Morgunblaðið - 11.03.1992, Side 21

Morgunblaðið - 11.03.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 21 Heilbrigðisráðherra: Ekkert verður af sameiningu spítala AFSTAÐA St. Jósefssystra gerir það að verkum að ekkert verður af sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala, að sögn Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra. 3eins r ítvegs aðstengingu geng- ku í sjávarútvegi lánastofnunum að taka slíkar ákvarðanir, þar sem þær hafa ekki veð í aðalverðmætunum, aflaheim- ildunúm? „Sjálfsagt eru mjög mismunandi sjónarmið uppi í lánastofnunum, að því er þetta atriði varðar. Það eru auðvitað flóknir hagsmunir í við- komandi lánastofnunum, sem geta ráðið því hver ákvörðunin verður í hveiju tilviki. Til dæmis getur verið um það að ræða að viðkomandi sjáv- arútvegsfyrirtæki sé lykilvinnuveit- andi á viðkomandi stað og stöðvun fyrirgreiðslu við tiltekið fyrirtæki geti haft áhrif á aðra viðskiptavini á sama stað. Það er því mjög flókið fyrir viðkomandi lánastofnun að vega og meta hvernig best verður að þessu staðið, út frá hagsmunum hennar. Hættan er sú að hagsmunir lánastofnunar og heildarinnar fari ekki saman og lánastofnunin sjái sér hag í því að koma gjaldþrota fyrirtækjum í rekstur á ný eða fresta gjaldþroti.“ Er hægt að tryggja hagræðinguna? - Ef við gefum okkur að lána- stofnanir velji að hætta fyrirgreiðslu við þau fyrirtæki sem lakast eru sett, er þá ekki hætt við að hagræð- ingin sem að er stefnt, náist samt sem áður ekki, þar sem viðkomandi sveitarfélög muni koma til sögunn- ar, með ábyrgðir, lán og styrki, til þess eins að halda lífi í viðkomandi fyrirtækjum, án þess að hafa til þess fjárhagslegt bolmagn? Getur verið að hér rísi á rústum verst settu fyrirtækjanna vísir að bæjarútgerð- um um land allt, sem verði einungis til þess að lengja í hengingarólum viðkomandi fyrirtækja og bæjar- félaga? „Það er mjög erfitt að sjá þessa atburðarás fyrir sér í einstökum atriðum. Einmitt þetta getur leitt til þess að hagræðingaráhrifin verði lítil og komi seint í ljós; þótt fyrir- tæki verði gjaldþrota, er ekki þar með sagt að framleiðslustarfsemi í viðkomandi fyrirtæki verði hætt. Þeir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta, hljóta auðvitað að reyna að koma þeim framleiðslutækjum sem um ræðir í eins hátt verð og mögu- legt er. Það getur leitt af sér að stofnuð yrðu ný fyrirtæki á rústum þeirra sem gjaldþrota verða. Slík fyrirtæki þyrftu líklega að standa straum af óverulegum föstum kostn- aði og við slíkar aðstæður yrði ha- græðingin Iítil - sömu framleiðslu- tækin væru áfram í notkun og ekki væri verið að færa saman fram- leiðslu eða veiðiheimildir. Þetta gæti jafnvel leitt til þess að hin nýju fyrir- tæki hefðu aðstæður til þess að bjóða hærra verð fyrir fiskinn upp úr sjónum og sömuleiðis í veiðiheim- ildir, og yllu þar af leiðandi kostnað- arhækkunum hjá þeim fyrirtækjum sem áður stóðu vel. Ef hér verða gjaldþrot í greininni í samræmi við það dæmi sem við höfum reiknað, er nauðsynleg for- senda fyrir því að hagræðing fylgi í kjölfarið, að framleiðsla og afla- heimildir þeirra sem gjaldþrota verða, færist til þeirra fyrirtækja sem eftir eru í greininni, en ný fyrir- tæki rísi ekki jafnharðan á rústum þeirra sem gjaldþrota verða.