Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 Tap á KÁ 38 milljónir í fyrra Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga var haldinn á Hótel Selfossi 7. maí sl. Fundinn sátu um 130 manns. I skýrslum stjórnarformanns og kaupfélagsstjóra kom fram að kaup- félagið var rekið með nokkru tapi á árinu 1991. Nam tapið tæpum 38 milljónum eða um 1,3% af heildar- veltu. Heildarvelta kaupfélagsins var árið 1991 2.918,1 milljón og jókst um 5,69% frá árinu á undan. Fjár- fest var fyrir 67,4 milljónir og voru aðal fjárfestingarverkefnin byggingavöruverslunin Húsey í Vest- mannaeyjum og endurbygging kjöt- vinnslu KÁ á Seifossi. Bókfærðar afskriftir námu kr. 53,1 milljón. Eiginfjárhlutfall lækkaði frá 27,4% í árslok 1990 í 25,0% í árslok 1991, en veltufjárhlutfall batnaði lítið eitt á árinu 1991 og hækkun varð á hreinu veltufé. Söluhæstu verslunardeildir Kaup- félags Ámesinga árið 1991 voru Vömhús KÁ með 823,2 milljónir, verslun KÁ í Þorlákshöfn með 136,9 milljónir og verslunin í Hveragerði þar sem salan var 100,9 milljónir. Sölutölur eru tilgreindar án VSK. Af iðnaðar- og þjónustudeildum var Selfoss apótek með sölu að upphæð 85,2 milljónir, Brifreiðasmiðjur KÁ 71,5 milljónir og Trésmiðja KÁ 69,3 milljónir. Á aðalfundinum var samþykktum Kaupfélags Ámesinga breytt til sam- ræmis við hin nýju Samvinnulög m.a. sett inn í samþykktimar heim- ildir til stofnunar B-deildar stofn- sjóðs. Þá var felit niður ákvæði um takmörkun stjómarsetu starfsmanna kaupfélagsins. Varastjómarmenn verða nú þrír í stað eins áður og er aukningin einn úr V-Skaftafells- sýslu og annar frá Vestmannaeyjum. Úr aðalstjóm KÁ áttu að ganga Þórarinn Siguijónsson stjómarform- aður og Valur Oddsteinsson, Valur var endurkjörinn en Þórarinn gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var nýr stjómarmaður kosinn Þorfinnur Þórarinsson. Á fundinum voru Þór- ami Siguijónssyni þökkuð heilla- dijúg störf fyrir Kaupfélag Ámes- inga. Hinir varastjómarmenn voru kosnir Tómas Pálsson úr V-Skafta- fellssýslu og Jóhann Bjömsson frá Vestmannaeyjum. Garðar Eiríksson var kosinn skoðunarmaður í stað Amórs Karlssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Varaskoðunar- menn voru kosnir María Hauksdóttir til eins árs í stað Þorfinns Þórarinss- onar sem færðist upp í aðalstjórn og þá var Hansína Stefánsdóttir endur- kjörin varaskoðunarmaður. Löggiltur endurskoðandi var kosinn Guðmund- ur Jóelsson. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Kappsamir foreldrar í Foreldra- og kennarafélagi Hvolsskóla við smíðar á leiktækjum við skólann. Hvolsvöllur: Foreldrar smíða leiktæki Hvolsvelli. FORELORA- og kennarafélag Hvolsskóla hefur undanfarið staðið fyrir smíði á veglegum leiktækjum við skólann. Hafþór Bjamason sá um hönnun á leik- tækjunum í samvinnu við nokkra foreldra og þykir börn- unum mikið til leiktækjanna koma og una sér við leik dag- langt. Við útfærslu á tækjunum var lögð áhersla á að þau stuðluðu að bættri líkamsþjálfun barnanna en ekki þykir veita af slíku í dag. Nokkrir félagar í foreldra- og kennarafélaginu hafa eytt miklum tíma í verkið. - S.Ó.K. Rekstur ríHissjóðs á fyrsta ársfjórðungi 1992: Afkoman er 900 mílljónum króna betri en áætlað var REKSTRARAFKOMA ríkissjóðs var rúmlega 900 milljónum króna betri fyrstu þijá mánuði þessa árs en áætlað hafði verið samkvæmt niðurstöðu fjármálaráðuneytisins um afkomu ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi 1992 sém fjármála- ráðherra kynnti í ríkisstjórn á föstudag. Rekstrarhalli ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins nam tæplega 4,6 milljörðum kr. og er þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra, en þá nam hann 6,6. millj- örðum kr. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra segir að þetta sé viðunandi niðurstaða en varhuga- vert sé að draga of víðtækar ályktanir af þremur fyrstu mánuðum ársins. „Ég bendi á að á næstu mánuðum koma upp vandamál sem ekki voru séð fyrir. Kjarasamningarnir gætu kostað ríkissjóð á annan milljarð króna en sem betur fer verða vaxta- Tyrkneska forræðismálið: Mamma ykkar er dáin - sagði faðirinn við dætur Sophiu Hansen SOPHIU Hansen tókst með eftirgangsmunum að éyða nokkrum klukkustundum með dætrum sínum í Istanbúl í Tyrklandi siðast- liðinn Iaugardag. Henni hefur verið dæmdur réttur til að vera ein með systrunum 7 tíma í senn tvo laugardaga i mánuði en faðir þeirra sættir sig ekki við umgengnisrétt hennar. Sophia segir að telpurnar hafi verið glaðari að sjá hana og verið fljótari að opna sig en áður. Sérsveit lögreglu var fengin til að sækja telpurnar til föður þeirra sl. laugardag en þegar komið var að húsi hans reyndist hann ekki vera heima. Því var hins vegar skilað til Sophiu að hann biði fyr- ir framan verslanamiðstöð í ná- grenninu og reyndist það vera rétt. Sophia segist ekki skiija af hverju hann hafi farið að heiman enda hafí lögfræðingur hans sagt honum að hann skildi vera heima á þessum tiltekna tíma. Föður telpnanna var gerð grein fyrir því að Sophia hefði rétt á því að taka telpumar og vera með þær án hans afskipta á hóteli eða annars staðar í Istanbúl og svo fór að hann lét þær af hendi í lögreglubíl sem fór með þær og móður þeirra á hótel í nágrenninu. Sophia segir að faðir telpnanna hafí ekið á eftir lögreglubílnum að hótelinu. „Þegar þangað var komið byij- aði hann á því að heimta að við yrðum niðri í borðsalnum þannig að hann gæti séð til okkar en ég fékk hann til að samþykkja að ég færi með þær upp á herbergi með því skilyrði að hann fylgdi okkur þangað. Upphaflega hafði ég hins vegar ekki ætlað að láta hann hafa herbergisnúmerið til þess að við gætum verið í friði,“ segir Sophia en faðir telpnanna vildi láta þær lofa sér að hringja á mínútu frestu. Samkomulag varð hins vegar um að þær hringdu í hann á klukkutíma fresti. Starfsmanni mútað Eftir að hafa verið inn á her- berginu dálitla stund ákvað Sop- hia að fara með dætur sínar út af hótelinu. „Lögfræðingurinn minn og bróðir höfðu þá náð hon- um niður og fengið hann til að borða með sér en skyndilega var réttur þráðlaus sími á borðið og honum tilkynnt að ég hefði farið með stelpurnar út af hótelinu. Kom þá í ljós að hann hafði mútað einhveijum starfsmanni hótelsins til að hafa gætur á okkur og til- kynna okkur ef við fasrum út,“ sagði Sophia. Tíðindin hleyptu illu blóði í pabba telpnanna. Hann hrópaði að eitrað hefði verið fyrir honum og kærði Sophiu fyrir að hafa rænt dætrum þeirra. Kærð fyrir barnsrán „Hann hafði ekki fyrir því að draga kæruna til baka þó svo að ég skilaði stelpunum á réttum tíma. Við komumst að því þegar við ætluðum að yfírgefa landið daginn eftir. Um leið og flett var upp á nafni mínu í vegabréfsskoð- uninni á flugvellinum varð allt vit- laust. Verðirnir sögðu að ég hefði framið bamsrán en ég spurði á móti hvar börnin væru þá. Þeir vildu fá mig með sér en ég neit- aði að fara nema ég hefði lögfræð- ing minn með mér og Rósa, systir mín, komst til að sækja hann þar sem hann hafði kíkt í búðir rétt hjá. Farið var með okkur inn í herbergi með 14 lögreglumönnum. Lögfræðingur minn gerði grein fyrir málinu gegnum túlk og ég sýndi fram á að ég hefði umgengn- isrétt yfír telpunum. Hefði hitt þær deginum áður og farið með þær út án hans vitundar enda bæri mér ekki að tilkynna hor.um slíkt. Á endanum urðu lögreglumenn- irnir fullir meðaumkunar og við náðum flugvélinni eftir lz/0 tíma töf á flugvellinum," sagði Sophia. Faðir telpnanna fékkst til að eiga orðaskipti við Sophiu þegar hún skilaði telpunum af sér. „Ég hélt að eitthvað af viti myndi koma út úr honum