Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 27 ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Hjúkrunarstjóri Hjúkrunarstjóra vantar til afleysinga í 1 ár á hjúkrunardeild Hafnarbúða. Hjúkrunarstjóri skipuleggur hjúkrun á deildinni í samráði við hjúkrunarforstjóra og ber ábyrgð á henni. Umsóknum skal skila á skrifstofu hjúkrunar- forstjóra fyrir 25. maí 1992. Nánari upplýsingar veitir Jóna V. Guðmunds- dóttir, hjúkrunarstjóri í Hafnarbúðum, í síma 14182 og Björg Snorradóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 604308. Framkvæmdastjóri óskast Rannsóknastofa á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið fellst í daglegri stjórnun, umsjón fjár- mála og markaðsmála auk þess er æskilegt að viðkomandi geti framkvæmt efna- og gerlamælingar. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi raunvísindamenntun. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. maí næstkomandi merktar: „F-14359". Nýtt útvarp sem fer í loftið innan tíðar, óskar eftir að ráða hæft og hugmyndaríkt fólk til í eftirtalin störf: Dagskrárgerð, auglýsingadeild, tæknivinnu og manneskju til almennra skrifstofustarfa. Hafir þú áhuga á að starfa á skemmtilegum vinnustað í framtíðinni, vinsamlegast sendu þá umsókn með helstu upplýsingum til aug- lýsingadeildar Mbl. fyrir 14. maí merkta: „Útvarp - 2293.“ Markaðsstjóri Frjálst framtak hyggur á að ráða markaðs- stjóra fyrir starfsemi sína. Starfssvið hans verður þetta: 1. Umsjón með útleigu þúsunda fermetra í atvinnuhúsnæði. 2. Umsjón með kaupum og sölu fasteigna með fjármálastjóra. 3. Umsjón með sölu lóða og uppbygginga- samningum í Smárahvammi með fjár- málastjóra. Starfið býður upp á vinnu hjá öflugu fyrirtæki í forystu á sínu sviði. Starfið krefst: 1. Viðskiptafræðimenntunar og/eða starfs- reynslu í markaðs- og sölumálum. 2. Framúrskarandi framgöngu og fram- komu. 3. Metnaði í að ná árangri. Þeir einstaklingar, sem hafa áhuga á ofan- greindu starfi, leggi vinsamlega inn skriflegar umsóknir á skrifstofu fyrirtækinsins. Þær til- greini menntun, starfsreynslu, meðmæli, Ijósmynd og fleiri atriði, sem komið geta að gagni við mat-á hæfni. Umsóknir berist eigi síðar en mánudaginn 18. maí. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum svarað. Frjáistframtak Ármúla 18. 108 Reykjavik Sími 812300 - Telefax 812946 FASTEIGNASTARFSEMI - LANDVINNSLA Verkstjóri Óskum eftir að ráða röskan og ábyggilegan verkstjóra með matsréttindi fyrir frystiiðnað- inn hjá fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði. Ætlast er til, að viðkomandi hafi þekkingu á fiskmörkuðunum og geti annast kaup á hráefni. Lysthafendur sendi umsóknir sínartil auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 19. maí nk., merktar: „Fiskvinnsla - 18330“. Hárgreiðslusveinn óskast strax Upplýsingar í síma 46422. Hárný, Nýbýlavegi 22. Járniðnaðarmaður Járniðnaðarmaður óskast nú þegar. Björgun hf., Sævarhöfða 33, sími 681833. Lagermaður Okkur vantar duglegan mann á lager og í sölumennsku. Þarf að hafa bíl til umráða og geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar um aldur og fyrri störf skilist á auglýsingadeild Mbl., merktar: „Lag-3467“, fyrir 15. maí. Garðabær Fóstra - starfsmaður Leikskólinn Bæjarból óskar eftir fóstru eða starfsmanni með uppeldismenntun eða starfsreynslu. Upplýsingar í síma 656470. Leikskóiastjóri. ra Eftirfarandi stöður eru lausar við leikskóla: Leikskólinn Álfaheiði v/Álfaheiði ★ Staða deildarfóstru við deild 3-6 ára barna. ★ Stöður fóstra á aðrar deildir leikskólans. ★ Staða fóstru eða þroskaþjálfa til að ann- ast stuðning vegna barna með sérþarfir. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ólína Geirsdóttir, í síma 642520. Leikskólinn Marbakki v/Marbakkabraut ★ Staða fóstru á deild. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Berglind Káradóttir, í síma 641112. Einnig gefur leikskólafulltrúi, Sesselja Hauks- dóttir, upplýsingar um stöðurnar í síma 45700. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem liggja frammi í Fannborg 4. Starfsmannastjóri. Bílamálarar Óskum eftir að ráða bílamálara sem fyrst. Upplýsingar í símum 33507 og 685898. Hjúkrunarfræðingar Fjölbreytt og lifandi starf við heilsugæslu. Á Heilsugæslustöðinni á Dalvík vantar hjúkr- unarfræðing í 100% stöðu frá 1. sept. '92. Heilsugæslustöðin á Dalvík þjónar Dalvík, Árskógshrepp, Svarfaðardal og Hrísey, alls um 2400 manns. Á Dalvík búa 1500 manns og stutt er til Akureyrar. Allar nánari upplýsingar gefur Sædís Núma- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 96-61500 og 96-63126. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólinn Hlfðarborg við Eskihlíð óskar að ráða matráðskonu til starfa. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 20096. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Hægri hönd framkvæmdastjórans óskast! Við viljum ráða nú þegar dugmikla mann- eskju með góða menntun og reynslu af skrif- stofustörfum. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Um er að ræða aðstoðarmanneskju fram- kvæmdastjóra með tilheyrandi ábyrgðar- stöðu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. eigi síðar en 15. maí nk. merktar: „HH - 7957“. Innkaupa- og birgðastjóri Ratsjárstofnun, Miðnesheiði, Keflavíkurflugvelli Starfið: Skipulag flutninga, afgreiðsla á vörum til og frá ratsjárstöðvum, innlend og erlend inn- kaup, eftirlit með birgðahaldi þ.m.t. eigna- skrá og þjálfun starfsmanna í birgðahaldi. Vinnustaður er ratsjárstöðin á Miðnesheiði. Kröfur: Leitað er að einstaklingi með nægilega reynslu og þekkingu á þessu sviði sem getur unnið sjálfstætt og tekið á ólíklegum verkefn- um. Reynsla í innkaupum, skipulagsvinnu, verkstjórn og flutningum er æskileg. Um- sækjandi þarf að hafa góða framkomu, bílpróf, gott vald á ensku og íslensku og þekkingu á PC-tölvum. Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf þar sem tekið verður tillit til enskukunnáttu, líkamsburðar, framkomu og persónuleika. Starfið byrjar 1. júní nk. Skrifleg umsókn, sem tilgreini m.a. menntun og fyrri störf, skal skilað ásamt sakavottorði á skrifstofu Ratsjárstofnunar, Laugavegi 116, 105 Reykjavík fyrir kl. 17.00 þann 18. maí nk. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma. Ratsjárstofnun, Laugavegi 116, 105 Reykjavík, sími (91) 623750, fax (91) 623706.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.