Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 Benjamín dúfa kenningu frá Námsgagnastofnun 1987. Benjamín, Andrés, Baldur og Róland eru vinir og stofna með sér riddararegluna Rauða drekann til að beijast gegn óréttlæti heims- ins. Hver um sig velur sér einkenn- istákn. Sögumaðurinn Benjamín velur sér dófu, Andrés er öminn, Róland drekinn og minnsti félag- inn, Baldi, er hinn hvíti einhyrn- ingur. Umgjörð sögunnar er hverf- ið allt með fjölbreyttu mannlífi þar sem Guðlaug gamia með köttinn Bólu-Hjálmar hefur sérstöku hlut- verki að gegna við að halda uppi reglu og fylgjast með. Það eru helst hrekkjusvínin með Helga svarta í broddi fylkingar sem eru tákn þeirrar vonsku sem riddarareglan vill berjast gegn. Helgi er margbrotlegur að mati reglubræðra. Hann hefur mis- þyrmt þeim sem eru minni máttar og þegar kötturinn Bólu-Hjálmar finnst hengdur er mælirinn fullur. Söguhetjurnar eru allar mjög sannfærandi og eru dregnar skýr- um dráttum með alla sína kosti og galla. Andrés er metnaðargjarn og getur ekki sætt sig við að bíða lægri hlut í nokkrum leik. Félögum hans fellur þetta illa og snúa við honum bakinu og Andrés yfirgefur regluna með afdrifaríkum afleið- ingum. Athafnir reglunnar og keppinautanna í Svörtu fjöðrinni eru þungamiðjan í sögunni en umfjöllunin alltaf í samhengi við umhverfið. I sögunni fá allir tæki- færi til að sýna hvað í þeim býr. Húseign í Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu gott timburhús við Hverfisgötu með þremur íbúðum, alls 140 fm. Á aðalhæð 3ja herb. íbúð, í risi 2ja herb. íbúð og eitt herb. og eldhús í kjall- ara með sérinng. Verð 6,5-7 millj. Opiðídag Árni Gunnlaugsson, hrl., frá kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 50764. 011KH 01070 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IOU‘fclO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Landspítalanum Stór og góð 4ra herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi. Nýl. gler. Rúmg. geymslu- og föndurherb. í kj. Gott langtlán. Tilboð óskast. Vel byggt endaraðhús v/Brekkusel á þremur hæðum um 240 fm nettó. 6-7 herb. Sérib. má gera á 1. hæð. Góður bílsk. Vinsæll staður. Sanngjarnt verð. Við Kóngsbakka - mikið endurnýjuð Mjög góð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Sérþvhús. Sólsvalir. IMýtt bað. Nýtt parket. Útsýni. Tilboð óskast. Skammt frá Hlemmtorgi stór og góð 2ja herb. samþ. kjib. i reisul. steinh. M/lítilli breytingu má gera íb. 3ja herb. Gott verð. Úrvalsíbúð öll eins og ný 3ja herb. íb. ekki stór en vel skipul. á 1. hæð v/Hraunbæ, ekki jarð- hæð. Sérinng. Vélaþvhús, gufubað. Hús nýmál. að utan. Sanngjarnt verð. Skammt frá Fossvogsskóla mjög góð 5 herb. ib. 120 fm á 2. hæð. Sólsvalir. 4 svefnherb. Sérþv- hús. Bílsk. Fréb. staður. • • • Opið f dag kl. 10-16. Mjög góð einstaklíb. til sölu ______________________ í lyftuhúsi í miðbænum. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASALAN Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Úthlutun úr Verðlaunasjóði ís- lenskra barnabóka er orðin árviss viðburður sem dregur að sér at- hygli almennings og fjölmiðla. Spenna ríkir og forvitni er vakin því um leið og verðlaunahöfundur- inn er leiddur fram fyrir alþjóð kemur verðlaunabókin út og menn geta strax gluggað í gersemina. Benjamín dúfa er verðlaunabók- in í ár og er höfundur hennar, Friðrik Erlingsson, nýgræðingur í barnabókaritun en áður hefur hann þó sent frá sér bókina Afi minn í sveitinni sem fékk