Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 16
16 _M ÖRGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR st SUNNUDÁGUR 3.' MATi992" 1 t Brekkutún - parh. - Kóp. 238 fm glæsilegt parhús á þremur hæðum. Á 1. hæð er 1 svefnherb., stofur, sólstofa, eldhús. Á efstu hæð eru 3 svefnherb., þvottah. og bað. í kj. er sjónvarps- herb., föndurherb. og geymsla. Parket er á gólfum og flísar. Eignin er öll vel viðhaldin. 35 fm bíisk. Einkasala. Eignin er laus ágúst/september. Fasteignasalan 641500 EIGNABORG sf jB Hamraborg 12-200 Kópavogur E 61 44 33 OPIÐ SUNNUD. KL. 13.00-15.00 Embylis- og raðhús HRISATEIGUR Vel með farið steinh. á tveimur hæðum. Efri hæð 2 stofur (skiptanl.), 3 svefnherb., eldhús og bað. Kj. 3 herb., eldhús, bað o.fl. Geymslur í risi og kj. 33 fm bílsk. HÚS I VESTURBÆ Endurbyggt steinh. á tveimur hæðum v/Fálkagötu. 3 svefn- herb., sjónvherb. og baðherb. á neðri hæð. Stofur og eldh. m/fallegu panelklæddu lofti á efri hæð. Verð 11,5 millj. RAÐH. OG ATVH. V/LAUFBREKKU 185 fm nýtískul. og*vandað hús á tveimur hæðurn byggt 1985. Sambyggt með aðkoma neðan frá Dalbrekku er 330 fm 1. fl. nýinnr. húsn. f. ýmis konar atv- rekstur. Selst saman eða í tvennu lagi. MÝRARÁS NÝTTÍ SÖLU Einbhús á einni hæð 220 fm þar af 35 fm bílsk. M.a. stofur, 4 rúmg. svefnherb. og blóma- skáli RAUÐAGERÐI Einbhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Alls 350 fm. Verð 19,5 millj. í VESTURBÆNUM Fallegt frekar nýl. einbhús á einni hæð alls 223 fm að með- töldum innb. bílsk. m.a. 2 stofur og 5 svefnh. llaust eftir sam- komulagí. Verð 20 millj. NÝTT PARHÚS - ÁHV. 9,3 MILLJ. V/HÚSBRÉFA 212 fm hús á tveimur hæðum m/innb. bílsk. v/Dalhús. „PENTHOUSE" Ca 180 fm íb. á tveimur hæðum v/Skúlagötu tilb. u. trév. og máln. Afh. fljótl. 4ra og 5 herb. HLIÐARVEGUR Afburða falleg 155 fm neðri sórhæð í nýl. tvíbhúsi ásamt bílsk. Viðarkl. loft. Flísal. stofur. 4 svefnherb., eldh. m/gegnheilli viðarinnr. Sólstofa m/heitum potti. Fallegur garður. BARMAHLÍÐ 4ra herb. ca 100 fm íb. á 1. hæð m/sérinng. og 30 fm bílsk. Verð 8,9 millj. SAFAMÝRI 5 herb. endaíb. á 4. hæð ásamt bílskrétti. Tvær stofur m/arni, skiptanlegar, og 3 svefnherb. Nýl. eikarinnr. í eldhúsi og sam- eign endurn. VESTURBERG Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Sameign ný standsett. V. 6,8 m. 2ja og 3ja herb. ÞJONUSTUIBUÐ 2ja herb. 85 fm þjónhús f. aldr- aða hjá DAS í Hafriarfirði. FURUGERÐI Bráðfalleg 74 fm 2ja-3ja herb. íb. á jarðh. Sér hiti. Sérgarður. Laus strax. HÁTÚN - LYFTA Nýkomin í sölu 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð. M.a. 2 stofur og 2 „svefnh. Sameign nýstandsett. VESTURBERG 3ja herb. útsýnisíb. á 4. hæð. Verð 5,9 millj. / smíðum „PENTHOUSE"-IB. Við lækinn í Hafnarf. ný 114 fm íb. á tveimur hæðum m. útsýni yfir gamla bæinn. Suðursv. VIÐARÁS - RAÐH. 160 fm raðh. tilb. u. trév. og máln. Milliveggir komnir. Hag- stætt verð. SETBERGSHLÍÐ Nýtískul. og bjartar 4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum v/Klukku- berg m/stórkostl. útsýni. 