Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Bylting í samg’öngii málum * Igær kom til landsins hin síð- asta af fjórum nýjum Fokker- flugvélum, sem Flugleiðir hafa keypt til innanlandsflugs. Hinar nýju vélar marka slík þáttaskil í innanlandsflugi að jafna má við byltingu í samgöngumálum. Gömlu Fokker-vélarnar full- nægðu ekki lengur kröfum sam- tímans, þótt reynslan af þeim hafi vissulega verið mjög góð. Raunar má hið sama segja um endurnýjun á flugflota Flugleiða i millilandaflugi. Þar hefur ekki bara orðið breyting heldur bylt- ing. Hvort sem um er að ræða innanlandsflug eða millilandaflug hafa bæði þægindi og öryggi auk- izt til mikilla muna. Stundvísi Flugleiða er nú alþekkt. Það er af sem áður var! Þrátt fyrir miklar framfarir í flugsamgöngum á undanförnum áratugum höfum við lengi mátt búa við gamlar flugvélar, sem ekki hafa tryggt farþegum sömu þægindi og lengi hafa tíðkazt hjá erlendum flugfélögum. Á sínum tíma byggðust lág fargjöld Loft- leiða að hluta til á því, að notað- ar voru gamlar vélar og flugið yfir Atlantshafið með millilend- ingu á íslandi tók langan tíma. Á skömmum tíma hefur orðið mikil breyting á þessu. Flugleiða- menn hafa lagt út í gífurlega íjár- festingu til þess að endurnýja flugflota sinn. Það er auðvelt að misstíga sig í slíkri fjárfestingu. Og hefði það gerzt hefðu afleið- ingarnar orðið alvarlegar, ekki einungis fyrir starfsfólk og hlut- hafa í Flugleiðum heldur lands- menn alla. Nú virðist hins vegar ljóst, að hér hafi tekizt vel til. Flugleiðamenn hafi selt gamlar vélar á réttum tíma og keypt nýjar vélar á réttum tíma. Þegar um svo mikla fjárfestingu er að ræða skipta réttar ákvarðanir sköpum. Sú var tíðin, að slík fjárfesting í nýjum flugvélum var nánast óhugsandi án bakábyrgðar is- lenzka ríkisins. Flugleiðamenn standa á eigin fótum í þessari uppbyggingu. Það skiptir líka miklu máli fyrir fyrirtækið. Reynslan hefur sýnt, að sá at- vinnurekstur, sem þarf að leita til stjórnvalda og stjómmála- manna um stuðning er nánast dauðadæmdur. Það er til marks um nýja tíma í íslenzku atvinnu- og viðskiptalífi, að íslenzkt fyrir- tæki geti lagt út í slíka fjárfest- ingu af eigin rammleik. Með hinni miklu endurnýjun flugflotans hefur fyrirtækið lagt grundvöll að traustum rekstri í framtíðinni. Nýjar vélar í innan- landsflugi eiga áreiðanlega eftir að kalla á aukinn farþegafjölda. Innanlandsflugið hefur staðið frammi fyrir nýrri samkeppni á undanförnum árum vegna þess að varanlegt slitlag á vegi hefur áreiðanlega ýtt undir akstur á milli staða. Nýjar og þægilegar flugvélar munu örva ferðalög á- milli landshluta og auka viðskipti með margvíslegum hætti, eins og samgöngubætur gera alltaf. En jafnframt hafa Flugleiða- menn með allsheijar endurnýjun flugflotans búið sig vel undirstór- aukna samkeppni bæði í innan- landsflugi og millilandaflugi sem búast má við á næstu árum vegna aukins frjálsræðis í flugi heima fyrir og á erlendum vettvangi. Frá sjónarhóli þjóðarheildarinnar skiptir það verulegu máli, að sam- göngufyrirtækin séu í íslenzkri eigu, þótt um leið sé gerð til þeirra sú krafa, að þau bjóði neyt- endum ekki verri kjör en erlendir aðilar