Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 © 1991 Jim Unoer/Dislributed by Universal Press Syndicale , Eg heJd ég In&fí nc& mestu Bless, mainrna mín. — Hann biður að heilsa! Má ég biðja þig að skrifa undir í umboði tölvunnar? HÖGNI HREKKVÍSI ^E/cx/ /' kVÖLÞ/ " « HMÐ e£ AÐ þáR. NÖKJA ?! " BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Tölvutækni verði skyldu nám í grunnskólum Frá Jóni Á. Gissurarsyni: Tæknibylting sem tölvan veldur krefst nýrra kennsluþátta. Um næstu aldmót mun það talið jafn- sjálfsagt að menn kunni skil á tölvu- vinnslu og nú að vera læs og skrif- andi. Þá verður hún ekki einungis sjálfsagt tæki á hveijum vinnustað heldur og bráðsnauðsynlegt heimil- istæki á borð við ísskáp og þvotta- vél nú. Undanfarin ár hafa stofnanir og fyrirtæki tölvuvæðst. Þau hafa var- ið fúlgun fjár til þjálfunar starfs- fólks. Þannig verður ekki staðið að málum framvegis, tölvukunnátta verður forsenda ráðningar. Dómbærir menn telja að leggja mætti góðan grunn að þeirri kunn- áttu í grunnskólum. Nemendum sjálfum myndi og nýtast sú kunn- átta í öðru námi og skila þeim bet- ur áfram. Fari svo sem horfir opnast ís- lenskur vinnumarkaður útlending- um til jafns við heimamenn. Vægð- arlausrar samkeppni er að vænta af þeim sökum. Eini mótleikurinn er að standa þeim minnsta kosti jafnfætis til hvers kyns verka. Þótt margir grunnskólakennarar geti kennt á tölvu — meira að segja nokkrir með sérnám að baki — þá er að vonum hörgull á slíkri þekk- ingu í mörgum skólum. Sumar- námskeið eru bráðabirgðalausn. Þau yrðu eftirsóknarverðari ættu kennarar von á viðhlítandi starfi í skóla sínum að námsskeiði loknu. Hver ný námsgrein krefst rúms á stundaskrá. I efstu bekkjum ís- lenskra grunnskóla eru skyldutímar 35 á viku sem skiptast á fimm daga. Ekki þar á bætandi svo að vit sé í. Einhveiju yrði því að fórna sem fyrir er ætti tölvukennsla að bætast við. Ég tel hiklaust að danska ætti að víkja, en hún er fyrsta erlenda málið sem öllum íslenskum börnum ber að læra og er svo viðloðandi til loka framhaldsskóla. Þessi dönskufaraldur í íslenskum skólum er hrein timaskekkja. í Bessastaðaskóla var danska ein nýju málanna á stundaskrá. Það var rökrétt þá. Skólinn menntaði ekki einungis prestlinga heldur stúdenta til náms í Kaupmanna- höfn. Kennslubækur voru og á dönsku. Nú er öldin önnur. Við lifum ekki framar í lokuðu dönsku um- hverfi heldur í opnu þjóðfélagi sem samskipti á við þjóðir um víða ver- öld. Fjöldi dönskutíma í skólum landsins auðveldar ekki komandi kynslóðum þau tengsl heldur tölvu- kunnátta sem opnar mönnum ýms- ar dyr sem ella væru læstar. Þótt danska hyrfi sem skyldunám úr íslenskum skólum myndu ýmsir læra hana engu að síður. íslenska og danska eru svo skyldar að stutt námsskeið koma að nokkru haldi. Eiríkur á Brúnum lærði dönsku af Sigmundi prentara á siglingu þeirra til Hafnar 1876. Sú kunnátta kom Eiríki „að góðu gagni“. Sjálfir eru svo Danir almennt prýðilega mæltir á ensku og þýsku. Þeir bregðast betur við séu þeir ávarpaðir á þeim tungum og með hýrari há en ef notast væri við ís- lenska skóladönsku. Það mál er þeim lítt að skapi og veldur þeim ama. JÓN Á. GISSURARSON, Sjafnargötu 9, Reykjavík. Bifhjólafólk! Sömu takmörk gilda fyrir bifhjól og bifreiðir. En bifhjól eru að minnsta kosti fimm sinnum hættulegri ökutæki. Mjög reynir á gagnkvæman skilning bifhjólamanna og annarra ökumanna. Stillum hraða í hóf. Komum