2JA HERB. Ný og falleg íb. á 1. hæð við Þverholt. Bílskýli. Verð 5,8 millj. Atvinnuhúsnæði SKIPHOLT Til sölu. nokkrar 250 fm einingar á gótuhæð með góöri lofthæð. LAUGAVEGUR - 560 FM. ÁRMÚLI - 300 FM. SUÐURLANDSBR. - 380 FM. SÍÐUMÚLI - 820 FM. LÁGMÚLI - 185 FM. DALBREKKA - 230 FM. EIÐISTORG - 166 FM. EYJARSLÓÐ - 1550 FM. FAXAFEN - 604 FM. FUNAHÖFÐI - 674 FM. HVALEYRARBRAUT -140 FM. HVALEYRARBRAUT-218 FM. HVERFISGATA - 917 FM. TANGARHÖFÐI - 400 FM. VATNAGARÐAR - 650 FM. SUÐURLANDSBR./200-1200 SÍÐUMÚLI - 150 FM. TUNGUHÁLS - 8S0 FM. DALVEGUR - 1050 FM. HEILD III - 630 FM. TIL LEIGU V/FELLSMÚLA - 860 FM GEYMSLUHÚSN. TIL LEIGU. 250 KR. PER. FM. TIL LEIGU F. LÖGMANNSST. 100-200 FM NÝINNR. HÚSN. í MIÐBÆNUM. VAGN JONSSON FASTEIGNASAIA Skúlagötu 30 Atli Vagnsson hdl. SÍMI61 44 33 • FAX 61 44 50 Vaxandi skilning- iir á nauösyn viö- haltls á húseignum - segir Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Verkvangs hf. VIÐHALDI og viðgerðum á húseignum hefur farið fram hér á undan- förnum áruríi. Vegna samdráttar í nýbyggingum hafa margir öflug- ir verktakar snúið sér að þessum verkefnum. Þeir ráða gjarnan yfir betri verkþekkingu og 1 ækjakosti en tiðkaðist í þessari grein hér áður fyrr. Af sömu ástæðu er það einnig hagkvæmara fyrir húseigendur, sem þurfa á þessari þjónusta að halda, að leita eftir henni nú. Samkeppnin er meiri og því fást betri tilboð. Litlar verð- hækkanir hafa orðið á þessari þjónustu á undanförnum árum og að sumu leyti hafa verðin staðið í stað, sem þýðir í reynd verðlækkan- ir. Verkin taka líka styttri tíma og þeim fylgja þyí minni óþægindi en áður. eftir Mugnús Sigurðsson Þetta kom m. a. fram í viðtali við Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Verkvangs hf., sem er ráðgjafarfyrirtæfu pg sérhæfir sig einkum í viðhaldsverkefnum, onnBn nýbyggingaeftir- liti og hita- og loft- ræstilögnum. En Ragnar viður- kennir, að það sé ríkjandi mikil tor- tryggni hjá al- menningi gagn- vart viðhalds- og viðgerðarfyrir- tækjum. — Ef við lítum t.d. á húsa- viðgerðir, þá hafa þær um langan tíma haft á sér vont orð, segir hann. — Almannarómur hefur haft fyrir satt, að við slíkt ynnu aðallega skúrkar og fúskarar og að viðgerð- ir entust aðeins fáein ár. Verktök- um væri borgað fyrirfram og síðan sæust þeir ekki meir. Skólakrakkar væru látnir vinna verkin eða ekki væri unnið allt sumarið en þá fyrst byrjað, þegar vetur gengur í garð. Hvað eftirlit snertir, hafa margir þótzt hafa það fyrir satt, að í eftir- liti væru frakkaklæddir hvítflibbar, sem aldrei sæjust og ef það gerðist þá þyrðu þeir ekki upp á verkpalla. Ragnar Gunnarsson er fæddur 1943 og alinn upp í Reykjuvík. Hann lærði fyrst píþulagnir en fór síðan í Tækniskóla íslands og út- skrifaðist þaðan 1983. Síðan starf- aði hann um skeið á teiknistofu en réðst síðan til Verkvangs hf. 1987 sem framkvæmdastjóri og hefur starfað þar síðan. Þar starfa að jafnaði 5-7 manns. Erfitt verkefni En af hverju stafar þetta orð- spor? — Það er ekki furða, þó að það hafi viðgengizt lengi, segir Ragnar. — Venjulegir iðnaðarmenn hafa ekki viljað gefa sig í þessi verk. Nóg hefur verið að gera í nýbyggingum. Menn hafa talið lítið upp úr þessu að hafa og erfitt að koma við fagmennsku, því að fú- skararnir hafa ætíð gert lægri til- boð en fagmennirnir. Einnig má segja um húsaviðgerðir, að þær eru vanþakklátt starf. Það tekur því að sjálfsögðu enginn fagnandi, þegar honum er tjáð, að gera þurfi dýra viðgerð á íbúðinni eða húsinu hans. — Viðgerðir og viðhald eru sér- stakt fag, sem lærist fyrst og fremst af margra ára reynslu, heldur Ragnar áfram. — Nokkrar verk- fræðistofur