Morgunblaðið - 16.05.1992, Page 22

Morgunblaðið - 16.05.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 Míkhaíl Gorbatsjov og George Bush. Bandaríkjaheimsókn Gorbatsjovs lokið: Engin áform um frek- ari sljómmálafskipti Washington. Reuter, The Daily Teiegraph. TVEGGJA vikna Bandaríkjaferð Míkhaíls Gorbatsjovs, fyrrum Sovétforseta, lauk í gær. Á fimmtudag hélt hann ræðu í bandaríska þinginu og snæddi kvöldverð með George Bush, Bandaríkjaforséta. Gorbatsjov hefur á ferð sinni m.a. reynt að afla Gorbatsjov-stofnun- inni, sem starfrækt er í Moskvu og San Francisco, fé og er talið að honum hafi tekist að safna megninu af þeim þremur milljónum dollara sem hann stefndi að. Boris Jeltsín, forseti Rússlands, heldur í næsta mánuði í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og hafði hann lagt mikla áherslu á það að heimsókn sín myndi ekki falla í skuggann af heimsókn Gorbatsj- ovs. Þannig var Gorbatsjov, sem óbreyttum borgara, ekki boðið að halda ræðu sína í aðalsal þingsins heldur hliðarsal og fundi hans með Bush var heldur ekki slegið upp. Lengi vel var hann ekki merktur inn á hina opinberu áætlun Hvíta hússins en því var síðan breytt og ljósmyndurum leyft að taka mynd- ir. Var það gert að ráði ráðgjafa Bandaríkjaforseta sem töldu að annars væri verið.að sýna Gorbatsj- ov og framlagi hans til heimsfriðar óvirðingu. Blaðamenn spurðu Gorbatsjov eftir að hann flutti ræðu sína á þinginu hvort að hann hyggði á frekari frama í stjórnmálum. „Ég verð að svara þessu mjög afger- andi. Ég hef engin slík áform,“ svaraði Gorbatsjov en bætti síðan glottandi við að „állt væri breyting- um háð“. Ef lýðræði í Rússlandi myndi virðast í hættu yrði hann að meta stöðuna upp á nýtt og taka síðan ákvörðun. jfyrír viðkvœma staði Lactacyd léttsápan styrkir náttúrulegar varnir húðar- innar og kemur í veg fyrir kláða og óþægindi við kynfæri, endaþarm og undir brjóstum ■ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH-gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar varnir hennar ■ ■ Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuð- um og að sjálfsögðu öctacýd í næsta apóteki ■ tóacyd IAk4|» Undirboð á norskum laxi í Evrópu: EB sakað um línkind í garð Norðmanna Framkvæmdastjórnin sögð varast að styggja Norðmenn vegna viðræðna um mögulega EB-aðild þeirra Strasborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞINGMENN á Evrópuþinginu sökuðu í gær framkvæindasljórn Evrópubandalagsins (EB) um að sýna norskum laxeldisfyrirtækj- um linkind vegna undirboða á laxi á mörkuðum EB. Þingmenn- irnir töldu að framkvæmdastjórn- in vildi ekki styggja Norðmenn á meðan viðkvæmar umræður um mögulega aðild þeirra að banda- iaginu fara fram í Noregi. Þetta kom fram í umræðum um yfirlýs- ingu frá Manuel Marin, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála, um þá ákvörðun að framlengja reglur um lágmarksverð á inn- fluttum laxi fram að næstu ára- mótum. Reglur um lágmarksverð á laxi voru settar vegna undirboðs Norð- manna á mörkuðum aðildarríkja EB. Framkvæmdastjórn bandalagsins hefur frestað að taka fyrir kæru frá Skotum og Irum vegna norskra und- irboða frá apríl síðastliðnum. Þeir þingmenn sem tóku til máls í stuttum umræðum um yfirlýsingu Marins töldu aðgerðarleysi fram- kvæmdastjórnarinnar byggjast á feimni við Norðmenn sem hugsan- lega sæktu um aðild að EB fyrir áramót. Manuel Marin staðfesti að líkur væru á því að enn væru stund- uð undirboð á norskum laxi innan bandalagsins en taldi að mjög hefði dregið úr þeim. Þingmenn töldu eng- ar líkur á því að þessi breyting reyndist varanleg, 26% refsitollur á norskan lax til Bandaríkjanna hlyti að auka innflutning Norðmanna til EB. Róm. Reuter. ÞINGMENN Kristilega demó- krataflokksins á Ítalíu tilnefndu í gær Arnaldo Forlani, leiðtoga flokksins, sem forsetaefni sitt. kvösi ákvörðun var tekin eftir að Guilo Andreotti, sem er forsætisráð- herra í sitjandi starfsstjórn, hafði hætt við að falast eftir stuðningi flokksins til forsetaembættisins. til máls tóku töldu að yrði ekki þeg- ar gripið til harðra aðgerða til að koma í veg fyrir undirboð myndi laxeldi í írlandi og Skotlandi hrynja innan skamms. Niðurgreiðslur og styrkir Norðmanna til fiskeldis mættu ekki verða til þess