viður- Höll drauma- landsins Friðrik Erlingsson Helgi bjargar lífi Guðlaugar gömlu þegar kviknar í húsi hennar. Hann hættir lífi sínu en hlýtur að launum það sem hann metur mest í Iífinu, vináttu og hlýju. Hverfisbúar taka sig saman og byggja hús fyrir Guðlaugu, og Siguijón bankastjóri lætur ekki sitt eftir liggja. Sagan er æsispennandi frá upp- hafi til enda. Atburðirnir reka hver annan, söguþræðirnir fléttast snilldarlega saman og persónu- sköpunin er skýr og glögg þar sem enginn er málaður í svart-hvítu. Í sögunni er engin miskunn, ekkert dregið undan, en unnið úr vanda- málum af djúpum skilningi og mannlegri hlýju. Benjamín dúfa ber ekki með sér neinn byijenda- brag. Þetta er einstök saga, heil- steypt og leiftrandi, sem lætur engan ósnortinn. Myndiist Bragi Ásgeirsson í sýningarsal Menningarstofn- unar Bandaríkjanna við Lauga- veg, hefur myndlistarkonan Hulda Halldórsdóttir komið fyrir allnokkrum myndverkum. Það er svolítið undarleg til- finning að skoða þessa sýningu, því að' allar myndirnar bera sterkan svip af einhverri sér- stakri þrá sem blundar í brjósti gerandans. Þrá til hins óræða og fjariæga í blámóðu eilífðar- innar, þar sem sólin hvelfist yfir eins og tákngervingur lífs og drauma. Það er þrennt í myndheimi Huldu, sem gengur eins og rauð- ur þráður í gegnum alla sýning- una, sem er smæð einstaklings- ins, fjarlægðir og víddir alheims- ins og sólin á himnafestingunni. í þessum myndum er eitthvað bernskt og upprunalegt, sem minnir ekki svo lítið á myndlist skólabarna, en um leið bera þær svip af óræðum raunveruleika og löngun í trausta haldfestu. Sólin er t.d. ekki sjálfstæð eining í himinhvelfingunni og háð lög- málum hennar, heldur glittir jafnan í hluta hennar í efra horni myndanna eins og hún lúti hand- leiðslu og forsjá guðlegra afla, Hulda við eina af myndunum á sýningunni „Landið okkar". og hafi það hlutverk helst að lýsa mannanna börnum. Einnig að þjóna sem mikilvægur boð- skapur lífsins í myndheimi ger- andans. I þeim myndum sem einkum vöktu athygli mína svo sem „Leiðangur“ (7) og „Sigurveg- ari“ (8) sameinast allir þessir þættir og að auki kemur fram hvítur stigi er sker myndflötinn og virkar eins og nokkurs konar tákngervingur björgunar og haldfestu, — sannkallaður himn- astigi eða stigi á hæðir upp. Ekki bera myndverkin vott um mikil átök við lögmál myndflat- arins og virka að auki full ein- hæfar og einfaldar. ÉtosOsö tnáD 640. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Kristján skáld frá Djúpalæk er mikill og góður liðsmaður í baráttunni fyrir sóma móður- málsins og meðferð þess. Um- sjónarmaður birtir með þökkum eftirfarandi bréf: „Kæri Gísli. Eg fylgist vel með íslensku- þáttum þínum í Morgunblaðinu og er þakklátur, því að ég hef vaxandi áhyggjur af hrörnun tungunnar. Það er áberandi hvað t.d. ungt fjölmiðlafólk er kunn- áttulítið í meðferð þessa mikla hljóðfæris sem mál vort er. Manni verður á að spyija: Skort- ir ijölda uppalenda nú bæði vilja og þekkingu til að kenna börnum málið — og einnig kennara grunnskólanna? Raunar eru allir aldurshópar í sök þó að þar sé margur einstaklingur undanskil- inn. Tökum t.d. hina algengu van- hæfni í meðferð sagna. Þar virð- ist nafnháttur einn þekktur og því gripið til hjálpartækisins mikla: mundi. Ekki er sagt „ég færi eitthvað" heldur „ég mundi fara“; ekki „ég drykki“ heldur „ég mundi drekka" — og þannig endalaust. Þessi veikleiki er ótrúlega almennur. Ég ætla að minnast. á annað