Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
gf
Vegna fréttar um nýtt mígrenilyf
og athugasemdar við hana
Frá Sigrúnu Davíðsdóttur:
HINN 2. febrúar birtist í Morgun-
blaðinu frétt frá undirritaðri um
nýtt mígrenilyf á dönskum mark-
aði. Þar sagði meðal annars að fyr-
irtækið verði 7% í þróun nýrra lyfja,
meðan 18% þætti eðlilegt. Heimild
fréttarinnar var grein í danska blað-
inu Politiken. Kristján Sverrisson
umboðsmaður Glaxo gerði athuga-
semd við þetta atriði í grein 28.
febrúar og kemur þar með allt aðr-
ar tölur, sem sýna að fyrirtækið
Virkjaðu þína
eigin krafta
Frá Guðrúnu Lilju Norðdahl:
AÐ hafa áhrif.
Hvemig kem ég
máli á framfæri í
mínu félagi. Ertu
aðili í stjóm félags,
en ertu ekki nægj-
anlega upplýst(ur)
um það hveijar
skyldur þínar eru,
hver réttur þinn er eða völd?
Sjaldan hefur hinn almenni borg-
ari sótt eins marga fundi og núna,
þegar alls staðar eru einhveijar
breytingar og hinn venjulegi meðal
Jón þarf og vill, vera með á nótun-
um. Vita hvernig hægt er að hafa
áhrif á framgang mála. Geta stjórn-
að fundi og/eða komið máli á fram-
færi.
ITC samtökin bjóða almenningi
að taka þátt í námskeiði, sem nefn-
ist Áhrifarík fundarstjórn. Nám-
skeið fyrir þá sem vilja vita hvernig
góður fundarstjóri ber sig að. Hveij-
ar skyldur og hvaða völd formaður
í félagi hefur. Mismun á ýmsum
gerðum funda. Hvernig hinn al-
menni félagsmaður getur komið
máli á framfæri. Hvað eru fundar-
sköp? Hvernig undirbýr maður ráð-
stefnur og margt fleira.
Fólk í nútíma þjóðfélagi þarf að
vera meðvitað um rétt sinn.
Virkjaðu þína eigin krafta, en
bíddu ekki eftir að aðrir geri það
fyrir þig. Hann meðal Jón hefur
miklu meiri völd en hann gerir sér
grein fyrir, en hann þarf að vita
hvernig þau völd geta komið honum
að gagni.
ITC samtökin hafa það að megin-
markmiði sínu að efla hæfileika til
samskipta og forystu, auka starfs-
afköst og styrkja sjálfstraust fé-
lagsmanna sinna.
Námskeið samtakanna eru öllum
opin og fundir í ITC deildum eru
einnig öllum opnir og gestir hjartan-
lega velkomnir.
GUÐRÚN LIL.JA NORÐDAHL
blaðafulltrúi landssamtaka ITC á
íslandi
Hjallabrekku 2A Kópavogi
veiji 14% af veltunni í rannsóknir.
Það fór fram hjá mér að daginn
eftir að umræddar tölur voru birtar
í Politiken birtust aðrar tölur sem
eru líklega sambærilegar við tölur
Kristjáns. Mismunurinn liggur í við
hvaða rekstrartölur er miðað í upp-
hafi og enginn vafí er á að tölur
Kristjáns eru réttar. Á það má
benda að rannsóknar- og þróunar-
kostnaður fyrirtækisins, sem Krist-
ján segir hafa verið 48 milljarða
króna, er afskrifaður á hveiju ári.
Eftir afskriftir var ágóði Glaxo síð-
asta ár 36% af veltunni.
Umboðsmaðurinn nefnir einnig
að í greininni hafí lítið verið minnst
á þann árangur sem náðst hefði
með lyfinu. í tímaritinu New Eng-
land Journal of Medicine hefur ver-
ið gerð grein fyrir árangri af með-
ferð með lyfmu. Þar kemur fram
að lyfið slær mjög á höfuðverkja-
kast fyrstu 24 klst., en síðan sé
hætta á nýju kasti. í dönskum
blaðaskrifum um lyfið hefur ein-
staka heimilislæknir látið í ljósi þá
skoðun að lyfið henti best í afmörk-
uðum tilfellum, en alls ekki sem
venjulegt höfuðverkjalyf. Lyfið er
svo nýtt á dönskum markaði að það
er enn ekki hægt að sjá hversu
mikið verður vísað á lyfið.
Umboðsmaðurinn nefnir einnig
tvö önnur lyf frá Glaxo, astmalyf
og ógleðistillandi lyf fyrir sjúklinga
í krabbameinsmeðferð, sem dæmi
um ný og betri lyf frá fyrirtækinu.
í Danmörku kostar mánaðar-
skammtur af astmalyfinu Serevent
sem svarar um 4.500 ÍSK. Fimmtán
töflu pakki af Zofran, lyfinu fyrir
krabbameinssjúklinga, kostar rúm-
lega 20.000 ISK. An þess að taka
afstöðu til gagns þeirra hefur verð-
lagning þessara tveggja lyfja einnig
dregist inn í umræð'ur um nýjasta
lyf fyrirtækisins, nefnilega mígreni-
lyfsins. Danska samkeppnisráðið,
sem áður hét einokunarráðið og
fylgist með eðlilegum viðskiptahátt-
um, hefur nú farið þess á leit við
Evrópubandalagið að það taki til
athugunar hvort Glaxo bijóti reglur
bandalagsins um samkeppni, Af
fréttum í Danmörku má marka að
umræðunni um lyijaverð er alls
ekki lokið.
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
fréttaritari Morgunblaðsins
í Kaupmannahöfn.
Meðferð gúmmíbjörgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta
mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið fjörtjóni allra á
skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð og notkun gúmmí-
björgunarbáta.
ÁRANGURSRÍKAR SÖLUAÐFERÐIR
Markmið markaðsfræðinnar er að skilja þarfir neytenda og
þá þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á þá. Sölumenn verða
að hafa þekkingu á þörfum neytandans til þess að skilja kaup-
hegðun hans, Hvers vegna kaupir neytandinn ákveðna vöru?
Á námskeiðinu verður fjallað um:
★ Neytendur og þarfir þeirra.
★ Sölustjórinn - sölumennirnir
★ Staðsetning vöru
★ Að loka sölunni
★ 30 sölugullkorn
Leiðbeinandi: Bæring Ólafsson,
sölustjóri Vífilfells,
Tími: 19. og 20. mars
kl. 13.00-18.00 í húsa-
kynnum Stjórnunarfélags-
ins í Ánanaustum 15.
5tjómunarfélag Islands
Ánanaustum 15,
sími 621066.
Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig og sýndu mér vinarhug á áttrœðisaf-
mceli mínu 29. febrúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Þórhildur Jakobsdóttir frá Árbakka,
Njálsgötu 36, Reykjavík.
Arshótíð
unglinga
14 ára og eldri frá Gusti, Sörla, Fáki, Herði
og Sóta verður haldin í félagsheimili Fáks,
föstudaginn 13. mars kl. 20. Heitur matur,
diskótekið Dísa, skemmtiatriði og fleira.
Veislustjóri verður hinn alkunni knapi Tómas
Ragnarsson. Miðar seldir á skrifstofu Fáks frá
9. mars. Verð kr. 800,- Spariklæðnaður.
Unglingadeild Fáks.
Hlnn þekkti húðfrœðingur,
MICHELLE AMBERNI
kynnir og veitir persónulega ráðgjöf
varðandi notkun á nýju áhrifaríku
kremlínunni RM2 frá STENDHAL.
Fimmtudaginn 12. mars kl. 11 -17.
Snyrtivöruverslunin KRISMA,
ísafirði.
Stendhal
Stendhaltrœðingur veitir törðunarráðgjðf,
með litallnunnl frá STENDHAL.
Blomberg þvottavélarnar hlutu
hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF
hönnunarverðlaun fyrir framúr-
skarandi glæsilega og hugyit~
samlega hönnun.
Við bjóðum nú gerð WA-230 með
kostum, sem skapa henni sér-
stöðu:
* Tölvustýrður mótor * yfirúðun *
alsjáltvirk magnstilling á vatni *
umhverfisvænt sparnaðarkerfi.
Verð aðeins kr. 69.255 stgr.
Aðrar gerðir frá kr. 58.615 w
Einar FareStvett&Co.hf. Borgartuni 28 ® 622901 og 622900