en hann réðst að okkur og spurði hvað við hefðum eiginlega verið að gera. Hann væri gersamlega óður,“ segir Sop- hia. „Hann talaði líka til stelpn- anna og sagði þeim að ég væri ekki mamma þeirra heldur aum- ingi og hóra. Mamma þeirra væri dáin. Ég spurði hann þá að því hvort hún hefði verið góð og hann sagði að hún hefði víst einu sinni verið góð. Á endanum fór ég því ég vildi ekki hafa svona tai fyrir börnunum og sagði að nú væri runnið upp hans síðasta tækifæri. Ef hann héldi áfram að þjarma að þeim sæi ég til þess að hann fengi þær ekki aftur. Þá kyssti ég þær þrátt fyrir að hann bann- Sophia Hansen. aði mér það en þær sýndu engin viðbrögð." Vil þakka öllum persónulega Sophia segir að heimili föður bamanna megi líkja við geðveikra- hæli. „Og meðan læknar eru 6-10 ár að mennta sig og fá áhættu- þóknun til að geta meðhöndlað svona fólk þá eru tvær saklausar barnssálir látnar lifa við þessar aðstæður og íslensk stjórnvöld gera sama sem ekkert í málinu. Eg veit ekki önnur dæmi um að íslendingar erlendis séu látnfr þola svona. Ef jarðskjálftar verða eða óeirðir bijótast út eru þeir fengnir heim, borgað fyrir þá heim, allt gert fyrir þá,“ sagði Sophia en tók fram að hún væri þakklát fyrir stuðning frá utanríkisráðuneytinu og Flugleiðum. Hún væri einnig afar þakklát öllum þeim einstakl- ingum sem hefðu látið fé af hendi rakna henni til aðstoðar. Henni fyndist leiðinlegt að geta ekki þakkað öllum persónulega. Söfnunarreikningur Sophiu er nr. 16005 í Grensásútibúi Lands- banka. gjöldin væntanlega lægri en við höfðum gert ráð fyrir,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam rúmlega 5,3 milljörðum á fyrsta árs- fjórðungi samanborið við 8,2 millj- arða í fyrra. Innheimtar tekjur ríkis- sjóðs á þessu tímabili námu 23 millj- örðum kr., sem er rúmlega 100 millj- ónir kr. umfram áætlun en hækkun- in milli ára nam 13%. Á sama tíma var almenn hækkun verðlags 6-7% þannig að innheimta jókst nokkuð að raungildi fyrstu mánuðina frá fyrra ári. Friðrik sagði um horfur fyrir árið allt að gert væri ráð fyrir að minni velta skilaði lægri tekjum en við var búist og einnig væri nú talið að sala eigna skilaði ekki öllum þeim tekjum sem ráð var fyrir gert. Útgjöld ríkissjóðs á fyrsta árs- íjórðungi voru tæplega 800 milljón- um kr. undir áætlun. Á föstu verð- iagi hafa útgjöld ríkissjóðs lækkað um 1,1 milljarð kr. á milli ára eða um 3,9%. Heildarlántökur ríkissjóðs námu 6,3 milljörðum sem fóru að mestu leyti fram með sölu ríkisverð- bréfa á markaði. í skýrslu fjármálaráðuneytisins segir m.a. að á gjaldahlið hafí þegar komið fram vísbendingar um vanda- mál, sem bregðast þurfi við, m.a. bendi tölur um atvinnuleysi til að greiðslur atvinnuleysisbóta verði umfram áætlun. „Loks má nefna að niðurstöður útgjalda eftir fyrsta árs- fjórðung benda til að enn hafi nokk- ur ráðuneyti ekki gripið til fullnægj- andi aðgerða til að tryggja útgjalda- markmið fjárlaga. Sem dæmi má nefna sjúkratryggingar, sjúkra- stofnanir, málefni framhaldsskóla, embætti sýslumanna og ýmis verk- efni umhverfisráðuneytis,“ segir í skýrslu ráðuneytisins. „Aðalatriðið er að þótt ríkisstjóm- in nái í meginatriðum fram markmiði sínu í ríkisfjármáium á þessu ári má hvergi slaka á ef okkur á að takast að halda verðlagi i skefjum með stöðugu gengi og lágum vöxt- um,“ sagði Friðrik. „Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir fjárlagagerð næsta árs en á yfírstandandi ári er gert ráð fyrir 4 til 5 milljarða króna halla. Til lengdar verður aldrei viðunandi að reka ríkissjóð með halla. Ríkisstjórnin á eftir að vinna síðari hluta verksins og sá verká- fangi verður áreiðanlega erfiðari en sá fyrri. Því verðum við að láta hend- ur standa fram úr ermum,“ sagði hann.. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.