Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SÚNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 IT\ \ í~^er sunnudagur 10. maí, 131. dagur ársins 1992. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 0.07 og síðdegisflóð kl. 12.56. Fjara kl. 6.39 og kl. 19.06. Sólarupp- rás í Rvík er kl. 4.28 og sólarlag kl. 22.22. Myrkur kl. 23.50. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.24 og tunglið er í suðri kl. 20.37. (Almanak Háskóla íslands.) Ég vil vegsama þig að eilífu, því að þú hefur því til vegar komið. (Sálm. 52,11.) ÁRNAÐ HEILLA munda K. Júlíusdóttir fyrr- um húsfreyja í Skjaldartröð á Hellnum, Austurbergi 2, Rvik. Eiginmaður hennar var Valdimar T. Kristófersson óðalsbóndi. Hann lést fyrir 23 árum. Þeim varð 9 bama auðið, 6 em á lífí. Afkomend- ur hennar em nú 64 talsins. Hún tekur á móti gestum í dag, afmælisdaginn, kl. 14-17 í Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24. rjf\kva. afmæli. í dag, 10. fl vl þ.m., er sjötugur Guðmundur Guðmundsson bifreiðastjóri, Skriðustekk 12, Rvík. Kona hans er Anna Pálmadóttir. Þau era stödd í Þýskalandi hjá dóttur sinni, Auði, og tengdasyni. Hún á þrítugsafmæli í dag. /\ára afmæli. Næst- O U komandi þriðjudag, 12. maí, er sextugur Hilmar Jónsson, Keflavík. Hann tekur á móti gestum í dag, sunnudag, í húsi Karlakórs Keflavíkur við Vesturbraut kl. 16-19. FRÉTTIR/ MANNAMÓT í DAG er 3. sd. eftir páska. Þennan dag árið 1940 gengu breskir hermenn^ á land hér og hernámu Is- land. I dag er eldaskildagi. Um það segir í Stjörnu- fræði/Rímfræði: „Þann dag var vepja, að bændur skil- uðu „úr eldunum", þ.e. skil- uðu húsdýrum, sem þeim hafði verið gert að skyldu áð hafa á fóðrum yfir vet- urinn.“ I dag er mæðradag- urinn. Á morgun, 11. maí, er síðasti dagur vetrarver- tíðar á Suðurlandi, segir i sömu heimildum. HÁSKÓLI íslands. í tilk. frá menntamálaráðuneytinu í Lögbirtingi segir frá skipan eftirtalinna lækna í hlutastöð- ur við læknadeildina til næstu fimm ára: Árni Kristinsson í dósentsstöðu í hjartasjúk- dómafræði; Bjarni Þjóðleifs- son í dósentsstöðu i melting- arsjúkdómum; Guðmundur Oddsson í lektorsstöðu í klín- ískri lyfjafræði; Guðmundur Þorgeirsson í dósentsstöðu í LÁRÉTT: — 1 skálk, 5 hækka, 8 eldar, 9 dreki, 11 fasta, 14 fín, 15 aldir, 16 afræð, 17 aur, 19 blær, 21 syng, 22 rósunum, 25 rói, 26 áann, 27 aur. LÓÐRETT: — 2 kær, 3 lek, 4 klifra, 5 hafnar, 6 æra, 7 kot, 9 drabbar, 10 eldfæri, 12 streyma, 13 auðugur, 18 unun, 20 ró, 21 SU, 23 sá, 24 NN. EES-samningurinn undirritaður Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) undirrituðu á laugar- dag samninginn um Evrópskt efnahagssvæði í borginni Oportó í Portúgal. lyfjafræði; Halldór Jóhanns- son í dósentsstöðu í hand- læknisfræði; Jakob Kristins- son í dósentsstöðu í eiturefna- fræði; Jón Hjaltalín Ólafsson í dósentsstöðu í húð- og kyn- sjúkdómum; Jón G. Stefáns- son í dósentsstöðu í geðlækn- isfræði; Reynir Tómas Geirs- son í dósentsstöðu í fæðinga- og kvensjúkdómafræði; Sverrir Bergmann í dósents- stöðu í taugasjúkdómafræði; Þorsteinn Sv. Stefánsson í dósentsstöðu í svæfipgalækn- isfræði; og Lúðvík Ólafsson í hlutastöðu lektors í heimilis- læknisfræði. DALASÝSLA. Sýslumaður- inn, Friðjón Þórðarson, tilk. að skv. lögum um fuglaveið- ar/fuglafriðun hafi verið ákveðið að friðlýsa allt æðar- varp innan marka Dalasýslu. „Á sama hátt og gert var árlega á manntalsþingum í hverjum hreppi frá fornu fari.“ Jafnframt er friðlýst lögnum, látrum og varplönd- um öllum, sérstaklega minnt á lagaákvæði um friðhelgi eignarréttar og vemdun ísl. náttúm og lífríkis, segir í tilk. sýslumannsins, sem birt er í Lögbirtingi fyrir skömmu. BÚSTAÐASÓKN. Kvenfé- lag sóknarinnar heldur fund mánudagskvöldið í safnaðar- heimilinu kl. 20. „Græna fjöl- skyldan“ segir frá. Barnakór Bústaðakirkju kemur í heim- sókn. Einnig koma í heimsókn konur úr Kvenfélagi Lága- fellssóknar. Skemmtiatriði. Rætt verður um væntanlegt sumarferðalag félagskvenna 'og verða þátttakendur skráðir á fundinum. FÉLAG eldri borgara. í dag kl. 14 spiluð félagsvist í Ris- inu og ki. 20 dansað í Goð- heimum. Mánudag er opið í Risinu kl. 13-17. Lögfræð- ingur félagsins er til viðtals á þriðjudag. Panta þarf tíma. HAFNARFJÖRÐUR. Slysa- varnadeildin Hraunprýði. Mánudagur er kaffi- og merkjasöludagur. Kaffisalan fer fram daglangt á tveim stöðum í bænum; kl. 15-18 í íþróttahúsinu Álfafelli, og kl. 15-22 i húsi félagsins við Hjallahraun. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg. Á þriðjudag opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 15-16. Umræðuefnið verður aðlögun barna að dagvistun. BLÖNDUÓS. í Lögbirtinga- blaðinu tilk. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að Þór Oddssyni lyfjafræðingi hafi verið veitt leyfi til rekst- urs Apóteks Blönduóss og tekur hann við því 1. júní næstkomandi. STYRKUR, samtök krabba- meinssjúklinga og aðstand- enda þeirra, hefur opið hús í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ellen Moon- ey húðsjúkdómalæknir og húðfræðingur. Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar. KVENFÉLAG Kópavogs heldur opinn fund nk. þriðju- dagskvöld fyrir konur í bæn- um. Fjölbreytt skemmtidag- skrá og skyndihappdrætti. Vorferð félagsins verður farin 16. þ.m. að Þingborg í Flóa. Nánari uppl. veittar í þessum símum: 43299, 41726, 40531 og 40826. BARÐASTRAND- ARSÝSLA. Sýslumaðurinn þar, Stefán Skarphéðinsson, augl. í Lögbirtingi friðlýsingu æðarvarps í 36 landareignum í Reykhólahreppi. GRENSÁSSÓKN. Árlegur kaffisöludagur er í dag í safn- aðarheimili kirkjunnar milli kl. 15 og 17.30. Tekið verður á móti kökum þar eftir kl. 10 í dag. Mánudagskvöldið verð- ur lokafundur vetrarstarfsins kl. 20.30 á sama stað. Guðrún Hulda kemur á fundinn. KVENFÉLAGIÐ Freyja, Kópavogi, Spiluð félagsvist á Digranesvegi 12- í dag kl. 15. Spilaverðlaun og veiting- ar. SKAFTFELLINGAFÉ- LAGIÐ heldur árlegt kaffi- boð fyrir eldri Skaftfellinga og aðra velunnara félagsins í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, kl. 14 í dag. BRJÓSTAGJÖF, ráðgjöf fyrir mjólkandi mæður. Hjálparmæður „Barnamáls" eru: Aðalheiður, s. 43442, Dagný, s. 680718, Fanney, s. 43188, Guðlaug, s. 43939, Guðrún, s. 641451, Hulda Lína, s. 45740, Margrét, s. 18797, og Sesselja, s. 680458. SILFURLÍNAN, s. 616262. Síma- og viðskiptaþjónusta við eldri borgara rúmhelga daga kl. 16-18. MOSFELLSBÆR, frí- stundastarf aldraðra. Ferðin til Hveragerðis með viðkomu í nýja skíðaskálanum í Hveradölum verður farin nk. þriðjudag. Lagt af stað frá safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13.45. TOURETTE-samtökin halda almennan félagsfund nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 á Hótel Esju. KIRKJUSTARF HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk mánudagskvöld kl. 20 í kórkjallara. HÁTEIGSKIRKJA: Biblíu lestur mánudagskvöld kl. 21. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: For- eldramorgunn þriðjudag kl. 10-12. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu mánudag kl. 20.30. Söngur, leikir, helgistund. KÁRSNESPRESTAKALL: Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu Borgum þriðjudag kl. 10-12. SELJAKIRKJA: Síðasti fundur vetrarins hjá æsku- lýðsfélaginu SELA verður á mánudag kl. 20, helgistund. ORÐABÓKIIU Fiskur - fiski Oft heyrist sagt sem svo: Verð fiskjaríns á markað- inum var óvenjuhátt. Þar sem hér er átt við no. fisk- ur, ætti hins vegar samkv. málfræðireglum að segja, eða skrifa, að verð fisks- ins hefði verið óvenjuhátt. Orðið beygist eins og no. hestur, ef. hests, og þann- ig beygist fjöldi orða í ís- lenzku. Eignarfall af orð- inu fiskur er því uppruna- lega fisks. Þessu hafa menn svo ruglað saman við ef. af kvk.-orðinu fiski, sem merkir „fiskveiði" eða „veiðiferð“, en það er fiskjar. Dæmi um þennan rugling eru kunn í seðla- safni OH þegar á 18. öld, en fjölmörg svo aftur frá 19. öld og fram á okkar daga. No. fiski mun nú alveg horfið úr mæltu máli nema í samböndun- um að róa til fiskjar eða halda til fiskjar. Annars var kvk.-orðið fiski notað í ýmsum myndum fyrr á tíð: I annál segir við árið 1730: reri skip eitt frá Grímsey með öðrum tíl fiski. Og í Jarðabók Árna og Páls í byrjun 18. aldar er bæði talað um að róa til fiskjar og róa til fiski. Merkingin er einmitt sú, að róa til veiða eða halda til veiða. Enda þótt komn- ar séu upp tvær ef.-mynd- ir af no. fiskur, er eðlileg- ast, að menn geri hér skýran mun á milli þess- ara orðmynda. Menn róa þess vegna til fiskjar til að afla fisks. - J.A.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.