gera. í því svartnætti, sem nú grúfir yfir íslenzku atvinnulífi er upp- örvandi, að sjá slíkan uppgang hjá íslenzku fyrirtæki. Það hefur ekki komið af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna starfsmanna félagsins og hyggindi stjórnenda þess. Á tímum stóraukinnar og harðrar samkeppni kemur ekkert af sjálfu sér. Uppbygging Flug- leiða á undanfömum árum og velgengni fyrirtækisins er til marks um hæfni stjórnenda og starfsmanna. Það er rík ástæða til að óska Flugleiðamönnum og raunar þjóðinni allri til hamingju með þessi þáttaskil í sögu félags- ins. FERÐALAG • um sögu kommúnismans er lærdómsríkt og því hef ég horft um öxl í þessum pistlum. En sjónvarpstæknin hafði lítil sem engin áhrif á þessa þróun framyfir sjötta áratuginn og menn fengu fréttirnir um stalínis- mann, uppreisnina í Berlín og inn- rásina í Búdapest úr hefðbundnum fjölmiðlum þeirra tíma. En síðan hefur sjónvarpið að sjálfsögðu breytt ýmsu í heiminum og lýst öðru á áhrifamikinn hátt, en þó einkum þegar maður upplifir at- burðina inní í stofu umleiðog þeir gerast. Menn vilja hafa sitt sjón- varp og engar refjar. Sjónvarpsefni getur verið gott, uppbyggilegt og menntandi og mun það sannast rækilega þegar Háskólasjónvarp hefst, vonandi sem fyrst. Sjónvarpið er í senn hvítur gald- ur og svartur. Menn telja sig fá alla söguna en hún er aldrei nema hálfsögð. Menn telja sig upplifa atburðina en þeir eru aldrei upþlif- aðir nema til hálfs. Þessi blekking slævir tilfinningu mannsins fyrir umhverfinu. En slík upplifun getur komið ýmsu góðu til leiðar og af- hjúpað sumt sem aflaga fer. Ein- hver sagði víst að íslenzkir sjón- varpsáhorfendur væru orðnir ósköp þreyttir á því hvað stjómmálamenn- imir em farnir að líkjast illa fyrir- myndum sínum í Spaugstofunni; lýsingarnar koma ekki alltaf heim og saman og þá getur blásaklaus almúginn ruglazt í ríminu! Spaugstofan er eitt af því fáa sem ég horfi á undantekningalítið. Hún er skemmtileg sönnun þess við íslendingar höfum ekki glatað skopskyni okkar og minnir einsog Laddi á Bláu stjörnuna sem lyfti okkur upp í gamla daga þegar Tóm- as Guðmundsson, Haraldur Á. Sigurðs- son og Alfreð Andrés- son vora og hétu. En slíkir þættir eru bundnir við sinn tíma og deyja með honum enda ekki til annars ætlazt. Ekkert úreldist einsog tímabundnir brand- arar. En þegar vel er að verki stað- ið í sjónvarpi getur sitthvað af efn- inu lifað áfram þótt mikið af sáp- unni hverfi með froðu tímans. En þó era stundum svo góð samtöl í sápum að til fyrírmyndar er og sumt í Löðri var sérlega vel skrifað á sínum tíma, einkum fyrstu þætt- imir. Ekkert verður eins þreytt og sí- endurteknar sápur í sjónvarpi. En nú er Benny Hill genginn á fund feðra sinna. Hann var engum líkur. Hann var arftaki Charlies Chaplins og verður klassískur eins- og hann. Fjölhæfni Benny Hills og frábær túlkun lyfti honum í listræn- ar hæðir. Þessi einmana Breti var jafnvel vinsælasti skemmtikraftur bandarískra sjónvarpsáhorfenda og þurfti mikið til. Sagt hefur verið að fleiri Bandaríkjamenn þekki Benny Hill en John Major. Vegur hans mun ekki minnka við dauða hans heldur vaxa og margir munu leita til haos löngu eftir