Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
6 C
UIVIH VERFISlVIÁLf/iv/r) mótar
ásjónu landsins?
Landbúnaður og
vistræn viðhorf
Á SÍÐASTA ÁRI kom út fjölrit á vegnm Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins sem heitir „Umhverfi og landbúnaður" og er til-
gangurinn með útgáfunni sá að sögn forstjórans, Þorsteins Tómas-
sonar, að kynna þau verkefni sem stofnunin vinnur að og geta
með einhverjum hætti flokkast undir umhverfismál. í ritinu kem-
ur fram að á vegum stofnunarinnar fer fram fjölbreytt rannsókna-
starf sem nátengt er umhverfisvemd um leið og áhersla er lögð
á vísindalegar rannsóknir um hagkvæmni í landbúnaði án þess
að gengið sé á náttúruauðlindir eða þeim spillt.
umræðum um umhverfismál-
virðist sú skoðun nokkuð al-
menn að landbúnaður og um-
hverfisvemd eigi ekki samleið.
Landbúnaður sé í raun ofnýting
náttúruauð-
linda. Reyndar
má segja að ekki
sé að undra
meðan málum er
svo háttað að
þeir sem vilja
vinna markvisst
eftir Huldu að uppgræðslu á
Voltýsdóttur landsbyggðinni
verða skilyrðislaust að koma sér
upp rammbyggðri girðingu með
æmum tilkostnaði svo búfénaður
í annarra eigu leggi ekki gróð-
urspírurnar sér til munns á ör-
skotsstund. Þessi togstreita verð-
ur ekki til lykta leidd fyrr en
sýnt verður í verki að full stjórn
sé á búfjárbeit — að sauðfé og
hestar séu ekki í lausagöngu en
haldið í afgirtum hólfum undan-
tekningarlaust og að horfið verði
að fullu frá þeim hirðingjabúskap
sem nú tíðkast.
í fyrmefndu riti. Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins kemur
vissulega fram að þar er fjallað
um landbúnað á miklu breiðari
grundvelli en tíðkaðist á árum
áður og mörg verkefni sem þar
eru unnin tengjast vissulega
umhverfísvernd. Til að gefa
nokkra hugmynd um fjölbreytn-
ina og þessi nútímalegu viðhorf
sem þar ráða ríkjum fara hér á
eftir nokkrar stuttorðar tilvitnan-
ir, lagðar fram sem sérstök
áhersluatriði á spássíum þessa
litla rits:
1. Landbúnaður hefur áhrif á
umhverfi landsins og mótar
ásjónu þess. Landbúnaðarrann-
sóknir eru í miklum mæli um-
hverfisrannsóknir.
2. Vistræn viðhorf í landbún-
aði gera kröfu um að aukið tillit
sé tekið til náttúrunnar og að
afurðir séu ómengaðar.
3. Þekking á jarðvegi er nauð-
synleg skynsamlegri nýtingu
hans og varðveislu.
4. Ovíða á jarðarkringlunni
hefur jarðvegseyðing orðið jafnör
og á íslandi og er hún mjög alvar-
legur umhverfísvandi.
5. Við jarðvegseyðingu tapast
fjölbreytilegt vistkerfi gróðurs,
dýra og jarðvegs. Hið bera,
ófijósama yfirborð sem eftir situr
er lengi að gróa og mynda fijóa
jörð á ný.
6. Mikil áburðarnotkun getur
leitt til mengunar grunnvatns.
7. Gróðurrannsóknir eru eitt
af meginviðfangsefnum Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins.
Með rannsóknum er leitast við
að stöðva eyðingu gróins lands,
nýta það skynsamlega og bæta
og auðga gróður landsins.
8. Gróður landsins hefur tekið
stakkaskiptum frá landnámi.
Stórfelldasta breytingin er eyð-
ing birkiskóganna.
9. Gróðurkort eru nauðsynleg
við skipulagningu landnýtingar
bæði til beitar og annarrar land-
nýtingar, s.s. landgræðslu, skóg-
ræktar, útivistar, náttúruvemdar
og þéttbýlismyndunar.
