Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 15 Með lögnm skal land byggja en ólögum eyða eftir Garðar Björgvinsson Nú nýlega hafa verið stofnuð samtök, sem hafa það að markmiði að taka til alvarlegrar endurskoðun- ar lög nr. 38, 16. maí 1990, sem eru sannkölluð ólög, svo sem frek- ast má verða. Fáeinir einstaklingar geta hins- vegar litlu áorkað, ef ekki reynist unnt að vekja almenning í landinu til vitundar um það sem er að ger- ast hröðum skrefum í beinu fram- haldi af lögum þessum. Það er ekki of dúpt í árinni tekið að segja að framtíð íslands ráðist af því hvern- ig viðbrögð almennings í landinu verða, varðandi stuðning og sam- stöðu. Átökin við kolkrabbann kosta mikið fé, einbeitni og hörku. Vilji einstaklingsins er allt sem þarf. Þá munu hjól samtakanna snúast eðlilega til sóknar á því, sem með lævíslegum brögðum er búið að stela frá þjóðarheildinni. Ef samtökin fá ekki yfirgnæfandi stuðning þá munu eignir fólks um meirihluta landsbyggðarinnar líta út og verða álíka mikils virði og síldarverksmiðjan á Djúpuvík. Ef eitthvert víkingablóð er enn í æðum íslendinga þá ríður á að sýna það nú, því seinna verður það of seint. í fyrsta kafla ofannefndra laga nr. 38, almenn ákvæði, stendur orð- rétt: Nytjastofnar á Islandsmiðum eru sameign þjóðarinnar. Og áfram: Markmið laga þessara er að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlut- un veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum (tilvitnun lýkur). I reynd hefur framkvæmd lag- anna verið með þeim ósköpum að Ríkisrekstur settur á safn eftirDavíð Stefánsson Ríkisskip voru loksins lögð niður. En það kom nokkuð á óvart, hvað menn virtust almennt sammála um, að það hafi verið skynsamleg og tímabær ákvörðun. Tvær ástæður komu þar til: Hin fýrri er hugmynd- afræðilegs eðlis og snýr að því, hvert hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera. Ríkisvaldið á ekki að reka fyrirtæki í beinni né óbeinni sam- keppni við einkaaðila, sem fyllilega eru færir um að veita sömu og jafn- vel betri þjónustu en ríkisrekið fyr- irtæki. Allir sem eru áhugamenn um minni ríkisafskipti hljóta að fagna þessu sérstaklega. Yfir 800 þúsund kr. tap á dag! Síðari ástæðan er sú, að með rekstri Ríkisskipa töpuðu skatt- greiðendur gríðarlegum fjármun- um. Ef einungis síðasti áratugur er skoðaður nam hallareksturinn rúmlega 800 þúsund krónum á degi hveijum! Þetta eru miklir fjármun- ir, sem hefðu getað nýst betur í vösum skattgreiðenda sjálfra eða í öðrum opinberum rekstri, sem al- menn samstaða er um að eigi að halda uppi. Jafnvel framsóknarfor- ystan virðist hafa víðsýni til að skilja þetta. Úm leið og Ríkisskip eru lögð niður hljótum við engu að síður að þakka starfsmönnum fyrir þeirra störf hjá fyrirtækinu. Því má ekki gieyma að Ríkisskip hafa sinnt þörfu hlutverki á liðnum árum og eiga sér merka sögu. Þjóðminjar um ríkisrekstur Hinn 30. apríl gerðist merkur áfangi í einkavæðingaráformum ríkisstjórnarinnar. Ríkisskip, eða það litla sem eftir var af fyrirtæk- inu, voru þá sett á sögulegt safn. Þjóðminjaverði voru þá afhent með formlegum hætti ýmis gögn og munir, sem tilheyrðu fyrrum skipa- félagi ríklsins, sem lagt hafi verið niður af því að rekstur þess var orðin hrein