Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 39
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
39
Morgunblaðið/Július
Júlíus Jónasson lék að nýju í gærkvöldi eftir langt hlé vegna meiðsla og stóð sig vel. Var kraftmikili og gerði fímm
falleg mörk. Hér hefur hann brotist í gegnum slóvensku vörnina.
Reikna með að Júgóslavía
verði með lið í Barcelona
- segirToneTiselj landsliðsþjálfari Slóveníu
Ijjálfari Slóveníu, Tone Tiselj,
sagði við Morgunblaðið í
gærkvöldi, að hann reiknaði með
að lið Júgósavíu yrði með á hand-
knattleikskeppni Ólympíuleik-
anna í Barcelona í sumar og yrði
þá skipað leikmönnum frá Serbíu
og Svartfjallalandi [Montenegró].
Fari svo að Júgóslavía verði
ekki með er landslið íslands næst
í röðinni inn á leikana, en ekkert
virðist benda tii að íslandi fái
tækifæri til að leika í Barcelona.
Eins og fram kom í blaðinu í
gær hafa forystumenn Alþjóða
handknattleikssambandsins
[IHF] ákveðið að kalla handknatt-
leiksforystumenn frá Júgóslavíu
(Serbíu), Slóveníu, Króatíu og
Bosníu Herzegóvínu á fund á
næstu dögum til að reyna að fínna
lausn á því hvort og þá hveijir
þeirra keppi í Barcelona.
Forystumenn IHF hafa stungið
upp á því, skv. heimildum Morg-
unblaðsins, að núverandi lýðveldi
mætist í keppni um sætið sem
Júgóslavía hafði tryggt sér, og
sagði Tiselj að ef því yrði myndi
lið hans taka þátt. Sagði reyndar
að leikir þessir gætu örugglega
ekki farið fram í Júgóslavíu, eða
á landssvæði sem áður tilheyrði
því landi, heldur t.d. í Austurríki.
„Fólk heima hefur sagst gjarna
viljað sjá þá dómara sem myndu
dæma þessa leiki!“ sagði þjálfar-
inn og brosti. Sagði að eflaust
yrði hart barist og viðureignimar
því ekki auðdæmdar.
Égætlatil
Svíþjódar
- sagði Þorbergurlandsliðsþjálfari, en
margt þarf að batna til að ísland nái einu^
af fjórum efstu sætunum í B-keppninni^
ÍSLAND sigraði Slóvenfu 22:19
í vináttuleik í Laugardalshöll í
gærkvöldi. Það verður að segj-
ast eins og er að leikurinn var
ekki góður. Jákvæðir hlutir
sáust þó, en of fáir. Og það
gegn andstæðingum sem áttu
einn vináttuleik að baki gegn
Króatíu i febrúar, og voru sam-
an á æfingum í tvo daga fyrir
íslandsförina.
Nú em ekki nema níu dagar í
fyrsta leik í B-keppninni og
mikið verður að breytast til að
dæmið gangi upp.
Skapti Það tekst vonandi,
Hailgrímsson og Þorbergur Aðal-
skrífar steinsson landsliðs-
þjálfari er bjartsýnn
á það. Æfingaleikir sem þessi
skipta auðvitað ekki máli í sjálfu ,
sér, þegar upp er staðið, heldur
frammistaðan í keppni — og það
er óskandi að Þorbergur verði með
liðið á toppnum á réttum tíma. En
eins og liðið leikur í dag og hefur
gert undanfarið er staðan ekki góð.
„Það vantar neista í liðið. Meiri
hvatningu frá áhorfendum og öðr-
um,“ sagði Þorbergur við Morgun-
blaðið eftir leikinn í gærkvöldi. „Ef
við fengjum hana ætti dæmið að
ganga upp. Það voru góðir hlutir í
leiknum en svo var þetta daufara
inn á milli.“ Hann sagði þá rúmu
viku sem er til stefnu nógan tíma
til að létta strákana og hvíla. „Við
gerum það með æfingum næstu
daga og svo fá þeir frí um helg-
ina.“ Og bætti við: Ég ætla til Sví-
þjóðar," sagðj þjálfarinn. Þar fer
A-heimsmeistarakeppnin sem
kunnugt er fram á næsta ári, og
fjögur efstu sætin í B-keppninni
gefa farseðil til Svíþjóðar.
