gert í samræmi við
staðalkröfur. „Þetta starf okkar
heldur áfram, því þó við séum
búin að fá vottun, þá verður gerð
úttekt á fyrirtækinu 2-3 sinnum
á ári, án mikils fyrirvara og það
próf verðum við að standast til
að halda vottuninni,“ sagði hann.
„Þá eru einnig tíu úttektarmenn
innan SH, sem gæta þess að ekki
sé slakað á klónni. Hér er fyrst
og fremst um hugarfarsbreytingu
að ræða, ekki skipulagsbreytingu.
Núna efast enginn um að fyrir-
tækið er betra en áður,“ sagði
Friðrik Pálsson forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna.
Ágúst Einarsson forstjóri Lýsis
hf.
staðla og British Standard Instit-
ute tók verkið út, rétt eins og
vinna okkar hér verður undir
þeirra smásjá, fyrirtækinu til mik-
illa hagsbóta.“
Ágúst kvaðst að lokum vilja^
'óska Friðrik Pálssyni og starfs-
fólki hans hjá SH til hamingju
með að hafa náð þeim árangri að
fá vottun. „Við hjá Lýsi hf. gerum
okkur grein fyrir hve mikil vinna
liggur að baki og sendum bestu
árnaðaróskir," sagði Ágúst Ein-
arsson, forstjóri Lýsis hf.
|
Y estmannaeyjar:
Sjávarútvegsnefnd í
Vestmannaeyjum.
Sjávarútvegsnefnd Alþingis og
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra ásamt Kristjáni Ragn-
arssyni, Jónasi Haraldssyni og
Brynjólfi Bjarnasyni frá Lands-
sambandi íslenskra útvegsmanna
heimsóttu Vestmannaeyjar á
mánudag til að kynna sér það
helsta sem er að gerast í sjávar-
útveginum í Eyjum um þessar
mundir.
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, var aðalhvatamaðurinn að
þessari ferð til Eyja sem var farin
til að stuðla að því að koma nefndar-
fólki í nánari snertingu við það sem
er að gerast í sjávarútveginum.
Gestirnir skoðuðu bolfiskvinnslu á
flæðilínu og Ioðnuhrognavinnslu hjá
ísfélaginu, netagerð hjá Netagerð
Ingólfs, saltfískpökkun hjá Vinnslu-
stöðinni og ísframleiðslu hjá Eyjaís
heimsókn
og farið var um hafnarsvæðið. Þá
var náttúrugripasafnið einnig skoð-
að og vakti steinbítsklakið mikla
athygli.
Gestirnir snæddu hádegisverð í
Eyjum og var þar boðið uppá utan-
kvótafisktegundir því í forrétt var
snæddur gulllax og búri í aðalrétt
ásamt ýmsu öðru góðgæti úr haf-
inu.
Grímur
Gestirnir skoða loðnuhrognavinnslu. Morgunbiaðið/Grí.nur Giskson