Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 4

Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 Þið gerið ykkur grein fyrir því að við getum lent í tíu daga blindkeyrslu og ekki séð nokkurn skap- aðan hlut allan tímann?" var það fyrsta sem þeir Vilhjálmur Kjartansson, Sigurður Kárason og Gunnar Gunnarsson sögðu við okkur þegar við impruðum á því við þá að fá að gera kvikmynd um vetrarleið- angur þeirra yfir hálendi íslands. Þeir félagamir hafa verið iðnir við að ferðast um landið að vetrarlagi á farartækjum sínum og undanfarin ár hafa þeir farið einhveijar lengstu jeppaferðir sem farnar hafa verið. I þetta skiptið ætluðu þeir að bæta um betur og fara eftir endilöngu miðhálendinu frá vestri til austurs, yfír alla meginjöklana, Langjökul, Hofsjökul og Vatnajökul, alls u.þ.b. 1600 km leið. Tækifærið til þess að slást í för með þeim og upplifa og festa á fílmu þetta landsvæði sem á svo margan hátt er algerlega ein- stakt var einfaldlega of gott til að sleppa því. Og það varð úr að ráðist var í það verk í samvinnu undirrit- aðs, Guðmundar Á. Jónssonar og breskra aðila sem höfðu sýnt verk- efninu mikinn áhuga. „Úff, ég er strax farinn að kvíða fyrir fráhvarfseinkennunum þegar ég kem til baka,“ sagði Viili sitjandi á grindverkinu heima hjá sér klukkan fímm að morgni 23. mars sl. um- kringdur þeim vistum og útbúnað sem þarf til þess að koma tíu mönn- um og fjórum jeppum klakklaust í gegnum svona ferðalag. Bresku kvikmyndagerðarmennimir stóðu hinsvegar hjá og horfðu áhyggjufull- ir á fjórða bílinn sem þeir höfðu séð aðeins tveimur dögum áður í bútum inn í bílskúr í Kópavogi. „Þetta verð- ur allt í lagi,“ sagði Aron Ámason, Isuzu-eigandi og fjórði bílstjórinn í hópnum. Það var samt ekki meira en svo að þeir tryðu honum þegar þeir horfðu í augun á honum, rauð af svefnleysi eftir margar andvöku- nætur við að gera bflinn kláran. Og ekki jókst tiltrú þeirra á farartækinu þegar þeir fréttu að þetta væri í fyrsta skipti sem bíl af þessari gerð væri breytt til fjallaferða. „Nú, ég sagaði hann bara í sundur, lengdi hann, hækkaði hann upp og setti undir hann framhásingu. Þetta verð- ur fínn prufutúr." Það þyrmdi yfír Bretana. Þetta kann að virðast kæmleysis- lega mælt, en enginn með fullu viti fer í svona ferð án þess að hann viti hvað hann er að gera og treysti bíln- um, sjálfum sér og ferðafélögum sín- um fullkomlega. Á þeim tíu ámm sem liðin em frá því að menn fóm að ferðast um hálendið að vetri til að einhveiju ráði hefur safnast sam- an gífurleg reynsla sem miðlað er af milli manna. Hagi menn sér sam- kvæmt henni og heilbrigðri skynsemi er lítil hætta á ferðum. Hinir bílamir vom ekki eins nýir af nálinni. Toyota Land-Cmiser Villa og Willys-jeppar þeirra Sigga og Gunna eiga orðið fátt sameiginlegt með þvi sem þeir vom þegar þeir rúlluðu útaf færibandinu fyrir þó nokkuð mörgum ámm. Síðan þá hafa þeir gengið í gegnum svo mikl- ar breytingar að ekkert er eftir nema útlitið - og ekki einu sinni það. „Þeir segja að ég hafí búið hann til úr mslahaug,“ segir Gunnar, sem óneit- anlega ók sérkennilegasta bílnum. Sex hjóla Willys-jeppa sem minnir meira á snjóbíl