Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNIR SUNNUÖAGUR
3. MAI 1992
fllefri liluliiiii ver
niiiiiia en 50.000
kr. í viOliald á áii
— segir i nýrri könnun um gæð-
amal á íbúöarhúsnæói
YFIR 40% telja innri hönnun og skipulag skipta mestu máli við mat
á gæðum íbúðarhúsnæðis og flestir eru ánægðir með þessa þætti.
Tæp 27% telja hins vegar staðsetningu skipta mestu máli. Hvað við- .
hald snertir, ver rúml. helmingur íbúðar- og húseigenda minna en
50.000 kr. til viðhalds á ári til íbúðar sinnar en nær 25% ver 50.000-
150.000 kr. í þessu skyni. Yfir 21% telja sig hafa mjög góða reynslu
af iðnaðarmönnum, um 41% frekar góða, en aðeins 5% telja sig
hafa haft mjög slæma reynslu af iðnaðarmönnum. Yfir 27% telja
útboð bezt til að tryggja viðunandi gæði á vinnu iðnaðarmanna, tæp
25% val á þekktum verktaka og 22% óháð gæðaeftirlit.
Þetta eru m. a. niðurstöður könn-
unar, sem Félagsvísindastofn-
un Háskólans hefur gert á viðhorf-
um til viðhalds og nýbygginga á
íbúðarhúsnæði. Könnunin fór fram
á tímabilinu nóvember - janúar sl.
og var unnin fyrir Sammennt (Sam-
starfsnefnd atvinnulífs og skóla um
menntun og þjálfun í tengslum við
Comett) í samvinnu við Gæðaráð
byggingariðnaðarins.
Könnunin var framkvæmd í
tveimur hlutum og náði annars veg-
ar til húseigenda og húsbyggjenda
í Reykjavík og hins vegar til iðnað-
armanna, arkitekta, verkfræðinga
og verktaka á höfuðborgarsvæðinu.
Meginmarkmið könnunarinnar var
að fá mat framangreindra aðila á
gæðum í byggingariðnaði, mat á
leiðum til úrbæta sé þeirra þörf og
fá fram viðhorf húseigenda og hús-
byggjenda til iðnaðarmanna og
hönnuða. Úrtakið var tekið úr skrá
Fasteignamats ríkisins og voru 150
byggingar valdar af handahófi.
Vegna samsetningarinnar vega við-
horf eigenda einbýlishúsa samt mun
meira í þessari könnun en þau gera
meðal íbúðareigenda almennt.
Könnunin leiðir í ljós, að 27%
telja útboð heppilegust til að
tryggja gæði á vinnu iðnaðar-
manna, rúm 24% val á þekktum
verktaka og rúm 22% óháð gæða-
eftirlit. Rúm 50% telja útboð heppi-
legust til að tryggja viðunandi
kostnað vegna vinnu iðnaðarmanna
en um 18% val á þekktum verk-
taka. Tæp 22% telja reynslu sína
af arkitektum, verkfræðingum eða
tæknifræðingum mjög góða, nær
33% frekar góða en rúm 8% telja
hana frekar slæma og rúm 4% mjög
slæma. Þá telja yfir 25% val á
þekktum verktaka án útboðs bezt
til að tryggja viðunandi gæði á
vinnu arkitekta, verkfræðinga og
tæknifræðinga en um 20% útboð
heppilegast í þessu skyni.
Þegar spurt var, hvaða ástæðu
iðnaðarmenn, arkitektar, verkfræð-
Ólafur K. Magnússon
ingar og verktakar teldu mikilvæg-
asta fyrir ófullnægjandi gæðum
nýbygginga, kom fram, að rúm 42%
svarenda töldu lélega hönnun vera
mikilvægustu ástæðuna. Þar sam-
anstóð úrtakið af 10 arkitektastof-
um, 10 verkfræðistofum, 10 húsa-
smíðameisturum, 10 málarameist-
urum, 10 múrarameisturum, 10
pípulagningameisturum og 6 verk-
takafyrirtækjum.
