Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 40
varða i i Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 S UNNUDA GUR 10. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. HROSSAHLA TUR Morgunblaðið/RAX Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um óbreytta vexti Landsbankans: Hljótum að taka málið upp við bankann og ríkisstjórnina Vaxtamálin tekin fyrir á bankaráðsfundi á fimmtudag Selfoss: Réttindalaus á bifhjóli á ~*Í60 km hraða LÖGREGLUNNI á Selfossi tókst eftir eltingaleik að stöðva ökumann á bifhjóli sem ók á ofsahraða á Þrengslavegi á föstudag. Mældist ökuhraði hjólsins 160 km. Ökumaður hjólsins, sem er 19 ára, hafði ekki réttindi til að aka bifhjóli. Reyndi hann í fyrstu að stinga lögregluna af en ákvað svo að stöðva hjólið eftir nokkurn elt- ingaleik. Að sögn lögreglu var maðurinn nokkurn tíma að jafna "^Sig af hræðslu eftir ökuferðina og þakkaði sínum sæla fyrir að hafa sloppið lifandi. Grímsey: Ekkert ból- ar á vorinu --- „ÞAÐ VANTAR töluvert á að vorið sé komið hérna,“ sagði Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, í gær. „Það er grátt í rót og ekk- ert farið að skipta lit,“ bætti hann við. Norðanáttin liggur á og það er kalt en þó bjart. Þá hafa aflabrögð verið afleit, mikið til vegna slæmrar tíðar í allan vetur. Þorlákur segir að engin eiginleg vetrarveðrátta hafi ríkt í vetur. „Það hafa ekki verið nein snjóalög hérna, en það hefur verið mjög storma- samt' og óstillt allt frá því í haust. Aflabrögð hafa verið eftir því, nánast ekkert að fá, en af því litla sem fæst af físki er mikið selbitið.“ Þrátt fyrir frekar neikvæð- ar fréttir og slæma tíð kveður Þorlákur enga uppgjöf vera í Grímseyingum: „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn þegar maður er veiðimaður, þetta hlýtur að fara að skána.“ Hins vegar er þó litið svo á að samkomulagið sé að öllum líkindum bindandi gagnvart Reykjavíkurborg þar sem forsvarsmenn borgarinnar hafí mátt ganga út frá að ráðherra v myndi afla nauðsynlegra heimilda. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að öllum aðilum ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að ákvörðun Landsbankans um að lækka ekki vexti á morgun gangi í berhögg við það sem gengið var út frá við gerð kjarasamninganna og yfirlýsingu Landsbankans. „Við hljótum að taka málið upp við bankann. Ég lít á það sem beina skyldu ríkissljómarinnar að gangast fyrir því að þar verði breyting á,“ sagði Ásmundur og hefði verið ljóst að samkomulagið yrði að hljóta staðfestingu íjárlaga- nefndar og síðan Alþingis. „Hins vegar urðu ríkisstjómaskipti nokkr- um vikum síðar og það kom því í hlut nýs íjármálaráðherra og ríkis- stjórnar að leita eftir slíkum stað- festingum. Ef Ríkisendurskoðun visaði til þess að hér væri um ríkis- banka að ræða. Brynjólfur Helga- son, aðstoðarbankastjóri Lands- bankans, segir að vaxtaákvörðun Landsbankans 1. mai hafi verið í fullu samræmi við yfirlýsingu bankans. Síðan þurfi að skoða hvort eitthvað það hafi gerst á markaðnum siðan sem kalli á frek- ari breytingar. Það sé til athugun- ar og verði tekið til umfjöllunar á bankaráðsfundi á fimmtudag. telur að það hafi ekki verið gert og þess vegna sé samkomulagið ekki bindandi, þá er það álit alveg meinalaust hvað mig snertir," sagði hann. Fjárlaganefnd fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að beiðni sam- göngunefndar að hún léti í ljós áiit sitt á hvort umrætt samkomulag