íslendingar höfðu alltaf forystu
í gærkvöldi og sigurinn var aldrei
í hættu, en minnsti munur varð þó
eitt mark, t.d. 19:18 og 20:19 þeg-
ar skammt var til leiksloka. Bjarki
gerði svo 21. markið með langskoti
og Valdimar það síðasta, um það
bil er tíminn rann út, með skoti
yfir endilangan völlinn — knöttur-
inn fór á milli fóta markvarðarins,
sem reyndi að veija, og inn! Kostu-
legt mark, af u.þ.b. 35 m færi, og
nokkuð dæmigert fyrir þann hand-
bolta sem boðið var upp á eftir hlé.
Ísland-Slóvenía22:19
Laugardalshöll, vináttulandsleikur í
handknattleik, þriðjudaginn 10. mars
1992.
Gangur leiksins: 3:0, 4:3, 5:5, 10:6,
13:8, 14:10, 15:12, 16:15, 18:17,
19:18,,20:19, 22:19.
Mörk íslands: Valdimar Grímsson 7/2,
Júlíus Jónasson 5, Bjarki Sigurðsson
3, Geir Sveinsson 2, Konráð Olavson
2/2, Jakob Sigurðsson 1, Gunnar
Gunnarsson 1, Sigurður Bjamason 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson
3, Guðmundur Hratnkelsson 2.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Slóveniu: Jani Cop 5/2, Roman
Pungartnic 3, Uros Serbec 2, Tomaz
Jersic 2, Tomaz Cater 2, Tomaz Tomsic
2, Bojan Voglar 1, Gregor Glavac 1,
Ales Levc 1.
Varin skot: Boris Ðenic 4.
Utan vallar: 10 mínútur.
Ðómarar: Stefán [ Amarldsson og
Rögnvald Erlingsson.
Áhorfendur: Seldir miðar vom um
200.
Sóknarleikur íslenska liðsins var
í góðu lagi í fyrri hálfleik, sóknar-
nýtingin um 70% og mörkin §öl-
breytt, en seinni hálfleikurinn var
mun slakari. Þegar langt var liðið
á hálfleikinn var sóknarnýtin^úvr
aðeins um 33% en með góðum enda-
spretti fór hún upp í um 50%.
íslensku strákamir vöm ekki
nálægt sínu besta. Júlíus Jónasson,
sem lék í fyrsta sinn í langan tíma,
var góður í fyrri hálfleik og gerði
falleg mörk. Var mjög kraftmikill.
Valdimar var einnig ógnandi óg
Bjarki gerði laglega hluti. Annars
átti sóknin oft í erfiðleikum gegn
vörn Slóvena, sem lék framarlega.
Þá var vörn Islands ekki nógu góð.
Það er umhugsunarefni að aðeins
seldust um 200 miðar á leikinn í
gærkvöldi. Áhuginn á landsliðinu
hefur verið lítill undanfarið, enda
ekki gengið sérlega vel og móther-
jamir ekki spennandi. En sem Sstfft
segir er það frammistaðan þegar á
hólminn kemur sem skiptir máli og
ekki má gleyma því að Kristján
Arason bætist í hópinn.
Síðasti leikur liðsins áður en það
heldur utan verður í kvöld í Kefla-
vík, gegn Slóveníu, og væri það við
hæfi að áhorfendur fjölmenntu og
styddu við bakið á strákunum á
lokasprettinum. Þeir geta betur og
ætla sér það í Austurríki. Eitt af
fjórum efstu sætunum er takmark-
ið, og vonandi næst það.
ÚRSLIT
KORFUKNATTLEIKUR
ÚRSLIT
UMFG-IBK 86:76
Grindavík, þriðjudaginn 10. mars 1992.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:13, 8:18,
12:23, 17:23, 21:27, 32:27, 36:29, 45:37,
45:45, 53:63, 57:66, 73:66, 81:73, 86:76.
Stig UMFG: Joe Lewis Hurst 31, Guðmund-
ur Bragason 28, Marel Guðlaugsson 10,
Rúnar Árnason 5, Bergur Hinriksson 5,
Pálmar Sigurðss. 4, Hjálmar Hallgrimss. 3.
Stig IBK: Guðjón Skúlason 22, Nökkvi Már
Jonsson 20, Jonathan Bow 19, Jón Kr.
Gíslason 7, Albert Óskarsson 6, Brynjar
Harðarson 2.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Víglundur
Sverrisson.
Áhorfendur: Liðlega 500
Valur-Þór 121:69
Iþróttahúsið að Hlíðarenda:
Gangur leiksins: 6:0, 28:9, 59:26 59-30
74:32, 97:50, 109:55, 115:64, 121:69.
