Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1692 Morgunbladio/Kunar Pór Plöntusala Skógræktarfélagsins í nýtt hús Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur opnað plöntu- sölu i nýjum húsakynnum í Kjarnaskógi. Hallgrím- ur Indriðason framkvæmdastjóri sagði að aðstaða til plöntusölu væri nú mun betri en áður þar sem félagið hefði tekið í notkun nýtt hús þar sem vel er búið að plöntusölunni. Félagið býður 150 tegund- ir ttjáa og runna til sölu og á staðnum er fólk sem veitir aliar upplýsingar um plönturnar. Tekjur af plöntusölunni standa undir framkvæmdum á þeim svæðum sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur til umráða, en þau eru alls 13, frá Leyningshólum í Eyjafjarðarsveit og út í Svarfaðardal. Á myndinni eru starfsstúlkur plöntusölunnar, Snjólaug og Sig- ríður. Kór Akureyrarkirkju: * Islensk og erlend lög á tvennum tónleikum Allar ær látnar bera í húsi sökum kulda Björk, Mývatnssveit. HER í Mývatnssveit hefur verið ákaflega kalt að undanförnu. Frost flestar nætur það sem af er maí og jafnvel hefur frostið komist í 8 stig. í gær fór að snjóa og var alhvítt í byggð um morguninn og hiti um frostmark. Sauðburður er hafinn og allt látið bera í húsi. Virðist burður ganga vel. Á einu búi hér í sveit eru bornar 80, þar er 21 þrí- lembd og tvær fjórlembdar. Sýnist fijósemin á því búi vera í hámarki. Flestir farfuglar eru komnir hingað og krían sást fyrir viku. Þá vekur það athygli hvað stórir flotar af lóu hafa verið á túnum hér við vatnið síðustu dag og má vafalaust kenna um hve kalt hefur verið og snjór í heiðum. Ekki er leyfð silungsveiði í net í Mývatni í maímánuði. Kristján KÓR Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergs- sonar heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju á morgun, sunnu- daginn 17. maí kl. 17 og í félags- heimilinu Tjarnarborg í Ólafs- firði mánudaginn 18. maí kl. 20.30. Á efnisskránni er blanda ís- lenskrar og erlendrar tónlistar af kirkjulegum og veraldlegum toga. Sungin verður íslensk kirkjutón- list eftir Róbert A. Ottósson, Jakob Tryggvason, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Hlöðver Áskelsson og ættjarðarlög eftir Emil Thoroddsen, Þórarin Guð- mundsson og Bjarna Thorsteinson og íslensk þjóðlög eftir Jón Ásgeirs- son, Emil Thoroddsen, Hafliða Hall- grímsson og Hjálmar H. Ragnars- son. Einnig syngur kórinn lag eftir danska kórstjómandann Ulrik Ras- mussen auk tveggja mótetta eftir A. Bruckner. Þessa efnisskrá mun Kór Akureyrarkirkju syngja í tón- leikaferð til Danmerkur 29. maí til 7. júní næstkomandi. (Fréttatilkynning) Hagnaður Foldu hf. um fímm milljónir króna á síðasta ári Gert ráð fyrir 400 milljóna króna veltu á þessu ári UM 5 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Foldu hf. á liðnu ári, en fyrirtækið hóf starfsemi 1. október síðastliðinn eftir gjaldþrot Áiafoss hf. Á þessum tíma voru seldar vörur fyrir um 123 milijónir króna, en reksti-argjöld námu um 115 milljónum króna. Eigið fé Foldu nam í lok síðasta árs tæpum 70 milijónum króna. Hlutafé félagsins var í árslok tæpar 65 milljónir og hluthafar voru 29, en þeim hefur nú fjölgað í 39. Þetta kom fram á fyrsta aðalfundi félags- ins sem haldin var í gær. Júdómaður fær styrk FREY Gauta Sigmundssyni júdó- manni úr K. A. var nýlega veittur styrkur að upphæð 75 þúsund krónur úr Minningarsjóði Jakobs Jakobssonar. Freyr Gauti hefur unnið sér rétt til að keppa á Olympíuleikunum í Barcelona í sumar. Jakob Jakobsson var landsliðs- maður í knattspyrnu og einn besti leikmaður sem K.A. hefur átt í þeirri íþrótt. Alls hafa 40 einstakl- ingar hlotið styrk úr sjóðnum en fyrsti styrkurinn var veittur árið 1966. Baldvin Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Foldu sagði að út- koma síðasta árs væri ekki mark- tæk fyrir heilt ár, en hún gæfi þó góða vísbendingu. í þessari starfs- grein, ullariðnaði, kæmu meginhluti tekna inn seirini liluta sumars og fyrri hluta vetrar og þar af Ieiðandi væri rekstrarreikningur félagsins ekki fyllilega marktækur. Þá sagði hann að fýllstu varúðar hefði verið gætt varðandi afskriftir á vélum, tækjum, vörubirgðum og útistand- andi kröfum. Eigið fé félagsins var um 70 milljónir króna í lok árs. Skuldir námu samtals tæpum 168 milljón- um króna, en þar af voru skamm- tímaskuldir tæplega 112 milljónir króna. Á þeim þremur