Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 27 Gerður Magnús- dóttír — Minning Það gisti óður minn eyðiskóg er ófætt vor bjó í kvistum, með morgunsvala á sólardyr leið svefninn ylfijór og góður. Þannig hefst kvæðið í Úlfdölum eftir Snorra Hjartarson, og er eins og öll hans verk hljómfagurt og margrætt. Gerður Magnúsdóttir kennari, sem jarðsungin var í gær, valdi þetta Ijóð til flutnings í sjón- varpinu fáum mánuðum áður en hún lést. Af þeim sökum er það nú orð- ið enn dýrmætara en áður í hug undirritaðs og hefur öðlast þar nýtt líf og dýpri merkingu. Slíkt er eðli og afl góðs skáldskapar, en á hans náðir er best að leita, þegar skyndi- lega syrtir í lofti. Andlát Gerðar kom meir á óvart en skyldi, vegna þess hve andlega hress hún var í veikindum sínum; reisn sinni, glaðværð og æðruleysi hélt hún til hinstu stundar. í ljós kom, að hún átti við ólæknandi sjúk- dóm að stríða og lést vegna blæð- inga af hans völdum á Landspítalan- um klukkan þrjú aðfaranótt hins 26. febrúar síðastliðins. Þótt dauðinn sé eina staðreynd lífsins, er fráfall ástvinar jafnan óbærilegt og vekur í senn undrun og ótta. Ekki verður með orðum lýst líðan aðstandenda, er þeir standa einskis megnugir við bana- beð þeirrar manneskju, sem er þeim kærust — og bíða þess að línurit hjartans bærist ekki lengur. En eigi má sköpum renna; jörðin heldur áfram að snúast; og sú er ein huggun harmi gegn, að hinn látni vakir í hugskoti og minningu, sem getur verið sterkari en lífið sjálft. Gerður Magnúsdóttir fæddist að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu hinn 12. desember árið 1919 og var því 72 ára, þegar hún lést. Foreldrar henn- ar voru Magnús Magnússon, hinn orðsnjalli ritstjóri Storms, þjóðkunn- ur maður á sinni tíð, og kona hans, Sigríður Helgadóttir. Gerður var elst þriggja systkina, sem nú eru öll látin; hin voru: Asgeir (1923- 1975) og Helgi Birgir (1926-1986). Eftirlifandi er hálfsystirin María Magnúsóttir, hjúkrunarkona, sem búsett er í London, en þær systur heimsóttu hvor aðra oft og voru mjög samrýmdar. Þótt Gerður væri ekki fædd í Reykjavík, heldur „hafi skotist inn í tilveruna í lítilli torfbæjarbaðstofu norður í landi", eins og hún komst sjálf að orði, taldi hún sig hafa nokkurn rétt á að kalla sig Reykvík- ing, því að til höfuðstaðarins fluttist hún tæplega eins árs og bjó þar óslitið síðan. Gerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938, og .hinn 2. nóvember 1940 gekk hún að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn, Tómas Gíslason raf- Kveðja: Sigurður I. Fæddur 24. febrúar 1992 Dáinn 4. mars 1992 Lítill drengur fæðist og foreldrar eru hamingjusamir, glaðir og fullir eftirvæntingar. Móðirin fær hann í fangið eitt andartak en læknir tek- ur og fer með burt. í níu daga fylgj- ast mamma og pabbi með litla drengnum sínum, en að nokkrum dögum liðnum er mesta hættan lið- in hjá. Von, gleði og tilhlökkun fyll- ir hjörtu fjölskyldu og vina en þá á örskotsstundu kemur reiðarslagið og litli drengurinn kveður þessa jarðvist. Litli Sigurður Ingvar var stór og myndarlegur drengur er hreif mig strax við fyrstu sýn. Hárið hans virkja, sem fæddur er 3. ágúst 1913. Þegar hún giftist, hafði hún lokið kennaraprófi við Kennaraskóla ís- lands, var síðan stundakennari við Skóla ísaks Jónssonar í Grænuborg og starfaði á sumrin við barnaheim- ili Sumargjafar. Jafnframt kennslu sótti Gerður fyrirlestra í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands hjá Sigurði Nordal tvo vetur og lauk cand. phil.