Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMÁ sunnudagur 10. MAI 1992 Hárgreiðslufólk - snyrtifræðingar Hárgreiðslustofa til leigu. Á sama stað hús- næði fyrir snyrtistofu. Upplýsingar í síma 685517. Hafnarfjörður- matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði til- kynnist hér með, að þeim ber að geriða leig- una fyrir 15. maí nk., ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur. tlllCIIII 6RIIE1HB iieimii Frá Háskóla íslands Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands há- skólaárið 1992-1993 fer fram í nemendaskrá háskólans dagana 1.-12. júní 1992. Umsóknareyðublöð fást í nemendaskrá sem opin er kl. 10-16 hvern virkan dag á skráning- artímabilinu. Einnig verður tekið við beiðnum um skrásetn- ingu nýrra stúdenta dagana 6. til 17. janúar 1993. Við nýskráningu skrá stúdentar sig jafn- framt í námskeið á komandi haust- og vor- misseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdents- prófsskírteirfi. 2) Skrásetningargjald kr. 22.350,- Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer fram í skólanum í september 1992. Heimilislist í Kolaportinu Kolaportið mun efna til sérstaks markaðs- dags sunnudaginn 31. maí, sem tileinkaður verður hverskonar heimilislist. Með „heimil- islist" er átt við listir og handiðju í víðtæk- asta skilningi og má t.d. nefna þá, sem vinna úr gleri eða leir, eða við vefnað, prjónaskap, smíðar og útskurð, skartgripagerð, skúlp- túra, grafík og listmálun, en varðandi það síðastnefnda má einnig minna á starfsemi gallerísins í Kolaportinu, sem verður með sérstaka hátíðarsýningu þennan dag. Þennan markaðsdag verðurfólki, sem leggur stund á hverskonar heimilislist gefinn kostur á að fá pláss í Kolaportinu á vægu verði eða 900 kr. á hvern borðmetra. Þeir, sem þurfa stærra pláss og annarskonar aðstöðu, geta fengið slíkt í öðrum hluta hússins, þar sem verður venjuleg markaðsstarfsemi þennan dag. Kolaportið óskar eftir að komast í samþand við einstaklinga, klúbba og félagasamtök, sem starfa að heimilislist um land allt og fá þá til að vinna með okkur að undirbúningi þessa ágæta máls. Vinsamlega hafið samband sem fyrst við skrifstofu Kolaportsins í síma 687063 (kl. 16-18). KOIAPORTIÐ MtfRKa-УrO£<r K! s&r Garðlönd Garðyrkjudeild Kópavogs auglýsir til leigu land til matjurtaræktunar. Garðlöndin eru í Smárahvammslandi, á sama stað og undan- farin ár, en einnig í Leirdal og Fífuhvammi. Tekið verður á móti pöntunum í bækistöð Vinnuskóla Kópavogs, Fífuhvammi 20, alla virka daga frá 11 .-22. maí nk., milli kl. 17.00- 19.00. Leigugjald greiðist við pöntun. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað eða í síma 40230 milli kl.. 17.00-19.00. Garðy 'kjustjóri Kópavogs. Félag ræstingastjóra stendur fyrir sýningu á ræstivörum í Laugar- dalshöll dagana 21.-23. maí 1993. Þeir, sem hafa áhuga að taka þátt, hafið samband við Sesselju í síma 696516, Huldu eða Önnu í síma 687600 fyrir 1. júní. Laxveiðileyfi Til sölu veiðileyfi í Hvítá í Árnessýslu, fyrir landi Langholts. Einnig í Reykjadalsá í Borg- arfirði. Upplýsingar í síma 77840 alla virka daga frá kl. 8.00-18.00. KENI B.A.-nám í islands sérkennslufræðum Fyrirhugað er að hefja B.A.-nám í sérkennslu- fræðum (fyrri hluta) við Kennaraháskóla íslands á vormisseri 1993. Námið er skipu- lagt sem 30 eininga hlutanám með starfi og tekur tvö ár. Kennslan er í formi námskeiða utan starfstíma grunnskóla (vor og haust) og fjarkennslu meðan á skóla stendur. Nám- skeiðin verða að líkindum haldin í heimavist- arskóla á Suðurlandi enda munu starfandi kennarar í Suðurlandsumdæmi hafa forgang um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 1. október 1992. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Kennaraháskóla Islands. Rektor. KENI IOU ÍSLANDS Nám í uppeldis- og kennslufræði fyrir list- og verkmenntakennara í framhaldsskólum Fyrirhugað er að hefja nám í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla íslands á vormisseri 1993. Námið er sérstaklega ætlað list- og verkmenntakennurum framhalds- skóla og skulu umsækjendur hafa lokið til skildu námi í sérgrein sinni. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 48/1986 um embættisgengi kennara og skólastjóra, og samsvarar eins árs námi eða 30 námsein- ingum. Náminu verður skipt í tvö ár til að auðvelda þátttakendum að stunda það með starfi. Það hefst með námskeiði dagana 2.-6. janúar 1993 og lýkur um áramót 1994-1995. Umsóknarfrestur er til 15. september 1992. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Kennaraháskóla Islands. Rektor. Enskunám í Englandi ærið ensku í Eastbourne, á hinni fallegu suðurströnd Englands. Sumarnámskeið og almenn námskeið. Mánari upplýsingar veitir Kristín Kristinsdótt- ir, fulltrúi ISAS á íslandi, í síma 671651 fyrir hádegi virka daga. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf fyrir skólaárið 1992-1993 verða í Skipholti 33, sem hér segir: Tónfræðadeild mánud. 18. maí kl. 10.00. Píanódeild mánud. 18. maí kl. 13.00. Gítardeild mánud. 18. maí kl. 14.30. Strengjadeild mánud. 18. maí kl. 14.30. Blokkflautudeild mánud. 18. maí kl. 15.30. Blásaradeild mánud. 18. maí kl. 15.30. Söngdeild mánud. 18. maí kl. 17.00. Tónmenntakennaradeild miðvikudaginn 20. maí kl. 13.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans í Skipholti 33. Nánari upplýsingar um nám og inntökuskil- yrði eru gefnar á skrifstofu virka daga kl. 9.00-16.30. Skólastjóri. Háskólinn á Akureyri Umsókn um skólavist Heilbrigðisdeild, rekstrardeild og sjávarút- vegsdeild Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut, hjúkr- unarfræðibraut. Við rekstrardeild eru þrjár námsbrautir, iðn- rekstrarbraut, rekstrarbraut (1. og 2. ár) og gæðastjórnunarbraut (3. og 4. ár). Við sjávarútvegsdeild er ein námsbraut, sjáv- arútvegsbraut. Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júní 1992. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Skilyrði fyrir inntöku í skólann er stúdents- próf eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt. í gæðastjórnunarbraut rekstr- ardeildar gilda þó sérstök inntökuskilyrði um tveggja ára rekstrarnám eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt. Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júnf 1992. Umsóknareyðuþlöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu skólans við Þingvallastræti, sími 96-11770, frá kl. 9.00 til 12.00. t taaknlskóll fslandi Háskóli og framhaldsskóli vekur athygli á því að umsóknarfrestur um skólavist árið 1992-’93 rennur út 31. maí nk. Áætlað er að taka inn nemendur í eftirtaldar deildir og námsþrautir: Frumgreinadeild: Undirbúningur undir nám í sérgreinadeildum. Byggingadeild: Byggingaiðnfræði og byggingatæknifræði. Rafmagnsdeild: Rafmagnsiðnfræði, sterkstraums- og veik- straumssvið, rafmagnstæknifræði. Véladeild: Véliðnfræði, vél- og skipatæknifræði. Rekstrardeild: Útvegstækni, iðnrekstrarfræði og iðnaðar- tæknifræði. Heilbrigðisdeild: Meinatækni og röntgentækni. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, sem er opin daglega kl. 8.00-16.30. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans og deildarstjórar í síma 91-414933. Rektor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.