að John Major er öllum gleymdur nema sagnfræðingum. Benni Hill var ein- faldlega fyndinn og kunni að fara með gáfur sínar. Hann samdi efnið sjálfur og gat það. Það er fáum gefið. En hann var einsog miklir listamenn era oftast, auðmjúkur. Hann var einfari. Hann var aldrei fyndinn nema þegar hann átti að vera fyndinn. Og aldrei á kostnað annarra. Hann þjáðist semsagt ekki af „íslenzkri fyndni". Alvarleg fyndni og fyndin alvara var honum í blóð borin. Hann var mjög alvar- HELGI spjall legur maður einsog allir alvöragrín- istar; menn einsog Páll ísólfsson, Ámi prófessor Pálsson og sr. Bjami. Benny Hill vildi helzt vera einn og var lítið útávið einsog sagt er; fór sjaldan eða aldrei í partí eða kvöldveizlur og forðaðist glans- myndaathygli. Hann horfði að sjálf- sögðu stundum á sjónvarp, samt átti hann ekki sjónvarpstæki. Hann notaðist við leigð tæki. Hann vann til að skemmta sér og drepa á dreif einvera og einmanaleik. Hann átti heima í íburðarlausu umhverfí í Lundúnum og fáir komu í heimsókn enda ekki hvattir til þess. Allt sem hann gimtist, sagði hann, var þak yfír höfuðið, þrjár máltíðir á dag, vegabréf, flugfarseðill og auka- skyrta. Hann forðaðist einkum og sérílagi menntaðar gáfukonur og kvæntist aldrei. En hann átti víst tvær vinkonur, önnur hefur verið í hjólastól frá æskuáram að mér skilst. Þannig var umhorfs í lífi eftir- minnilegasta og fyndnasta gaman- leikara Breta eftir daga Chaplins. Löngu eftir að glansmyndafólkið verður gleymt og grafíð verður þessa manns minnzt vegna snilli- gáfu sem skemmti heiminum vegna þess ^jónvarpið er komið til sögunn- ar. Guð blessi sjónvarpið fyrir það(!) Og margt fleira sem það hefur fært okkur úr iistinni. Það hefur ekki bara gert okkur að afglöpum, það hefur einnig menntað okkur. En það er dæmigert fyrir gaman- semi örlaganna að skemmtilegasti maður heimsins um okkar daga skuli helzt hafa viljað vera einn á jólum. Einmitt þá þegar menn þola sízt af öllu að vera einir og yfírgefn- ir. En hann valdi það sjálfur — og það er brandari útaf fyrir sig! M. (meira næsta sunnudag.) AUNDANFORNUM árum hefur fræði- mönnum, stjórnmála- mönnum og blaða- mönnum orðið tíðrætt um þær breytingar, sem orðið hafa á valda- hlutföllum þjóða í milli á hálfri öld frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari. Um þetta efni var fjallað í þekktri bók, sem út kom á árinu 1988 eftir brezk- an prófessor, sem starfar í Bandaríkjunum, Paul Kennedy að nafni, og nefnist „The rise and fall of great powers“, en þar fjall- aði höfundurinn um margra alda þróun í þessum efnum af mikilli yfírsýn. Yfirleitt 'er meginlínan í slíkri umfjöllun hnignun hins bandaríska heimsveldis, sem margir höfundar líkja við hnignun brezka heims- veldisins snemma á þessari öld auk spá- dóma um, að Japan verði hið leiðandi efna- hagsveldi í byijun næstu aldar og taki við því hlutverki, Sem Bandaríkin hafa haft meginhluta þessarar aldar. Meginskýring- in, sem gefin er á hnignun Bandaríkjanna er sú, að grundvöllur atvinnulífs þeirra hafí brostið með ýmsum hætti og að þau séu ekki lengur samkeppnisfær við aðrar þjóðir og þá fyrst og fremst Japani og Þjóðveija. Á síðasta ári kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum bók, sem vakið hefur nokkurt umtal, eftir fyrrverandi ritstjóra brezka dagblaðsins The Times, William Rees-Mogg, og samstarfsmann hans, James Davidson, þar sem sú skoðun er sett fram, að heimsstyijöldinni síðari hafi ekki lokið 1945 heldur á siðasta ári með falli Sovétríkjanna. Vopnaviðskiptum hafí að vísu lokið 1945 en efnahagsleg áhrif og afleiðingar kalda stríðsins hafi ‘verið hin sömu og ef styijöldin hefði staðið í hálfa öld. Sovétríkin hafi hrunið vegna þess að efnahagur þeirra hafí ekki þolað kostnaðinn við kalda stríðið og sá stríðs- rekstur í hálfa öld hafi reynt svo mjög á efnahagslegt bolmagn Bandaríkjanna, að þau séu komin að fótum fram og að þar sé m.a. að fínna skýringuna á því, að at- vinnulíf þeirra sé ekki lengur samkeppnis- fært við atvinnulíf annarra þjóða og þá fyrst og fremst Japana og að einhveiju leyti Þjóðveija, en þessar tvær þjóðir muni keppa um heimsyfírráðin í upphafi nýrrar aldar. Við íslendingar blöndum okkur ekki í þá samkeppni! Hins vegar getur þróun atvinnulífs í þessum ríkjum, hvort sem hún stefnir til hnignunar eða stöðugt aukinnar uppbyggingar, hugsanlega orðið okkur til leiðbeiningar í umhugsun okkar um það, hvemig við getum brotizt út úr sjálfheldu stöðnunar, deyfðar og hnignunar í atvinnu- lífi okkar sjálfra og versnandi lífskjörum, sem því fylgir. I fyrrnefndri bók William Rees-Mogg lávarðar og James Davidson - sem raunar spá alvarlegri kreppu á þessum áratug - er þróun bandarísks atvinnulífs og sam- skiptum Bandaríkjamanna við Japani m.a. lýst á þann veg, að á síðasta áratug hafí Bandaríkjamenn búið við einhver beztu lífskjör í heimi en jafnframt við mesta við- skiptahalla sögu sinnar. Hann hafi verið fjármagnaður með gífurlegum erlendum lántökum, sem á örfáum árum hafi gjör- breytt fjárhagsstöðu Bandaríkjanna á þann veg, að þau hafí orðið stærsti skuld- ari á jörðinni í stað þess að hafa áður verið helzti lánardrottinn þjóða heims. Höfundarnir segja síðan, að útflutningur Bandaríkjamanna hafi tekið á sig mynd útflutnings vanþróaðra ríkja. Þegar tíu helztu útflutningsvörur Bandaríkjanna séu skoðaðar komi í ljósi, að þar sé einungis að fínna eina framleidda vöra, þ.e. flugvél- ar, annað hafí verið hráefni og landbúnað- arvörur. Sex helztu útflutningsvörur Bandaríkjanna til Japans hafí verið korn, sojabaunir, kol, timbur, bómull og hveiti. Sex helztu útflutningsvörur Japans til Bandaríkjanna hafí verið bílar, mynd- bands- og segulbandstæki, flutningabflar, skrifstofuvélar, hlutir í skrifstofuvélar og tölvukubbar. Niðurstaða bókarhöfunda er þessi: 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 ) Er ísland hráefnaný- lenda? Bandaríkin era í raun og veru orðin eins konar hráefnisnýlenda Japana. Þegar bandarískir samningamenn þrýstu á Jap- ani að opna japanska markaðinn fyrir bandarískum framleiðsluvörum fjölluðu viðræðurnar um möguleika á að opna jap- anska markaðinn fyrir innflutningi á nautakjöti og hrísgijónum frá Bandaríkj-' unum. FYRIR NOKKRUM misserum sagði í Helgispjalli, sem birtist hér við hlið Reykjavíkurbréfs í hverri viku: „Þó væri líklega ákjósanlegast til að halda