Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 29

Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 29 Sigurður E. Sigurð son - Minning Aldurtila eiga sér allir vísan. Þess vegna er dauðinn í sjálfu sér engum undrunarefni. Þó er það svo, að í hvert sinn sem hann ber að dyrum veldur hann röskun í huga þeirra sem nærri standa. 13. desember sl. andaðist í New York mágur minn, Sigurður Einar eins og hann hét fullu nafni, en allir í fjölskyldunni kölluðu hann Didda. Hann höfðaði til allra og má segja að ljóðlínur Stephans G. Stephensen segi manni allt: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. Ég, sem þessa grein rita, minnist Didda sem góðs drengs. Mín fyrstu kynni af honum voru þegar hann kom til íslands til að fylgja móður sinni til grafar, en hann mat móður sína mjög mikils. Sigurður fæddist á ísafirði 13. ágúst 1931, sonur hjónanna Bjarg- ar Bergsveinsdóttur og Sigurðar Péturssonar. Hann átti tvo albræð- Kveðjuorð: Þórunn Bjarna- dóttir Þegar mamma hringdi og sagði mér að Þórunn Bjarnadóttir væri dáin runnu upp fyrir mér margar þær góðu minningar sem ég átti um Þórunni. Hún var alltaf svo kát og ánægð að sjá mig þegar hún hitti mig, það Ijómuðu á henni aug- un. Þegar hún hætti að þekkja mig fann ég fyrir einhverri sorg innra með mér. Eitt sinn þegar ég var að athuga með póstinn og gluggana heima hjá henni fyrir föður minn sem var þá veikur, en hann sinnti þessu alltaf, leit ég yfir mannlaust húsið og sett- ist niður í stofunni og lét hugann reika aftur í tímann þegar ég var lítil í árlegu spilaboði. Þá var spilað af hjartans list og Þórunn var með hvíta stífaða blúndusvuntu og stóð með súkkulaðikönnuna og hellti í bollana og jólabakkelsi fyllti borðið og svo var þeyttur rjómi út í súkku- laðið. Og alltaf gaf hún mér smá sælgæti því ég var eina bamið í boðinu. Mér fannst eitthvað svo flott við hana Þórunni, sérstaklega á 17. júní þegar hún klæddi sig í peysu- föt og með skikkju yfir, þá fannst mér hún alltaf eins og drottning. Þórunn eignaðist aldrei börn, en hún missti mann sinn um fimmtugt og verður lögð til hinstu hvílu við hlið hans. Ég þakka Þórunni samfylgdina og megi hún hvíla í friði. Oddný Mattadóttir og fjölskylda. ur, Halldór (Didda), sem er eldri og býr í New York, kvæntur banda- rískri konu, Grace. Yngri bróðirinn, Bergsveinn kvæntur undirritaðri og býr í Hafnarfirði. Árið 1938 slitu foreldrar þeirra samvistir og var Sigurði þá komið í fóstur hjá frænda sínum Kristjáni Jóni Benónýssyni og konu hans, sem bjuggu í Hjarðardal í Dýra- firði. Þar dvaldi hann þar til Krist- ján missti konu sína. Hann fór þá að Gemlufalli og síðar að Mýrum í Dýrafirði, eða þar til hann flutti til Hafnarfjarðar árið 1944 til föður síns, sem þá var giftur mikilli sóma- konu, Guðrúnu Sveinsdóttur, sem alla tíð reyndist Sigurði sem besta móðir. Faðir hans og Guðrún áttu fimm börn sem eru: Guðlaug, Sveinn, Pétur, Agnes og Gunnar. Öll búa þau í Hafnarfirði nema Gunnar, sem býr í Reykjavík. Sigurður stundaði nám í Flens- borgarskóla og síðan í Menntaskól- anum í Reykjavík. Á námsárunum vann hann í síldarvinnu norður á Siglufirði, eins og þá var algengt. Þar dvaldi hann hjá móðursystur sinni, Ólínu, sem gift var síldarsalt- anda, sem hann vann hjá. Æ síðan reyndust Ólína og öll hennar fjöl- skyjda honum einstaklega vel. Árið 1950 fluttist hann til New York og dvaldi fyrst á heimili bróð- ur síns, Ilalldórs, sem flust hafði út árinu áður. Sigurður var í flug- her Bandaríkjanna frá 1951 til 1955. Um haustið 1955 fór hann í framhaldsnám í Hofstrad-háskólan- um á Long Island og síðar í City College of New York þar sem hann stundaði kvöldnám í mörg ár og útskrifaðist kandidat, B.A. í raf- magnsfræði. Eftir það fór hann að vinna fyrir Hazeltine, sem framleið- ir radar- og mælitæki. Árið 1974 lauk hann enn frekara námi frá C.W. Post-háskólanum á Long Island og útskrifaðist sem Master in Business Administration. Sigurður vann hjá Hazeltine þar til hann fór á eftirlaun í febrúar 1989. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Nielsen, 17. júní 1961, en hún átti fyrir soninn Clark, sem Sigurður gekk í föður- stað. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Flushing, sem er úthverfi New York borgar, en fluttu síðan í sitt eigið hús úti á Long Island. Þess má geta að í nágrenni við þau býr frænka Sigurðar, Lillý, dóttir Ólínu móðursystur þeirra bræðra, sem reynst hefur þeim bræðrum sem besta systir. Við hjónin vorum svo heppin að geta heimsótt Didda og Rúnu og Dúdda og Grace í ferðum okkar til Bandaríkjanna og eru þær heim- sóknir fast greyptar í okkar hug- skot. Þvílíkar móttökur! Rausnar- skapurinn og huggulegheitin voru slík, að við okkur var dekrað eins og ungbörn. Ég minnist þess hve gaman Diddi hafði af því að tala við fuglana i garðinum sínum með- an hann enn hafði heilsu, en hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin og gat ekki sinnt húsinu sínu og garðinum sem skyldi. Sá grunur læðist að mér, að býsna stórt skarð sé höggvið í hjarta Halldórs við bróðurmissinn. I september sl. lagðist Diddi inn á V.A. Hospital og gekkst þar und- ir aðgerðir, sem ekki dugðu gegn hinum erfiða sjúkdómi, en hann háði baráttu sína af karlmennsku og var ákveðinn í að standa svo lengi sem stætt væri. Þegar hann sá hvert stefndi tók hann því af æðruleysi, sáttur við lífið og tilver- una. Elsku Rúna og Clark, við hjónin biðjum góðan Guð að vera með ykkur og veita ykkur styrk. Við munum öll minnast Didda sem góðs drengs. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafði þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Ruth. t Útför móður okkar, ÞORBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Rauðhálsi, fer fram frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 14. mars kl. 16.00. Jakob Guðmann og Bergsteinn Péturssynir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, ÞORVALDAR BORGFJÖRÐ GÍSLASONAR. Sigurborg Þórarinsdóttir, synir og aðrir vandamenn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsfjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. SigurðurK. Gunnars- son - Kveðjuorð Fæddur 13. desember 1946 Dáinn 2. mars 1992 Hafknömnn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú. þú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ei yfír höfði þak. (Einar Ben.) Þegar ég lít yfir farinn veg og vináttu okkar Sigurðar Karls Gunn- arssonar gegnum árin, fínn ég hversu lánsamur ég var að kynnast honum og eiga hann að sem vin. Sú fölskvalausa vinátta og góð- mennska sem hann sýndi sínum, á hveiju sem gekk, er gott veganesti okkur sem eftir lifum. Menn sem hugsa lítið um sjálfa sig, en þeim mun meira um náungann, eru oft misskildir á einhvern hátt. — Ég held að svo hafi ekki verið um hann. Heilsteyptur vilji og trúmennska sáu um þá hlið málsins. Gleðjumst því ytri skelin á fræinu er sprungin og óumbreytanlegt lög- mál veldur því að hann hlýtur að rísa upp — rísa upp í Guði, þeim sem hann trúði á og sá í öllu og öllum. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGURJÓNSSON, Austurbrún 37A, andaðist í Landspítalanum 9. mars. Vilborg Jónsdóttir, Jón Kristján Sigurðsson, Sigurjón Sigurðsson, Steinþóra Sigurðardóttir, Svanur Kristinsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og fósturfaðir, SIGURÐUR KARL GUNNARSSON frá Haga v/Selfoss, Holtagerði 32, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 15.00. Þórunn Jónsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ANDREU EYJÓLFSDÓTTUR, Njálsgötu 65. Ragnheiður Ágústsdóttir, Kristín Þ. Ágústsdóttir, Sigurður Örn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og stuðn- ing við andlát ÞORSTEINS PÁLMASONAR, sem lést þann 3. mars síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðfinna Óskarsdóttir og fjölskylda. Lokað Verkstæði okkar verður lokað í dag, miðvikudag- inn 11. mars, frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar SIGURÐAR KARLS GUNNARSSONAR. H.P.H. díselvélaviðgerðir, Eldshöfða 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.