Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það væru stór mistök í dag að troða fram skoðunum sín- um við yfirmenn sína eða segja sína meiningu. Láttu ekki eigin vanlíðan koma nið- ur á þeim sem standa þér næst. Vertu samvinnuþýður. Naut (20. apríl - 20. maí) Eitthvað óvænt hefur áhrif á afkost þín, í dag. Viðkvæm aðstaða gæti komið upp milli þín og starfstarfsmanns. Gerðu ekkert vanhugsað. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú breytir fyrirætlunum þín- um varðandi félagslífið. Þú efast um að þú getir treyst einhvetjum vini þínum. Haltu þér á jörðinni í ástamálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >"$8 Ef þú heldur ekki sjálfsstjórn hefur það áhrif á velgengni þína í dag. Forðastu deiiur við fjölskylduna. Einhver ættingi þinn er afar ráðvilltur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú átt erfitt með að ná áttum og koma lagi á hlutina. Ekki æsa þig yfir smámunum og haltu þér á jörðinni. Meyja (23. ágúst - 22. september) 32 Taktu engar fjárhagslegar ákvarðanir í dag og haltu að þér höndum í innkaupum. Ekki falla í freistni. VOg (23. sept. - 22. október) Þú verður undrandi á hegðun einhvers í dag. Þetta er ekki dagurinn til að ráðskast með fjölskylduna. Vertu opinn fyr- ir hugmyndum annarra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Farðu varlega í umfgrðinni í dag. Láttu ekkert raska ró þinni. Sumt sem þú heyrir í dag er ekki alveg sannleikan- um samkvæmt. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desembw) Ekki bianda þér í fjármál vina þinna, því ágreiningur gæti komið upp og þú ert ekki fær um að gefa neinar ráðlegging- ar í því sambandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gerir þér vonir um breyt- ingar í vinnunni en þetta er ekki rétti tíminn. Vertu já- kvæður og reyndu að sjá hlut- ina hlutlaust. Haltu þér á mottunni í bili. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) úh Þú ert einn þeirra sem talar máli þeirra sem minna mega sín. Ekki borgar sig þó að sannfæra fólk sem þegar hef- ur gert upp sinn hug. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -tcZ Farðu varlega í eyðslu í dag, og vertu á verði._Láttu ekki freistast af gylliboðum. Vin- átta stendur höllum fæti. Stjömuspána á aó lesa sem dægradvöl. Spdr af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI RHbí/>o/s£k) ae> />£& c>oest /te> ^TA/ZA t' EElUBÚN/NG, TU/trí/ ? fi/l HAEÐU BA/GAK- AH/tStS 3UR, JT5 UKU. -.. TDrtdrW/ LÆfTUf^ T GLepj-AST/ sr V r z./ i ** j 1 IÓQI/A LJ VyOlxri CAGOÍt'. t ÖLLUM B/ENO/id! HALTÚ /idA TAR.L ySTTNNt b/NNt FRA p/SAUM UMJ/M AHNUAA.'t 1 WUV, í c J V i _ CEDniMAMn rtirvUIIMMIMU ' u —r—— SMÁFÓLK Fjörutiu og sex og niu, og tuttugu Já, frú, það eina sem ég get sagt Þær leggjast örugglega saman, er og sex, og þrettán, og fimmtíu og er ... það ekki? sj'ö ... hmm ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvað getur farið úrskeiðis í þremur gröndum suðurs? Bandaríkjamaðurinn Mike Pass- ell hafði ekki miklar áhyggjur þegar hann hóf úrvinnsluna, en skömu síðar vakti Benito Garozzo hann upp við vondan. draum. Spilið er frá úrslitaleik Itala og Bandaríkjamanna á HM 1979. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 84 ♦ D873 ♦ 104 ♦ Á7642 Norður ♦ DG732 VG102 ♦ ÁD8 ♦ KG II Suður ♦ Á ♦ K964 ♦ KG732 + D109 Austur ♦ K10965 ¥Á5 ♦ 965 ♦ 853 Vestur Noröur Austur Suöur — — — 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd/// Útspil: lauffjarki. Passell stakk upp laufkóng í blindum, spilaði spaðaás, tígli inn á drottningu og spaðadrottn- ingu úr blindum. Hugmyndin var einföld og skýr. Hann ætlaði að taka 5 slagi á tígul, tvo á lauf og tvo á spaða. Á þessari áætlun var þó einn alvarlegur hnökri: Garozzo var í austur! Hann gerði sér lítið fyrir, drap á spaðakóng og spil- aði tígli um hæl!! Með þessari snilldarvörn lagði hann samgang sagnhafa í rúst, sem gat nú ekki bæði tekið spaðadrottningu og sótt laufás- inn; vörnin á þá of marga slagi. Passell reyndi að bjarga sér með því að drepa á tígulás og spila hjarta, en Garozzo stakk upp ás og spilaði meira hjarta! Þar eð Passell varð að henda hjarta í spaðadrottninguna, átti nú vömin 3 slagi á þann lit. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna mótinu á St. Martin í frönsku Vestur-Indíum, sem lauk um síðustu helgi, kom þessi staða upp í viðureign þeirra Gamboa (2.405), Kólumbíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Dyson (2.115), Bandaríkjunum. Svartur hefur eytt of miklum tíma í peðsleiki og drottninguna enda fór sem fór: 11. Bxb5! - cxb5, 12. Rxb5 - De7, 13. Da5 og svartur gefst upp. Svarið við 13. — Bg7 yrði 14. Rc7+ - Kf8, 15. Bc5! sem vinnur drottninguna. Úrslit á mót- inu urðu þessi: 1,-4. Alexander Ivanov, Bandaríkjunum, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Dmitry Gurevich, Bandar. 7 v. af 9 mögulegum, 5.-10. Joel Benj- amin, Boris Gplko og John Fed- orowicz, Bandaríkjunum, Zapata, Kólumbíu, Margeir Pétursson og Igor Ivanov, Bandaríkjunum 6‘A v. Stigahæsti skákmaður mótsins, Rússinn Andrei Sokolov, hlaut 6 v. ásamt 8 öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.