Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 f< lk f fréttum Díana prinsessa sýndi sína venjulegu aiúð og umhyggjusemi í heimsókn sinni til Indlands. Hún fór einn- ig sérstaklega til Rómar til að hitta móður Teresu. - UMHYGGJA Díana prinsessa hittir móður Teresu Díana prinsessa var nýlega á Indlandi ásamt Karli Breta- prins, eiginmanni sínum, þar sem hún heimsótti m.a. heimili fyrir umkomulaus böm og sýndi þeim þá umhyggjusemi sem hún er þekkt fyrir. Sem kunnugt er hefur Díana t.d. bæði verið lofuð og fordæmd fyrir að koma við sjúklinga, sem þjást af eyðni, en hún hefur ekki látið neikvætt tal á sig fá og berst mikið fyrir málstað þeirra sem minna mega sín. Á Indlandi heimsótti hún einnig stofnun fyrir deyjandi fólk og gaf fólkinu sælgæti. Hen'ni var vel tek- ið hvert sem hún fór og fólkið, sem hún hitti, lofaði hana fyrir góðsem- ina og umhyggjuna sem hún sýndi hvarvetna. Díana ætlaði einnig að heilsa upp á móður Teresu en vegna veikinda komst hún ekki til Indlands. Díana ákvað því að koma við í Róm sér- staklega til að hitta hana. Móðir Teresa hafði heimtað að yfirgefa spítalann, þar sem hún dvaldi í veik- indum sínum, því hún vildi ekki að Díana prinsessa sæi sig í rúminu. Þegar þær hittust féllust þær í faðma en þær hafa aldrei áður hitt hvor aðra. Áður en Díana prinsessa hélt heim lofaði hún móður Teresu að halda sambandi við hana og sagðist vona að þær myndu hittast aftur. Tölvunámskeið Windows (9 kist.) Word Perfect fyrir Windows (16 klst.) Word fyrir Windows(i6klst.) PC byrjendanámskeið (16 kist.) Exel fyrir PC og Machintosh (16 kist.) Næstu námskeið hefjast fljótlega. Verð frá kr.9.200,- VR og fleiri stéttarfélög styrkja. Kolbrún Ingibergsdóttir var full- trúi Morgunblaðsins og söng þar rólegan blús. Hallgrímur Thorsteinsson, full- trúi Bylgjunnar, flutti blús á ís- lensku og sannaði það að islensk- an er ekki síðri í þessari tegund tónlistar. TÓNLIST Lokakvöld fjölmiðla- blússins á Púlsinum Lokakvöld fjölmiðlablússins var haldið laugardaginn 29. febrú- ar sl. Þar komu fram flestir þeir fulltrúar sem tekið höfðu þátt um veturinn, m.a. frá Morgunblaðinu, DV, Aðalstöðinni, Pressunni, Rás 2, Stjörnunni sálugu og Effemm. Vinir Dóra sáu um undirleikinn. Óhætt er að segja að mikil stemmning hafði myndast og mátti þarna sjá mörg kunnug andlit úr fjölmiðlaheiminum sem komu og studdu við bakið á sínum mönnum. flvv* œw*®3** ..lillWI—l—f"*-' 0»' ri MIKID RYMI og gott verð! DAF 400 er rúmgóður, burðarmikill og þægilegur sendibíll.sem hentar íslenskum aðstæðum óvenju vel. DAF 400 er hundruðum þúsunda ódýrari en keppinautarnir, og kostar nú aðeins: Pallbíll frá kr. 2.108.000 ] m/Vsk. Sendiblll frá kr. 2.390.000 stgr. m/Vsk. Við eigum DAF 400 sendiblla á lager og til afgreiðslu strax. Hafið samband viö sölumenn okkar, sem veita nánari upplýsingar. í V.Æ.S. HF Fosshálsi 1 ® 67 47 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.