10. Aukin áhersla er lögð á
notkun belgjurta í ræktun og
landgræðslu. Notkun þeirra sam-
rýmist kröfum um að landbúnað
skuli stunda í sátt við náttúmna.
11. Þörf er á auknum rann-
sóknum í vistfræði mýra og að
meta áhrif framræslu undanfar-
inna áratuga.
12. Rannsóknir standa yfir á
harðgerðum sjálfbjarga tegund-
um sem eru landnemar á gróður-
litlum svæðum. Alaskalúpína og
birki em dæmi um slíkar tegund-
ir sem notaðar em í auknum
mæli til landgræðslu.
13. Þróunarstarf í frærækt og
verkun hefur nú leitt til þess að
viðunandi árangur næst nú með
því að sá 15-20 kg af melfræi
á ha. þar sem áður þurfti 100 kg.
14. Skynsamleg nýting á gróð-
urlendi byggist á þekkingu á
tengslum búfjárbeitar og gróð-
urs.
15. Rannsóknastofnun land-
búnaðarins hefur átt fmmkvæðið
að því að koma á umhverfisvökt-
un hér á landi.
16. Góð samskipti milli stofn-
ana er nauðsynleg ef nýta á vel
sérþekkingu og tækjakost sem
til er í landinu í þágu rannsókna.
(Tilvitnunum lokið.)
Hvað mótar ásjónu landsins?
var spurt hér að framan. Svarið
er að sjálfsögðu að landbúnaður
hafi ráðið og ráði þar mestu um.
Þá mætti spyija: Hvernig verður
þessi ásjóna bætt? Og svarið
gæti orðið að þar skipti mestu
máli náið og gott samstarf allra
aðila sem um gróður og ásjónu
jjalla.
Vaskhugi
Bókhald sem spararfé og fyrirhöfn
Ný stórglæsileg útgáfa af forritinu er komin á markað.
Auk hefðbundins bókhalds sér forritið um að prenta út
reikninga, gíróseðla og yfirlit, reiknar út dráttarvexti,
skráir stöðu ávísanaheftis og margt fleira.
Sjón er sögu ríkari.
Þú ert velkomin til okkar á Grensásveg 13 eða hringdu
og við sendum bækling um hæl.
Vaskhugi hf.
Grensásvegi 13, sími 682680.
Nýkommn frá Ástralíu
Verslunin Töfrar,
Borgarkringlunni
(við hliðina á Eymundsson),
sími 685911
Einkaleyfi á fslandi
SYDNEY • DENVER
ÁFANCASTAÐIR/Hvemigá ad meta mannslífl
Morðgáta í Washington
Japönsku jasmíntrén og Washington minnisvarð-
inn speglast í Timavatninu
Látum áttavitann staðnæmast í
200 ára höfuðborg yngsta og
voldugasta rikjasatnbands í
heimi. Það er sól og vor í Wash-
ington. Við Tímavatnið „Tidal
Basin" standajapönsku jasmín-
trén í bleikum blómskrúða. Og
fánar sambandsríkjanna blakta í
hlýrri golu við hvítan minnis-
varða Washington, borgaröxul-
inn, sem ris í tímalausum einfald-
leika og myndar stórbrotna and-
stæðu við grísk-rómversku bygg-
ingarnar í kring. Héðan er fag-
urt útsýni yfir opna svæðið til
Kapitól-hæðar, og andspænis
speglun minnisvarða Lincoln i
Speglunarljörninni „Reflecting
Pool“. Og maður undrast fram-
sýni í skipulagi, hvernig hægt
var að byggja svo fagra borg.
*
Agangstétt fraraan við Hvíta
húsið stikar grímuklæddur
maður og hringir bjöllu í sífellu.
