Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 33
33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992
börn, en gæfa hans var að fá að
vera í heimili systur sinnar, Jórunn-
ar, og mágs, Guðmundar Guðjóns-
sonar frá Oddstöðum, sem lést 20.
desember 1969 og eftir það bjuggu
þau Jórunn og Tóti saman meðan
heilsa leyfði. Systkinabörnin og
börnin þeirra voru augasteinar hans
og þótti þeim öllum mjög vænt um
Tóta.
Nú hefur sá er öllu stjórnar stýrt
fari hans í friðarhöfn. Langar mig
að lokum að þakka honum kærlega
fyrir allt og hafa kvæði Sigurbjörns
Sveinssonar, sem hann óskaði eftir
að yrði sungið yfir sér látnum, að
iokaorðum mínum.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur.
Úðaslæðan óðum dvín,
eins og spegill hafíð skín.
Yfír blessuð björgin þín,
breiðir sólin geisla köpr.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgun fógur.
Systrum hans og frændfólki sendi
ég minar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hans.
Hávarður Birgir Sigurðsson.
í dag kveðjum við elsku Tóta
ömmubróður okkar. Margs er að
minnast enda samband okkar náið
þar sem hann bjó alla tíð hjá ömmu
í Presthúsum. Tóti var einstaklega
barngóður og nutum við og síðar
börnin okkar umhyggju hans í rík-
um mæli. Við minnumst góðlátlegr-
ar stríðni hans og margra fjörugra
samverustunda þar sem slegið var
á létta strengi. Einnig hafði hann
frá mörgu fróðlegu að segja enda
áhugamálin mörg og ævin litskrúð-
ufer-
I hjarta okkar munum við geyma
minninguna um yndislegan frænda
og hafi hann bestu þakkir fyrir allt.
Við kveðjum Tóta með þessu versi
sem honum var einkar hugleikið og
hann söng oft hér á árum áður.
6, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi að hafna,
hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sórg í Drottins skaut.
(M. Joch.)
Höllubörn og fjölskylda.
Þetta byrjaði allt í lundanum,
þessari veröld veiðimanna sem er
sjálfri sér nóg um svo margt, veröld
þar sem menn freistast síður til
þess að leita langt yfir skammt,
vegna þess að samfélagið er svo
auðugt í sjálfu sér og þarna var
Tóti á Kirkjubæ á heimavelli til allra
átta.
Tóti frá Kirkjubæ, þijú orð sem
segja langa og litríka sögu þeim sem
þekktu. Þórarinn Guðjónsson, sem
fæddist 20. janúar 1912, er eins og
skýrsla sem vissulega er góð og
gild, en Tóti á Kirkjubæ spannar
ævina hans alla.
Við kynntumst fyrir um það bil
30 árum, þegar það lán henti mig
að lenda meðal veiðimanna í Elliða-
ey. Tóti var mjög sérstakur persónu-
leiki, skemmtilegur og svipmikill í
meðfæddri hlédrægni sinni. Þegar
komið var að Elliðaey í misjöfnum
veðnim fyigdi því mikið öryggi að
sjá Tóta á steðjanum, því það var
traust hönd sem greip mann í stökk-
inu frá tipplandi báti við bjarg. Og
þótt hann stæði í mitti í sjó í fylling-
unum þá haggaðist hann ekki. Það
var eins og hann væri gróinn við
bergið, fastur en með sveigju þangs-
ins í brimdansinum. Höndin hans
var eins og örugg höfn og aldrei
hikaði hann við að blotna þegar á
hann var treyst á steðjanum, enda
vissi Tóti að þetta var bleyta sem
þomaði. Kvöldvökurnar, kvöldvök-
urnar í Elliðaey. Þar voru engar
æfíngar, ekkert nema frumsýningar
og leikararnir sem túlkuðu ekkert
annað en sjálfa sig skópu stórkost-
leg leikrit. Þannig varð veiðikofinn,
sem svo er kallað í öðrum úteyjum
Vestmannaeyja, því þar sem aðeins
í Elliðaey er fullgilt hús, varð það
því allt í senn, vænt skjól manna
og veraldarsvið og menn tóku þátt
í leiknum af lífi og sál.
Tóti á Kirkjubæ var einn af sér-
stæðum mönnum sinnar kynslóðar.
Það var gott að vera með honum,
það var gott að vera með börn í
návist hans, því gæska hans var rík
til þeirra, það var alltaf gott að vita
af honum í samfélaginu. Hann var
íhaldssemin uppmáluð og maður gat
treyst á hann eins og árstíðirnar,
viðmiðunin var hrein og bein. Árið
1953 tóku þeir félagamir sig til og
byggðu nýtt hús í Elliðaey. Þannig
var innréttingum hagað að úr einni
kojunni var hægt að sjá út um
gluggann heim til Kirkjubæjanna.