tímaskekkja. En menn eru fljótir að gleyma í stjórnmálum, sérstaklega því sem vel er gert. Efalítið eiga menn þó eftir að undrast það eftir á, hvað þetta ríkisfyrirtæki í sjóflutningum á langa sögu að baki. Vonandi verð- ur það framtak að setja sögu ríkis- afskipta á Þjóðminjasafnið stjórn- málamönnum viti að fráhvarfi frá forsjárhyggju og vafstri í ísiensku athafnalífí. „Eitt af aðalmarkmið- um félagsins er að aft- urkalla þetta forræði, því veiðiheimildir eru almenningseign en ekki söluvara lokaðs klúbbs.“ forræði yfir aðalauðlind þjóðarinnar er að færast á færri og færri hend- ur. Eitt af aðalmarkmiðum félags- ins er að afturkalla þetta forræði, því veiðiheimildir eru almennings- eign en ekki söluvara lokaðs klúbbs. Samtímis ætlar félagið að ráðast Garðar Björgvinsson gegn þeirri gengdarlausu sóun sem viðgengst, sem afleiðing af afla- marki kerfisins, þar sem verðmæt- um fyrir milljarða er hent aftur í sjóinn, verðmætum sem gætu út- rýmt atvinnuleysi víða um land og aukið þjóðarframleiðslu. Að ekki sé talað um stjórnarskrárbrotin sem framin hafa verið í skjóli laganna. Landsmenn allir, nú er mál að vaka og vinna og vonglaðir taka nú sumr- inu mót, veita samtökunum mikinn stuðning. Svo gæti farið að samtök þessi verði vísirinn að sterku stjórnar- málaafli í þágu þjóðarheildarinnar með betra mannlíf að leiðarljósi, frelsi einstaklingsins til athafna, sjálfum sér og þjóðarheildinni til hagsbóta. Munið, ísland er besta land í heimi. Það sem vantar er lýðræði á borði, ekki bara í orði eins og nú er. Vilji og samstaða er allt sem þarf til að víkja burtu öllu því sundurlyndi og óánægju, sem búið er að koma á með því að mis- muna fólki og skerða persónufrelsi. Höfundur er útgerður- og iðnaðarmaður. Davíð Stefánsson „Hinn 30. apríl gerðist merkur áfangi í einka- væðingaráformum rík- isstjórnarinnar. Ríkis- skip, eða það litla sem eftir var af fyrirtækinu, voru þá sett á sögulegt safn. Þjóðminjaverði voru þá afhent með formlegum hætti ýmis gögn og munir, sem til- heyrðu fyrrum skipafé- lagi ríkisins, sem lagt hafi verið niður af því að rekstur þess var orð- in hrein tímaskekkja.“ Fleira þarf að selja ... Saga Ríkisskipa fékk farsælan endi. En er ekki tímabært að hvetja til þess, að fleiri ríkisfyrirtæki, sem standa í harðri og oft og tíðum ósanngjarnri samkeppni við einka- aðila, verði seld eða lögð niður og minning þeirra sett á safn. Höfundur er áhugamaður um að saga óþarfa ríkisafskipta gleymist ekki. Ogjafnframt formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. V I N N U M S A M A N petynditm Jwo/dab MERKJASALA 15.-16. MAÍ 1992 Líttu í eigin barm og svaraðu þessum spumingum: Borða ég óholla fæðu? Hreyfi ég mig lítið? Hvílist ég óreglulega? Starfa ég og lifi undir miklu álagi daglega? Svarir þú játandi þessum spurningum, áttu á hættu að fá hjartasjúkdóma og þeir gera sjaldan boð á undan sér. Landssamtök hjartasjúklinga berjast gegn hjartasjúkdómum, gæta hagsmuna hjartasjúkra og efla hjartalækningar á íslandi. Er ekki tími til kominn að við vinnum saman og verndum hjartað. fÉjÍjÍ' LANDSSAMTÖK H|ARTAS|ÚKLiNGA Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Sími 25744.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.