Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 36

Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 i þlnnL- st^ub. Hann verður örugglega stjórnmálamaður. .. BRÉF ITL BLABSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Villandi auglýsingar Frá Jóhanni Haukssyni: HVERSU lengi ætla Flugferðir- Sólarflug að halda áfram að gefa villandi upplýsingar um ferða- kostnað í auglýsingum sínum? Ég spyr vegna þess að þetta fyrirtæki auglýsir ferðir til Kaupmanna- hafnar á 15.900 kr. þegar þær kosta í raun 20.000 kr. Munurinn er 4.900 kr. eða fjórðungur heild- arverðsins. Reyndar stendur meðanmáls í auglýsingunum, með smáu letri, að flugvallagjöld og forfallagjald sé ekki innifalið í verði. Þegar þessi upphæð nálgast 25% af heildarverðinu verður þetta sam- bærilegt við það að bílaumboð auglýsi bíl á 600 þúsund kr. og neðanmáls standi smáu letri að dekk, stýri og sæti séu ekki innifalin í verðinu. Staðreyndin í þessum fargjalda- málum er sú, að það er ekkert hagstæðara að fara í leiguflugi til útlanda með Flugferðum-Sólar- flugi en með áætlunarflugi Flug- leiða. Fyrir þá sem búa úti á landi koma Flugleiðir að auki mun hag- stæðar út. Ég kannaði hjá báðum aðilum hvað það mundi kosta fyrir fjöl- skyldu mína að fara til Kaup- mannahafnar. Við erum fjögur og bæði börnin yngri en 12 ára. Mið- að var við greiðslu með kreditkorti. Grunngjald Flugferða-Sólar- flugs er 15.900 kr. á mann og enginn barnaafsláttur er veittur. Við þetta bætist á hvern mann: Innritunargjald í Leifsstöð 350 kr., brottfararskattur 1.250 kr. (börn greiða helming), brottfarar- skattur í Kaupmannahöfn 650 kr. og -forfallagjald 1.200 kr. sem ekki er hægt að sleppa. Samtals gerir fargjaldið á mann 19.040 kr. Til viðbótar kemur 5% álagning vegna greiðslu með kreditkorti, eða 20.000 kr. í allt. Hjá Flugleiðum er grunngjald- ið 20.900 kr. og er innritunargjald í Leifsstöð innifalið. Við þetta bætast brottfararskattar, en ekki þarf að greiða forfallagjald nema maður óski sérstaklega eftir að baktryggja sig. Flugleiðir taka ekkert álag vegna greiðslu með kreditkorti. Hjá Flugleiðum er að auki veittur 20% afsláttur af þessu sumarfargjaldi fyrir börnin, þann- ig að þegar upp er staðiði kostar Kaupmannahafnarferðin 20.400 kr. á manninn hjá Flugleiðum. Munurinn er um 400 kr. á far- gjaldi Flugleiða og Flugferða-Sól- arflugs. Fyrir þessar 400 kr. er hægt að velja um brottfarir tvisvar sinnum í viku hjá Flugferðum-Sól- arflugi en níu sinnum hjá Flugleið- um. Fyrir okkur úti á landi bætist svo við verulegur afsláttur af flugi til Reykjavíkur í tengslum við ákveðna brottfarardaga til Kaup- mannahafnar ef við verslum við Flugleiðir og þá fer ekkert lengur á milli mála hvaða kostur er hag- stæðari. Ástæða þess að ég vek athygli á þessu er sú að það fer í taugarn- ar á mér þegar fyrirtæki reyna að afla sér viðskipta með villandi auglýsingum, líkt og Flugferðir- Sólarflug gera. Ég hélt reyndar að búið væri að setja rýjar reglur um upplýsingar í ferðauglýsing- um, þannig að við neytendur vær- um betur varðir. En augsýnilega komast menn upp með að fara ekki eftir reglunum og er það miður. JÓHANN HAUKSSON rafvirkjameistari Bakkasíðu 9 Akureyri VELVAKANDI UPPLYSINGAR UM ÞILSKIP Sigurgísli Sigurðssson: MIG vantar upplýsingar og myndir af þilskipum og skútum sem gerð voru út frá aldamótum til ársins 1922. Sérstaklega vantar mig upplýsingar um eft- irtalin skip: Bergþóru, Nýönzu, ísabellu, Svan, Björn Ólafsson, Skalla, Hákon, Iho og Milly. Þeir sem geta gefið upplýsingar vinsamlegast hringi í mig í síma 91-40418. PÁFAGAUKUR BLÁR páfagaukur fannst við Bárugötu 3. febrúar. Upplýs- ingar í síma 14403. BINDISNÆLA BINDISNÆLA úr hvítagulli tapaðist á Hótel íslandi 19. febrúar. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 98-34979. HÁLSFESTI GULLHÁLSFESTI tapaðist á Hótel Ork fimmtudaginn 5. mars. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 75609. GLERAUGU GLERAUGU töpuðust í Kola- portinu sunnudaginn 1. mars. Finnandi er vinsamlegast beði'nn að hringja í síma 28109. Víkverji skrifar Umræður um þátttöku í Evr- ópubandalaginu (EB) settu mikinn svip á umræður á þingi Norðurlandaráðs í síðustu viku. Um langt skeið hefur verið um það rætt á þeim vettvangi hvernig hann þróist í ljósi evrópska samrunans. Eru allir sammála um að miklar breytingar hljóti að verða á samstarfi ríkjanna, bæði skipulagslegar og efnislegar. Nefnd á vegum forsætisráðherra landanna hefur lagt til að tekið verði upp svipað fyrirkomulag og innan Évrópubandalagsins að því leyti að norrænu ríkisstjórnirnar hafi til skiptis forystu í hinum sameiginlegu málum og annist hagsmunagæslu inn á við og út á við. Höfum við íslendingar kynnst slíku fyrirkomulagi í EFTA-sam- starfinu, þar sem forystan færist á milli ríkisstjórna á sex mánaða fresti. Hún er til dæmis núna í höndum íslands. Portúgalir gegna nú í fyrsta sinn slíku forystuhlutverki innan Evrópubandalagsins. Þeir gerðust aðilar að bandalaginu 1986 og höfnuðu í fyrstu umferð að taka að sér hið pólitíska forsæti vegna reynsluleysis. Þegar röðin kom að þeim í annað sinn, öxluðu þeir ábyrgðina og samkvæmt fréttum fá portúgalskir stjórnmálamenn og embættismenn hrós fyrir fram- göngu sína. Er ekki að efa, að þessi skipan á þátttöku þjóða í alþjóðlegu samstarfi hefur góð áhrif á stjómkerfi viðkomandi landa. Er mjög eftir því tekið, hvernig slíkum trúnaðarstörfum er sinnt. Á vettvangi EFTA hafa íslend- ingar fengið lof fyrir störf sín í þágu allra þátttökuríkjanna, eink- um Hannes Hafstein sendiherra, sem átti ásamt aðstoðarmönnum sínum dijúgan þátt í að samkomu- lag tókst að lokum um evrópska efnahagssvæðið. xxx Þegar rætt er um framtíð EFTA og aðild einstakra þátt- tökuríkja þar að Evrópubandalag- inu, setja menn bæði ísland og Sviss á sérstakan bás. Bent er á að íslendingar telji sig hafa svo mikilla sérhagsmuna að gæta að þeir geti ekki átt samleið með öðrum. Síðan er sagt að Svisslend- ingar hafi tileinkað sér svo mikla sérvisku í samskiptum við aðrar þjóðir að þeir hljóti að standa utan við Evrópubandalagið. Hér skal ekki rætt um sérhags- muni okkar íslendinga heldur vak- in athygli á því að í Sviss virðist kynslóðabil í pólitískri afstöðu til þátttöku í EB. Kannanir meðal námsmanna og háskólastúdenta í Sviss hafa löngum sýnt að þar er meiri vilji en meðal hinna eldri til að tengjast EB. Þessi vilji hefur nú verið stað- festur með formlegum hætti á pólitískum vettvangi, því að æsku- lýðssamtök sex stærstu stjórnmál- aflokkanna, sem eiga fulltrúa á þinginu í Bern, hafa ákveðið að sameina krafta sína í baráttu fyr- ir þeim tveimur málefnum sem þeim finnst mestu skipta á líðandi stundu, það er baráttunni gegn fíkniefnum og fyrir aðild Sviss að Evrópubandalaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.