SMIÐJAN
lluröir. skrár og liúnar
HINN 5. apríl sl. birtist smiðjugrein þar sem ég ræddi um útlit úti-
dyrahurða, hreinsun þeirra og lökkun eða olíuyfirburð. Þetta er
góður árstími til að fegra og gera við hús sín og ég hefi orðið var
við að þörf hefði verið á frekari skrifum um útihurðir. Sumir ganga
á hverjum degi um útihurð sem er stíf í svo að allmikið átak þarf til
að opna og loka henni. Slíkur stífleiki getur stafað af því að hurðin
hefur þrútnað í köldum og vætusömum vetrarveðrum. Það á einkum
við um furuhurðir. Fura og greniviður drekka í sig rakann úr loft-
inu, svipað og svampur. Við þær aðstæður þenst viðurinn út svo
hurðin verður of stór í karminn.
Sigin hurð
Stífleiki getur einnig stafað af
því að hurðin er sigin, lamirn-
ar orðnar slitnar svo að hurðin
strýkst við þröskuldinn um leið og
hún fellur að stöfum.
Það getur valdið
þrálátum óþæg-
indum þegar hurð
er orðin svo sigin
í karmi að læs-
ingajámin lenda
fyrir neðan spor
sín í karminum og
hurðin verður
kviklæst, auk þess
eftir Bjarna
Ólafsson
sem erfítt er að opna og læsa með
lykli. Við getum ráðið bót á þessu
með því að hefla neðan af hurðinni
svo að hún hætti að stijúkast við
þröskuldinn.
Áður en hafíst er handa við að
hefla af hurðinni er rétt að skoða
vel hvernig hurðin fellur að stöfum.
Hvort fjarlægð hennar frá falsinu
er hæfílega jöfn. Einnig þarf að
strika fyrir á hurðina hve mikið
þarf að hefla af henni. Hæfílegt er
að hurðin sé um 4 mm fyrir ofan
þröskuldinn. Á hliðunum er hæfileg
rifa um 2 mm milli karms og hurðar.
Þung útidyrahurð er oftast hengd
á þijár til fjórar lamir. Enda þótt
lamirnar séu svo margar getur far-
ið að bera á sigi á hurðinni eftir
svo sem fimm ára notkun, sem
eykst svo auðvitað með lengri notk-
un. Stundum hafa fengist hringir
eða skífur sem nota má til að setja
undir slitflöt lamanna. Hringirnir
lengja endingartíma þeirra. Kopar-
lamir eru nokkuð dýrar, svo að fólk
hugsar sig vel um áður en lagt er
í að kaupa 3-4 nýjar lamir.
Læsingaijárnið
Venjulega sést allvel á járninu í
karminum hvar hlaupjárn skrárinn-
ar stijúkast við það. Áf því sést hve
mikið þarf að lækka laesingaijárnið
í karminum til þess að hurðin lokist
mjúklega. Læsingaijámið er þá
skrúfað úr karminum og höggvið
með spoijárni hæfílega mikið til að
færa megi járnið niður, nóg til þess
að hlaupjárnin falli inn í götin á
læsingarjárninu.
Nú kann að reynast erfítt að
festa skrúfurnar aftur í karminn
og er þá gott að líma trétappa í
gömlu skrúfugötin. Rétt er að láta
þunna smurolíu (saumavélaolíu)
dijúpa inn í skána, þegar hurðin
hefur verið tekin af hjörunum.
Einnig er nauðsyniegt að smyija
lamirnar með feiti áður en stand-
arnir eða þolinmóðarnir eru reknir
í lamirnar aftur. Ef svo fer að hurð-
in strjúkist enn við falsið þegar hún
hefur verið hengd á lamirnar, ráð-
legg ég að hún verði aftur tekin
niður og hefluð betur, þangað til
hún gengur létt í falsið, án þess
að snerta það. Það fer vel á því
eftir svona viðgerð að fella samlitan
við ofanvið læsingaijárnið í karmin-
um, svo ekki beri mikið á að járnið
var flutt neðar.
Lausir og garalir húnar
Þegar hurðarhúnar fara að slitna
og skrölta til í hurðinni er rétt að
huga að því að skipta um þá. Það
kann að vera nóg að skripta um
fóðringu við skiltið, ef ef mikið slit
er í skiltinu nægir það ekki. Ég tek
fram að hér er ég fyrst og fremst
að ræða um húna á útidyrahurðum.
Það fegrar og bætir hurðina að
kaupa nýja húna ásamt skiltum,
þegar slit er orðið áberandi svo að
húnarnir skrölta í hurðinni. Þegar
útidyrahurðin fellur létt að stöfum, _
skráin er smurð og liðug og læsing-
aijárnið i karminum rétt stillt og
húnarnir í góðu lagi, þá- er ekki
alveg víst að við tökum eftir hve
góða hurð við eigum. Engu að síður
er hún eigendum sínum góður vitn-
isburður, fyrir gesti er ganga þar
um dyr.