öllu landinu í byggð, svo þverstæðukennt, sem það er, ef tollar hækkuðu á óunnum fiski, en lækkuðu á unnum fiski. Þá flyttum við ekki út atvinnu eins og nú og fískvinnslu- stöðvar þyrftu ekki að starfa í erfiðri sam- keppni við sjálfa okkur um hráefni eins og óunninn gámafisk. Erlendir fískverk- endur eiga ekki að geta haft áhrif á stjórn- un fískveiða okkar eða ráða henni, nóg er nú samt. Þannig gæti „réttur" tollur aukið stop- ula atvinnu um land allt - og drýgt útflutn- ingstekjur okkar. Tollfrelsi gæti, eins og margvísleg lífsgæði önnur, orðið okkur skeinuhættara en viðnámið." Þetta var sagt áður en samningar tók- ust ,um Evrópska efnahagssvæðið, sem væntanlega munu hafa þau áhrif að jafna þennan mun að mestu en hugsunin er sú sama og fram kemur í ofangreindum ummælum Rees-Mogg og félaga hans. Með því að flytja út hráefni erum við að flytja út atvinnu til annarra og eins og staðan hefur verið fram að þessu hefur Evrópubandalagið með tollapólitík sinni raunverulega ákveðið, að við skyldum vera hráefnaútflytjendur. Um þetta hafa menn talað í allmÖrg ár fyrir daufum, eyrum. Einn þeirra sem það hefur gert er Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem hvað eftir annað hefur varað við þess- ari þróun án þess að fá nokkrar undirtekt- ir við þann málflutning. Og kannski var ekki við því að búast á árum mikillar vel- gengni, að eftir því væri tekið, að við værum fyrst og fremst að flytja út hrá- efni til þess að aðrir gætu hagnast á að auka verðmæti þess. En nú þegar við stöndum frammi fyrir stöðnun í atvinnu- lífi og versnandi lífskjörum er ástæða til að staldra við og hugleiða hvert við stefn- um. Hér í Reykjavíkurbréfi var fyrir viku vitnað til bókar eftir bándarískan prófess- or, Robert B. Reich að nafni, „The work of nations" eða Vinna þjóða, þar sem m.a. er leitað skýringa á hnignun bandarísks atvinnulífs. I bók þessari segir höfundur- inn, að bandarísku stórfyrirtækin hafí staðið frammi fyrir því, að þau gætu ekki lengur skilað miklum hagnaði með fjölda- framleiðslu á almennum neyzluvörum. Þeim hafí líka mistekizt að ná þessum hagnaði með því að knýja fram tollvernd fyrir bandarískar framleiðsiuvörur, lækka vöruverð eða gera aðrar slíkar breytingar á starfsháttum sínum. Smátt og smátt hafí þau byijað að þreifa sig áfram, oft án þess að vita hvað þau voru að gera, í átt til þess að þjóna betur þörfum sér- hæfðra viðskiptavina. Fyrirtækin sem lifi þetta breytingatímabil af séu fyrirtæki, sem hafi tekizt að breyta starfsemi sinni frá fjöldaframleiðslu í að framleiða aukin verðmæti. Og bókarhöfundur bætir því við, að sams konar breyting sé að verða á efnahagslífi þjóða, sem fram að þessu hafí lagt áherzlu á fjöldaframleiðslu. Fjöldaframleiðsla á bílum er yfírleitt kennd við Henry Ford. Með því að fram- leiða sama bílinn í miklu magni tókst hon- um að stórlækka verð hverrar bifreiðar. Þegjandi og hljóðalaust og án þess að mikið væri eftir því tekið lögðu japönsku bílasmiðjurnar í raun og veru niður fjölda- framleiðslu á bílum. Hver einasti bíll, sem nú kemur út úr verksmiðjum þeirra er í raun sérsmíðaður og samkvæmt sérstakri pöntun. • REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 