-prófi 1940. Kennsla varð ævistarf Gerðar Magnúsdóttur og mest kenndi hún íslensku, en einnig ensku og dönsku. Hún varð stundakennari við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar árið 1949 og hafði það starf með höndum í þijú ár, en réðst þá til Gagnfræða- skóla verknáms og vann þar, uns sá skóli var lagður niður. Loks var hún kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla, þar til hún sagði stöðu sinni lausri vegna aldurs vorið 1987 — og átti þá að baki áratuga fórn- fúst starf. Hún var kennari af lífi og sál, og ræktarsemi gamalla nem- enda hennar er til marks um þau áhrif, sem hún hafði á líf og þroska ungs fólks svo hundruðum skipti. Snemma kom í ljós, að Gerður hafði hlotið ritleikni föðúr síns í vöggugjöf. Hún fékk fyrstu verð- laun og þótti bera af í ritgerðasam- keppni um Reykjavíkurstúlkuna 1939, sem Vikan efndi til í tíð stofn- anda blaðsins, Sigurðar Benedikts- sonar, síðar uppboðshaldara. Hún hefur öft skrifað greinar í blöð og tímarit, flutt fyrirlestra og erindi í útvarp; síðast rabbaði hún um dag- inn og veginn í októbermánuði síð- astliðnum, minnti á mikilvægi kenn- arastarfsins og varaði við of miklum sparnaði í skólakerfinu. Um skeið drýgði hún tekjurnar með því að þýða framhaldssögur fyrir Alþýðu- blaðið, þegar Stefán Pétursson var ritstjóri þess; sat við eldhúsborðið og skrifaði að næturlagi, ung barna- kona, sem stjórna þurfti stóin heim- ili og ekki hafði næði til ritstarfa. Bernsku- og æskuminningar sín- ar birti Gerður í ritsafninu Aldnir hafa orðið árið 1987, og er þar brugðið upp mörgum eftirminnileg- um svipmyndum úr Reykjavíkurlíf- inu á dögum kreppu og styijaldar. Hún lýsir til dæmis vel, hve algengt var á árunum fyrir stríð að menn færu búferlum um bæinn. „Flutn- ingadagana, sem voru 14. maí og 1. október, settu vörubílar með bú- slóð fólks mikinn svip á götur bæjar- ins,“ skrifar hún. „Búslóðin aftan á þessum bílum var töluvert keimlík á þeim öllum: Það var kommóða og dívan, klæðaskápur og servantur, málaðir rúmgaflar og alltaf var þvottabali, einn eða fleiri, þvotta- bretti og taurulla. Stundum sáust borðstofuhúsgögn og einn og einn rauður plusssófi.“ Árið 1988 skrifaði hún skemmti- legan minningaþátt í safnritið Gest, sem Gils Guðmundsson ritstýrði, um kjallarabúa í timburhúsi einu niður- níddu i Skuggahverfinu, þar sem hver kompa var leigð og lagskipt- ingin var líkt og í þjóðfélaginu; iðn- Magnússon ljóst, augun blá og falleg, hann líkt- ist bæði pabba sínum og mömmu. Elsku Hanna og Maggi, hugur okkar hefur verið með ykkur. Fyrst þegar gleði ríkti yfir nýfæddum syni, þá er alvarleg veikindi hans komu í ljós og loks þegar hættan virtist hjá og þá er sorgarfréttin barst. Megi góður guð vernda ykkur og blessa og gefa að tíminn fram- undan verði tími uppbyggingar og kærleika. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga. (Matt. Joch.) Rut og Hrönn. aðarmaður bjó efst, menntamaður á miðhæð, en utangarðsfólkið neðst. „Þegar mér verður hugsað til kjall- arabúanna,“ skrifar hún, „fólksins sem bjó í þessum aumu vistarverum dettur mér í hug hending úr kvæði Guðmundar Friðjónssonar frá Sandi um ekkjuna við ána: „Um héraðs- brest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt." Þetta fólk markaði ekki djúp spor í þjóðlífinu en var þó þátt- ur í því margbreytilega mannlífi sem hér var lifað á stríðsárunum." Síðasta ritsmíðin fjallar um Vatnsdalinn, þar sem hún fæddist og dvaldi á sumrin í æsku hjá föður- bróður sínum, Guðmundi Magnús- syni bónda á Guðrúnarstöðum. Greinin birtist í ársritinu Húnvetn- ingi, en það kom út örfáum dögum eftir að hún lést. Frásögnin er rituð í tilefni af ferðalagi á æskustöðvarn- ar sumarið 1990, og niðurlag henn- ar er á þessa leið: „Enn liðast tær Vatnsdalsárin milli sléttra bakk- anna en nú sjást ekki ljóshærðar stúlkur raka af kappi og ekki sjást hin tigulegu sæti sem voru mörg 10-20 hestar vel snyrt og sómdu sér svo vel í landslaginu. Aðeins glittir í hvítar kúlur hér og þar eins og risagorkúlur og stóðið hleypur fijálst um þar sem áður voru slægj- ur. Er þetta það sem koma skal?“ Gerður velti því á stundum fýrir sér að skrifa ævisögu sína, einkum eftir að hún lét af störfum og tíminn varð rúmri. Einn af síðustu dögun- um sem hún lifði lýsti hún því yfir, að hún ætlaði að hefjast handa um ritun minninga sinna, ef henni ent- ist til þess líf og heilsa. Þótt sú ósk rættist illu heilli ekki, mun lífssaga hennar lengi geymast. Kjarkur hennar og dugnaður var mikill, að ekki sé minnst á glaðværð- ina og bjartsýnina. Hún var gædd þeim gullvæga eiginleika að geta lyft huganum hátt yfir hversdags- leikann og notið lystisemda lífsins, þrátt fyrir amstur dægranna, mót- læti og erfiðleika, sem enginn losnar við. Hún hafði yndi af að bregða sér í leikhús eða á tónleika, skoða mynd- listarsýningar, sækja fyrirlestra og sökkva sér niður í lestur nýrra bóka. Listir og fræði, fjölmiðlun og kennsla voru helstu áhugamál henn- ar og um þau ræddi hún af rök- festu og aðdáanlegu íjöri. Gerður naut þess í ríkum mæli að ferðast, og hin síðari ár fékk hún tækifæri til að svala útþrá sinni. Mér er minnisstætt, þegar við hjón- in skruppum með henni nokkrum sinnum til Evrópulanda — og mátt- um kallast góð að geta fylgt henni eftir; slíkur var áhuginn og ákafinn að koma á sem flesta fræga merkis- staði, ganga um söfn og sýningar, skoða og njóta. Þau Gerður og Tómas bjuggu fyrsta áratuginn á Hverfisgötu 80, en árið 1951 innréttaði Tómas nýja íbúð fyrir íjölskylduna á Bústaða- vegi 67. Þeim hjónum varð sjö bama auðið. Elstur er Sverrir, fæddur 1941, cand. mag. og doktor í ís- lenskum fræðum, en kona hans er Sigríður Þorvaldsdóttir málfræðing- ur. Magnús fæddist 1943 og er myndlistarmaður, en kona hans er Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari. Þriðja í röðinni er Þóranna, fædd 1945, BA í íslensku og bókmenntum og aflar sér nú kennsluréttinda, en hún er gift undirrituðum. Fjórði er Sigurður G., fæddur 1950, útvarps- maður, kvæntur Steinunni Berg- steinsdóttur textílhönnuði. Sigríður, fædd 1955, er nemandi í íslensku, en maður hennar er Robert Christie hjúkrunarfræðingur. Jóhann'a Mar- grét fæddist 1957, en hún lést svip- lega 1973 aðeins sextán ára gömul. Yngst er svo Gerður, fædd 1961, kennari að mennt, en maður hennar er Sveinn Þórisson vélstjóri. Barna- börnin eru sautján og tvö barna- barnabörn hafa litið dagsins ljós. Magnús Stormur bjó á heimili dóttur sinnar og tengdasonar