Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
19
Just
Vill sam-
stöðu um
Júgóslavíu
JAMES Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hvetur
til, að vestræn ríki taki höndum
saman um að koma í veg fyrir
áframhaldandi átök í Júgó-
slavíu. Kom þetta fram í ræðu,
sem hann flutti á fundi með
utanríkisráðherrum Evrópu-
bandalagsins í Brussel en
Bandaríkjastjórn og EB hafa
ekki verið samstíga í þessum
efnum hingað til. Kvaðst Baker
óttast, að upplausn og átök
yrðu hlutskipti íbúanna í
Bosníu-Herzegovínu og sagði,
að eina ráðið væri, að allir legð-
ust á eitt til að koma í veg
fyrir það. Var nokkuð um skær-
ur í lýðveldinu í gær og í Króa-
tíu féllu þrír í átökum Króata
við sambandshermenn. Satish
Nambiar, indverskur yfirmaður
friðargæsluliðsins, sem kemur
til Króatíu á næstunni, átti i
gær viðræður við yfirvöld í
Zagreb og Belgrad.
Fortíðin felldi
þingmann
Austur-
þýskur jafn-
aðarmaður og
þingmaður á
þinginu í
Brandenburg,
Gustav Just,
sagði af sér í
gær vegna
ásakana um,
að hann hefði
verið í aftöku-
sveit á stríðsárunum og átt
þátt í að skjóta óbreytta borg-
ara, þar á meðal gyðinga.
Komu þær fram í blaðinu Welt
am Sonntag og byggðust á
skjölum, sem fundust í fórum
Stasi, austur-þýsku öryggislög-
reglunnar fyrrverandi. Það var
háttur kommúnista að hylma
yfir með stríðsglæpamönnum
nasista austan járntjaldsins til
að svo liti út, að þeir væru all-
ir samankomnir í Vestur-
Þýskalandi. Just segist aðeins
hafa hlýtt skipunum en í skjöl-
unum kemur fram, að hann
hafí sóst eftir að komast í sveit-
ina.
Dráp á músl-
imum í Burma
HERMENN Burmastjórnar
hafa drepið hundruð múslima
og hneppt þúsundir manna í
fangelsi og þrælabúðir á síð-
ustu tveimur vikum. Er það
haft eftir flóttafólki frá
Arakan-héraði í Burma en þar
hafa múslimarnir eða svokall-
aðir Rohingar verið búsettir.
Segja þeir, að nýlega hafi 200
manns, karlmenn, konur og
börn, verið skotin til bana í
Apaukwa-fjallaskarðinu og lík-
in síðan husluð í einni gröf. Eru
flóttamennirnir í Bangladesh
að nálgast 200.000.
Mikill barna-
dauði í Irak
ÍRÖSK stjórnvöld, sem erú að
reyna að fá viðskiptabanni
Sameinuðu þjóðanna aflétt,
sögðu í gær, að frá áramótum
hefði 21.000 manns, þar af
8.000 börn undir fimm ára
aldri, látist af völdum matar-
og lyfjaskorts. Hafa þá alls
120.000 manns dáið vegna af-
leiðinga viðskiptabannsins að
sögn stjórnarinnar í Bagdad.
Raunar má flytja matvæli og
Iyf til landsins en íraksstjórn
segist ekki geta keypt eitt né
neitt vegna þess, að henni er
bannað að selja olíu úr landi.
Kosið um umbótastefnu stjórnar Suður-Afríku í næstu viku:
De Klerk hrakinn af kosninga
fundi með táragassprengju
Jóhannesarborg. Reuter.
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, þurfti að flýja kosningafund
með ungu háskólafólki í borginni Bloemfontein á mánudag eftir að
táragassprengju var hent á fundarstaðinn. Forsetinn ferðast nú um
landið til að reyna að afla umbótastefnu stjórnar sinnar fylgis en
um hana verður kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu meðal hvíta minnihlut-
ans í Suður-Afríku þann 17. mars. Atvikið átti sér stað í matsal
háskólans í Bloemfontein og drógu öryggisverðir forsetann og eigin-
konu lians út í skyndingu uin leið og táragassins varð vart. Kobie
Coetsee dómsmálaráðherra, sem einnig var á fundinum, varð hins
vegar fyrir ininniháttar meiðslum í öngþveitinu sem skapaðist.