9. maí Morgunblaðið/Þorkell Sama þróun er að verða í öðrum at- vinnugreinum um allan heim. Stálfram- leiðsla byggist ekki lengur á fjöldafram- leiðslu á ákveðnum framleiðslueiningum, sem aðrir vinna síðan úr heldur á sér- hæfðri framleiðslu, sem er miðuð við sér- þarfir viðskiptavina. Þjónusta flutninga- fyrirtækja, hvort sem er á sjó eða landi, er í vaxandi mæli miðuð við að fullnægja slíkum sérþörfum viðskiptavina. En um leið aukast verðmæti þeirrar þjónustu sem veitt er og þar liggur hagnaðurinn. Af hveiju ekki líka í físki? Er það óum- breytanlegt lögmál, að við íslendingar veiðum fisk og flytjum hann út ýmist lítið unninn eða óunninn? Er það óumbreytan- legt lögmál, að við séum eins konar hrá- efnanýlenda fyrir aðrar þjóðir og þá fyrst og fremst fyrir Evrópubandalagsríkin nú orðið? Er það rétt stefna frá sjónarmiði heildarhagsmuna þjóðarbúsins að fjölga frystitogurum, sem veiða fiskinn, frysta hann úti á sjó og selja til erlendra kaup-' enda, sem auka síðan stórlega við verð- mæti hans áður en þeir selja hann áfram til neytenda? Það er svo mál út af fyrir sig, að við höfum afhent fámennum hópi manna, kvótahöfunum, valdið til þess að ákveða þetta að langmestu leyti. Um það v.erður ekki íjallað sérstaklega nú. Ef niðurstaða annarra þjóða er sú, að leiðin til bættra lífskjara felist í því að hverfa frá magnframleiðslu til sérhæfðrar framleiðslu, sem stóreykur verðmæti þess hráefnis sem unnið er úr, hlýtur það ekki síður að eiga við um okkur lslendinga en aðrar þjóðir. Að þessu leyti er enginn munur á bílaframleiðslu, stálframleiðslu eða fískveiðum og vinnslu. Fiskurinn er sá grundvöllur, sem við byggjum á. Við höfurn veitt hann í miklu magni og selt hann í miklu magni að veru- legu leyti án þess að vinna hann frekar eða auka við verðmæti hans að ráði. Hann hefur annaðhvort verið fluttur út ferskur í miklu magni, flakaður og frystur í miklu magni eða saltaður. Að vísu ber að geta þess, að í Bandaríkjunum fyrst og fremst hefur verið aukið við verðmæti hans með verksmiðjuframleiðslu á fiskréttum. Á undanförnum árum hafa umræðurnar snúizt um það að ná auknum hagnaði út úr sjávarútveginum með því að fækka skipum og vinnslustöðvum og draga með þeim hætti úr kostnaði. Er nú ekki tíma- bært að heija umræður um það, ekki sízt í ljósi breyttra markaðsaðstæðna við til- komu Evróp'ska efnahagssvæðisins, hvern- ig við getum aukið verðmæti þessa hráefn- is áður en það er flutt úr landi? í RÆÐU á aðal- Dreifingin fundi Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna í fyrradag ræddi Friðrik Pálsson, forstjóri samtak- anna, um nauðsyn þess, að íslenzkt æsku- fólk hlyti þá menntun, sem gerði því kleift að starfa hvar sem er í heiminum. Þetta er athyglisverð ábending, sem fjalla má um frá ýmsum sjónarhornum. Hingað til höfum við lítið gert af því að auka umsvif okkar í atvinnulífi á erlendri grund. Tvennt stendur þó upp úr: Annars vegar framtak Loftleiða á sínum tíma að byggja upp far- þegaflutninga milli Bandaríkjanna og Evr- ópu, sem Flugleiðir byggja að verulegu leyti á í dag og uppbygging fisksölufyrir- tækjanna í Bandaríkjunum, sem hófst fyr- ir