að eyði- teggja lífsafkomu átta þúsund.Skota og Ira. Það væri hlutverk fram- kvæmdastjórnarinnar að taka þetta mál föstum tökum og óhjákvæmilegt væri að framfylgja þeim reglum sem í giidi væru um þessi efni. Segja má að Ítalía hafi verið án yfirs- stjórnar frá því síðasta mánuði en eftir þingkosningar sem þá voru haldnar hefur ekki tekist að mynda stjórn með starfhæfan meirihluta. í kjölfar þess sagði Francesco Cos- siga, forseti Italíu, af sér tveimur mánuðum áður en kjörtímabil hans rann út. Skoskir og írskir þingmenn sem Forsetakjörið á Italíu: Forlani tilnefndur Leiðtogafundur fyrrverandi sovétlýðvelda; Líklega síðasta tilraunin til að bjarga samveldinu Reuter Borís Jeltsín, forseti Rússlands (t.h.), ræðir við Jegor Gajdar forsæt- isráðherra (f.m.) og Andrej Kozrav utanríkisráðherra (t.v.) á leið- togafundi Samveldis sjálfstæðra ríkja í gær. Tashkent. The Daily Telegraph. Leiðtogafundur Samveldis sjálfstæðra ríkja hófst í gær í Tashkent, höfuðborg Úzbekíst- ans, og leiðtogarnir hyggjast freista þess að koma í veg fyrir að ríkjabandalagið liðist í sund- ur. Fundurinn kann að verða síðasta tilraunin til að bjarga samveldinu. Margir telja að sú ákvörðun Leoníds Kravtsjúks, forseta Úkraínu, að mæta ekki á fundinn verði óhjákvæmilega til þess að samveldið líði undir lok, aðeins fimm mánuðum eftir að það var stofnað. Fyrir fundinn var ijóst hvaða mál yrðu til umræðu en hins vegar ríkti mikil óvissa um hvaða leiðtog- ar myndu ákveða að sitja hann. Kravtsjúk gaf þá skýringu á ákvörðun sinni að hann þyrfti á fund við Finnlandsforseta og tíma- áætlanir flugfélaga væru þannig að hann kæmist ekki tímanlega til Mið-Asíu. Fimm leiðtogar mættu ekki Fjórir leiðtogar fóru að dæmi Kravtsjúks. Mircea Snegur, forseti Moldovu, kvaðst ætla að sniðganga fundinn til að sýna reiði sína yfir stuðningi rússneskra stjórnvalda við rússneska minnihlutann í Dnjestr-héraði, sem hefur hafíð vopnaða baráttu fyrir sjálfstæði. Askar Akajev, forseti Kírgízístans, ákvað að mæta ekki á fundinn, en til þess hefði hann þurft að fresta heimsókn til Kína. Hann var áður einn af stuðningsmönnum hug- mynda Míkhaíls Gorbatsjovs, fyrr- verandi forseta Sovétríkjanna, um laustengt samband sovétlýðveld- anna fyrrverandi. Tveir leiðtogar komust ekki á fundinn vegna óvissu í stjórnmál- unum heima fyrir. Rakhmon Nabijev, forseti Tadzhíkístans, afréð að senda aðstoðarforsætis- ráðherra í sinn stað vegna upp- reisnar múslíma og frjálslyndra afla gegn kommúnistastjórn hans. Þá var Ajaz Mútalíbov, forseta Azerbajdzhans, steypt af stóli um það leyti sem fundurinn var settur. Fundinn í gær sátu því aðeins sex leiðtogar af ellefu. Fundarstað- urinn heitir því vinalega nafni „Hús vináttu þjóðanna". Mið-Asíulöndin beina sjónum sínum til múslima Embættismenn í föruneyti Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sögðu að þrátt fyrir fjarveru Kravtsjúks yrðu Rússar ekki fyrstir til að losa sig við samveldið. Samveldi sjálf- stæðra ríkja var stofnað fyrir fimm mánuðum eftir að Kravtsjúk og Jeltsín höfðu náð samkomulagi um samvinnu. Leiðtogafundur sam- veldisins í Kíev fyrir tveimur mán- uðum einkenndist hins vegar af harkalegum deilum milli forset- anna tveggja, meðal annars um framtíð Svartahafsflotans. Framtíð sovéthersins fyrrver- andi verður helsta umræðuefni fundarins, sem stendur í tvo daga. Meðal annars verður rætt um hvernig fjármagna beri sameigin- legan her samveldisríkjanna og til- lögu Rússa um að stofnað verði hernaðarbandalag í líkingu við Atlantshafsbandalagið. Sú ákvörð- un Jeltsíns að stofna rússneskan her leiðir að öllum líkindum til þess að aðeins kjarnorkuheraflinn lúti „sameiginlegri" stjórn sam- veldisríkjanna. Og kjarnorkuvopn- in yrðu þá í reynd undir stjórn Jeltsíns. Leiðtogar ríkja eins og Úzbek- ístan eru óánægðir með ósætti Kravtsjúks og Jeltsíns enda eru þau enn mjög háð Rússlandi efna- hagslega og það tekur þau nokkur ár að bijótast úr þeim viðjum. Við- búið er að Mið-Asíulöndin fimm beini í framtíðinni sjónum sínum til nágrannaríkjanna Irans, Tyrk- lands og Pakistans. Líklegt er að samvinna þessara múslimalanda verði mun langvinnari og árang- ursríkari en Samveldi sjálfstæðra ríkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.