Aðstoðarmenn de Klerks sögðu
að það hefðu verið öfgasinnaðir
hvítir námsmenn sem hefðu hent
táragassprengjunni og hrópað um
leið og forsetinn kom inní matsalinn
„Bavíani, haltu aftur til fjalla" og
„Svikari, farðu burt“. Þessi árás
hefur vakið upp áhyggjur um ör-
yggi forsetans en hann kemur fram
á fjölmörgum kosningafundum.
„Við getum ekki haldið áfram um-
bótunum án de Klerks og það vita
hægrimenn. Hann er í æ meiri
hættu með hverjum degi sem líð-
ur,“ sagði Wim Booyse, einn ráð-
gjafa forsetans. Sagði hann mikla
hættu vera á því að reynt yrði að
myrða forsetann.
Stefna de Klerks hefur sætt
harðri gagnrýni meðal hægrisinn-
aðra hvítra íbúa Suður-Afríku sem
óttast um ýmis forréttindi sín verði
blökkumönnum veitt aðild að stjórn
landsins. íhaldsflokkurinn, sem er
til hægri við Þjóðarflokk de Klerks,
vann sigur í nokkrum mikilvægum
aukakosningum á síðustu mánuðum
og ákvað forsetinn þá að bera
stefnu sína undir þjóðaratkvæði.
Hefur hann lýst því yfir að hann
hyggist segja af sér embætti verði
hann undir í kosningunum.
De Klerk sakaði í gær íhalds-
flokkinn um að bera ábyrgð á árás-
inni á sig í Bloemfontein þrátt fyrir
að ýmsir þingmenn flokksins höfðu
komið fram opinberlega og harmað
atvikið. „Þegar flokkur grípur til
aðgerða af þessu tagi er það greini-
legt tákn um gjaldþrot,“ sagði for-
setinn.
Hann sagði í viðtali í gær að
íhaldsflokkurinn gæti ekki reynt
að firra sig ábyrgð af atvikum af
þessu tagi með fallegum orðum.
„Það er einmitt sú rangtúlkun sem
Ihaldsflokkurinn setur fram í ræð-
um sínum, ritum og veggspjöldum
sem myndar það andrúmsloft sem
veldur lúalegum aðgerðum af þessu
tagi,“ sagði de Klerk.
Piet Rudolph, talsmaður stærstu
öfgahreyfíngar hvítra í Suður-Afr-
íku, AWB, sagði í gær að samtökin
bæru ekki ábyrgð á árásinni gegn
de Klerk en bætti við: „De Klerk
YFIRBREIÐSLA
MEÐ LÍMBANDI
fyrir málara.
Handhægt-fljótlegt-ódýrt.
ArvIk
ARMÚLI 1 - HEYKJAVÍK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295
verður að búast við viðbrögðum af
þessu tagi. Hann er að uppskera
það sem hann hefur sáð. Hann get-
ur ekki kallað félaga AWB fasista
og nasista án þess að búast við ein-
hvers konar hefndum." Aðspurður
um hvort forsetinn gæti búist við
frekari táragasárásum ef hann héldi
áfram að líkja AWB-félögum við
nasista og fasista sagði Rudolph:
„Já, hr. de Klerk verður einhver
hataðasti maður sem til er.“
Reuter
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, heilsar blökkukonu fyrir kosn-
ingafund í gær.
Yelferð á
varanlegum
grunni
Kynningarfundir
heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra,
Sighvats Björgvinssonar
á Austurlandi.
Seyðisfjörður - miðvikudaginn 11. mars.
Viðtöl fyrir almenning á heilsugæslustöðinni kl. 11-12.
Tímapantanir hjá skrifstofu heilsugæslunnar í síma 21406.
Egilsstaðir - miðvikudaginn 11. mars.
Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 17-19.
Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 11166.
Almennur fundur á Hótel Valaskjálf kl. 20.30.
Eskifjörður - fimmtudaginn 12. mars.
Heimsókn í heilbrigðisstofnanir.
Norðfjörður - fimmtudaginn 12. mars.
Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 17-19.
Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 71700.
Almennur fundur á Hótel Egilsbúð kl. 20.30.
*
Vopnafjörður föstudaginn 13. mars.
Heimsókn í heilbrigðisstofnanir.
Athugið breyttan fundartíma
Höfn í Hornafírði - sunnudaginn 15. mars.
Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 17-19.
Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 81222.
Almennur fundur á Hótel Höfn kl. 20.30.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið