Morgunblaðið - 11.03.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 11.03.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 25 Atkvæðagreiðslumálið: Atkvæði greidd með handauppréttingu ATKVÆÐAGREIÐSLUR voru á dagskrá 98. fundar Alþingis í gær. ■ Greidd voru atkvæði með rafbúnaði um sex þingmál en vegna tilmæla Ólafs Ragnars Grímssonar tekið upp hið gamalkunna verklag að greiða atkvæði með handauppréttingu. Alls fjórtán atkvæðagreiðslur voru á dagskrá Alþingis síðdegis í gær. Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis sagði ástæðuna fyrir þeim málafjölda vera þá að alla síðustu viku var atkvæðagreiðslum frestað meðan forsætisnefndin fjallaði um þann ámælisverða atburð sem varð við atkvæðagreiðslu fimmtudaginn 27. febrúar er einn þingmaður greiddi atkvæði fyrir annan með hinum nýja atkvæðagreiðslubúnaði. Vegna þessa atviks hefðu orðið nokkur bréfaskipti milli formanna þingflokka stjómarandstöðunnar og forsætisnefndar um málið. Þing- forseti ítrekaði það sem fyrr hefur komið fram að viðkomandi þing- maður hefði beðist afsökunar og harmað mistök sín. í kjölfar þessa atviks hefði hafist allmikil umræða utan þings, einkum í fjölmiðlum. Hefði í þeirri umræðu margt verið sagt sem þingforseta og öðrum þætti miður. Forseti von- aðist einlæglega til að þessu ein- stæða máli væri lokið og allir drægju sína lærdóma af því. „En umræðan hefur líka sýnt okkur að þjóðin fylgist grannt með því sem frám fer á Alþingi íslendinga og er það vel.“ Þingforseti sagði að fyrirkomu- lag atkvæðagreiðslu með rafbúnaði hefði reynst vel í megindráttum. Notkun þess í vetur hefði verið reynslutími og eins og samkomulag hefði verið um í upphafi þings, yrði ýmislegt betrumbætt að loknum venjulegum þingstörfum í vor. Þingforseti nefndi þá endurbót að sett yrði upp ljósatafla í þingsalnum sem sýndi hvernig hver þingmaður greiddi atkvæði. Þingmenn verða að taka þátt Forseti Alþingis varð að greina frá því að hún hefði nokkrum sinn- um orðið þess vör að þingmenn sem hefðu verið viðstaddir atkvæða- greiðslu hefðu ekki tekið þátt í henni með því að styðja á einn hinna þriggja hnappa sem sýndu afstöðu þeirra til máls, ,já“, „nei“ eða „greiðir ekki atkvæði“. Salome áminnti þingmenn um að sam- kvæmt lögum um þingsköp Alþing- is bæri þeim skylda til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Sumpart mætti kenna hér um vangá eða ókunnug- leika. „En til þess að hafa gát á þessu og ennfremur til að koma í veg fyrir að þau leiðu mistök endur- taki sig sem voru upphaf þessa máls,“ kvaðst þingforseti myndu gera ráðstafanir þegar atkvæða- greiðslur hæfust til að hafa tölu á viðstöddum þingmönnum og bera hana saman við niðurstöður at- kvæðagreiðslna eins og þær birtust á skjá þeim sem sýhdi niðurstöðu atkvæðagreiðslu. Salome Þorkels- dóttir þingforseti áminnti einnig þingmenn um að vera viðstadda atkvæðagreiðslur og það væri mik- ilvægt fyrir forseta að þingmenn gæfu sér tíma til að sinna atkvæða- greiðslum í sæti sínu, ótruflaðir meðan þær stæðu. Jóhann Arsælsson (Ab-Vl) vildi að afstaða og hlutur Alþýðubanda- lagsins til þessa máls væri skýr og í þingtíðindi skráður. Las Jóhann upp bréf þau sem formenn þing- flokka stjórnarandstöðu hafa skrif- að forseta Alþingis og forsætis- nefnd. Árni Johnsen (S-Sl) varð að bera af sér sakargiftir sem fram komu í orðræðu Jóhanns Ársæls- sonar, að hann hefði sagt í fjölmiðl- um að þingmenn hefðu oft greitt atkvæði fyrir aðra þingmenn. Það hefði hann aldrei sagt og myndi Jóhann hvergi geta fundið slíkri til- vitnun stað. Um fýrsta málið, frumvarp til skaðabótalaga, voru greidd atkvæði með nafnakalli en síðan voru greidd atkvæði um sex næstu mál með rafbúnaðinum. Nokkurt misræmi kom fram milli þess sem talning í salnum leiddi í ljós og þeirra talna sem birtust á atkvæðatöflu og einn- ig bar það við að þingmönnum yrði tíðförult í hliðarsali. Hafði þingfor- seti af þessu nokkra raun. Stein- grímur J. Sigfússon (Ab-Ne) gagnrýndi mjög þetta athæfi. Þing- forseti þakkaði þennan stuðning og ítrekaði tilmæli til þingmanna um að þeir tækju þátt í atkvæða- greiðslu. „Óskiljanlegt" Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) sagði að útskrift sýndi að hann hefði í tveimur málum ýtt á „nei“ í málum þar sem hann hefði ekki tekið afstöðu og ýtt á „greiði ekki atkvæði". Ólafi var þetta óskiljan- legt. Þetta kom Salome Þorkels- dóttur þingforseta að óvörum en hún lét í ljós tiltrú sína á atkvæða- greiðslukerfinu og vildi fullvissa þingmanninn um öryggi kerfisins. Ólafur afsagði að hann hefði snert rauða hnappinn sem táknar „nei“. Ólafur Ragnar Grímsson sagði nú mælinn fullan og fór fram á að greidd yrðu atkvæði með handaupp- réttingu en sú aðferð hefði dugað þinginu um aldarskeið. Þingforseti varð við þessum tilmælum enda hefði verið samkomulag um að greiða atkvæði með handaupprétt- ingu í sérstökum tilvikum. Ríkið tapaði nærri 25 milli. á gag’iiagrunni FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra telur koma til greina að gefa Háskóla íslands gagna- grunn þann sem kenndur er við bókaforlagið Svart á hvítu. I síðustu viku var þessi gagna- grunnur seldur ríkissjóði fyrir 100.000 kr.á uppboði. Fyrir þrem árum var þessi grunnur metinn af þáverandi fjármála- ráðherra sem tryggt veð fyrir Minnst Guðlaugs Gíslasonar fyrrverandi alþingismanns Gunnlaugur Stefánsson varaforseti Alþingis minntist Guðlaugs Gíslasonar fyrrverandi alþingismanns og bæjarsljóra sl. mánudag. En Guðlaugur andaðist síðastliðinn föstudag, 6. mars, 83 ára að aldri. „Guðlaugur Gíslason var fæddur I. ágúst 1908 á Stafnesi í Miðnes- hreppi. Foreldrar hans voru hjónin Gísli úvegsbóndi þar Geirmundsson, bónda á Kalmanstjörn í Gerðum Gíslasonar og Þórunn Jakobína Hafliðadóttir, bónda í _ Fjósum í Mýrdal Narfasonar. Árið 1913 fluttist hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og átti þar heimili upp frá því. Að loknu námi í barna- og unglingaskóla gerðist hann lærl- ingur í vélsmiðju Hafnarsjóðs Vest- mannaeyja. Áður en því námi lauk réðst hann árið 1925 til skrifstofu- starfa við verslun og útgerð Gísla J. Johnsens og starfaði þar til 1930. Veturinn 1930-31 stundaði hann nám í Kaupmannasskólanum í Kaupmannahöfn og lauk þaðan burtfararprófi um vorið. Hann var kaupmaður í Vestmannaeyjum 1932-34, bæjargjaldkeri þar 1935-37 og hafnargjaldkeri 1937-38. Framkvæmdastjóri versl- unar Neytendafélags Vestmanna- eyja var hann 1938-42. Árið 1942 stofnaði hann með öðrum hlutafé- lagið Sæfell og síðar hlutafélagið Fell, hvorutveggja útgerðarfélög, og var framkvæmdastjóri þeirra 1942-48. Eftir það rak hann eigin verslun til 1954. Árið 1954 var hann ráðinn bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum og gegndi því starfi til 1966. Guðlaugur Gíslason var bæjar- fulltrúi í Vestmannaeyjum á árun- um 1938-46 og 1950-74. Hann var i framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var kjörinn þingmaður Vest- mannaeyinga vorið 1959. Eftir það var hann þingmaður Suðurlands- kjördæmis frá hausti 1959 til 1978, sat á 21 þingi alls. Síðasta kjörtíma- bilið var hann aldursforseti Alþing- is. Vararæðismaður Svíþjóðar var hann árin 1944-75 og sat í banka- ráði Útvegsbanka íslands 1961-78. Hann var skipaður í fiskveiðilaga- nefnd 1971 og kosinn í stjórn Við- lagasjóðs 1973. Gunnlaugur Stefánsson varafor- seti Alþingis sagði að Guðlaugur hefði verið athafnamaður frá ung- um aldri, stundað fiskvinnu og fleiri störf jafnframt skólanámi, iðkað íþróttir, knattspyrnu framan af og golf á síðari árum. Varaforseti Al- þingis sagði í ræðulok: „Hann var gjörkunnugur atvinnulífi í Vest- mannaeyjum og var því vel búinn undir það að vinna að hagsmuna- og framfaramálum bæjarfélagsins, bæði heima í Vestmannaeyjum og á Alþingi. Hann stóð fyrir miklum framkvæmdum af hálfu bæjarfé- lagsins þann rúma áratug sem hann var bæjarstjóri. í upphafi setu sinn- ar á Alþingi beitti hann sér fyrir því að rikið seldi Vestmannaeyja- kaupstað allt það lands _sem það átti í Vestmannaeyjum. Á Alþingi hafði hann einna mest afskipti af sjávarútvegsmálum. Með dugnaði, áhuga og ósérhlífni kom hann miklu skattaskuld. Sigbjörn Gunnars- son (A-Ne) gerði fyrirspurn til ráðherra fjármála um „hulin verðmæti." Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne) vitnaði til sjónvarpsfrétta um að ríkissjóði hefði verið sleginn á opinberu uppboði gagnagrunnur sem kenndur hefði verið við bóka- forlagið Svart á hvítu. Ef þing- manninn misminnti ekki hefði fyrr- verandi fjármálaráðherra, Olafur Ragnar Grímsson, tekið veð í þess- um gagnagrunni að upphæð 25 milljónir króna árið 1989. Sigbjörn vildi því spytja Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hvort ráðherrann teldi að þessi gagnagrunnur kynni að geyma „hulin verðmæti" að upphæð kr. 24 milljónir og níu hundruð þúsund sem gagnast myndu eigendum kröfunnar, þegn- um þessa lands? Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra kannaðist við þetta mál. Um það hefði verið deila í sam- bandi við skýrslu sem var rædd í þinginu á vordögum 1989. Þáver- andi fjármálaráðherra hefði tekið veð' í þessum gagnagrunni árið 1988. Friðrik Sophusson taldi að þetta verk fyrirrennara síns hefði verið gert með „dálítið sérkenni- legum hætti,“ Óvanalegt ef ek einsdæmi hefði verið að taka í hugbúnaði, hvað þá ófullgerðum. Og einnig hefði verið óvanalegt að tekið hefði verið veð í eign annars aðila, þ.e. krafa ríkisins hefði verið á hendur Svörtu á hvítu og voru þar vissir aðilar ábyrgir fyrir skuldinni. Sú krafa hefði ver- ið felld niður með því að tekið hefði verið veð í eign annars fyrir- tækis, sem reyndar hefði verið í eign sömu aðiía. Á sínum tíma hefði þessi veð- setning sætt mikilli gagnrýni. Fjármálaráðherra hugði að Ríkis- endurskoðun hefði strax árið 1990 afskrifað þessa eign ríkissjóðs. Núna hefði það gerst fyrir he.tgi að ríkissjóður hefði keypt þennan gagnagrunn á eitt hundrað þúsund krónur; ekki hefðu hærri boð kom- ið fram. Fjármálaráðherra taldi auðsætt að ríkissjóður mætti nú sæta því: að horfa á eftir glötuðu fé. Það væri ljóst að þáverandi ráðherra hefði ekki farið með skattfé eins og ætla hefði mátt. Núverandi fjár- málaráðherra vildi þó benda á að hugsanlega væri unnt að bæta við þennan gagnagrunn, t.d. með því að gefa hann Háskóla íslands. Guðlaugur Gíslason í verk um ævidagana. Sjálfur taldi hann bæjarstjórastarfið áhugaverð- ast af störfum sínum. Þar naut hann þess að sjá árangur forstöðu sinnar í miklum verklegum fram- kvæmdum. Eftir að hann lét af opinberum störfum sjötugur, sinnti hann ýmsum áhugamálum sínum. Hann skráði æviminningar sinar og ýmsan fróðleik um Vestmannaeyjar og komu út þijár bækur frá hans hendi.“ Að lokum minntust alþingismenn hins iátna þingmanns með því að rísa úr sætum. Konur á öllum aldri Þarft þú eða þekkir þú einhvern, sem þarf á vinnu/aukavinnu að halda? Skemmtileg vinna við að kynna úrvalssnyrtivörur úr jurtaríkinu. - Góð laun fyrir konu, sem vill vinna. - Þú færð góða þjálfun og kennslu. - Söluverðlaun. - Þú þarft enga sölukunnáttu. Okkar kröfur eru að þú sért snyrtileg, heiðarleg, kurteis og hafir ánægju af að vinna með fólki. Frá apríl bjóðum við ykkur einnig að kynna barna- öryggisvörur. íslenskt bamaöryggi NB! Og Arbonne / INTERNATIONAL Heimakynning, Selfossi, pósthólf 49, sími 98-21471.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.