“ Þórður Friðjónsson forstjóri Þj óðhagsstofnunar. Valið stendur milli tveggja leiða - En hvað? Ertu ekki með þessu að segja að það sé tryggara til þess að árangri verði náð í hagræðingar- átt, að um stjórnvaldslegar aðgerðir verði að ræða - úreldingar-hagræð- ingarsjóð, sem tryggi fækkun fiski- skipa og vinnslustöðva, heldur en að láta markaðinn um að vinsa úr dauðvona fyrirtæki? „Þarna eru vissulega rök bæði með og móti, hvor leiðin sem valin verður. Ég tel nauðsynlegt að báðar leiðirnar séu vandlega skoðaðar og í kjölfar þess geri menn upp hug sinn hvor leiðin sé vænlegri til árangurs. Það eru vissar hættur í þeirri Ieið sem byggir eingöngu á því að markaðurinn vinni verkið, bæði það sem ég nefndi hér áðan og eins hitt, að menn verði algjör- lega ósáttir við niðurstöðuna, og þá af einhverjum öðrum ástæðum en hagrænum. En það eru líka kostir og gallar á þeirri leið að draga úr afkastagetunni með stjórnvalds- aðgerðum. Kostirnir eru þeir, að það er hugsanlegt að ná meiri og skjót- virkari árangri með þeim hætti, ef aðgerðirnar eru rétt útfærðar. Óko- stirnir eru hins vegar þeir, að það er ávallt mikil hætta fyrir hendi, þegar úreldingarsjóðir af þessu tagi eru myndaðir, að leikreglurnar eða sá rammi sem slíkur sjóður á að starfa eftir, verði ekki nægjanlega markviss og önnur sjónarmið en hagræðingarsjónarmið ráði of miklu við ákvarðanatöku slíks sjóðs, og þá er betur heima setið en af stað farið. Að minni hyggju snýst málið uin það að meta báðar leiðirnar út frá raunhæfum forsendum, kosti og galla og velja síðan þá leið sem tal- in er líklegri til árangurs.“ - En hvers vegna telur þú að breytt sjónarmið ráði nú? Nú hefur það verið svo í áratugi, þegar illa hefur árað, að menn hafa einfald- lega beðið eftir stjórnvaldslegum aðgerðum, til bjargar sjávarútveg- inum. Er ekki allt eins líklegt að þess verði bara beðið eina ferðina enn og á ekki krafan um gengisfell- ingu eftir að verða háværari nú á næstunni? „Stjórnvöld hér á landi ákveða einhliða gengisskráningu krónunnar og það fer ekki á milli mála að við ákvarðanir sínar hafa þau fyrst og fremst miðað við að afkoma sjáv- arútvegs væri bærileg í einhverjum skilningi. Þannig hefur gengið verið fellt þegar slegið hefur í bakseglin í sjávarútvegi en þegar vel hefur árað hefur nafngenginu verið haldið föstu og innlend hagstjórn verið með þeim hætti að verðlag og innlendar kostnaðarhækkanir hafa á tiltölu- lega skömmum tíma eytt ábatanum í sjávarútvegi. Gengisstefnan hefur því að jafnaði hvorki verið þjóðarbú- inu til góðs né sjávarútvegi til styrktar. Þetta má sjá af því að halli hefur einkennt viðskipti við önnur lönd og sjávarútvegurinn er stórskuldugur. Ég held að í framtíð- inni hljóti þetta að breytast og að gengi krónunnar og afkoma sjávar- útvegs verði einungis laustengd. Gengi krónunnar í framtíðinni hlýt- ur að ráðast af almennum efnahags- aðstæðum. Nú er það svo að í flest- um löndum taka stjórnvöld ekki ein- hliða ákvarðanir um gengi gjaldmiðla sinna, heldur ræðst það á gjaldeyrismörkuðum. Stjórnvöld fylgja hins vegar víða gengisstefnu sem byggir á því að halda gjaldmiðl- inum innan fyrirfram ákveðinna viðmiðunarmarka miðað við aðra gjaldmiðla, en þau gera þetta ekki með beinum tilskipunum - eins og hér á' landi - heldur með því að stýra innlendum efnahagsmálum þannig að forsendur fyrir stöðug- leika í gengismálum haldist. í þessa veru þarf að breyta skipulagi geng- ismála hér á landi - og reyndar er nú unnið að því að þoka málum í þessa átt. Mikilvægustu skrefin í þessu efni er að koma á fót gjaldeyr- ismörkuðum og fijálsum fjármagn- sviðskiptum milli landa. Þetta hefur í rauninni ekkert með það að gera hvort gengið er fast eða breytilegt, því jafnvel þótt gengi krónunnar ráðist af markaði, er hægt að fylgja fastgengisstefnu, með viðeigandi stjórn innlendra efnahagsmála. Með markaðsteng- ingu krónunnar má búa sjávarút- veginum framtíðarrekstrarskilyrði sem eiga sér ekki bara stoð í stjórn- valdsákvörðunum. Þetta yrði sjáv- arútveginum og stjórnvöldum til góðs. Auk þess yrðu rekstrarskilyrði fyrir aðrar útflutningsgreinar betur skilgreind og hagkvæmari en hingað til. Um leið og ákvörðun er tekin um að hrinda í framkvæmd markaðs- tengingu krónunnar, tel ég nauðsyn- legt að koma í veg fyrir yfirdrátt ríkissjóðs hjá Seðlabankanum; hon- um verði óheimilt að safna skuldum í Seðlabankanum, eins og hann hef- ur gert í gegnum árin. Á síðasta ári fóru skuldir ríkissjóðs í Seðla- bankanum t.d. alvarlega úr skorð- -nm; nálguðust 12 - 14 milljarða króna þegar mest var. Þetta er í raun og veru forsenda fyrir því að peningamarkaðurinn virki hér eðli- lega. Það er afar mikiivægt að menn sjái og skilji samhengi ríkisijármála, gengis og vaxta. Þarna á milli verð- ur að vera ákveðið samræmi, þann- ig að ef einn þáttur er festur fyrir- fram, verður að vera svigrúm á öðr- um hinna eða báðum, til þess að stuðla að því að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúinu. Auk þessa er mikil- vægt að lánveitingar sem að ein- hveiju eða öllu leyti byggja á ríkis- ábyrgð séu takmarkaðar.“ Veiðileyfagjald ekki endilega þung byrði - Mun þetta á einhvern hátt breyta viðhorfi manna til veiðileyfa- gjalds að þínu mati? „Um leið og búið er að breyta aðstæðum hér að því leyti að geng- ið er ákveðið af markaðsforsendum, skapast hér ný viðhorf gagnvart gjaldtöku af sjávarútvegi, vegna þess að gjaldtakan þarf ekki að jafn- gilda nýrri skattlagningu á greinina. Ef gengi krónunnar byggist á mark- aðsaðstæðum, er gjaldtaka í sjávar- útvegi ekki óháð gengi krónunnar. Ef stjórnvöld t.d. ganga of harka- lega fram í gjaldtökunni, leiðir það einfaldlega til þess að gengi krón- unnar gefur eftir. Þannig hefði sjáv- arútvegurinn almenn starfsskilyrði og ef þau þrengdust, t.d. með óhóf- legri gjaldtöku, kæmi slíkt annað hvort fram í lækkuðu gengi krón- unnar, eða að menn þyrftu að grípa til einhverra annarra ráðstafana hér innanlands, sem skiluðu sér eftir öðrum leiðum í gegnum hagkerfið til greinarinnar. Þannig næðist jafn- vægi á ný, án þess að hér væri bein- línis um skatt að ræða á sjávarút- veginn. Af þessu má sjá að ég tel hugsanlegt að nýskipan gengismála geti orðið samnefnari mikilvægustu hagsmuna í sjávarútvegi og þjóðar- búskapnum. Breytingar af þessu tagi gerast auðvitað ekki í einu vet- fangi en hugsa má sér aðlögun að nýrri skipan í áföngum á nokkrum árum.“ „Mér sýnist þetta verið búið mál og strandi á því að systurnar vilja ekki að Landakotsspítali verði sam- einaður öðrum spítala. Og þá skipti þær út af fyrir sig ekki máli hver séu efnisatriði samkomulags um slíkt,“ sagði Sighvatur Björgvinsson í samtalið við Morgunblaðið. Systir Emanuelle, talsmaður St. Jósefs- systra, lýsti því yfir í Morgunblaðinu sl. laugardag að þær væru alfarið á móti sameiningu spítalanna og ætluðu ekki að eiga frekari viðræð- ur við neinn um það mál. Sighvatur sagði að nú yrði geng- ið í það verk að skipta óráðstöfuðum Morgunblaðið hafði samband við Tómas vegna fréttar í laugardags- blaðinu þar sem haft er eftir Ragn- ari Ingimarssyni, forstjóra Happ- drættis Háskóla íslands, að oft á tíð- um skeiki nokkrum millimetrum að myndir tveggja seðla að sömu upp- hæð séu eins. „Gerð peningaseðla er mjög flók- in, vandasöm og tæknilega mjög ólík blaða- og bókaprentun. Til dæmis er sérstakur pappír með vatnsmerki og öryggisþræði notaður í seðlana og blandaðri tækni beitt við prentun- ina. Grunnmynstur eru offsett-prent- uð en aðalmyndefnið er djúpþrykkt. Sú prentun er framkvæmd með mjög miklum þrýstingi á pappírinn sem getur aflagað hann smávegis og or- sakað frávik eins og kemur fram í grein Morgunblaðsins. Þessi frávik eru viðurkennd af framleiðendum seðla um allan