en Willys ’55. Allir bílarnir vom búnir öflugum Qarskiptatækjum, símum og talstöð- um, að ógleymdum GPS gervi- hnatta-staðsetningartækjum sem Toyota, R. Sigmundsson og Ísmar hf. lánuðu í leiðangurinn. Þessi tæki em mjög að ryðja sér til rúms hér á landi í stað Loran-C kerfisins. Auk þess vom Skátabúðin og Bílanaust okkur innan handar við undirbúning ferðarinnar. Þegar þessu öllu hafði verið komið heim og saman var ekk- ert annað eftir en að koma sér af stað, græjaðir upp að eyrum, og vonast eftir góðu veðri. Séríslensk uppfinning Fyrsti áfangastaður vom Hvera- vellir. Við fómm sem leið lá upp frá Þingvöllum, sem skörtuðu sínum feg- ursta vetrarbúningi, inn á Uxa- hryggjaveg og tókum svo stefnuna á Langjökul. Það var ekki laust við að það færi um mann fiðringur þeg- ^lMðáttiir Herðubreið jökulhetta í heiminum utan heim- skautasvæðanna var eitt aðaltil- hlökkunarefni ferðarinnar. Og ekki spillti fyrir að Herðubreið og Askja vom í leiðinni. En það dróst að við kæmumst af stað frá Hveravöllum. Eftir að hafa eytt þar ágætum degi skall á vonsku- veður svo varla sá út úr augum. Engu að síður fómm við í leiðangur suður að Beinahól á Kili. Söguna um nöturleg örlög Reynistaðabræðra sem urðu úti á þessum eyðilega stað, ásamt fénaði sínum og fömnautum í nóvembermánuði 1780, þekkja flestir og margir hafa sjálfsagt lagt leið sína þangað að sumarlagi. En að koma þar á þessum árstíma gefur þessari sögu nýja merkingu. Rokið og skafrenningurinn var svo mikið að við urðum að halda kvikmynda- tökuvélinni niðri til að hún fyki hrein- lega ekki um koll. En myndirnar sem náðust af sólskinsblettunum í Kjal- felli og hríðarkófinu á gamla Kjal- veginum voru erfíðisins virði. Það var undarleg tilfinning að hugsa til mannanna sem hirðust í tjaldi sínu fyrir meir en 200 árum og var ekki undankomu auðið. Á slíkri stundu er gott að hafa upphitaðan jeppa sem bíður skammt undan. Eins er með sögusagnirnar af Fjalla-Eyvindi. Hveravellir eru fallegur staður og óvíða annars staðar er dregin skýr- ari mynd af andstæðunum í íslenskri náttúru. Að búa veturlangt í gjótu á þessum stað milli jökla getur varla talist aðlaðandi tilhugsun. Samt sem áður er ekki laust við að maður heill- ist af ævintýraljómanum sem umvef- ur þau útileguhjúin. En þegar maður Í Drekagili Gengið afsíðis í setrínu Það var undarleg tilffinning að hugsa til mannanna sem hirðust i tjaldi sinu ffyrir meir en 200 árum og var ekki undankomu auðið. Á slikri stundu er gott að hafa upphitaðan jeppa sem biður skammt undan. Útsýni frá Kverkfjöllum ar við stönsuðum við Skjaldbreið og horfðum í áttina að jöklinum hálfhul- inn skýjum. „Við erum heppnir með veður í dag,“ sagði Villi. „Við skulum bara vona að það verði framhald á því.