mánuðum sem félagið starfaði á liðnu ári seldi það vörur fyrir um 123 milljónir króna, innanlandssalan nam 19,5 milljónum króna og útflutningur 102,5 milljónum. Rekstrargjöld voru 115 milljónir og munar þar mestu um hráefniskaup, sem voru upp á 48 milljónir króna. Á árinu störfuðu að meðaltali 127 starfsmenn hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslu samtals 38,1 milljón króna. Frá árslokum hefur hluthöfum fjölgað um 10, úr 29 í 39. Tveir hlutahafar eiga yfir 10% eignarhlut í félaginu, Framkvæmd- asjóður Akureyrar, sem á tæp 47%, og Byggðasjóður tæp 19%. Fram kom á aðalfundinum, að velta fýrirtækisins fyrstu fjóra mánuði þessa árs er um 80 milljón- ir, eða um 10 milljónum króna minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Baldvin sagði að áætlanir gerður ráð fyrir um 400 milljóna króna veltu á þessu ári og ekki væri ástæða til að breyta þeim þrátt fyrir nokkru minni veltu á fyrri hluta árs en búist hafði verið við. Þá sagði hann að útlit væri fyrir að reksturinn skilaði hagnaði á þessu ári. Stjórn Foldu var endurkjörin á fundinum, en í henni sitja Ásgeir Magnússon, Kristján E. Jóhannes- son, Árni Viðar Friðriksson, Guð- mundur Guðmundsson og Ólafur Vagnsson. HASKOLINN A AKUREYRI Ólafsfjarðarkirkja: Fjölbreytt dagskrá Vordaga VORDAGAR Ólafsfjarðar- kirkju hefjast á mánudag, 18. maí og stenda fram til sunnu- dags 24. maí, en það er sóknar- nefnd Ólafsfjarðarkirkju í sam- vinnu við félög og stofnanir í Ólafsfirði sem gangast fyrir Vordögunum. Dagskráin hefst með tónleikunr Kórs Akureyrarkirkju í félags- heimilinu Tjarnarborg næstkom- andi mánudagskvöld og á þriðju- dagskvöldið kl. 20.30 flytur Einar Gylfi Jónsson forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins fyrir- lestur um unglinga í safnaðar- heimili Ólafsfjarðarkirkju. Kirkjukvöld verður í Olafsfjarð- arkirkju miðvikudagskvöldið 20. maí, þar syngur Andrea Gylfa- dóttir einsöng, Kirkjukór Ólafs- fjarðarkirkju flytur nokkur lög undir stjórn Jakobs Kovosovsky og Bjarni Guðleifsson náttúru- fræðingur á Möðruvöllum í Hörg- árdal verður ræðumaður kvölds- ins. Ólafsfirskt kvöld verður sfðan í Tjarnarborg á fimmtudagskvöld í umsjá Leikfélags Ólafsfjarðar, en gestir kvöldsins verður Tjarn- arkvartettinn úr Svarfaðardal. Barna- og unglingakvöld verður í Tjarnarborg á föstudagskvöld. Vordagamir ná hámarki næst- komandi laugardag, en þá um morguninn flytur dr. Björn Björnsson yfirmaður fræðslu- deildar þjóðkirkjunnar og prófess- or í siðfræði við Háskóla íslands „vínarbrauðserindi“ í safnaðar- heimili Ólafsfjarðarkirkju. Það nefnist „Á ég að gæta bróður mins? Velferðarsamfélagið og þjóðfélagsleg ábyrgð kirkjunnar" Heit vínarbrauð og kaffi verða á boðstólum. Meistaraflokkur Leift- urs leikur sinn fyrsta 2. deildar- leik í sumar við 1R og að honum loknum hefst fjölskyldudagur í Ólafsfirði, þar sem m.a. verður farið í leiki, efnt til grillveislu og kveiktur varðeldur. Um kvöldið verða sameiginlegir tónleikar eldri félaga karlakóranna og Geysis og Fóstbræðra í Tjarnarborg. Vordögunum lýkur sunnudag- inn 24. maí, guðsþjónusta verður í Ólafsfjarðarkirkju kl. 14 þar sem dr. Pétur Pétursson predikar og Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju frumflytur nýjan norðlenskan sálm. Eftir messu verður kaffisala í Tjarnarborg, en um kvöldið kl. 21 hefjast píanótónleikar Arnar Magnússonar á sama stað. Umsókn um skólavist Heilbrigðisdeild, rekstrardeild og sjávarútvegsdeild Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut, hjúkrunarfræðibraut. Við rekstrardeild eru þrjár námsbrautir, iðnrekstrarbraut, rekstrarbraut (1. og 2. ár) og gæðastjórnunarbraut (3. og 4. ár). Við sjávarútvegsdeild er ein námsbraut, sjávarútvegsbraut. Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júní 1992. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Skilyrði fyrir inntöku í skólann er stúdentspróf eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt. í gæðastjórnunar- braut rekstrardeildar gilda þó sérstök inntökuskilyrði um tveggja ára rekstrarnám eða annað nám, sem stjórn skól- ans metur jafngilt. Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1992. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans við Þingvallastræti, sími 96-11770, frá kl. 9.00 til 12.00. Háskólinn á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.