Stig Vals: Svali Björgvinsson 30, Frank
Booker 25, Magnús Mattíasson 14, Guðni
Hafsteinsson 13, Ari Gunnarsson 12, Lárus
D. Pálsson 9, Símon Ólafsson 8, Tómas
Holton 6, Jón Bender 2, Mattías Mattiass. 2.
Stig Þórs: Joe Harge 28, Örvar Erlendsson
13, Arni Þór Jónsson 7, Högni Friðriksson
6, Birgir Birgisson 5, Þorvaldur Amarsson
4, Einar Hólm Davíðsson 4, Hafsteinn Lúð-
víksson 2.
Dónmrar: Einar Þór Skarphéðinsson og
Brynjar Þór Skarphéðinsson .
Baráttuleikur í Grindavík
GRINDVÍKINGAR báru sigur-
orð af nágrönnum sínum frá
Keflavík 86:76 í hröðum og
skemmtilegum leik sem var þó
ekki laus við mistök sem voru
ótalmörg á báða bóga.
Frimann
Ólafsson
skrífar
Keflvíkingarnir virtust ætla að
kafsigla gestgjafana og skor-
uðu 13 stig gegn aðeins 2 á upphafs-
mínútum leiksins.
Jonathan Bow fékk
þriðju villu sína rétt
eftir miðjan hálfleik-
inn auk þess sem
Keflvíkingar hvíldu byijunarliðs-
mennina. Þá var eins og lið Grinda-
víkur hi-ykki í gang og náði forystu
fyrir leiklilé. Keflvíkingar gerðu ekki
nema 7 stig síðustu 8 mín. og 27 í
hálfleiknum sem hefur líklega ekki
gerst í langan tíma.
Keflvíkingar náðu síðan að jafna
leikinn í seinni hálfleik og munaði
mest um að Guðjón Skúlason sem
ekki skoraði neitt í fyrri hálfleik fór
í gang og skoraði margar fallegar
körfur. Þeir náðu síðan að snúa leikn-
um sér í hag og voru yfir 66:57 þeg-
ar um 7 mín. voru eftir. Þá sögðu
Grindvíkingar hingað og ekki lengra
og skoruðu 14 stig í röð án svars frá
Keflvíkingum og gerðu út um leikinn.
Þrátt fyrir að Grindvíkingar ættu
góðan endasprett í Japísdeildinni
sitja þeir eftir með sárt ennið og
hafa lokið þátttöku í vetur. Joe
Lewis Hurst átti stórleik með þeim
og sýndi að það var mikill fengur
fyrir Grindvíkinga að fá hann í sín-
ar raðir. Guðmundur Bragason stóð
honum lítt að baki og einnig áttu
þeir Hjálmar, Marel og Bergur
ágætan leik. Nökkvi Már Jonsson
og Guðjón Skúlason áttu bestan
-leik Keflvíkinga.
Burst
Valsmenn unnu stórsigur á Þór
að Hlíðarenda í gærkvöldi,
121:69, í leik sem skipti engu máli.
Valsmenn öruggir í
Stefán úrslitakeppnina en
Stefánsson Þórsarar löngu falln-
skrifar ir. Valsmenn náðu
alltaf að halda meira
en helmingsmun, ungu drengirnir
fengu að spreyta sig og allir skor-
uðu. Lárus D. Pálsson og Guðni
Hafsteinsson, létu ljós sitt skína á
meðan gömlu kapparnir hvíldu. Þeir
komu þó inná af og til og brá þá
fyrir skemmtilegum syrpum.
Joe Harge var allt í öllu hjá Þór
eins og við er að búast. Merkilegt
samt hvað drengjunum tókst að
skora, tveir eru sautján ára og tveir
fímmtán og sá sein þeir kalla gamla
er tuttugu og tveggja ára.
Knattspyrna w
England
1. deild:
Arsenal — Oldham................2:1
(Wright 55., Merson 58.) - Ritchie 84.).
22.096.
Notts County — Aston Villa......0:0
8.389.
Wimbledon — Everton.............0:0
3.569.
2. deild:
Blackburn — Southend............2:2
Cambridge — Newcastle...........0:2
Grimsby — Brighton..............0:1
Plymouth — Bristol City.........1:0
Swindon — Charlton..............1:2
Skotland
Úrvalsdeild:
Hibemian — Rangers..............1:3
B-RIÐILL
Fj. leikja U T Stig Stig
IBK 25 21 4 2450:2111 42
VALUR 25 14 11 2369: 2253 28
UMFG 26 13 13 2325: 2166 26
HAUKAR 25 11 14 2379: 2429 22
ÞÓR 25 2 23 2079:2522 4