Morgunblaðið - 21.06.1992, Page 11
C 11
fyrir hjúskapinn en afrek í leiklist.
Umtalaðasta atriði myndarinnar
sýnir Cruise liggja meðvitundar-
lausan og nakinn hjá Kidman með
kopp yfir kynfærunum og hún
freistast til að kíkja. Howard
byggði myndina að einhveijum
hluta á eigin ijölskyldusögu en hún
er 70 mm stórmynd, sem sjaldgæf-
ar eru orðnar í dag með stórum
landslagssenum og mannlegum
átökum.
í Stjörnubíói verður sýnd tvö-
föld harðhausamynd sem heitir
„Universal Soldier“ og er með
tveimur gallhörðum Evrópumönn-
um: Jean-Claude Van Damme hin-
um belgíska og Svíanum Dolph
Lundgren. Þeir leika bardagam-
askínur framtíðarinnar (þó ekki
Evrópubandalagsins), hafa verið
lífgaðir við og gerðir ómennskir
en hver nema Van Damme tekur
að gerast mennskur á ný og Lund-
gren er sendur til höfuðs honum.
Það má búast við ærlegum hasar
þar sem þessir tveir eru enda
myndin hugsuð til að sameina
aðdáendur Lundgren og Van
Damme. í þessu tilviki eru „einn
plús einn sama og þrír“, segir
Lundgren. Leikstjóri er Roland
Emmerich, sem kallaður hefur
verið hinn nýi Renny Harlin, án
þess að hafa gert neina mynd
reyndar.
í mánuðinum frumsýna Sam-
bíóin einnig nýjustu gamanmynd
Whoopi Goldbergs, „Sister Act“.
í henni leikur Whoopi söngkonu í
næturklúbbi á flótta undan maf-
íunni. Hún felur sig í nunnuk-
laustri, æfir nunnukórinn og held-
ur með hann til Reno þar sem
mafían er mætt. Disneyfyrirtækið
gerir myndina, sem upprunalega
var ætluð Bette Midler, en leik-
stjóri er Emile Ardolino („Dirty
Dancing"). Maggie Smith fer með
hlutverk abbadísarinnar.
SEPTEMBER
„Þetta er
svona vit-
rænt, tilvistarfræðilegt hasardr-
ama,“ segir leikkonan Sigoumey
Weaver um þriðju Alienmyndina
sína, „Alien3“, sem Sambíóin
frumsýna í september. Mynd núm-
er eitt markaði tímamót í gerð
hryllingsmynda, númer tvö var
kraftmikil stríðsmynd og að
margra mati betri en frummyndin.
Númer þijú er gerð af nýliða í
leikstjórastéttinni, David Fincher,
sem helst hefur gert tónlistar-
myndbönd með Madonnu. í þetta
sinn lendir hin langþreytta Weaver
á fangaplánetu þar sem lúsafar-
aldur geisar svo hún verður að
raka á sér kollinn. Geimskrímsli
er ekki fjarri og enn hefst eltingar-
leikur upp á líf og dauða nema í
þetta sinn hefur Weaver engin
vopn í höndunum. Fjöldi handrits-
höfunda og leikstjóra tengdust
undirbúningi myndarinnar og hún
rauk fram úr fjárhagsáætlun en
hún tók inn mikinn pening helgina
sem hún var frumsýnd og hefur
fengið góða dóma vestra.
Háskólabíó frumsýnir nýjustu
mynd Eddie Murphys, „Boomer-
ang“. Stórstjaman fer með hlut-
verk auglýsingamanns sem fellur
fýrir hinni glæsilegu Robin Gi-
vens. Murphy fær 720 milijónir
króna fyrir hlutverkið og valdi
sjálfur samstarfsmennina þá
Warrington og Reginald Hudlin,
sem gerðu gamanmyndina „House
Party“. Myndin er í og með tilraun
Murphys til að breyta um ímynd:
Hann er orðinn þrítugur og vill
ekki lengur láta líta á sig sem
götustrák í gallabuxum heldur
klæðist hann smóking og þykist
veraldarvanur heimsborgari. Sjálf-
ur segir hann að þetta sé fyrsta
myndin þar sem hann leikur á
móti öðrum leikurum án þess að
standa í sprengjuregni.
í Laugarásbíó kemur fyrri Kól-
umbusarmyndin á árinu. Hún heit-
ir „Christopher Columbus: The
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
Tvöföld harðhausamynd; Lundgren og
Van Damme í „Universal Soldier“.