síðari hluta ævinnar, þar til hann lést sum- arið 1978. Með þeim feðginum var afar kært og marga ánægjustund ræddu þau um stjórnmál og bók- menntir, ættfræði og íslendingasög- ur af gáska og meinhæðni, sem seint gleymist. Gerður var sannkölluð ættmóðir. Hún gerði sitt ýtrasta til að hjálpa börnum sínum og barnabörnum og hvetja þau til dáða; vakti yfir vel- ferð afkomenda sinna, vina og ætt- ingja; vildi allt til vinna að hver og einn fengi notið hæfíleika sinna. Hún naut árangurs sinna nánustu í námi og starfi eins og hann væri hennar eigin. Ég votta aðstandendum öllum dýpstu samúð, ekki síst eftirlifandi eiginmanni, Tómasi Gíslasyni, því að hans er missirinn mestur. Og læknunum Hallgrími Guðjónssyni og Jónasi Magnússyni ásamt öðrum læknum og hjúkrunarfólki á deild 11-A og gjörgæsludeild Landspítal- ans færi ég fyrir hönd aðstandenda alúðarþökk fyrir góða aðhlynningu á löngum og þungum stundum. Að lokum kveð ég Gerði Magnús- dóttur hinstu kveðju með kæru þakklæti fyrir veitta uppörvun og vináttu í aldarfjórðung. Megi líðan hennar og tilfínning líkjast því, sem Snorri Hjartarson lýsir í kvæðinu góða, er minnst var á við upphaf þessara orða: I vængjum felldum ég vafmn lá, þær viðjar binda ekki lengur: með nýjum styrk skal ég strengi slá og stima langnættið eldum uns óskakraftur minn endurrís úr ösku ljóðs mins og hjarta, úr mistri og sorta skin svanaflug og sólin gistir mig aftur. Gylfi Gröndal. Hratt snýst hjól dagsins, segir Snorri Hjartarson í Ferð. í minning- unni er ekki langt síðan fundum okkar Gerðar Magnúsdóttur bar fyrst saman á kennarastofunni í Ármúlaskóla, en þó munu liðin 13 ár síðan. Þá voru málefni framhalds- skólans í deiglu, en skömmu síðar var Fjölbrautaskólinn við Ármúla stofnaður. Þar unnum við saman uns Gerður lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Við sáumst alloft eftir það, en þó sjaldnar en skyldi. Nú er hún gengin bak við kvöldroðann eftir stutt en hörð veikindi og fari hún blessuð. Gerður fæddist á Guðrúnarstöð- um í Vatnsdal 12. desember 1919, en fluttist skömmu síðar með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og átti eftir það heimili hér í borginni. Móðir hennar, Sigríður Helgadóttir, var úr Reykjavík, en faðir hennar, Magnús Magnússon, ritstjóri Storms, átti kyn norður í Húna- vatnsþingi. Gerður gekk að eiga Tómas Gísla- son rafvirkja árið 1940, og eignuð- ust þau 7 börn. Af þeim lifa Sverr- ir íslenskufræðingur, Magnús myndlistarmaður, Þóranna ís- lenskunemi, Sigurður dagskrár- gerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, Sigríður íslenskunemi, og Gerður kennari. Ég hygg, að fátt hafi glatt GeiÁi meira en lærdómsframi barn- anna og velgengni. Jóhönnu dóttur sína misstu þau Gerður og Tómas árið 1973. Gerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938 og kennaraprófi árið eftir. Hún hóf síðan nám í Háskóla íslands, en átti örðugt um vik, því að börnin bættust á arma hennar hvert af öðru. Auk þess bjó Magnús Stonnur í skjóli hennar eftir að Sigríður kona hans dó. Hann var alla tíð í „dags- ins dunandi miðju“ og til hans komu margir ýmissa erinda. Verkahringur Gerðar var því ærið stór. Síðar sótti - hún fyrirlestra um bókmenntir í Háskóla íslands tvo vetur, 1975-76, og las alla tíð það sem henni þótti forvitnilegt. Kennsluferil sinn hóf hún í ísaksskóla, en