hálfri öld af mikilli framsýni, dugnaði og ótrúlegri djörfung. Það er hins vegar eftirtektarvert, að á sama tíma og deyfð og drungi hvílir yfír íslenzku atvinnulífi, beina burðarmeiri fyr- irtæki athygli sinni að erlendum mörkuð- um. Islenzku skipafélögin sækjast nú eftir flutningum á milli Grænlands og Dan- merkur, sem geta skipt verulegu máli. Forráðamenn Eimskipafélagsins lýstu því beinlínis yfir í ársbyrjun, að fyrirtækið stefndi að auknum umsvifum á erlendri grund á næstu árum. Flugleiðamenn stefna að því að ná fótfestu í flugi á megin- landi Evrópu milli borga þar, eins og fram kemur í viðtali við Sigurð Helgason, for- stjóra félagsins í viðtali við Morgunblaðið í dag, laugardag. Framtak af þessu tagi byggist auðvitað á því að eiga menntað fólk, sem hefur þekkingu og hæfni til þess að starfa í allt öðru umhverfi en við eigum að venjast hér heima fyrir, En jafnframt getur það orðið þáttur í því að auka þrótt íslenzks atvinnulífs. Um þetta var raunar fjallað á umhugsunarverðan hátt á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins fyrir tæpum áratug af Ragnari Kjartanssyni, þáverandi stjómarformanni Hafskips hf., en það fyr- irtæki gerði tilraun til að hasla sér völl í alþjóðlegum siglingum. Nú er spurningin sú, hvort við getum aukið verðmæti fískútflutnings okkar með margvíslegum öðrum hætti en þeim að auka verðmæti vörunnar sjálfrar. Hingað til hefur fískútflutningur okkar a.m.k. í Evrópu byggzt að mestu leyti á dreifingar- kerfum í erlendri eigu. Við höfum byggt upp sölu- og framleiðslufyrirtæki í Banda- ríkjunum. Slík uppbygging er einnig hafin í Bretlandi, Frakklandi og sjálfsagt annars staðar einnig. Fróðir menn telja hins veg- ar að mikið átak - sem væri þá sambæri- legt við það, þegar frumkvöðlar á borð við Jón Gunnarsson hófust handa í Bandaríkj- unum fyrir hálfri öld - til þess að ná dreif- ingu á íslenzkum fiskafurðum í okkar eig- in hendur, þannig að hagnaðurinn, sem myndast frá veiðum til neytenda, renni að langmestu leyti til okkar sjálfra, gæti gjörbreytt ekki aðeins íslenzkum sjávarút- vegi, heldur allri fjárhagsstöðu þjóðarinn- ar. Til þess að leggja út í slíkt stórvirki þarf ungt og menntað fólk, sem hefur sambærilega þekkingu og jafnaldrar þess í öðrum löndum og þetta fólk eigum við. En til þess þarf líka dirfsku og umfram allt þá framtíðarsýn, sem hvað eftir annað hefur skipt sköpum í sögu þessarar þjóð- ar, þegar syrt hefur í álinn. Við höfum ekki í langan tíma þurft jafn mikið á slíkri dirfsku og framtíðarsýn að halda og ein- mitt nú. „ Af hveiju ekki líka í fiski? Er það óumbreytanlegl lögmál, að við Is- lendingar veiðum fisk og flytjum hann út ýmist lítið unninn eða óunn- inn? Er það óum- breytanlegt lög- mál, að við séum eins konar hrá- efnanýlenda fyrir aðrar þjóðir og þá fyrst og fremst fyrir Evrópu- bandalagsríkin nú orðið? Er það rétt stefna frá sjónar- miði heildarhags- muna þjóðarbús- ins að fjölga frystitogurum, sem veiða fiskinn, frysta hann úti á sjó og selja til er- lendra kaupenda, sem auka síðan stórlega við verð- mæti hans áður en þeir selja hann áfram til neyt- enda?“ +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.