Morgunblaðið - 16.05.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ
Eg iða í skinninu eftir
viðbrögðum Islendinga
- segir bandaríski djasssöngvarinn Jon Hendricks
BANDARÍSKI djasssöngvarinn Jon Hendrieks
kom til íslands í fyrradag ásamt föruneyti, en
hann heldur tónleika í tengslum við Rúrek-djass-
hátíðina í Háskólabíói í dag. Hendricks kvaðst
iða í skinninu eftir viðbrögðum Islendinga við
tónlist sinni og lýsti yfir mikilli ánægju með
dvöl sína í landinu.
Hann hefur verið kallaður James Joyce sveiflunn-
ar vegna texta sinna sem hann hefur samið við við
klassíska einleikskafla djassbókmenntanna. Hann
hefur hlotið Grammy- og Emmy-verðlaunin fyrir
tónlist sína og hljómplata hans, Freddie Freeloader,
sem kom út á síðasta ári, hefur hlotið afar lofsam-
lega dóma.
„Ég þykist syngja einleikskafla djassmeistaranna,
aðrir verða að dæma um hvort mér takist það. Á
tónleikunum í dag munum við ekki flytja Freddie
Freeloader því Bobby McFerrin, A1 Jarreau og Ge-
orge Benson eru ekki með í för. Ég kann að vísu
tenórkafla Coltranes, en Judith [eiginkona
Hendricks] hefur ekki lært sína parta,“ sagði
Hendrieks og hló.
Á tónleikunum verða flutt þekkt djasslög við texta
Hendricks, en auk hans koma fram eiginkona hans,
dóttirin Aria, baritónsöngvarinn Kevin Burke, Ren-
ato Chieco píanó, Ugonna Okegwo bassa og David
Watson trommur.
Aðgöngumiðasala er í versluninni Japis í Brautar-
holti og í Háskólabíói fyrir tónleikana sem hefjast
kl. 14.30.
Jon Hendricks Morgunblaðið/KGA
Svifflug hafið á Sandskeiði
Boðið verður upp á kennslu í svifflugi
SVIFFLUGMENN hófu sig til flugs frá Sandskeiði um seinustu helgi
í fyrsta sinn á þessu sumri. Veður til svifflugs var ekki sem best en
þó voru farin nokkur flug og menn fengu smá flugtilfinningu eftir
langan vetur.
árangri er náð fá menn að fljúga
einflug á vélum félagsins. I sumar
stendur til að halda mót í svifflugi
þar sem svifflugmenn allsstaðar af
landinu hittast og keppa í yfirlands-
flugi og lendingum. Islandsmótið í
svifflugi verður svo haldið á Hellu.
1992
Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson
Valur Valsson bankastjóri afhendir Örlygi Kristinssyni styrkinn.
Siglufjörður:
íslandsbanki gefur millj-
ón til Síldarminjasafns
MENNINGARSJOÐUR Islands-
banka hefur veitt einnar milljón
króna styrk til uppbyggingar
Síldarminjasafns Siglufjarðar. Á
næsta ári verða liðin 90 ár frá
upphafi síldveiða og vinnslu á
Siglufirði. Það var jafnframt
upphaf 60 ára sögu Siglufjarðar
sem miðstöðvar síldariðnaðarins
á Islandi.
Félag áhugamanna um minja-
safn FÁUM var stofnað fyrir tæp-
um 3 árum á Siglufirði og sér það
um allar framkvæmdir og ijáröflun
við að koma safninu fyrir í Roalds-
brakka. Örlygur Kristinsson, for-
maður FÁUM, veitti styrknum við-
töku á Siglufirði úr hendi Vals
Valssonar bankastjóra íslands-
banka. Styrkurinn er jafnframt sá
hæsti sem veittur hefur verið úr
sjóðnum til þessa. Fram kom við
afhendingu styrksins að stofnun
síldarminjasafns er merkilegt
menriingarlegt framtak til að minn-
ast síldarævintýrisins sem átti svo
stóran hlut í efnahagslegum fram-
förum íslensku þjóðarinnar fyrri
hluta þessarar aldar.
Stjórn sjóðsins er kosin af banka-
ráði íslandsbanka og eru tekjur
hans fyrst og fremst framlag frá
aðalfundi hveiju sinni. í stjórn
sjóðsins sitja Valur Valsson banka-
stjóri, Brynjólfur Bjarnason fram-
kvæmdastjóri og Matthías Johann-
essen ritstjóri.
Björg Atla í
Café Mílano
í KAFFIHÚSINU Mílanó, Faxa-
feni 11, eru nú til sýnis myndir
eftir Björgu Atla myndlistar-
mann.
Verkin eru 16 talsins, málverk
og smámyndir, flest þeirra ný.
Björg Útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1982.
í sumar verður svifflugkennsla á toguð upp í 400 metra hæð af spil-
vegum Sviffiugfélags Islands á bíl eða er dregin upp í um 2.000
Sandskeiði. Kennt verður á tveggja metra hæð af vélflugu félagsins.
sæta svifflugu sem annað hvort er Þegar tilskildum fjölda flugtíma og
Morgunblaðið/Benedikt
Sviffluga dregin á loft á Sandskeiði um seinustu helgi.
HEILSU
NÝBÝLAVEGI24
LINDIN
SÍMI46460
3ja ára afmæli
OPIÐ HÚS
• Frítt í ljós
• Nuddarar verða með nuddkynningu
• Kaffi á könnunni og með því.
Laugardaginn 16. maí frá kl. 11-17.
Allir velkomnir.
Sími 46460.
Mercedes-Benz 200E
Ó viðj afnanlegur!
Mercedes-Benz
Stjarnan sem vísar veginn.
► Eigum fyrirliggjandi nýjan
Mercedes-Bens 200E, vel búinn
aukahlutum. Nánari upplýsingar gefa
sölumenn Ræsis hf.
RÆSIR HF
Skúlagötu 59, Reykjavík S. 619550