“ Nú var líka komið að því að hleypa loftinu úr dekkjunum. Þessi séríslenska uppfínning er algert grundvallaratriði í svona ferðum og menn hafa gert hálfgerða vísinda- grein úr henni. Það er undarleg til- finning að stíga út úr bílnum og sökkva sjálfur uppað hnjám i snjó en bíllinn, sem vegur e.t.v. eitt og hálft tonn fullhlaðinn, flýtur ofan á. Það ér heilmikil kúnst að finna jafn- vægið milli þess að láta bílinn fljóta og að koma í veg fyrir of mikla bensíneyðslu. Það er gífurlegt erfiði að drífa bílinn áfram á þessum stóru vindlausu dekkjum í þungu færi. „Svo er líka annað í þessu,“ segir Siggi. „Við hverja 100 metra sem við klifrum upp eykst loftþrýstingur- inn í dekkjunum um a.m.k. 1 pund og svo er það auðvitað öfugt þegar við förum niður. Þetta er eilíf jafn- vægislist." En vonir okkar um bjartviðri á jöklinum urðu að engu. Eftir góða byijun skall á niðaþoka og bílarnir fóru í lest hver á eftir öðrum í nán- ast engu skyggni þar sem allt rann saman í eitt. „Hér sjáið þið hinar landsfrægu Þursaborgir, rómaðar fyrir fegurð og mikilfengleika," sagði Gunni einhvemtíma um daginn og við góndum inn í þokuna en sáum ekki neitt. Það er mjög þreytandi að keyra við þessi skilyrði rýnandi til skiptis út í þokuna og á skjáinn á siglingatækjunum og ég held satt að segja að menn hafi verið hálffegn- ir að komast að lokum í skála á Hveravöllum um kvöldið. Rok og skafrenningur Ferðaáætlunin frá Hveravöllum var í stuttu máli að freista þess að komast norður jrfir Hofsjökul og þaðan í Laugafell. Halda þaðan til byggða niður í Bárðardal, taka bens- ín og láta svo ráðast af veðri og veðurhorfum hvert framhaldið yrði. „Við komum okkur okkur eitthvað þama austurfyrir og sjáum svo til. Það er enginn vandi að eyða mörgum dögum á Vatnajökli," sagði Villi greinilega hæstánægður með að vera loksins kominn á fjöll. Og það verður að segjast eins og er að þessi stærsta hefur staðið og virt fyrir sér rústirn- ar af hreysi þeirra nokkra stund full- ar af snjó í 15 stiga frosti og roki rennur af manni mesta rómantíkin. Gildi góðra siglingatækja sýndi sig vel á leiðinni til næsta áfangastaðar sem var Setrið, skáli 4x4 klúbbsins sunnan Hofsjökuls og austan Kerl- ingarfjalla. Við biðum myrkurs á Hveravöllum þar sem ekki var hægt að hreyfa sig vegna snjóblindu. Það eina sem dugir er að keyra með full- um ljósum og treysta á siglingatæk- in. Það er í raun sáralítið sem skilur á milli þess að sigla skipi út á sjó og að keyra jeppa við þessar aðstæð- ur. Tækin gefa upp lengd og breidd auk hraða og hæðar yfir sjávarmál. Siglingafræðipunktum á helstu há- lendisleiðum hefur verið safnað sam- an og gefnir út í bók, auk þess sem menn safna punktum sjálfír á ferðum sínum. Svo er stefnan tekin milli punkta og tækin gefa til kynna hvar menh eru staddir og hvort þeir eru á réttri leið. Þetta er í raun sáraein- falt en fyrir leikmann sem verður vitni að þessu í fyrsta sinn virðist þetta vera hið mesta feigðarflan. Sérstaklega þegar maður rekur aug- un í setningar í lóranbókinni eins og „Hætta!! Gil á hægri hönd“ eða „Var- úð!! Hengiflug til vesturs og norð- urs.“ En það venst og eftir skamma stund er maður farinn að fylgjast með akstrinum af jafnmiklum áhuga og aðrir. „Það er spennandi að vera fyrstur og ryðja slóðina. Maður keyr- ir meira eftir því sem maður sér inní bílnum en því sem sést fyrir utan hann,“ segir Siggi. „Mitt hlutverk er að segja honum hvert hann á að fara. Ef ég segi honum einhveija vitleysu, fer hann tóma vitleysu,“ ■ ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.