Mönnum var ekki alveg sama hvaða
koju þeir fengu og Tóti sótti það
fast að fá gluggakojuna. Bræðurnir
Gummi og Pétur vildu fá að vita
hvers vegna Tóti legði svona mikið
uppúr því að fá útsýniskojuna, en
þá svaraði hann á sinn hátt að
bragði með rökum sem ekki var
hægt að hafna: „Mér finnst svo
gott að geta horft heim þegar ég
sef.“
Á hverju sumri var hægt að stilla
tímatalið þegar maður sást tölta
niður Heimagötuna með derhúfu og
háfínn í hendi. Það var Tóti að fara
út í eyju í lundann. Árið var liðið
og nýtt að heíjast, því hjá lundaveið-
imönnum eru hvorki evrópsk né kín-
versk áramót. Lundaúthaldið var
eitt allsherjar keppnistímabil sem
byggðist á því að nýta leiktímann
út í ystu æsar. Það var ekki síður
gaman að fylgjast með Tóta sem
áhorfanda á fótboltaleik, því hann
leit á það sem valdniðslu þegar dóm-
arinn leyfði sér að dæma brot á
éyjaliðið og þá næstum undantekn-
ingarlaust heyrðist hann kalla: „Út
af með dómarann." Tóti á Kirkjubæ
var skemmtilegur í tækifærisræðum
sínum og kom hann alltaf öðruvísi
að bryggju í þeim efnum en aðrir,
allar ræður sínar endaði hann með
þessari vísu og skipti þá engu hvort
tilefnið var jarðarför, skírnarveisla
eða árshátíð:
Farðu á skautum farsældar,
framhjá brautum glötunar.
Gakktu á skíðunj gæfunnar,
í grænum hlíðum lukkunnar.
Tóti á Kirkjubæ sveiflar ekki
lengur háfi í lundabyggðum þessa
heims, en þeir hljóta að hafa verið
margir lundarnir sem tóku á móti
honum í úteyjum eilífðarinnar.
Megi Guð vernda vininn góða og
vandamenn alla sem eftir sitja í hlíð-
um lukkunnar.
Þórarinn Sigurðsson.
Friðjón Sigurbjöms-
son - Kveðjuorð
Fæddur 16. október 1919
Dáinn 22. apríl 1992
Þá er einn af okkar góðu sund-
laugarvinum horfinn á vit feðra
sinna.
Fiddi stundaði vesturbæjarlaug-
ina á hverjum degi. Það var alltaf
gaman að spjalla við Fidda, hann
var alltaf svo hress og kátur. Mikið
var skrafað og hlegið í heita pottin-
um, og oft spurt hve marga metra
hver og einn hafði synt. Fiddi sagði
alltaf „ég er búinn að synda 250“,
en stundum grunaði maður hann
um græsku. Það var oft samkomu-
lag hjá okkur að ég lánaði honum
100 metra, en það var bara okkar
á milli.
Við söknum vinar okkar, við eruin
orðin svo eigingjörn að við viljum
helst hafa okkar föstu sundlaugar-
vini á sama tíma og við erum sjálf
í lauginni. Það er góður félagsskap-
ur í vesturbæjarlauginni og gefur
okkur mikið.
Við kveðjum Friðjón með söknuði
og þökkum honum fyrir góðar
stundin Guð blessi ástvini hans.
Ása og allir hinir
sundlaugarvinirnir.
Bjamveig Ingimund-
ardóttir - Minning
Mig langar með nokkrum orðum
að kveðja Bjarnveigu Ingimundar-
dóttur sem lést á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 27. apríl sl. 90 ára að aldri,
en hún var systir Bjarneyjar tengd-
amóður minnar.
Hún hét fullu nafni Bjarnveig
Sigríður og fæddist á Geirseyri við
Patreksfjörð 31. janúar 1902. For-
eldrar hennar voru Valgerður
Bjarnadóttir og Ingimundur Bjarn-
ason sjómaður. Ingimundur lést af
afleiðingum slyss er hann varð fyr-
ir þegar Bjarnveig var fárra ára
gömul og systir hennar einu ári
eldri.
Foreldrar Bjarnveigar eignuðust
níu börn, en sjö þeirra létust í frum-
bemsku. Valgerður giftist aftur og
seinni maður hennar var Helgi Vig-
fússon blikksmiður og eignuðust
þau fjögur böm, Friðþjóf, Helgu,
Vigfús og Baldur.
María og Pétur Ólafsson tóku
Bjarnveigu í fóstur þegar faðir
hennar lést og var hún hjá þeim til
fullorðinsára.
Um tvítugt fór hún til Danmerk-
ur og dvaldur þar nokkurn tíma.