þar var hún stundakennari 1939-42. Síðan kenndi hún við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1949-52, en eftir það í Gagnfræðaskóla verknáms og síð- ar Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Gerður var einkar vel að sér um íslenskar bókmenntir að fornu _og nýju og raunar íslensk fræði og sögu yfirleitt. Hún las ekki síður nýjar bækur en gamlar og greindi kjarna frá hismi af mikilli skarp- skyggni. Það var lán okkar, sem nú - kennum móðurmál í Ármúla- skóla, að vinna við hlið Gerðar. Hún átti að baki langan og gifturíkan feril og hafði bæði kennt seinfærum nemendum og þeim, sem gefnir voru fyrir bók. Hún var jafnvíg á málfræði, bókmenntir og bók- menntasögu, eins og vera ber. Við leituðum oft í smiðju til hennar, því hún var bóngóð og miðlaði okkur fúslega af reynslu sinni; var í senn hugkvæm og raunsæ. Að leiðarlok- um þökkum við henni órofa vináttu og samstarf, sem ekki bar skugga á. Gerði var fjarska annt um nem- endur sína og hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd og greinar sinnar. Fátt gramdi hana meira en góður nemandi sem sýndi móðurmáli sínu óvirðingu. Og ómælda vinnu lagði hún á sig til þess að koma sínum minnstu þegnum til nokkurs þroska. Henni tókst það öðrum betur, enda reynir þar mest á kennarahæfileik- ana. Ég hygg, að Gerður hafi no^ð næðis þau ár sem hún lifði laus vití skyldur utan heimilis. Hún lagði þó ekki hendur í skaut. Hún byijaði að læra ítölsku, svo eitthvað sé nefnt, ferðaðist og sinnti barnabörn- um sínum; hafði af þeim ómælda ánægju. Hún var hafsjór sagna um menn og málefni fyrri tíðar í Reykja- vík, og er skaði að því, að henni skyldi ekki gefast tóm til rekja minningar sínar til hlítar, því hún hafði góða frásagnargáfu. Gerður var glaðlynd að eðlisfari, og raunir lífsins fengu aldrei bugað þann eðliskost; hlátur hennar bjart- ur og skær. Hún var skapmikil, og henni var þungt niðri fyrir, þegar einhver var órétti beittur. Hún hélt skoðunum sínum á lofti við hvem sem var að eiga, og í stormum tíðar- innar tók hún ætíð afstöðu með lítil- magnanum. Það var gaman að rök- ræða við hana um hvaðeina viðvíkj- andi fræðunum eða lífinu yfirleitt. Hún setti líka afar mildilega ofan í við okkur yngri mennina, þegar við héldum fram einhverri vitleysu. Hún var einstaklega þægileg í samvinnu, háttvís og hógvær og laðaði fólk að sér. Það lætur að líkum, að sá sem er slíkum kostum prýddur er vinamargur, enda kunni Gerður manna best að rækta vináttu við fólk; hún var trölltrygg og veitandi alla ævi. Ég mun ætíð minnast Ger^ar Magnúsdóttur með virðingu og þökk, og ég tel það gæfu mína að hafa átt með henni samleið um stund. Ég veit, að svo mun öðrum farið, samstarfsmönnum hennar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Það var skólanum mikils virði að eiga hana að á frumbýlingsárum sínum. Samverustundir okkar með henni eru „þátíðarlausar stundir/ og þó liðnar hjá“ eins og Hannes Pétursson orti. Ég vil kveðja Gerði Magnúsdóttur með lokaorðum þess ljóðs, sem vitnað var til í upphafí: En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina ris tum Ijóssins þar sem tíminn sefur. Inn i frið hans og draum er ferðinni heitið. Eiginmanni Gerðar, bömum þeirra og öðrum ástvinum sendi Yg samúðarkveðjur. Sölvi Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.