gæti byggst á heimild í lið 6.7 í 6. grein fjárlaga og hvort skortur á samþykici ijárlaganefndar leiði til að það verði ekki talið bindandi fyrir ríkissjóð. Ríkisendurskoðun telur að ekki verði hjá því komist að breyta gild- andi vegaáætlun til samræmis við samkomulagið. Ásmundur sagði að Landsbankinn hefði gefíð skýra og skorinorða yfir- lýsingu um að hann myndi fylgja vaxtalækkunum ríkisstjórnarinnar eftir og að hann ætlaði sér niður í sömu vexti og aðrir. Við það yrði 'hann að standa. Bankinn hefði verið með hæstu vextina og þeim hefði verið það jafnljóst og forystumönn- um launafólks og vinnuveitenda að bankinn þyrfti að lækka sína vexti meira en aðrir. Ef þeir lækkuðu vext- ina ekki á næsta vaxtabreytinga- degi, sem er á morgun, gengju þeir gjörsamlega í berhögg við það sem gengið var útfrá við samningsgerð- ina. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, sagði að yfírlýsingin sem Landsbankinn gaf í tengslum við samningsgerðina gæti ekki misskil- ist. „Ef einhvér munur var á yfirlýs- ingu Landsbankans og hinna bank- anna var hann sá að Landsbankinn hefði gengið lengra. Mér fannst þetta ekki fara neitt á milli mála og við áttum því ekki von á að um þetta yrðu deildar meiningar. Það veldur okkur vonbrigðum að svo skuii vera,“ sagði Einar Oddur. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði þegar leitað var hans skýringa: „Við lýstum þ'ví yfir að við myndum lækka vexti verðtryggðra skuldabréfalána í samræmi við lækkun á ríkistryggð- um skuldabréfum að teknu tilliti til hreyfinga á eftirmarkaði. Það gerð- um við strax. Við lækkuðum vextina um 0,7% sem er sama lækkun og varð á eftirmarkaði ríkistryggðra skuldabréfa." Hann sagði að kjör- vextir verðtryggðra skuldabréfalána væru núna 0,15% hærri í Landsbank- anum en í Búnaðarbanka og spari- sjóðunum. Varðandi ákvörðun vaxta á óverð- tryggðum lánum sagði Brynjólfur að Landsbankinn hefði miðað við innan við 3% verðbólgu á ári, í samræmi við verðbólguspá Seðlabankans sex mánuði fram í tímann. Ávöxtun óverðtryggðra lána væri nú hálfu prósenti yfir ávöxtun verðtryggðra íána í sambærilegum flokkum. Djöflatrúar- merki krot- uð á kirkju TVÆR ungar stúlkur voru staðnar að verki þar sem þær voru að krota djöflatrúar- merki á veggi Dómkirkjunn- ar í Reykjavík laust fyrir kl. 2 aðfaranótt laugardags, samkvæmt upplýsingum lög- reglu. Notuðu þær snyrtivör- ur til verksins. Lét lögregla stúlkurnar þurrka út krotið en þeim var svo sleppt að því búnu. Að sögn lögreglu var talsverður erill vegna ölvunar í höfuðborginni í fyrrinótt og óvenjumargir voru látnir gista fangageymsl- ur. Þá voru tekin blóðsýni úr sex ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur. Ríkisendurskoðun um skuldauppgjör fjármálaráðherra og borgar: Samkomulagíð ekki bor- ið undir fjárlaganefnd SAMKOMULAG sem fyrrverandi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði við þáverandi borgarstjóra, Davíð Óddsson, 3. apríl 1991 um uppgjör á rúmlega eins milljarðs kr. skuld ríkissjóðs við Reykjavíkurborg vegna lagningar þjóðvega I borginni var ekki borið undir fjárlaganefnd Alþingis. Ríkisendurskoðun dregur I efa í bréfi til fjárlaganefndar að samkomulagið geti byggst á heimild 6. greinar fjárlaga fyrir árið 1991, en Ríkisendurskoðun telur að ráðherra hafi oorið skylda til að leggja samkomulagið með formlegum hætti fyrir fjárlaganefnd til samþykktar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.