Biluð líming
Ég ræddi hér á undan um stíf-
leika og signa hurð. Ekki er alltaf
víst að hurðin sé sigin sökum þess
að lamirnar séu orðnar svo slitnar.
Fleiri orsakir kunna að liggja þar
að baki. Áður en hafist verður
handa við að hefla mikið af hurð-
inni þarf að skoða vel samskeyti í
Á læsingarjárninu má glöggt sjá,
hve mikið þarf að færa járnið.
Hér sést þröskuldur, sem sigin hurð hefur slitið töluvert.
hurðinni, hvort þau hafa opnað sig
mikið frá því að hurðin var lfmd
saman.
Ef sjáanlegt er að límingin í sam-
setningu hurðarinnar hefur bilað
og hurðin sigið niður á framkantin-
um, þ.e. stykkið sem skráin er í,
er þörf á að gera vel við hurðina.
Þá þarf að taka hurðina í sundur,
hreinsa upp gamalt og ónýtt lím,
hefla saman fleti sem eiga að lím-
ast og líma hurðina saman að nýju.
Viðgerð af þessu tagi getur verið
talsvert vandasöm og krefst einnig
allgóðrar aðstöðu, en er einnig lær-
dómsrík og gefur ríkulega ánægju
þegar vebhefur tekist.
Hvers þarf með?
Til þess að geta límt saman bil-
Slitinn hurðarhúnn skröltir til í
hurðinni.
aða útidyrahurð, eins og ég ræði
um hér að framan, er þörf á all-
góðu vinnuborði. Best er þó að geta
unnið verkið á hefilbekk af fullri
stærð. Þeir sem eiga kost á að vinna
verkið á slíkum bekk geta notað
baktöngina og bekkhakana til þess
að spenna hurðina í sundur eða
saman, eftir því sem þörf er á.
Hafi maður ekki traustan hefilbekk
má auðvitað nota sterkt og gott
vinnuborð eða búkka og svo langar
kantlímingarþvingur. Já, hvað er
það? Líklega verð ég að útskýra
það. Ég átti erindi í stóra bygginga-
vöruverslun um daginn og spurði
ungan afgreiðslumann sem vissi um
hvaðeina sem ég spurði um, skrúf-
ur, saum og ýmiskonar verkfæri,
en þegar ég spurði hann um kant-
' límingarþvingur þá skildi hann mig
ekki. Ég á við langar þvingur sem
geta t.d. spennt alla leið þvert yfir
90 til 100 sm breiða hurð.
Þessar þvingur virðast orðnar
fremur sjaldséðar, en líklegt tel ég
að hægt sé að fá þær lánaðar eða
leigðar hjá trésmíðaverkstæðum.
Að líma saman
Þverstykkin í hurðunum sem
liggja á milli hæðarstykkjanna eru
venjulega töppuð með sterklegum
töppum inn í hæðarstykkin. Hafi
tappalímingin bilað þarf að draga
tappana út úr hliðarstykkjunum og
hreinsa gamla límið burt, bæði úr
götunum og af töppunum. Nota
má hefilbekksskrúfuna til að draga
hurðina í sundur og sama má segja
um löngu þvingurnar. Sömu tæki
eru síðan notuð til að spenna hurð-
ina saman við límingu.
Oft eru hæðarstykkin og þver-
stykkin úr samlímdum viði. Hafi
slíkar límingar bilað er ráð að reyna
að koma lími í rifuna á þeim kafla
sem losnað hefur og spenna saman
á meðan límið þornar. Sé slík langs-
um líming laus alla leið getur verið
þörf á að fara með stykkin í vélhef-
il, (afréttara) svo að límingarfletirn-
ir falli vel saman. Svo getur farið
að hurðin verði helst til of mjó eft-
ir slíkar aðgerðir og er þá nauðsyn-
legt að afla sér lista úr samskonar
efni sem límist á hurðina svo að
hún nái fullri breidd.
Varla þarf ég að taka fram að
rétt er að hreinsa umfram lím strax
af hurðinni og hefla síðan og pússa
hana vel áður en lakk eða olía er
borið yfir hurðina.