heim,“ sagði hann. Ragnar Ingimarsson segir í frétt- inni á laugardaginn að frávikin hafi Eins og nýlega var greint frá í Morgunblaðinu hafa flugvélar Flug- málastjórnar og Landhelgisgæslu undanfarin fimm ár verið notaðar í verkefni utan stofnananna í 200 flugtíma á ári að meðaltali. Meiri- hluti þessa er í þágu ráðuneyta og annarra ríkisstofnana, sem greiða reikninga fyrir hvert verkefni. Tals- menn ieiguflugfélaganna segjast geta boðið betri þjónustu á sam- keppnisfæru verði, og í mörgum til- vikum lægra verði en fæst hjá Flug- málastjórn og Landhelgisgæslu. „Sjálfur hef ég samúð með því sjónarmiði að það eigi að versla við sjálfstæð félög ef þau eru samkeppn- isfær, en á móti kemur að nýta verð- ur þann flugvélakost sem við sitjum Ijárveitingum milli sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík og ræða við þá um bráðaþjónustuna, en í íjárlögum var gert ráð fyrir að bráðaþjónusta færist frá Landakotsspítala og jafn- framt verði fjárveitingar til spítal- ans skertar verulega. Sagðist Sig- hvatur gera ráð fyrir því að biðja samninganefnd ríkisins, sem átt hefur í sameiningarviðræðunum undanfarið, að vinna þetta verk. Hann sagði að það ætti ekki að þurfa að taka langan tíma, aðal- tíminn færi væntanlega í að bíða eftir svari frá spítölunum við tillög- um ráðuneytisins. valdið erfiðleikum við að taka í notk- un sjálfsala fyrir happaþrennur og Happómiða því stjórntölvur hafni seðlunum. Tómas segir að seðlar séu ekki prentaðir sérstaklega fyrir sjálfsafgreiðsluvélar heldur verði að stilla vélarnar til að laga þær að frá- vikum í mynstri seðlanna og stærð. Þannig væri meiri trygging fyrir því að einungis ósviknir seðlar væru notaðir í vélarnar. Lengst af, frá 1933, voru íslensk- ir peningaseðlar prentaðir hjá Brad- bury Wilkinson fyrirtækinu en fyrir 5 árum keypti Thomas de la Rue fyrirtækið það og hafa seðlarnir ver- ið prentaðir þar síðan ásamt pening- um 100 annarra þjóðlanda. „Frá öi-yggis- og faglegu sjónar- miði hafa þessir aðilar skilað góðri vinnu og Seðlabankinn hefur ekki talið nauðsynlegt að gera meiri kröf- ur í þessum efnum en aðrar þjóðir gera enda myndi slíkt verða kostnað- arsamara," sagði Tómas að lokum. uppi með,“ sagði Friðrik Sophusson. Hann sagði að hvert ráðuneyti fyrir sig tæki ákvörðun um þessi mál, en hans sjónarmið væri auðvitað að leigja ætti flugvélar með sem allra minnstum tilkostnaði fyrir ríkissjóð ef á þyrfti að halda. Einstök ráðu- neyti og stofnanir hefðu aðeins tak- mörkuð fjárráð, og fjármálaráöu- neytið myndi fylgjast með því hvort farið yrði fram yfir þær heimildir sem fyrir hendi væru. „Ég held að það sé ekki gott að fjármálaráðuneytið sé að miðstýra ákvörðunum, heldur hvetjum við fyr- irtæki og stofnanir til þess að leita eftir þjónustunni þar sem hún er ódýrust," sagði Friðrik. Seðlabankinn: Ahersla lögð á örygg- ið við prentun seðla - segir Tómas Arnason seðlabankastjóri Tómas Árnason, seðlabankastjóri, segir að frávik í aðalmyndefni peningaseðla séu viðurkennd af framleiðendum seðla um allan heim. Við prentun sé áliersla lögð á öryggið þannig að sem erfið- ast sé að falsa seðlana. Aðspurður sagði Tómas að stilla yrði sjálfs- afgreiðsluvélar til að laga þær að frávikum í mynstri seðlanna og stærð. Flug fyrir ráðuneyti og stofnanir: Leigja á vélar með sem minnstum tilkostnaði -segir fjármálaráðherra FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra segir að forsvarsmenn ráðu- rieyta og stofnana eigi að leigja flugvélar með sem allra minnstum tilkostnaði fyrir ríkissjóð, og sjálfsagt sé að versla við leiguflugfé- lög séu þau samkeppnisfær í verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.