hafa sinnt þessum mál- um af alvöru og þróað aðferðir og verklýsingar. Samt hefur verið nokkuð um, að óreyndir aðilar á þessu sviði hafi tekið að sér verk og gert slæm mistök. Þegar fjallað hefur verið um viðhaldsmarkaðinn á opinberum vettvangi t.d. í fjöl- miðlum, þá hafa í flestum tilfellum verið dregin fram slæm tilfelli og oft verið býsnazt yfir miklum við- gerðakostnaði. Rætt hefur verið við aðila hvern úr sinni áttinni, sem hafa mismunandi reynslu á þessu sviði. Hinn almenni húseigandi hef- ur verið jafn ráðvilltur eftir sem áður og setið uppi með spurningar, sem ekki hafa fengizt svör við. Að mati Ragnars hafa húsvið- gerðir samt farið hér batnandi á undanförnum árum. — Það er liðin tíð, að verktakar séu óhæfir og svikulir nema. í undantekningatil- fellum, segir hann. — Nokkrir ófag- lærðir fúskarar eru enn á markaðn- um og á hverju vori koma fram nýjar stjörnur af því tagi. Þessir aðilar eiga það sammerkt að gera lág tilboð beint til húseeigenda og vinna síðan eftirlitslaust. Þeir fá yfirleitt einhver verkefni, sem nægja til þess að viðhalda þessurti hóp. En hver er ábyrgur, ef húsavið- gerðir reynast ekki eins og til stóð? — Að sjálfsögðu ber sá ábyrgð á yerki, sem það vinnur, en oft er á reiki, hvað langt sú ábyrgð nær, segir Ragnar. — Verktakar eru ábyrgir fyrir því handverki, sem þeir vinna, en þeir bera ekki alla ábyrgð á ástandi húsa, sem þeir koma að. Samkvæmt íslenzkum staðli gildir ábyrgð verktaka í eitt ár frá verklokum. En það er áríð- andi að skipta við heilsársverktaka, sem er öflugur og metnaðargjarn og fús til að sinna kvörtunum. Þá má ekki gleyma því, að hús heldur að sjálfsögðu áfram að þurfa sitt viðhald, þó að gert hafi við það og það þeim mun frekar, ef það er orðið gamalt og lúið að ekki sé tal- að um, ef það er illa byggt. Ef reglu- lega er hugað að fyrirbyggjandi viðhaldi, reynizt það oftast mun ódýrara þegar til lengdar lætur og kostar jafnvel ekki nema brot af því, sem annars gæti orðið. Stutt vorskoðun á hverju ári ætti að tryggja, að viðhaldskostnað- ur verði í lágmarki. Hún leiðir kannski í ljós, að að eitthvað er farið að gefa sig t.d. farið að leka með gluggum. Slíkur leki gæti haft mjög slæmar afleiðingar, ef hann nær að skemma út frá sér. Ef gert er við hann strax, er viðgerðin hugs- anlega ekki nema lítilræði miðað við það, sem síðar gæti orðið, ef skemmdin fær að búa um sig. Það er vatnið, sem er versti óvinur bygg- inga hér á landi. Meistari á að vera á öllum verkum Á næstunni er væntanleg ný byggingarreglugerð. Þar verður tekið á nokkrum þáttum, sem lúta að viðgerðum og viðhaldi. — Það verður t. d. skylt að hafa ábyrga meistara á öllum verkum, segir Ragnar. — Einnig þúrfa hönnuðir að tilkynna verkið til byggingafull- trúa og tilgreina, hver verði verk- taki og hver sé eftirlitsmaður að verkinu. Þetta þýðir væntanlega, að skylt verði að hafa ábyrga hönn- uði á öllum verkum. Með þessu móti á að tryggja, að aðeins fag- menn sinrii viðgerðum og viðhalds- verkum. Ragnar telur það mjög mikil- vægt, að fólk geri sér g^rein fyrir því, hvernig það eigi að fara að, þegar huga þarf að viðhaldi húss- ins. — Þar skptir máli að fá góða úttekt, leita sambærilegra tilboða, Morgunblaðið/Júlíus Ragnar Gunnarsson, framkvæmdas^óri Verkvangs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.