Bjarnveig giftist Aðalsteini Ei-
ríkssyni kennara og síðar skólastj-
óra Reykjanesskóla við ísafjarð-
ardjúp. Hann fæddist 30. október
1901 og andaðist 27. janúar 1990.
Hjónaband þeirra stóð farsællega í
rúm 60 ár og bar aldrei skugga þar
á. Aðalsteinn þótti afburðagóður
kennari og var vel metinn og heiðar-
legur í öllum þeim störfum er hann
tók að sér, en hann var m.a. fjár-
málaeftirlitsmaður skóla.
Bjarnveig og Aðalsteinn áttu
miklu barnaláni að fagna. Börn
þeirra eru: Auður, fædd 16. maí
1927, gift Ásgeiri Valdemarssyni;
Páll Ingimundur, fæddur 21. mars
1930, kvæntur Guðrúnu Hafsteins-
dóttur; Þór Aðalsteinn, fæddur 27.
mars 1932, kvæntur Önnu Brynj-
ólfsdóttur; Halla, fædd 25. nóvem-
ber 1935, gift Sveini Þórarinssyni;
og Helga María, fædd 24. maí 1942,
hennar maður er Magnús Ingólfs-
son. Afkomendur þeirra Bjarnveig-
ar og Aðalsteins munu nú vera
u.þ.b. 70 talsins.
Eins og gefur að skilja þá var
mikið um að vera á stóru heimili.
Bjarnveig gegndi húsmóður- og
móðurhlutverki sínu af mikilli um-
hyggju og stakri prýði. Sérstaklega
voru árin í Reykjanesi annasöm og
var hún manni sínum ómetanleg
stoð og stytta. Eftir dvölina í
Reykjanesi fluttu þau í Mosfells-
sveit og bjuggu þar á þremur stöð-
um, síðast í Bjarkarholti 2. Þrátt
fýrir annasöm heimilisstörf gaf hún
sér tíma til að sinna félagsmálum.
Hún var virkur þátttakandi í Kven-
félagi Mosfellssveitar og var m.a.
í orlofsnefnd húsmæðra fyrir sýsl-
una.
Bjarnveig var mjög listræn. Til
dæmis fór hún að mála á efri árum.
Þegar ég hugsa um hannyrðir henn-
ar sé ég alltaf fyrir mér stólinn
hans Aðalsteins, haglega útskorinn
af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara,
en Bjarnveig hannaði og saumaði
sjálf mynstrið á baki og setu stóls-
ins. Þetta mynstur er heilt ævintýri
út af fyrir sig, fólk, sveitabæir,
lækir, fjöll, tún og húsdýr, allt sam-
ofíð af hugviti og listrænu innsæi.
Vegna heilsubrests dvöldu þau
síðustu árin á Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Við, fjölskylda Bjarneyjar systur
hennar, viljum þakka henni sam-
fylgdina. Við minnumst hennar með
virðingu og þökk. Við minnumst
þess hve gott samband var ætíð
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Ilafnarstræti
85, Akureyri.
milli þeirra systra og hversu vel þær
héldu uppi samskiptum milli fjöl-
skyldna þeirra beggja. Það var ætíð
tilhlökkunarefni að hitta hana í af-
mæli tengdamóður minnar, þá var
hitað súkkulaði og spjallað um
gamla daga og fylgst með fjölskyld-
umálum. Við minnumst hennar sem
húsmóður á stóru heimili er þrátt
fýrir miklar annir hafði alltaf tíma
til að taka á móti vinum og vanda-
mönnum og miðla þeim af gæðum
sínum og glaðværð. Fyrir allt þetta
færum við henni þakkir og biðjum
henni blessunar Guðs á nýjum leið-
um.
Guðrún Jörgensen.
...á 15 sek...
Sýning á glæsilegu
ESTEREL fellihjólhýsi
um helghia.
1. Utveggir 2. Plastkvoða
3. Trefjagler
4. 3mm þykkur krossviður
5. Einangrunarplast
6. 3mm þykkur krossviður
7. Plastklæöning
Úr litilli og hentugri kerru
reisir þú notalegt
ESTEREL hýsi á innan við
einni mínútu. Gashitari,
ísskápur, gaseldavél, geymir
fyrir 12 volt, hleðslutæki
tengt bílnum sem heldur
ísskápnum köldum við
akstur.- Vagnarnir eru
sérútfærðir fyrir íslenskar
aðstæður; galvaniseruð
undirgrind, 13" dekk,
þéttilistar sem útiloka
vegarykið'o.fl.
Komdu á sýninguna
og kynntu þér málið.
Mikið úrval af sumarhúsgögnum
Sænsk furuhúsgögn.
Vönduð plasthúsgögn frá
ra
Odýrir plaststólar frá kr. 730,-
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASLÓÐ 7 - REYKJAVÍK - S: 91-621780