Sá ber stórt spjald með áletrunni:
„Kjósið mig ekki aftur til fjögurra
ára!“ Og athygli
er vakin á vörum
grímunnar, því
bandarískir kjós-
endur geta ekki
gleymt kosninga-
loforði forsetans,
þegar hann sagði
í sjóvarpsviðtali:
„Watch my
lips.rao more taxes“ en lét svo verða
sitt fyrsta verk að hækka skattana.
Hér er tvífari Bush á ferð!
Á Friðartorginu „Freedom
Plaza“ er gengið fram á sjálfan
George Washington! Með honum í
för eru Abraham Lincoln, Thomas
Jefferson, Fredrick Douglass og
fleiri. i fararbroddi sagnapersón-
anna er borgarkallarinn með bjöllu
í krafti síns embættis. Leikhópur-
inn, sem kallar sig Tímahjólið „Time
Warp,“ ber vissulega lifandi sögu
að fótum ferðamannsins. „Reka-
vig,“ segir Washington, þegar hann
rekst á íslending.
Á svölum Kennedy-listahússins
standa leikhúsgestir með kokk-
teilglös. Horfa á sólina setjast yfir
Potomac ánni. En lítill, svartur
drengur leikur sér að vatnsdropum
í gosbrunni. Risastór bijóstmynd
af John F. Kennedy prýðir forsalinn
sem liggur meðfram svölunum. Slík
er salarstærðin að Washington
minnisvarðinn gæti rúmast í honum
endilöngum.
Hvert sæti er skipað í vinsæla
gamanleiknum Algjör vitleysa
„Shear Madness," sem búinn er að
ganga hér lengi. Skærgulir litir ein-
kenna rakarastofuna í brennidepli
á sviðinu. Kátlegt, kvenlegt lát-
bragð rakarans leiðir fljótt í ljós,
að hann er samkynhneigður.
Og lesbísk aðstoðarstúlkan held-
ur við konuna á efri hæð, sem er
að gera rakarann bijálaðan með
stanslausum píanóæfingum. Rakar-
inn og aðstoðarstúlkan dansa í
kringum mislita hjörð viðskipta-
vina, sem allir eiga eitthvert erindi
við píanóleikarann fyrir ofan.
Mikið er hlegið
að furðulegum upp-
ákomum á rakara-
stofunni. En
skyndilega og
óvænt standa allir
frammi fyrir því, að
einhver í hópnum
hefur myrt píanó-
leikarann. Og rann-
sóknarlögreglu-
maður tilkynnir út
í salinn: „Nú eigið
þið áhorfendur
næsta leik ... annar
þáttur fer alveg eft-
ir því, hvernig ykk-
ur tekst að leysa
morðgátuna!“
Áhorfendur
skipa sér þétt í
kringum rannsókn-
arlögregluna í hlé-
inu, sem keppist við
að skrifa niður frá-
sagnir vitnanna!
Annar þáttur er
geysilega fjörugur.
Fólkið keppist við
að rökstyðja vitnis-
burði sína. Æði oft
er púað, ef sá grun-
aði segir ekki rétt frá. Og leikarar
eru alltaf með fyndin svör á taktein-
um við óvæntum uppákomum frá
áhorfendum.
Það sem gerir leikritið einstakt
og skemmtilegt er, að salurinn ræð-
ur alveg, hver er dæmdur morðingi
hveiju sinni. Trúlega gæti svona
leikrit ekki gengið í íslenskum
áhorfendasal. Bandaríkjamenn
njóta þess að koma fram, eru þjálf-
aðir til þess í skóla. Slík þjálfun er
ekki fyrir hendi í íslenska skólakerf-
inu.
Níu morð voru framin í Washing-
ton þessa helgi og íbúum Washing-
ton blöskraði. Blöðin voru full af
greinaskrifum, hvemig gæti staðið
á þessu, hvað hægt væri að gera?
Þar eins og hér komi vímuefni við
sögu, afbrýðisemi, atvinnuleysi og
fleira skylt. Á sama tíma var eitt
morð framið á Reykjavíkursvæðinu.
Er hægt að bera það saman?