500 ára afmæli; Selleck og Ward í Kól-
umbusarmyndinni fyrri.
Skotheld formúla; Glover og Gibson enn
á ferð í „Lethal Weapon 3“
írsk hryðjuverk; Harrison Ford tekur við yfirmannsstöðunni af
Alec Baldwin í „Patriot Games“.
Discovery" og er með óþekktum
leikara í titilhlutverkinu, George
Corraface að nafni. Timothy Dal-
ton hætti við að leika Kólumbus
vegna ágreinings við framleiðend-
urna. Stjömur myndarinnar eru
Marlon Brando og Tom Selleck
og Rachel Wayd en þau tvö leika
Ferdinand og ísabéllu. Súperman-
framleiðendurnir Alexander og
Ilya Salkind söfnuðu þremur millj-
örðum í gerð Kólumbusar en leik-
stjóri er Bond-fræðingurinn John
Glen. Sagan segir að Brando hafi
ekki verið allskostar ánægður með
þá jákvæðu mynd sem gefin er
af sægarpinum, sem Brando segir
hafa verið ábyrgan fyrir „fyrstu
öldu útrýmingar á frumbyggjum
N-Ameríku“. Glen segir þá hafa
reynt að laga það til sem fór í
taugarnar á stórstjömunni.
Enn gegn ófreskjunnl; Sigourney Weaver í „Alien’"
Vesturfararnlr; Tom
Cruise þeysir yfir slétt-
urnar í „Far and Away“.
Allar tímasetningar hér em
byggðar á áætlunum og það er
m.a. áætlað að sýna nýjustu mynd
Michaels Manns, „The Last of the
Mohicans" með Daniel Day Lewis
í Regnboganum september. Hvort
það takist er annað mál. Síðasti
Móhíkaninn eftir sögu James Feni-
more Coopers hefur löngum þótt
gott bíómyndaefni. Lewis er hvítur
maður sem alinn er upp meðal
indjána og kynnist breskri liðsfor-
ingjadóttur, sem Madeleine Stowe
leikur. Mann, sem frægur er fyrir
að hanna „Miami Vice“ þættina
og gerði sjónvarpsmyndina „Man-
hunter“ þar sem Hannibal „The
Cannibal" Lecter kom fyrst fram,
leikstýrir.
ADRAR MYNDIR
Af öðram myndum sem áætlað
er að sýna yfír sumartímann má
nefna gamanmyndina „Beethov-
en“, spennumyndina „Split Sec-
ond“ með Rutger Hauer, kín-
versku myndina Rauða ljóskerið,
sem keppti ásamt Bömum náttúr-
unnar um Óskarinn, gamanmynd-
ina „Strictly Ballroom“ frá Ástral-
íu sem kom á óvart á síðustu Can-
neshátíð, Hollywoodsatírana „The
Player" eftir Robert Altman,
spennumyndina „Year of the Gun“
eftir John Frankenheimer, „The
Naked Lunch“ eftir David Cronen-
berg, „White Men Can’t Jump“,
„Encino Man“, „Rush“ og „Comp-
any Business".
Skanhár
Klapparberg 25, 111 Reykjavik
Við veitum þér:
★ Pitt eigið eðlilega hár sem vexþað
sem þú átt efiir ólifað.
★ Ókeypis ráðgjöf hjá okkur eða
heima hjá þér.
★ Framkvœmt af færustu lœknum
hjá einni elstn og virtustu
einkastofnun í Evrópu.
Hringið á kvöldin eða um helgarf
SÍMI 91-678030 eða skrifið tíl:
S
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1992
1. Uppboð - 23. júní 1992
Fyrsta uppboð húsnæðisbréfa fer fram þriðjudaginn 23. júní n.k.
Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og þá þurfa
bindandi tilboð í bréfín að hafa borist VIB. Húsnæðisbréf eru
gefin út í tveimur einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði og
þurfa tilboð að miðast við þessi verðgildi eða margfeldi af þeim.
Húsnæðisbréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með
39 jöfnum greiðslum vaxta og- afborgana.
Upplýsingarit ásamt tilboðsblöðum liggja frammi hjá VÍB og
nánari upplýsingar um uppboðið veita Jóhann V. Ivarsson og
Svanbjörn Thoroddsen.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármula 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.