undur. Það er orðasambandið „að verða var við“ eða „verða ekki var við“. Einstakur karl segir réttilega „ég hef ekki orð- ið var við“; einstök kona á aftur á móti að segja „... vör við“. Fleiri karlar saman skulu segja „. . . varir við“; konur segi „. . . varar við“; hópur karla og kvenna segi „... vör við“. Slík notkun heyrist nú vart. Fólk virðist aðeins þekkja orðalagið „var við“. Undarleg er leti fólks að hugsa um rétt og rangt — eða er það aðeins algjör vanþekking? Einhæfni er mjög almenn í notk- un máls. Nú segir fólk alltaf „óöryggi", ekki a.m.k. stundum „öryggisleysi". Þannig er um fleiri og fleiri orð sem nota „ó“-forskeyti. Þessi orðafátækt er áberandi á sjálfu Alþingi. „Að vera ekki í stakk búinn“ er eina tjáningarformið á vanhæfni til þessa eða hins. Hver étur eftir öðrum. Þó eru nokkrir sem skrifa gott mál þrátt fyrir skólagöngu. En því miður er dvöl hjá ólærðu alþýðufólki til sjávar og sveita ekki lengur „besti háskólinn“. Ég hef miAist á aðeins fá dæmi af svo skelfilega mörgum. „Við eigum von á að enn versni þetta klúður," segðu margir. Ég segði að ég óttaðist það eða kviði þvi. Hins vegar að ég von- aði að svo yrði ekki. Með kærri kveðju.“ ★ Rístu nú, Skírnir, og gakk að beiða okkarn mála mög og þess að fregna, hveim inn fróði sé ofreiði afi. Þannig kveður Skaði, kona Njarðar, í upphafi Skírnismála. Skírnir var skósveinn Freys, sonar þeirra. Skírnir varð seint mannsnafn á landi hér, fyrstur að líkindum Skírnir Hákonarson á Borgum í Nesjum, fæddur 1911. Athyglisvert er að systur hans Heiðrún (f. 1908) og Björk (f. 191G)_eru líklega fyrstar síns nafns á íslandi líka. Skírnir merkir hinn bjarti, sbr. skír í heiðskír, og skær. Hákon Finnsson hefur víst verið birtukær, því að Björk merkir „hið bjarta tré“ og heiður er = bjartur. Mjög fáir íslendingar bera enn nafnið Skírnir, þrír svo skírðir 1921-50, elstur þeirra Skírnir Jónsson á Skarði í Dals- mynni. í þjóðskrá 1990 heita fjórir þessu nafni einu eða aðal- nafni, og í árgöngunum 1960, ’76, ’82 og ’85 hlýtur það enginn sveinn. þáttur ★ Bikar er staup eða full. Þetta er gamalt tökuorð í máli okkar, komið langar og krókóttar leiðir frá latneska orðinu bacar = vín- kaggi. Ég er sammála ónefndum við- mælanda sem þykir afar óvið- kunnanlegt, þegar verðlauna- styttur, veittar t.d. fyrir íþrótta- afrek, eru nefndar bikarar. Okk- ur finnst að bikarinn hljóti að hafa það lag, að af honum (á honum) megi bergja. Eggjabik- arar uppfylla þessa kröfu, og svo nærri stappar með blómbikar- inn, að ekki þykir okkur að því finnandi. En fái menn styttu í verðlaun, heitir það ekki bikar á máli okkar. ★ Þórður Örn Sigurðsson kvað: Nett og broslétt, hún Bettí frá Kletti hleypti blettóttum, spretthörðum ketti. Hún hló út að hliði, - kom til baka í kviði - en ketti lék kalt glott um smetti. ★ Spurt vegna sjónvarpsauglýs- ingar: Elska kettir mat? Elska þeir rottur og mýs út af lífinu? ★ Gissur Ó. Erlingsson stældi úr ensku: Einn var riddari ráðsnjall og fróður, en á reiðlagi hans var sá ljóður, að hann gerði eina nunnu gilda eins og tunnu og með tímanum tvíeflda móður. ★ 1) Oft hef ég gagnrýnt ensku- slettuna „að taka yfir“. Þess skal þá og getið sem gott er. Hér í blaðinu var á dögunum fyrirsögn á réttu máli: „Lands- bankinn tekur við ÍSNÖ.“ 2) Flugleiðir auglýsa „öðruvísi" sumarleyfi í Færeyjum. Öðruvísi en hvað? Væri ekki reynandi að segja nýstárlegft eða óvei\ju- legt?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.