heil heim! Víkverji skrifar Philip Bowyer aðalritari alþjóða- samtaka póst- og símamanna, sem staddur var hérlendis í upphafi vikunnar í boði BSRB lýsti því á fundi, þar sem fjallað var um einka- væðingu símamála, að verðlag á símaþjónustu væri ódýrara þar sem ríkið ræki símaþjónustuna, en þar sem hún hefði verið einkavædd. Raunar er vitað, að símaþjónusta er ekki dýr hérlendis miðað við verð- lag á þessari þjónustu annars stað- ar, en Víkveiji dagsins er samt ekki sannfærður um að verðlag þurfi að hækka, þótt símaþjónusta hér verði einkavædd. Ljóst er að talsamband við útlönd eru alldýrt hérlendis og mun þó hafa lækkað mikið frá því er Mikla norræna símafélagið hætti rekstri á millilandasímtölum. Á meðan Mikla norræna hafði einkaleyfi á símaþjónustu milli íslands og ann- arra landa voru algjörir frekjuprísar á þjónustunni. Einnig má minna á, að það. er ekki sama hver símanotandinn er á íslandi. Vissulega er sími hræódýr, þar sem ákveðinn fjöldi símatala er innifalinn í afnotagjaldinu, en ef Víkveiji man rétt, þá eru símnot- endur á stórum svæðum látnir borga mun hærra verð fyrir þjón- ustuna og er hér átt við notendur á svæði númer eitt. í afnotagjaldi þeirra eru helmingi færri skref inn- ifalin í afnotagjaldinu, en hjá öðrum íslenskum símnotendum. í þessu efni er kannski ekki við Landssím- ann að sakast, þar sem það mun vera samgönguráðuneytið, sem ákveður með reglugerð, að Reyk- víkingar og nágrannar skuli greiða stórum hærra verð fyrir þjónustuna en aðrir íslendingar. í Danmörku var fyrir nokkrum árum allt landið gert að einu síma- svæði og því er ekki gert upp í milli, hvort símnotandinn er Kaup- mannahafnarbúi eða hvort hann er búsettur á Fjóni eða Jótlandi. Allir sitja við sama borð. xxx Og þar sem Víkveiji dagsins er farinn að ræða símamál, skal þess getið að kunningi hans kom á dögunum að máli við hann og kvart- aði undan því, að Landssíminn krefðist tvöfalds gjalds fyrir síma- þjónustu, ef hringing væri flutt úr einum síma í annan. Þessi kunningi á bílasíma, sem hann notar mikið og þar sem hann á einnig númer, sem byijar á 6, býður síminn upp á þá þjónustu að unnt sé að flytja hringingu á milli símanna. En hann verður að greiða sérstaklega fyrir þessa þjónustu í fastagjaldi, auk þess sem hann er krafinn um tvö- falda greiðslu, þ.e.a.s., ef hann læt- ur hringinguna á heimasímanum fara út í bílasímann, greiðir hann- sjálfvirka hringingu milli símanna tveggja. Þannig rukkar síminn fyrir hringinuna í heimasímann og aftur fyrir sjálfvirku hringinguna úr heimasímanum í bílasímann, þótt um eitt símatal hafi í raun verið að ræða. Og svo þarf einnig að greiða fastagjald fyrir þessa þjón- ustu. Þarna virðist kominn eins konar peningamilla hjá símanum, sem nær inn margföldu verði fyrir í raun eitt símtal. Þessi kunningi Víkveija benti einnig á þau óþægindi, að sé sími læstur, sé ekki hægt að hringja í bílasíma eða símboða, því að læs- ingin sé þess eðlis, að hún læsir fyrir öll símtöl, sem byija á 9. Þann- ig lokast fyrir bæði bílasíma og sím- boða, en innhringing í þau kerfi byija á þessum ákveðna tölustaf. Þetta litla dæmi, um það hvernig unnt sé að margselja sama hlutinn, hefur áreiðanlega ekki verið lýst sérstaklega fyrir aðalritaranum Philip Bowyer. Jafnframt efast Vík- veiji um að einkaaðili leyfði sér að margselja sama hlutinn eins og lýst er í áðurnefndu dæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.